Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1913, Blaðsíða 1
/ 17. tbl. Reykjavík 30. april 1013. XXVII. árg. Strandvarnirnar. Botnverpinga sektirnar m. m. Öllum er það að líkindum Ijóst, að meðan vér höfum ráðherrann, sem nú ©r, eða þá einhvern úr gamla „heima- «tjórnar“-íiokknum, sem svo hefir verið nefndur, þá verda þau málin ad hvila sig, sem þjódrœkniskeim hera að einhverju leyti. Síðasta utanförin ráðherrans og van- skapnaðurinn, er hann færði oss þá frá Dönum, mun flestum enn í fersku minni, og þeir því færri, sem iangar til þess, að fela honum nýjan erindisrekstur, er að einhverju leyti snertir samband vort við Dani, eða lýtur að þeim málefnum, aem þeim eru viðkvæm. Það eru því ýms mál (sambandsmálid, fánamálid, islenzkir konsúlai o. fi. o. fi.), sem eigi tjáir að nefna á þinginu, meðan svo standa þar sakir, sem nú er. Helzt skyldi það þá vera rétt til þess gert, að lofa meiri hlutanum, sem nú ræður lögum og lofum á alþingi, að sýna þjóðinni enn betur framan í sig, en enn er orðið. Sizt því að vita. hvað sjálfstæðismenn á þingi telja rétt að gera i þvi efni, er á þing kemur. En hvað sem því líður, þá er það eitt, sem alls ekki ætti að heyrast á þingi, og það er það, að farið sé nú að nýju að borga Dönum, fyrir strandvarn- irnar, hluta af sektum botnverpinga m. m. Menn mega i þvi tilliti eigi gleyrna þvi: a d medan véi látum Ðani og Færey- inga njóta jafnréttis vid oss, hvad fiskweidarnar i landhelgi vorri snert- ir, þá eru þeir og — er þeireru að myndast við strandvarnirnar —, að gæta réttar, og hagsmuna, sjálfra sín, engu síður en réttar, og hagsmuna, vor Islendinga. Hinu má þá og heldur eigi gleyma: ad þad, ad vér lofum enn Ðönum og Fœreyingum ad njóta jafnréttis vid oss, hvad fiskiveidar i landhelgi vorr i snertir, það er þeim — eða þá Færeyingum að minnsta kosti — svo mikils virði, að tæpast verð- ur inetið. í stað þess, að láta sér sæma, að vera að þjarka um borgun fyrir strandvarn- irnar, œttu Danír því, ef vel væri, fr ernur — sem ofanálag á strandvarnirnar — að bjóða OSS borgun fyrir það, að fá að njóta jafnréttis við oss, hvað fiskiveið- arnar i landhelgi vorri snertir. Landhelgisvörn þeirra, eins og henni er, og hefir verið, háttað, er og slík ómynd, að á engan hátt er við unandi. Eins og gefur að skilja, þar sem fiski- veiðar eru stundaðar í öllum fjórðungum landsins, getur eitt strandvarnaskip að sára litlu leyti litið svo eptir, sem þyrfti. Sízt því að furða, þó að si og æ h*yr- ist umkvartanir yfir þvi, úr ýmsum áttum, hve ófullnægjandí strandgæzlan sé. Hve stórkostlegt tjón það bakar fiskiveiðum landsmanna á ári hverju, lát- um vér ósagt. Margir munu telja það alómetanlegt. Ef vel ætti að vera, veitti eigi af 4 —(> strandvarnar- eða fallbyssu-bát- um, er siuu sinnti hverjum hlutanum af laudhelgissvæðinu. Hentugastir — og fuilnægjandi í alla staði — myndu afar-hradskreidir fall- byssubátar, er væru á stærð við botn- verpina sjálfa, eða svipaðir „Beskytteren11, strandvarnarbátnum á Færeyjum, sem inngað hefir stundum komið. Gegnir annars furðu, að Danir skuli eigi hafa séð það sórna sinn, að láta strand- varnirnar fara vel tir hendi, fyrst þeir þeir annast þær á annað borð. Væri þeim nú og sæinra, að bæta úr því, sem vangert er, en að fara að I reyna, að seilast að nýju eptir fé úr lands- sjóði íslands, fyrir starfa, sem þó jafn framt er af hendi inntur, til að gæta hagsmuna sjálfra þeirra, — starfa, sem þeir auk þess fá fyllstu borgun fynr, þótt mun meiru kostuðu til hans, en þeir gera. A þingmálafundunum i vor ættu kjós- endur þvi: að krefjast betri strandvarna, en nú eigum vér við að búa, og enn fremur: að mótmæla því eindregið, að ríkissjóður Dana fái nokkurn hluta af ■ektum botnverpinga m. m. Alófiar ft, að vera að tviborga þeim, eða margborga, strandvarnar-ómyndina frekar, en gjört er. (jetur það verið sattV „Ingólfur“ getur þess (29. apríl þ. á.), að eitt af frumvörpunum, sem stjórnin ætlar sér að leggja fyrir alþingi, sé um launa-hækkun ísl. embættismanna(l) Það eru æðstu embættismennirnir (iand- ritari, biskup, landlæknir, yfirdómararnir og aaðri kennararnir í Reykjavík), sem stjórnin ber fyrir brjósti, að því er „Ing- ólfur“ segir. Ætli almenningi þyki ekki eitthvað ; 'annað liggja nær um þessar mundir? Og séu laun embættismanna hækkuð, hví eigi taka þá heldur þá embættis- mennina, sem lægra eru launaðir? Eldur í Heklu-hrauni! Tvennar eldstöðvar! Aðfaranóttina 25. apríl þ. á, varð jarð- skjálfta vart í Árnessýslu, er klukkan var um þrjú um nóttina, og fundust, síðan kippir nokkrir æ öðru hvoru til fóta- ferðatíma. Þegar birti, sáu menn og reykjarmökk austur og norður af Heklu, og var þá fyrst gizkað á, að eldur væri uppi ein- hverstaðar í svo nefndu Krakatindshr auni. Ekki er þess getið, eða frétt orðið, er þetta er ntað, að jarðskjálftarnir hafi nokkursstaðar valdið tjóni í Árnessýslu, eða enn austar, þar sem þeirra hefir að sjálfsögðu einnig orðið vart. Eldurinn er sagður vera á tveim stöð- um í Heklu-hr auni, en svo fjarri byggð- um, að eigi muni tjón geta af hlotizt, — nema ef vera skyldi, að öskufallið yrði svo mikið, sem vel getur orðið, að hagar og útengi o. s. frv., spillist að einhverju leyti, eða verði fénaði óhollt. I þeim eldstöðvunum, sem nyrðri eru, virðist vera mun meiri umbrot en í hin- um syðri, og svo að sjá, sem eldur rísi þar á fleiri stöðum til himins. Dynkir heyrðust að mun á Eyrar- bakka, og óefað víðar, að kvöldi 25. apríl þ. á., og var þvi líkast, sem fallbyssu- skot væru. r m Ur Reykjavík sást að kvöldi 26. apríl, að austurloptið var allt eldbjarma litað, hið neðra, og höfðu fjölda margir Reyk- vikingar þá gaman af því, .að horfa á eldbjarmann, er sézt mun hata einna bezt frá Skólavörðunni, og varð mörgum því reikað þangað þá um kvöldið.---------- Það eru nú liðih frek 35 ár, síðan Hekla gaus seinast; — það var á önd- verðu árinu 1878; — en mestu Heklu- gosin, er sögur fara af, voru á árunum: 1294 — 1436 — 1597 — 1693 og 1766, er allt huldist þykku lagi af svartri eld- fjalla-ösku í 225 kílómetra fjarlægð. — Fregnir af eldgosinu, sem nú stend- ur yfir, eru að öðru leyti enn mjög ófull- komnar, og bíða því nánari fregnir næsta nr. blaðs vors. Að því er eldgosin snert-ir, skal því við bætt, að þau eru, sem fyr segir, á tveim stöðum. Annað gosíð er í svo nefndum Sáturn, sem eru skammt frá Krakatindi, og eru eldsúlurnar þar tvær. Hinn eldurinn er í svo nefndum Vala- hnjúk, og þar í grenndinni, og gnæfa þar eigi all-fáar eldsúlur í lopt upp.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.