Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Síða 1
Þ JÓÐ VIL JINN. 22.-23. tbl. Reykjavík 4. júni 1913. XXVII. árg. Stjórnarfrumvarpa-Iammngin blöðunum, og af þjóðinni, og gæti það þá á ýmsa vegu orðið stjórninni til leið- beiningar, og stuðnings, eins og ráðherra Kosnir alþingismenn. (Samvinmileysi stjórnar og Jijóðar). Ekki vita menn enn, hvaða frumvörp ráðherrann ætlar sér að leggja fyrir al- þingi, sem nú fer í hönd. Allt og sumt, að kvisast heíir um eitt eða tvö lannahækkunarfrumvörp, og vita menn þó ógjörla, með vissu, hversu þeim er háttað, í einstökum atriðum. Apttir og aptur hefir þó í blaði voru verið vakið máls á því, hve áridandi þingmönnum og þjóðmni í heild sinni, væri það, að frumvörpin. sem stjórnin ætíar sér að leggja fyrir alþingi — eða þá að minnsta kosti aðal-efni þeirra — væri eigi haldið leyndu, unz á þing er komið, eða vitnaðist eigi fyr en fám dögum áður. Sérstaklega er þingmönnum það mjög ólieiitugt, að vita eigi aðal-efni stjórnar- frumvarpanna, áðuren þingmálafundirnir eru haldmr. Afleiðingar þess geta, að því er ýms mál snertir, orðið þær, að þeir hagi til- lögum sínum á þinginu allt ödru vísi, en þeir myndu gert hafa, hefði þeim gefist kostur á því, að ræða málið við kjós- endur sína, áður en á þing kom, eða heyra skoðanir þeirra um það. Segja má að vísu, að síminn bæti nú orðið ögn úr, borið saman við það, er áður var, þar sem ná má þá ta!i stö^u manna um þingtímann, en enginn hefir þó til þessa talið hann gera þingmála- fundina óþarfa, og getur hann þvi og alls eigi bætt úr, sem skyldi. Einhvern tíma hefir því — að oss minnir — verið slegið fram, af hálfu núverandi ráðherra, að honum þætti það óvidfeldid, að efni »tjórnarfrumvarpanna væri kunnugt orðið hér á landi, áður en fengið væri samþykki konungs til þess, að leggja þau fram, sem stjórnarfrumvörp. Yiðbára þessi er þó, svo sem hver maður sér, alls eínskis virði. Hverju skiptir það konungsvaldið, þótt aðal-efni stjórnarfrumvarpanna sé alkunn- ugt orðið hér á landi, áður en ráðherrann siglir með þau á konungs fund? Vitanlega alls engu. JEdlilegast vœri og, ad rádheriannvœri œ svo i samvinnu vid blödin, og vidþjód- ina, að hann lét.i það einatt uppskátt, er hann værí orðinn einráðinn í því nieð sjálíum sér, að leggja það eða það málefni fyrir þingið, — gerði sér það að reglu, á hvaða tíma sem væri. jafn vel þótt 1—2 árurn væri, áður en þingið kemur saman. Málið gæti þá orðið ýtarlega rætt af gæti þá og hætt við, að bera fram mál- efni, sem hann sæi, að Htinn byr fengi. Dáið, sem nú bryddir eigi sjaldan á í pólitíkinni á milli þinga, væri þá og að miklum mun úr sögunni. Ný og ný málefni vœiu þá œ ödiu hvoru ad koma á dagskrána, — væn ráð- herrann eigi því meiri steingjörvingur, eða vera, sem til engra vankvæða finnur, er hann hefir sjálfur nóg að bíta og brenna. Ein afieidingin af því, að þjóðin veit ekkert um stjórnarfrumvörpin, fyr en leitað hefir venð samþykkis konungs i ríkisráðinu, að því er framlagningu þeirra snertir, er þá og þad, ad hún fei þess þá og algjörlega dulin, hvoit öll frumvörpin, sem ) ád her 'i anv fór med á konungs fund, koma til skila eptir á. Henni er það þá eigi ókunnugt — eins og nú er —, hafi dönsk áhrif, aE gagnstœtt stjórnarskrá vorn, náð sér svo niðri, að eitthvert frumvarpanna hafi dott- ið úr sögunni, og sé því eigi lagt fram á alþingi, sem stjórnarfrumvarp. Þá og næg tök þess, að koma fram ábyrgð á hendur ráðherranum, þyki málið svo vaxið, i stað pess er þjóð, og þingi, nú er það algjör lega ókunnugt, hvað fram hefir farið í ríkisráðinu. Hér er því um mjög þýdmgar mikid atnði að ræða. Alóvist hve mikið illt kann þegar að hafa leitt af laununginni, sem höfð hefir verið til þessa. Sumir halda jafn vel — og líklega naumast að ástæðulausu — að sauna ástæðan til launungarinnar, að því er til stjórnarfrumvarpanna kemur, muni ein- mitt vera sú — og hún ein —, að ráð- herrann þykist þá betur settur. Enginn hefir þá neitt af því að segja, þótt hann liopi fyrir dönskum áhrifum í ríkisráðinu, — t. d. í atvinnumálunum, er hagsmunir Islendinga reka sig á hags- bbuiií Dana. En sliks meg^ Isiendingar sízt af öllu duldir vera. Stjórnar frumvarpa-launungin verdur því ad hverfa úr sögunni, — reglan að verða hin, sem vikid er ad hér ad frarnan. Að þvi er sérstaklega kemur til fjár- lagafrumvarpsins, þá er það og mjög þýð- ipgarmikið, að þjóðin viti sem fyrst, hvaða nýjum fyrirtækjum stjórnin hefir hugsað sér, að koma i framkvæmd, eða hvaða nýjar stofnamr — embætti eða sýslanir — hún ætlar sér að fá sett á stofn í fjár- lögunum. Öll slík málefni, er útgjöld hafa í för með si’r, þarfnast eigi hvað sízt nákvæmr- ar íhugunar, eins og fjárhagnum er háttað. Kosningar-úrslitin í Barðastrandar- sýslu urðu þau, að þar var kosinn: Hákon bóndi Kristófersson i Haga með 187 atkv. Talniug og athugun atkvæðaseðlanna fór fram 22. maí þ. á. Hinn, sem i kjöri var, Snœbjörn hrepp- stjóri Kristjánsson i Hérgilsey, hlaut 120 atkv. Að því er snertir kosninguna í Suður-Múla- sýslu, sem getið vav í siðasta nr. blaðs vors, þá var rétta atkvæðatalan þar: Guðm. Eggerz 279 atkv., en Þórnrinn A Gilsárteigi 221 atkv. Það, að hr. Guðm. Eggerz, nýkominn að sýslu- mannsemoættinu i Suður-Múlasýslu, og alóreynd- ur í pólitík, hafandi eigi Aður gefið sigopinber- lega fram i þeim sökum, að kunuugt sé, er þeg- ar gerður að þingmanni kiördæmisins, sýnir, hve ríkt sýslumanns-valdið er enn eigi óvíða hér á landi. Arnesingar. (Dálitid sýnishorn.) A þingmálafundum Arneeinga — að Tryggvaskála og Húsatóftum á Skeiðum (12. og 18. mai þ. á.) — var samþykkt, að skora á alþingi: a, að endurgreiða Árnessýslu síma-tillagið til Línunnar frá Ölfusárhrú að Eyrarbakka, b, að veita fé til undirhúnings Flóa-áveitunni, c, að vt ita fé úr landssjóði, ti) að veita Þjórsá yfir Skeiðin, d, að greiða fvrir því, að járnbraut fáist austur, i, að veita fé til vélarháts, or fari milli Reykja- víkur og hafnanr.a austanfjalls. Á hinn bóginn var síðan, á báðum fundunum, samþykkt almenn sparnaðar áskorun, að því er segir í þingmála- fundargjörðunum, sem birtar hafa verið í „ísafold“. Með öðrum orðum: Veitid allt, sem vér Árnesingar þörfnumst, en — sparið vid hina. Hugsunarhátturinn ekki nema svona og svona fallegur! Nýr konungkjörinn þingmaöur. Landlæknir Gudm, Bjömsson hefir ný- lega verið skipaður konungkjörinn þing- maður, í stað Augusts kaupmanns Flyg- enring’s í Hafnarfirði, er hafði afsalað sér þingmennsku, sbr. 18.—14. nr. blaða vors þ. á.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.