Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1913, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1913, Side 1
Þ JÓÐVIL JINN ■ 18.-19. tbl. Reykjavik 10. mai 1913. XXVII. árg. Eimskipafélagið. (Sumlurlausav athugasemdir). Öllum þorra landsma.nna er það óefað Ijóst, hve æskilegt það væri, að vöru- og fólks-fiutningarnir milli íslands og út- landa gætu sem allra bráðast — og í mun frekari mæli en nú er — orðið í höndum Islendinga sjálfra, og hve brýn þörfin er þvi, að því er stofnun „innlenda eim- skipafélagsins11 snertir, ems og nánar var vikið að í 12. nr. biaðs vors þ. á. Segja má a.ð vísu, að til þess að koma ▼öru- og fólks-flutningunum milli íslands og útlanda í hendur landsmanna sjálfra, sé það þó að vísu engan veginn óhjá- kvæmileg nauðsyn, að skipin séu íslenzk eign.*). Sama takmarki mætti að sjálfsögðu engu siður ná, ef skipin, sem notuð eru, væru tekin á leigu, — að eins að stjórn- in m. m. væri í höndum íslendinga sjálfra. En það er síður en svo, að einatt só hlaupið að því, að fá hentug skip á leigu. Óneitanlega er það og æ skemmtilegra og myndarlegra, að skipin séu sjálf inn- lend eign, enda ætti stofnun „innlenda eimskipafélagsins“ sízt að vera lands- mönnum öllum ofætlun, ef samheldnina brysti eigi. Nota þá gamla lagið, sem fæstum þeirra er ókunnugt, að reyna að „drífa“ einhversstaðar „upp lán“, ef eigi vill betur verkast. Ekki heynst og enn annars getið, en að malefninu sé yfirleitt hvívetna mjög vel tekið í orði, — bæði í höfuðstað vor- um og út um landið. Menn lita þá og eigi hvað sizt á þjóðræknis hlið málsins, og ýtir það undir eigi fáa, er síður létu málið ella til sín taka. Sem dæmi þess, hve vel málinu hefir þegar verið tekið á sumum stöðum, má get-a þess, að í Landmannahreppi í Rang- árvallasýslu áttu bændur fund með sér, og varð niðurstaðan þar sú, að láta sveit- arfélagið taka hluti í félaginu fyrir alls 3 þús. krónur, er hreppurinn tekur að láni í bráðina, en gjaldendurnir leggja siðan á sig, á nokkrum árum, ásamt át- svörunum. Líkt gætu fleiri sveitarfélög gert, ef áhuginn vœri likur, og það þá munað samtals svo miklu, að fé fengist nægilegt, þótt alls eigi fengist ella. *) Gleyma má því og eigi, að það, að láta smiða sér nýtt skip, má nær einatt í reyndinni — engu síður en er hús er byggt — teljast að gera sig að mun fátækari, ef eigi að deila pon- ingunum, sem til þess er varið, með tveimur. — Hæpið æ að betur seljist, ef seljast þarf. Á hinn bóginn er þó eigi i étt, ad ginna einstaka menn, — félög, eða sveita- eða sýslu-félög —, til að gerast liluthafar í fyrirtækinu, undir þvi yftrskini, að þar sé um óbrigðult, eða þá mjög sennilegt, gróðafyrirtæki að ræða. Sé það gert, og fé þannig haft út úr mönnum, — fjöldanum enda all-efnaliti- um, — þá kemur óánægjau á eptir, ef vonirnar bregðast. Betra því, að segja þegar í byrjun- inni, sem er, að vel gæti svo farið, að félagið verði alls eigi arðvænt, og megi þvi hver vera við þvi búinn, að orðið geti enda hið versta, þ. e. að félagið svari alls eigi vöxtum, um lengri eða skemmri tíma, ef eigi einatt, eða þá svo lágum, að íills eigi séu teljandi. Óskandi að vísu, að svo færi eigi, en dæmin eru því miður nóg, sé á ýms er- lend eimskipafélög litið, þótt eigi rekjum vér það hér frekar. En fari svo, að félagið svari — þótt að eins sé sum árin — aiuiað hvort alls engum vöxtum til hluthafa, eða þá að mun lágum, þá má og vera vid þvi hu- id, ad hlutahi éfin lœkki ad mun í verdi, svo að sá, sem t. d. á 100 kr, í félaginu, gæti, ef selja vildi, jafn vel eigi fengið nema 80—90 kr. fyrir téða eign sína, eða þá eitthvað meira eða minna.*) Letta er hverjum mauni alómissandi, að gera sér 6em ljósast. Annad mál: að íallegt er það þvi í'remur, og vel gert, að vilja þó leggja fi-am sinn skerf, — þeir semþad geta —, góðu og þörfu máiefni t.il stuðn- ings. Less er og því fremur þörf, að gera sér alls engar gylli-vonir í byrjuninni, eða glæða þær hjá öðrum. sem á það er að líta: a, ad við þann keppinaut getur orðið, og verður óefað, að einhverju leyti, að eiga, — þ. e. „sameinaða gufu- skipafélagið“, sem gert getur hér- lenda eimskipafélaginu eigi all-lítinn óleik, ef því býður svo við að horfa, — getur látið sig alls engu muna, að færa að mun niður flutnings- og farþega-gjöldin, jafn vel áreptirár, ef eigi flytja allt ókeypis. b, ad vér getum þá og því miður engan veginn treyst því, að þeir, sem mestu ráða, að því er flutning- an a til landsins snertir, verði þá — sízt. nema sumir þeirra — svo fé- lagslyndir, að þeir standist. freist- ingarnar, og láti þá æ innlenda eim- skipafélagið sitja íyrir vöruflutning- unum, hve mikill óhagur sem það kann enda að verða þeim sjálfum. Þá er og eigi að vita, hvernig stiórn félagsins, og framkvæmdir allar, kann að fara lír hendi o. fl. o. fl. Heimtufrekja landsmanna og óefað engan vegmn samberandi við það, sem nú er, er við samlenda er um allt að eiga, — auk þess er óhöpp og æ geta að hönd- um borið, er eigi verður við ráðið. En hvað sem þessu öllu líður, þá væri það mjög leitt — þar sem út i málið var lagt —, ef það strandaði þegar í fæðingunni á féleysinu. Færi svo, sem — að voru álit-i — vel getur orðið, að eigi fengist nægilegt hluta- fé, þá: ætti landið sjálft að gerast, hlut- haíi, segjum t. d. fyrh 100—200 þús. króna, eda þar yfir, svo að fyrirtækið strandi eigi. Félagið verður svo, hvort sem er, er á laggirnar er komið, að vera kjöltu- barn landssjóðs, ef svo mætti að orði kveða, — þ. e. landssjóðurinn verðurþá eigi að eins, að styðja það, með árlegum fjárstyrk, heldur og að vera enda við því búinn, að þurfa að lokum — ef verst fer — að taka félagið alveg upp á sína arma. Gæti því og komið til mála, hvort eigi væri rétt, að Iandssjóður tæki að sér ábyrgð hlutabréfanna þegar í byrjun, enda áskildi Jiá og þinginu að sjálfsögðu þá hluttöku í stjórn þess, og það eptirlit, seni nauðsynlegt. kynni að þykja. Þá æt.ti hver hluthafi það vist, að tapa eigi fé sínu. Menn mega eigi missa sjónar á því í máli þessu, að við öflugan er að etja, þar sem „sameinaða gufuskipafélagið“ er annars vegar. Það er iandssjóðsing eins, en eigi fá- tæks félags, sem ætlað er þar á ofan að byrja með því, að byggja á lántöku. ítölsku eldfjöllin: Æthna, Yesu- vius og Stroniboli gusu öll þrjú í senn í aprílmánuði þ. á. Vita menn slíks engin dæmi þar fyr, og hefir æ verið litið svo á, sem hin lægju niðri, er eitt gysi. Eldgosin eru, sem betur fer, ekki sögð naikil. *) Benda má hér og á íslandsbanka-hluta- bréfin, sem nú eru sögð fallin ofan í 83—84 hundraðið, í kaupböll Dana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.