Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 4
60 .ÞJOÐVÍ.LJINN. XXV H, 16.—16. Hitt og þetta. í Landúniim er mataölustaður, sem oingönxu er æfclaður hundum o,r köttum. Mstsölustaður þessi er aðallega til orðinn vegna einbleyps fólks, er á hund eða kött, on kaupir sér sjálit faeði hjá öðrum. Sum dýrin koma á raatsölustaðinn naeð eig- endum sínutn, en önnur eru á hinn bóginn vanin á það, að fara sjálf á ákveðnum tíma á degi hverjum. Má i þessu tilliti gota þess, að bundur nokk- ur hefir t. d. verið vaninn á það, að koraa «e einu sinni á dag á matsölustaðinn á ákveðnum tíma, og eta þá aðal-tnálsverð sinn. — En að henni lokinni f»r hann dálitla körfu, og i henni það, sem honum er ætlað til seinni hluta dagsins, og ber hann hana þá burt i tönnunum. Einu sinni á viku hverri or hann og sjálfur látinn fara með borgunina. Ekki kvað vera trútt um, er margt er aí þessu hyski á matsölustaðnum i senn, að í hart slái milii „sestanna" út af kruesingunum, svo að þjónunum veiti full erfitt að skilja þá. Norska blaðið „Spegjeleti'1 getur þess, að í Orkdaluum í Noregi hafi ser nokkur nýioga orðið fjórlembd, en næstu þrjá árin á undan hafði se árlega verið þrílembd, og árið þar áður tvílembd. Á fimm árum eignaðist hún þvííalls 16 lömb, og er slik frjósemi óefað algjörioga einsdaemi. Enskur maður, J. Stoier Clonston að nafni, hefir nýlega samið sögu Urkneyja, og hefst hún þar, er Orkneyinga sögu lýkur. Drögum til sögunnar hefir hann safnað úr gömlum brófum og embættisbókum. Skozka sögufélagið („Scottish History Society“) gefur bókina út. Vestfirzku ungmennafélögin. Fjórðungssambatid vestfirzku ungmennafélag- anna hafði áíormað, að halda aðal-fund sinn að Núpt í Dýrufirði 21. marz þ. á., og gerum vér ráð fyrir, að svo hafi þá og orðið, þótt eigi hafi blaði voru að vísu enn borizt fregnir af fundar- haldinu. Verzlunarhús brunnin. Að morgni 8. april þ. á. brunnu í Bolungar- víkurvorzlunarstað til kaldra kola verzlunarhús Jónasar kaupmanns Jónasarsonar, Húsið kvað hafa* verið vátryggt gegn elds- voða íyrir 4 þús. krónur, og verzlunarvörurnar fyrir 7 þús. krónur. „Knattspyrnumót íslands“. „Knattspyrnumót íslands11, sem svo er nefnt, kvað -nú vera átormað, að háð verði íjhöfuðstaðn- um sunnudaginn 1. júní næstk. t>ar verður keppt um „Kn ittspyrnubíkar ís- lands“. Það er knattspyrnufélagið „Fram“, sem fyrir þessu gengst.. Fjórir menn (lrukkna. Bátur fórst úr Vestmannaeyjum 8. aprí! þ. á., og drukknuðu menn allir, er á honum voru, fjórir að tolu. Báturinn var að koma úr sjóferð, og fórst á siglingu, enda veður all hvasst við eyjarnar þá um daginn. Botnverpingar sektaðir. Atta voru þeir alls orðnir botnverpingarnir, er danska varðskipið hafði handsamað um helg- ina síðustu (18. apríl þ. á.) Af botnverpingum þessum eru tveir islenzkir. Frá Akureyri. (Sjúkrasamlag þar). Akureyringar hafa í vetur verið að koma á hjá sér sjúkrasamlagi, og er það mjög vel farið, — þörfin mjög rík þar, sem víðar. ! Það er kvennfélagið „Frnmtiðin“, sem fyrir því ’nefir gengizt, enda verkmannafélagið o. málinu mjög hlynntir. Slysfarir. (Maður biður bana). Maður nokkur, Jakob Sigurbjörnsson að naíui, slasaðisc ný skeð voðaloga á íslenzka botnverp- inginum „Jóni forseta11, og atvikaðist það á þann hátt, að dráttarstrengur skall á bann, og bútaði nær aigjörlega af honum annan fótinn, fyrir ofan hné. Missti hann þegar meðvitundina, og andaðist tveim kl.tímum síðar, eða þar um. Frá Hornströndum (Norður-ísafjarðarsýslu) er „Þjóðv.“ ritað 28. febr. þ. á.: „Hér meg* heita sífoldir norð-austan- og austan-storraar, með írosti og fanukomu. Um miðjan febrúar sást nokkuð rnikill hafis- hroði út af Horni, — í 2—8 mílna fjarlægð á að gizka. — En þá kom suð-austan-stormur, og keyrði hann norð-vestur í haf, og hefir hafíssins eigi orðið vart síðan“. Bréfkatlinn, seru birtur er hér á undan, dregur í huga lesaudans upp myndina af hafísnum, með ölium : ógnuuum, sem”honum fylgja tíðast, eður og höpp- • unum, sem með honum geta borizt; — leiðir og I hugann að fannlergjunni og frostinu, er hvað j verst er, og þá eigi síður að trylliugsleik storms— j ins o. fi. Eróttakafiian því í rauri og veru að mun efn- isríkari, og veitir huganum meira viðfangsefni, en í fljótu bragði sýnist. Frá ísalirði. Vorvertíðin byrjaði á pásknnum með „þurrurn sjó“, þ. e. algjörðu fiskleysi, eins og vetrarver- trðin bafði endað. Vorið þarf nú að bseta þar vel úr, — margir, sem þess þarfnast. 170 Honwm var það Ijóst, að Mary yr?i kennt um það, er gjörzt hsfði kvöldið áður. Datt honnm nú og í hug, að það hetði að likindum verið lávarðnrinn, er reynt hiifði að bepta för hana. er bsnn hljóp brott frá herragarðinum, og því hefði bsnn kom’zt undan, þar sem hann væri enn hálf-fatlaður. Tækist honum nú, að komast til Lundúna, þóttist hann úr allri hættu. Honum var þó háif-illa við það, að reka aig þarna á Mary, — þófti hún vita um of um sína hagí, og sízt að vita, hvað hún kynni að hafa sagt, og hvað af því gæti hlotizt. Af samtalinu við hana hafði hann þó komi-ít á snoð- ir um, að á herragarðinu hefðu þeir atburðir gjörzt er leynt yrðu að fara, og taldi hann sér geta orðið þettn að eigi óvænlegum fjárhagslegum hagnaði. Taldi hann því hyggilegast, að losna sem bráðast við giinsteÍBana, er hann hafði stolið, og leita siðan aptur til herraparðsins. Órnissandi þótti honum þó, að gefa Mary auga, vita, hvað um hana yrði. „Armaðhvort hefur hún strokið, eða verið rekin brott“, hugsaði hann með sjálíum sér. „En hvert skyldi hún nú vera að fara?“ „Sé það eatt“, rnæltí hann enn fremur við sjálfan sig, „sem eg beyrði 1 þurpinu, þekkir hún að eins stöku merm i Lundúnurn! En hvað á eg nú ti! bragðs að taka ?“ Nú vildi svo heppilega til, að járDbrautarlestin nam staðar í svíp, og tókst, Laith þá, að ná í einn járnbrautar- þjónarma, er lofaði, að senda fyrir h.mn símsk«yti, ef hann viidí. 179 að nútímanum! Segðu rnér, bvað gjörzt hefur! Jeg verð að fá að vita það!“ Leith yppti öxium, en skýrði heuni þó, með fám orðum, frá þvi, er gjörzt hafði á herragarðinum, og varð hún þess þá áskynja, að honum var afar-gramt í geði til Mary. „Nú skilst þér iíklega, hvers vegna ieg þarf að vita, hvað henni líðnr“, mælti hann. „Ef hún vissi, hvar er niður kominn, myndi hún auðvitað stýra lögregi- unni frá þvi" „Hvað hefurðu gert at gimsteinunum?“ spurði Lis, eptir dálitla þögn. „Jeg fór með þá á gamla staðinn“. svaraði Leith. „Hugo iifir það eigi, að hún sjái þá nokkuru sinui". Lís þagði nú fáeinar mínútnr. „Mér e; ílla við þetta tiltæki þitt, Dick“, mælti hún að lokum. „Mer sýnist það mjög hættulegt! En ímyndarðu þér, að það láti ungu stúlkuna hlaupa að lieiman, án þess að reyna að komast eptir, hvað af henni er orðið? ímyndarðu þór, að Hugo taki því með þökkum, að hafa varið svipt dýrgripum sinum? Jeg þekki hnna, því að hún dvaidi um tima hjá Emily, eptir það, er hún var ný gipt. — Hún er frið, eu mesta hörku-nál, og kysi eg, að þu hefðir fremur stolið trá einhverri annari en henni“. Leith fór að hlægja. „Jeg er hvergi smeikur“, mælti hann, „og farirðu hyggilega að ráði þínu, tekst þeim eigi gr»iðlega að kom- ast á snoðir una, hvar ungfrú Stirling er niður kotnin! En jeg veit, hvað jeg ætia mér! En förum nú og göng- um hratt héðan; — aldrei að vita, nema einhver kunni

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.