Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1913, Blaðsíða 4
80 þ;jó;ðviljjnn; xxvii, 20.—21. Hefur verksmiðjuborgin Dayton eigi hvað sízt orðið að mun hart úti. Fregnir af atburðum þessum að öðru leyti enn ógiöggar. Nýlega hefur verið ákveðið, að skipa tuttugu kvennmenn, sem lögregluþjóna í New-York, og eiga þær að bera sér- ■takan einkennisbúning. Ætlað kvað þeim sérstaklega vera, að gefa auga almennum dansstöðum, sem og kvennfólki, er hrasað hefur. Tvö skip, er lágu á höfninni í Balti- more, gjöreyðilögðust 8. marz síðastl., af „dynamít“-sprengingu. Þar biðu 43 menn bana, en 50 urðu sárir. Mexico. Þar er enn eigi friðsamlegt, þar sem fimm ríkjanna hafa ný skeð sagt sig úr ríkja-sambandinu, og myndað lýðveldi sér. En sambandsríkin í Mexico hafa alls verið 27, auk þriggja héraða, eða lands- hluta, er eigi hafa ríkisréttindi hlotið. Australía. Eins og kunnugt er, eru ríkin í Austral- íu, fyrir fám árum. orðin sambandsríki, í líkingu við Bandaríkin, og Canada, og hefur um hríð verið ágreiningur um það, hvort sambandsþingið, og sambandsstjórn- in, ætti fremur að hafa aðsetur í borginni Sidney, eða Melbourne. Niðurstaðan hefur nú orðið sú, að nota hvorugra stórborga þessara, en að reisa í téðu skyni nýja borg í Nýja- Suður-Wales“. og á borgin að heita Canberra. Kína. Fyrv- kennslumálaráðherra Kínverja, Sung.shiaojen að nafni, var nýlega veitt banatilræði, og dó hann af sárum. Aður en hann andaðist, barst honum bréf frá þeim, er verkið hafði framið, og í bréfinu nefndi sig: „járnmanninn“. — Skýrði „járnmaðurinn“ þar frá því, að hann hefði veitt honum banatilræðið í misgripum, — Huanghsing hershöfðingja, og þætti því leitt, hve til hefði tekizt. 22. apríi síðastl. voru hundrað ár liðin síðan norska skáldið Jörgen Moe fæddist. Hann er eigi eingöngu nafnkunnur, sem skáld, en engu síður, sem safnari og útgefandi norskra þjóðsagna, er hann starfaði að, ásamt P. Kr. Ashjörnsen (f 1885, fæddur 1812), unz hann varð prest- ur (1853). Moe andaðist 1882, og hafði síðast verið biskup í Kristiansand stipti. Ekkja hans andaðist sama daginn (22. apríl þ. á.), sem 100 ára afmælrs hans var minnzt. t I verðlagsskránum, sem gilda frá 16. maí 1913 tii jafnlengdar 1914, er meðal-alinin, sem hér segir: Kr.a. 1.1 Norður-Múlasýslu (og Seyð- isfjarðarkaupstað)..............0,61 2. í Suður-Múiasýslu .... 0,63 3. - Austur-Skaptafellssýslu . . 0,50 4. - Vestur- —«— . . 0,54 5. - Vestmannaeyjum .... 0,50 6. - Rangárvaliasýslu .... 0,53 7. - Arnessýslu ..................0,54 8. - (xullbr.- og Kiósarsýslu (með Rvík og Hafnarfirði) .... 0,62 9.1 Borgarfjarðarsýslu .... 0,54 10. - Mýrasýslu....................0,57 11. - Snæfellsness-og Hnappadals- sýslu...........................0,54 | 12. í Dalasýslu...............0,54 | 13. - Barðastrandasýslu .... 0,54 | 14. - Isaf jarðasýslum og kaupstað 0,63 ! 15. - Strandasýsiu............0,53 16. - Húnavatnssýslu..........0,53 17. - Skagafjarðarsýslu .... 0,50 18. - Eyjafjarðarsýsla og Akureyri *) 19. - Þingeyjarsýslum..............0,59 Geta má þess enn fremur, hvað lambs- fódrid snertir, að það er hæðst í sýslun- um þremur á vestur-kjálka landsins, þ. e. í ísafjarðarsýslum og kaupstað, 5 kr. 60 a., í Barðastrandarsýslu 4 kr. 94 a., og í Strandasýslu: 4 kr. 92 a., en lægst er það í þessum sýslum: í Vestur-Skapta- fellssýslu: 3 kr. 54 a., í Rangárvallasýslu: 3 kr. 60 a., og í Austur-Skaptafellssýslu: 3 kr. 62 a. j Að því er kemur til dagsverks (um ; heyanna-tímann), þá er það talið hæðst j á þessum þrem stöðum: í Vestmanna- j eyjum: 3 kr. 75 a., í Mýrasýslu 3 kr. i 29 a., og í G-ullbr.- og Kjósarsýslu (með j Rvík og Hafnarfirði): 3 kr. 17 a; — Lægst j er það á hinn bóginn metið: í Stranda- j sýslu. 2 kr. 46 a., i Austur-Skaptafells- j sýslu: 2 kr. 50 a., og í Skagafjarðarsýslu | 2 kr. 68 a. Tólkin er talin lægst: í Austur-Skapta- fellssýslu: 0,22 pd., þá í Húnavatnssýslu: 0,28, og í Stranda- og Þingeyjarsýslum: 0,29 pd. Að þvi er smjörid snertir, þá er það j talið lægst í Dalasýslu: 0.62 pd., og í Aust- ur- og Vestur-Skaptafellssýslum: 0,63 pd. Gæti tvennt hið síðast nefnda, p. e. verðið á feitmetinu, verið mönnum bend- ing, að þvi er innan lands viðskiptin snertir. Lét hann sér einkar annt um að viða að sér ýmis konar listaverkum og fágæt- um munum, og átti söfn eigi all-lítil í tveim stórhýsum í Lundúnum. Söfn þessi, sem talin eru mjög mikils virði, hefir nú sonur Morgan’s eignazt, og hafði gamli maðurinn þó gert svo ráð fyrir, að almenningi skyldi heimilaður að- gangur að þeim öðru hvoru. Mælt er að Morgan sálugi hafi æ haft þá reglu, er hann vildi eignast einhvern mun á uppboði, að láta þá þegar gera svo hátt boð, að víst mætti telja, að eng- inn yrði þá til þess, að bjóða i á móti honum. A þenna hátt eignaðist hann t. d. á uppboði í Leipzig árið 1911 bréf, er Luther (siðabótarhöfundur) ritaði Karli keisara V., eptir ríkisþingið í Worms (árið 1521) — lét þegar bjóða í það 128 þús. rígsmörk, þ. e. nær 115 þús. krónur, og var þá og slegið það. Á fundi, sem haldinn var í fyrra í Kristjaníu, til þess að ræða um yfirráðin í Spitzbergen, varð niðurstaðan sú, að Rússar og Sríar skyldu eiga hlutdeild í stjórninm, ásamt Norðmönnum. Þessum úrslitum undu Norðmenn ílla, — vilja, að því er virðist, einir hafa þar öll yfirráðin. Nú er því ráði, að fundur verði bráð- iega haldinn í Kristjaníu að nýju, og málið þá tekið til enn rækilegri íhugunar. Á þeim fundi mæta nú eigi að eins fulltrúar Norðmanna, Svía og Rússa, hald- ur og Bandamanna, er líklega vilja þá einnig eiga eitthvert atkvæði um mál- efnin þar nyrðra. Hitt og þetta. (Tint upp úr ,,SpegjeJen“.) Göinul piparjömfrú í Ungverjalandi, Júlía Santa að nafni, giptist ný skeð manni nokkrum, sem var sextíu árum yngri en bún. Hann var sonar-scnur gamla unnustansbennar. Jijórtán vetra gömul telpa, sera á heima í Herjedalnum í Sriþjóð, sútti ný skoð um kon- ungsleyfi til að mega giptast. Hjón nokkur, sem eiga heima i Merak í Nor- egi. nainntust nýlega „járnbrull*ups“ síns, þ. e. höfðu þá verið alls 70 ár í hjónabandi. Þau eru jafnaldrar, — 92 ára hvort um sig. Kona nokkur, sem heima á í grennd vi'ð Vossevangen í Noregi, eignaðist nýiega þribura. Hún er sjálf fædd sem þríburi. 31. marz þ. á. andaðist ameríski auð- maðurinn Pierpont Morgan, og var hann þá staddur i Rómaborg. Hann var fæddur 17. apríl 1837, og tal- inn meðal ríkustu auðmennanna í Banda- rikjunum. *) Var eigi getið í Stj.tíðindunum, er verð- j Jagsskráin v»r birt þar, — hvornig sem á því 1 hefir Btaðið. I sambandi við „Kgl. bókhlöðuna“ í Kaupmannahöfn er nú í ráði, að stolnað verði svo nefnt „Film-safn“, þ. e. safn af þynnum (,,films“), er sýnt geti atburði, lið fyrir lið, eins og þeir gerðust, eða menn, eing og þeir voru, og athöfnuðu sig, á þeim eða þeim tíma, sbr. „kvik- myndasýningarnar “. Auðvitað ræðir þá að eins um atburði, er sagnfræðilegt gildi hafa, og um menn, sem skarað liafa að einhverju leyti fram úr.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.