Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Blaðsíða 6
90 Þ'JÓ.ÐVILJJNN. XXVII, 22.-23. norður- og austur-landi — Tar nýlega sektaður um 60 kr., fyrir að hafa reynt, að lauma áfengi á land á Ákureyri. Brytinn á „Ingó)fi“, er mesta sökin hvildi þó k, var og sektaður um 200 kr. „Heimskringla“. Við ritstjórn blaðsins „Heimskringla“ i Winni- peg er nú tekinn hr. Gunnlaugur Tr. Jónsson, í stað hr. Baldvins L. Baldvinsaonar, þingmanna Gimlikjördsemisins, sem orðinn er aðstoðar-ráð- herra Manítoba-fylkisstjðrnarinnar (i iylkisritara- deildinni.) LíUlega gengur þessi ,.aðstoðar-ráðherra“ nsest- ur ráðherranum sjálfum, eða réttara sagt einum þeirra. „VikingebIodet“ er nafnið á skáldsögu, sem hr. Jónas Guð- laugsson hefur nýlega samið á dönsku. Bókaverzlan Gyldendals i Kaupmannahöfa annast um itgáfu hennar. Frá Ísaíirði. Þaðan að írétta góð aflahrögð seinni hluta maí mánaðar. , Var og sízt vanþörf á, eptir ailt aflaleysið som þar hefur verið að undanförnu. Úr Dalasýslu er „Þjóðv.“ ritað 15. april þ. á.: h’ðari á páskum hefur tiðin verið hin ákjósanlegasta, og hafa flestir þvi nóg bey, þó að margir hefðu tæpir orðið, hefði öðru vísi skipast. Skepnuhöid allstaðar góð. Heilbrigði og almennt fremur góö, og hefur barnaveiki þó við og við gert vart við sig, — dáið úr henni 14 börn á tæpum þrem árum (f Saurbæjarhreppi, og inuri bluta Skarðstrandar). Er og eigi í annað hús að venda, hvað læknis- hjálp snertir, — að verða að sækja lækni suður i Búðardal, eða vestur að Miðhúsum á Reykianesi. Væri því sannarie|;a þörf á því, að héráðinu yrði skipt 1 tvö lækmshéruð. A pólitfk iítið minnzt, en allir þó víst á einu máli um þa*. að líta alls ekki við tilboðinu. sem ráðberrann kom með úr sigiingunni. Illa eru menn hér settir, að því er sam- göngurnar snertir, — einu samgöngufærin nér við innanverðan Breiðafjörð er flóabáturinn „Var- anger“. — En hann er gerður út af útlendri verzluu, og áætlun hátsins fremur hagað eptir þörium hennar, að því er virðist, en eptir þörf- um almennings. Maimalát. —o— 6. febr. þ. á. andaðist að heimili sínu, ■ Kekavík bak Höfn á Hornströndum í Nörður-ísafjarðarsýslu, bænda-öldungur- inn Jóhannes Sakariasson, freklega háif-níræður. Foreldrar hans voru: Sakarías Guð- laugsson, .Jónssonar Guðlaugssonar, merk- is bónda, er lengi bjó að Stakkadal i Norður-Aðalvík, og kona hans, Björg Arnadóttir, merkis bónda og hieppstjóra Halldórssonar, er allan sinn aldur bjó að Látrum í Norður-Aðalvík. — En kona Arna va'r Asta, dóttir Guðmundar, prests í Aðalvík, er drukknaði í kaupstaðarferð til Isafjarðar ásamt fleira mannvali, er á skipinu var með honum (alls ellefu manns), og var Guðlaugur, faðir Sakaríasar, er fyr var getið, einn i þeirri tölu. Jóhannes heitinn Sakaríasson ólst upp í Stakkadal hjá foreldrum sínum, unz i hann kvæntist, er hann var freklega tví- i tugur, og gekk að eiga Guðrún Hjálm- í j arsdóttur, er andaðist nær tuttugu árum ' á undan manni sínum. Alls varð þeim hjónum átta barna auðið, og er að eins eitt þeirra á lífi, — Kristján Jóhannesson, er nú dvelur í Skagafirði. Eptir lát konu smnar, brá Jóhannes heitinn Sakaríasson búi í Rekavík bak Höln, en dvaldi þar þó áfram í hús- mennsku, fyrst hjá Kristjáni syni sínum — unz hann fluttist til Bolungavíkur- verzlunarstaðar og síðan til Skagafjarðar, sem fyr segir —, og síðan hjá Guðrúnu Ebenezersdóttur, ekkju Hj álmars heitins .Jóhannessonar, er tók við jörðinni Reka- vík bak Höfn, er Kristján sleppti henni. Hjá henni dvaldi Jóhannes heitinn síðan, sem húsmaður, unz hann andaðist,. 6. febr. síðastl. Jóhannes sálugi var maður vel greind- ur, orðheppinn og skemmtinn, og þótti mörgum því opt gaman, að heimsækja hann, enda skorti hann þá og sízt, að sýna mönnum gestrisni, sem efni leyfðu. Hann var söngmaður í betra lagi prúðmenni í framkomu allri, og mátti yfirleitt teljast í röð merkari manna í byggðarlaginu, og mörgum því eptirsjá að honum. Síðust.u ár æfinnar var Jóhannes sál- ugi blindur, og ýms önnur elli-veikindi sóttu þá og að honum, og drógu hann í rúmið. Kunnugur. 25. nóv. síðastl. (1912) andaðiet í Boi- ungarvíkurverzlunarstað í Norður-ísa- fjarðarsýslu Jón söðlasmiður Sigurdsson. 204 Lola yppti öxlum. „Allt er UDdir því komið, hvaða skilning þér leggið í gæfuDa, kæra Milli! Hvað sjálfa mig snertir, þá er eg vanalega áDægð, fái eg vilja mÍDn!u Aonars gramdist Lolu svipurinn, sem Emily setti upp, og ásetti sér því, að eiga framvegis eem rairnst samaD við hana að sælda. „B.ún er gagntekin af öfund, og beiskju, eins og jeg hefi vitað, og fram úr hófi nöpur i orði“, sagði hún við sjálfa sig. „Utm talar einatt um Mary Stirling, og veit þó, hve mikla óbeit eg hefi á henni“. „Réttast, að eg inni Harcourt annars eptir því“, sagði Lola enn fremur við sjélfa sig, er hún var orðio ein, „hvort haDn er að gera sér far um, að kornast eptir dvalar stað hennar? Hann ætti að spara sér það. því b? svo er Júlíu fyrir að þakka, að þess gerist væntaniega bráðlega engin þörf!„ Þegar Lola hitti Harcourt síðaD sama kvöldið, striddi hún honum með þvi, að hann skyldi vera að reyna, að leita Mary uppi. „Jeg held sannarlega, að hún hafi rænt yður hjart- anu“, mælti Lola, all-hæðnislega. Filippus roðnaði. „í þessu máli geri eg eigi annað, en að verða við tilmælum móður mÍDnar“, mælti hann. „Henni er mjög annt um ungfrú Stirling, og gremst burtför hennar frá herragarðÍDum, eins og henni var háttað“. „Hafið þér þá orðið nokkurs vísari?“ spurði Lola, og lét, sem sig ekipti málið þó eigi að einu né neir.u. „Ekki?“ mælti hún enn fiemur. „Takið það eigi 205 nærri yður, því að til hennar spyrst væntanlega bráðlega„ fyrst „rubínhjartað er komið í leitimar. Filippus þagði um hríð, — vildi fyrir hvern mun, að Lola yrði konan síd, og vildi því eigi styggja haDa,. en á hinn bóginn olli gömul tryggð hans því þó, að honum fannst hann einhverju verða að svara, er á Mary var ráðið. „Kæra Lola!“ mælti hann því, eptir dálitla þögn.. „Jeg vildi óska, að þér gætuð losað yður við allan íllan grun í garð Mary, því að í raun og veru hljótið þér þó að vera sannfærð um það með sjálfri yður, að hún sé eigi á neinn hátt við hvarf dýrgripa yðar riðin“. Lola fór að hlægja. „.Tæja, finnið þá þjófinn, — þá skal eg verða við* tilmælum yðar!“ Það glaðnaði nu tremur yfir Filippusi, og vék hanD nú samræðunDÍ að öðru efni, — dáðist að Lolu, og skjall- aði bana á ýmsar lundir. Lola, sem vissi að hún átti öll ráðin yfir honum, lét hann og fara því fram sem hann vildi, og hafði gaman af blíðmálum hans Hún ætlaði sér að vísu, að ganga að eiga Patriok, en láta það þó á binn Jbóginn enga breytingu gera á upptekinni háttsomi sinni. Stundum leit hún að visu eigi sem björtustum aug- um á framtiðina, — en gladdist þó æ, er hún hugsaði til þess, að hún gæti svalað sér á Patrick, og hefnt sín á móður hans. En vinfengi sinu við Filippus vildi hún eigi slíta. Hann var ríkur maðnr, og alveg á hennar klafa. Hin gat því haft hans margvisleg not.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.