Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1913, Blaðsíða 2
70 XXVÍI., 18,—19. ElcLgo^ið. (Viðbótarfréttir, 9br. síða«ta nr.) Svo segist þeim frá, er brugðið hafa sér austur að eldstöðvunum, að npdra eldgosid sé suðaustur af Valahnúki, — ikammt frá svo nefndum íjallabaksvegi. Frá eldstöðvunum hefur þegar runn- ið afarstórt hraun, beggja megin svo nefndrar Hellixhvíslar, og verður nú eigi farið uin hjallabaksveginn, þar sem hraun- ið hefur fióð yfir hann. Ain, er fyr er getið, hefur og stíflazt að nokkru, — hraunflóðið fært vatn úr henni úr árfarveginum, og vatnsrennslið þá myndað eigi all-lítið vatn, er glóandi hraunaldan steypist nú út í, með hávaða, og skvaldri, en reykjar-og gufumekkirn- ir þyrlast þá upp í loptið, og taka ýms- um litbreytingum, og skapa tröllslegar hrikamyndir, ýmislegar að lit, og lögun, allt eptir því, hvernig ljósbirtunni slær á þá. Sjón þessi — og þá eigi síður eld- blossa súlurnar er þeytast í háa lopt úr eldstöðvunum sjálfum — er auðvitað mjög áhrifa- og tilkomu-mikil. Að því er sydri eldinn snertir, sbr. síðasta nr. blaðs vors, virðist hann nú vera hættur, og líklegast talið, að sam- rennsli hafi í öndverðu verið milli beggja eldstöðvarma, syðri og niðri, neðan jarð- ar‘ þótt eigi hafi eldurinn náð, að brjót.ast trt, nema til beggja endanria. Kraptinn þá síðar dregið úr hið syðra, eða eldbáran neðanjarðar farin að streyma meira að nyrðri eldstöðvunum eingöngu, en í öndverðu hefur verið. Hraunið, sem runnið hefur úr nyrðri eldstöðvunum hefur verið skírt „Hörpu- hraun“, þar sem eldsumbrotin komu með sumar-komunni. Hraun er og eigi all-lítið við syðri eldstöðvarnar, og mætti þá nefna það „Syðra-Hraun“ hafi því eigi þegar verið annað nafn gefið, eða þá láta það eiga tvö nöfnin. Blaðið „Suðurland“ segir, að skrifað sé af Landi í Rangárvallasýslu að 26. apríl síðastl. hafi verið öskumóða yfir jörð allri, svo að fénaður hafi lítið, eður alls eígi, bitið, og því orðið að taka á gjöf allar skepnur, er í náðist. Oskufalls einnig vart orðið í Hruna- mannahreppi í Arnessýslu, og þá og ó- efað hér og hvar annars staðar. Mikill matur varð Frökkum nýlega úr því, er þýzka loptfarið „Zeppelin IV“ varð — í apríl b. á. — að lenda í Lune- ville, þar sem Frakkar hafa nú búið út lendingarstöðvar handa loptförum sínum, er til hernaðar eru ætluð. Það var þoka og afskapa austan-veður, er olli þvi, að þýzku liðsforingjarrnr, sem í loptfarinu voru, eigi áttu annars í'ir- kosti., ÞJCÐV,ILJINN. En þjóðverjar hafa til þessa haldið öllu vandlega leyndu, er að smíði og út- búnaði loptfara þeirra lýtur, er til hern- aðar eru ætluð. Frakkar voru þá og eigi seinir á sér, er svona bar vel í veiðar, að taka mynd- ir af „Zeppelin IV“, og öllum útbúnað- inum þar. ÞýzKU liðsforingjarnir sneru síðan heimleiðis, er veðrinu slotaði, og rann- sakað hafði verið, hvernig á komu þeirra stóð (þ. e. að eigi var gerð til njósna), og sögðu sínar farir ekki sléttar. Banaráð, sýnd Alfonso konungi 13. apríl 1913. Eins og sum íslenzku blaðanna hafa þegar getið, var Alfomo, Spánar konungi, veitt bauatilræði 18. apríi þ. á. (1913). Konungur var á heimreið frá heræf- ingu, og kominn móts við aðal-bankann I Madrid, er miðað var á hann skamm- byssu, og hleypt af tveini skotum. Hvorugt skotanna intti þó konung, með því að hann hafði séð manninn, og beint hestinum þegar á hann, svo að hin- um mun hafa fipazt nokkuð. — Reið- skjóti konungs særðis á hinn bóginn dá- litið, og þó eigi til muna. Lögregluþjón bar þá og að í sömu svipan, og vatt sór þegar að morðingj- anum, er beindi þá þegar skammbyss- unni gegn honum, og hleypti af þriðja skotinu, en hitti enn eigi. Borgarlýður, er næstur var, pusti nú og að, og réð á morðingjann, er varð fyrir töluverðum meiðslum. Og hversu sem því er varið, þá urðu og ellefu menn mjög hættulega sárir í þessum svifum, og ýmsir minna. Mjög fagnaði drottning því, sem vænta mátti, er konungur slapp ósærður, og í kirkjunum sungu klerkar „Te deum“, þ. e. færðu guði þakkargjörð fyrir frelsi konungs. Morðinginn heitir fullu nafni Raphael bandies Allegre, og er fæddur í Barcelona. Talinn er hann einn í flokki stjórn- leysingja (,,anarkista“), og hafði skömmu áður verið gjörður landrækur úr Frakk- landi. Tjáist hann hafa ætlað sér að hefna Fetrer’s, alþýðuíræðandans, sem skotirin var í Barcelona 12. okt. 1909, sainkvæmt herdómi, bendlaður við uppreisnar-til- raunir, en álmennt talinn saklaus af lífi tekinn. Alfonso konungur XIII. or fteddsr 17. rnaí 1886 — íæddist sð föður sinum, Alíonso XII., litnum, 0‘í tók rið rikisstjóruinni 7. mai 1902, lýsti sig myndugsn, er hann var sextán ára. Fám dögum síðar, varð í Madriii sppvíst uji samsieri gegn konungi, af hálfu stjórnleysingja, og árið eptir, 10. jarniar 1903, rar skotið á vagn, er ætlað var, að konungur sæti i. 31. m*í 1905, er Alfonso konungur var stadd- ur í París, og kom úr leikhúsi þar, var og varp- að „vítisvél11 á vagninu, sem hann og Loubot, ÞJÓÐVILJTNN. Terð árj-angains (minnit 60 arkir) 3|kr. 50 a.F erlendis 4 kr. 50 a. og i' Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skritíg ágild nanaa komin sá til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaapandi samhliða uppsögninni bergi akuld sína yrir blaðið. lýðveldisforseti Frakka, sátu í, en hvorugan þeirra sakaði þó: en einn maður beið bans. A brúðkaupsdegi konungs, 31. rnaí 1906, varp- aði og stjórnleysinginn Morral sprehgi-öða vítis- vél á vagninn, s»m konungur og drottning hans, sátu í, er þau fóru hoim úr kirkiunni. Hafði Morral falið vítisvélina í blómsveig, er hann lét, sem astlaður vseri konungshjónunum í samfagnaðar skyni. Fimmtán meno bíðu bana við tilræðið, og sjötiu urðu bættulega sárir, en konungshjónin aakaði eigi. Morral var þegar handsamaður, en skaut sig. Mælt er, að konungur og drottnig hans hafi, sem von v«r, komizt mjög við, og grátið, er svona tókst til á briðkaupsdegi þeirr.a. A£ ofan letruðu sést, að konungur hefir eigi sjaldan verið í ýtrasta lífsháska staddur, og í hvo stöðugum voða konungar, og keisarar, verða æ að telja sig, og þá og að vísu ýmsir, sem þeim eru handgengnastir. Við mikið eru þeir því lausir, sem eigi em í æðstu sætunum. Fynr árið, sem leið (þ. e. 1912), borg- ar „Norræna ritsímafélagið mikla“ hlut- höfum sínum 20°/0 (þ. e. 20 af hundraði) i árs-arð. A árunum 1908—1911 fengu hlur,- hafar 18 af hundraði. Hlutaté félagsins er alls 27 milljónir króna, en í varasjóði á félagið nú orðið alls öl1/, millj. króna. Arsgróði félagsins árið, sem leið, varð alls, að kostnaði öllum frádregnum, um 10 milij. 660 þús. króna (en „brúttó“- tekjurnar um 101 /a millj. nr.) Til varasjóðs var — af ágóðanum 1912 — lögð ein rnillj. kr., auk þess er varasjóðnum og voru greiddir vextir af fé hans. Þá voru og til eptirlaunasjóðs félags- ins lagðar 500 þús. kr., en 2 millj. og 390 þús. kr. eigi ráðstafað, en látnar ganga í þ. á. reikning. Ágóða-hluti stjórnarinnar (þ. e. það, sem hún fær, auk launa sinna) varð alls 45 þús. króna. Ollum mun enn vera minnisstætt voða- ‘slysið, er varð i Atlantshafinu í fyrra, þegar eimskipið „Titanic" sökk, og mörg hundruð manna biðu bana. Síðan hefir mikið gengið á, bæði í Englandi og Bandaríkjunum, að því er rannsókn málsins snertir, hvernig útbiin- aður skipsins haíi verið, hver björgunar- áhöldin hafi rerið, tildrögin og atvikis öll. Loks hafa og skaðabótakröfurnar kom- iö úr ótal áttum, sem vænzt hafði verið, og námu þær alls freklega ll3/* milljóö. dollara, er síðast fréttist.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.