Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN. 22.-23. tbl. Reykjavík 4. júní 1913. XXVII. árg. Stjórnarfrumvarpa-Iaunungiii. (Samvinnuleysi stjórnar og þjóðar). . Ekki vita menn enn, hvaða frumvörp ráðherrann ætlar sér að leggja fyrir al- þingi, sem nú fer í hönd. Allt og sumt, að kvisast hefir um eitt eða tvö lannahækkunarfrumvörp, og vita menn þó ógjörla, með vissu, hversu þeim er háttað, í einstökum atriðum. Aptur og aptur hefir þó í hlaði voru verið vakið máls á því, hve áridandi þingmönnum og þjóðmni í heild sinni, væri það, að frumvörpin. sem stjórnin ætlar sér að leggja fyrir alþingi — eða þá að minnsta kosti aðal-efni þeirra — væri eigi haldið leyndu, unz á þing er komið, eða vitnaðist eigi fyr en fám dögum áður. Sérstaklega er þingmönnum það mjög óhentugt, að vita eigi aðal-efni stjórnar- frumvarpanna, áður en þingmálafundirnir eru haldnir. Aneiðingar þess geta, að því er ýms mál snertir, orðið þær, að þeir hagi til- lögum sinum á þinginu allt ödru visi, en þeir myndu gert hafa, hefði þeim gefist kostur á þvi, að ræða málið við kjós- endur sína, áður en á þing kom, eða heyra skoðanir þeirra um það. Segja má að vísu, að síminn bæti nú orðið ögn úr, borið saman við það, er áður var, þar sem ná má þá taH stöitu manna um þingtimann, en enginn hefir þó til þessa talið hann gera þingmála- fundina óþarfa, og getur hann því og alls eigi bætt úr, sem skyldi. Einhvern tima heíir því — að oss minnir — verið slegið fram, af hálfu núverandi ráðherra, að homim þætti það óvidfeldid, að efni »tjórnarfrumvarpanna væri kunnugt orðið hér á landi, áður en fengið væri samþykki konungs til þess, að leggja þau fram, sem stjórnarfrumvörp. Viðbára þessi er þó, svo sem hver maður sér, alls einskis virði. Hverju skiptir það konungsvaldið, þótt aðal-efni stjórnarfrumvarpanna sé alkunn- ugt orðið hér á landi, áður en ráðherrann siglir með þau á koivungs fund? Vitanlega alls engu. Edlilegast væri og, adrádheriannværi œ svo í samvinnu vid blödin, og vidþjód- ina, að hann léti það einatt uppskátt, er hann værí orðinn einráðinn í því nieð sjálíum sér, að Ieggja það eða það málefni fyrir þingið, — gerði sér það að reglu, á hvaða tíma sem væri. jafn ve] þótt 1—2 árum væri, áður en þingið kemur saman. Málið gæti þá orðið ýtarlega rætt af blöðunum, og af þjóðinni, og gæti það þá á ýmsa vegu orðið stjórninni til leið- beiningar, og stuðnings, eins og ráðherra gæti þá og hætt við, að bera fram mál- efni, sem hann sæi, að Htinn byr fengi. Dáið, sem nú bryddir eigi sjaldan á í pólitíkinni á milli þinga, væri þá og að miklum mun úr sögunni. Ný og ný málefni væiu þá œ ödru hvoru ad koma á dagskrána, — væn ráð- herrann eigi því meiri steingjörvingur, eða vera, sem til engra vankvæða finnur, er hann hefir sjálfur nóg að bíta og brenna. Em afleidingin af því, að þjóðin veit ekkert um stiórnarfrumvörpin, fyr en leitað hefir venð samþykkis konungs i ríkisráðinu, að því er framlagningu þeirra snertir, er þá og þad, ad hún fer þessþá og algjörlega dulin, hvoit bll frumvbrpin, sem rádherrann fór med á konungs fund, koma til skila eptir á. Henni er það þá eigi ókunnugt — eins og nú er —, hafi dönsk áhrif, al- gagnstœtt stjórnarskrá vom, náð sér svo niðri, að eitthvert frumvarpanna hafi dott- ið úr sögunni, og sé því eigi lagt fram á alþingi, sem stjórnarfrumvarp. Þá og næg tök þess, að koma fram ábyrgð á hendur ráðherranum, þyki málið svo vaxið, i stað pess er þjóð, og þingi, nú er það algjör lega ókunnugt, hvað fram hefir farið i ríkisráðinu. Hér er því um mjög þýdmgaimikid atriði að ræða. Alóvist hve mikið íllt kann þegar að hafa ieitt af laununginni, sem höfð hefir verið til þessa. Sumir halda jafn vel — og líklega naumast að ástæðulausu — að sanna ástæðan til launungarinnar, að þvi er til stjórnarfrumvarpanna kemur, muni ein- mitt vera sú — og hún ein —, að ráð- herrann þykist þá betur settur. Enginn hefir þá neitt af því að segja, þótt hann hopi fyrir dönskum áhrifum i ríkisráðinu, — t. d. í atvinnumálunum, er hagsmunir íslendinga reka sig á hags- Muiii Dana. r En slíks mega^ Islendingar sízt af öllu duldir vera. Stjórnar frumvarpa-launungin verdur þvi ad hverfa úrsögunni, — reglan að verða hin, sern vikid ei ad hér ad framan. Að þvi er sérstaklega kemur til fjár- lagafrumvarpsins, þá er það og mjög þýð- ipgarmikið, að þjóðin viti sem fyrst, hvaða nýjum fyrirtækjum stjórnin hefir hugsað sér, að koma í framkvæmd, eða hvaða nýjar stofnamr — embætti eða sýslanir — hún ætlar sér að fá sett é stofn í fjár- lögunum. Öll slík málefni, er útgjöld hafa í för með si'r, þarfnast eigi hvað sízt nákvæmr- ar ihugunar, eins og fjárhagnum er háttað. Kosnir alþingismenn. Kosningar-úrslitin í Barðastrandar- sýslu urðu þau, að þar var kosinn: Hákon bóndi Kristófersson í Haga með 187 atkv. Talniug og athugun atkvæðaseðlanna fór fram 22. maí þ. á. Hinn, sem í kjöri var, Snœbjörn hrepp- stjóri Kristjánsson í Hérgilsey, hlaut 120 atkv. Að því er suertir kosninguna i Suður-Múla- sýslu, sem getið var í siðasta nr. blaðs vors, þá var rétta atkvæðatalan þar: Guðm. Eggerz 279 atkv., en Þórnrinu á GilsArteigi 221 atkv. Það, að hr. Guðm. Eggerz, nýkominn að sýslu- mannsemaættinu i Suður-Múlasýslu, og alóreynd- ur í pólitík, hafandi eigi áður goflð sig opinber- lega fram í þeim sökuiu, að kunuugt sé, er þeg- ar gerður að þingmanni kiördæmisins, sýnir, hve rikt sj slumanns-valdið er enn eigi óvíía hér á landi. Arnesingar. (Dálitid sýnishorn.) Á þingmálafundum Árnesinga — að Tryggvaskála og Húsatóftum á Skeiðum (12. og 13. maí þ. á.) — var samþykkt, að skora á alþingi: a, að endv.rgreiða Árnessýslu BÍma-tillagið til línunnar frá Ölfusárbrú að Eyrarbakka, b, aö veita fé til undirbúnings Flóa-áveitunni, c, að vtita fé úr landssj^ði, til að veita Þjórsá yfir Skeiðin, d, að greiða fyrir því, að járnbraut fáist austur, i, að veita fé til vélarbáts, er f»ii milli Eeykja- vikur og hafnanr.a austanfjalls. A hinn bóginn var síðan, á báðum fundunum, samþykkt almenn sparnaðar áskorun, að því er segir í þingmála- fundargjörðunum, sem birtar hafa verið í „ísafold". Með öðrum orðum: Veitid allt, sem vér Árnesingar þörfnumst, en — sparið vid hina. Hugsunarhátturinn ekki nema svona og svona fallegur! Nýr konungkjörinn þingmaður. Landlæknir Oudm, Björnsson hefir ný- lega verið skipaður konungkjörinn þing- maður, i stað Augusts kaupmanns Flyg- enring's í Hafnarfirði, er hafði afsalað sér þingmennsku, sbr. 13.—14. nr. blaðt vors þ. á.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.