Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1913, Blaðsíða 2
91 ÞJOÐVIL'JINN XXVII, 24. fullan lœkinn, ef danska stjómin fœri ad skipa undi? mönnum sinum ad brjóta skýr og skýlaus lagafyrmœli á okkur Islendm ingum. En hvað sem því líður og hver sem sökina á, þá verður stjórnin að hefjast handa. Hún verður að fá málið skýrt. Verður að krefjast þess, að þessi danski ofláti víki úr stöðu sinni og sjóliðsráðneytið danska biðji oss af- sökunar. Minna nægir ekki. Nú sjáum við til! En hvað gera íslendingar? Þar er svarið heldur ekki nema eitt. Og þad ekki ad eins í ordi heldur Uka i vei ki. Enginn islenzkur raaður má í'ram- ar draga danskan fána á stöng. Við höfum horft á hann nógu lengi. Og ofan á slíkt ofbeldisverk á hann ekki að þolast. Felli menn sig ekki við blá- hvíta fánann, þá þurfa þeir ekki að draga upp nokkurn fána. Einkum vœntum véi þess ad Stjó? nai - rá&id og alþingi sjái nú sóma sinn og hœtti ad veifa dannebt og. JÞað hvílir eng- in laga skylda á þessum stofnunum til þess að fiagga — og því skyldu þau þá ganga í broddi fylkingar þeirra manna, sem vilja særa tilflnningar allra góðra Íslendinea. Þvi það hlýtur dannebrog á íslensk- um húsum alltaf að gera — emkum ept- ir það, sem nú er skeð. 8. Jfi vr 9 Sveinn Valdimar Syeinsson. i?ann 1. þ. m. andaðist Sveinn Valdi- ¦niar Sveinsson stud. med. hér í bænum. Hann fæddist 22. ág. 1887. Varð stúdent vorið 1907 með 1. eink. og sigldi þá fyrst til Hafnar. Þar tók hann próf í heim- speki vorið 1908 með ágætiseink., en fór svo heim aptur og stundaði læknisfræði. Hafði hann tekið fyrri hluta læknaprófs með mjög góðum vitnisburði, og var hann nú byrjaður á fullnaðarprófinu. Hann hafði átt eitthvað bágt með svefn síðustu næturnar, og mæltist til þess eitt kvöldið, að ekki yrðí haft hátt í næstu herbergj- um, með því að hann ætti að ganga undir próf að morgni, og þyrfti því að sofa vel. En um morguninn varð hann eigi vakinn. Komu til læKnarnir. kennarar hans, og gekk þessu allan daginn og nótt- ina eptir, að hann lá meðvitundarlaus, j nnz hann leið út af eins og ljós, k!. milli | 7 og 8 um morguninn. Seinna var líkið krufið, og sannaðist þá það. sem lækn- arnir höfðu ætlað, að banameimð hafði verið heilablóðfall. Sveinn heitinn var manna vinsælastur meðal félaga sinna, enda gleðimaður og félagslyndur. Sömuleiðis höfðu kennarar hans hið bezta álit á honum, bæði fyrir námsgáfur og aðra góða hæfileika, sem lækni er betra að hafa, en missa. Er það harmur mikill þegar góðum manns efnum er þannig burtu kippt þegar að þvi er komið, að vinna seni rnest gagn, sjálfum sór og öðrum. En sárast má þó svíða þeim nánustu ástvinum hans, er glæsilegastar vonirnar höfðu reist a fram- tíð þessa gáfaða og góða drengs. Jarðarför Sveins heitins fór fram mánu- daginn 9. þ. m., og var mjög fjöimenn. Haraldur Níelsson prófessor flutti hús- kveðju á heimili nins látna, síra Bjarni Jónsson nokkur kveðjuorð í háskólanum og sira Jóhann Þorkelsson iikræðuna í kirkjunni. Þrjú kvæði höEðu verið ort, og birtist eitt þeirra á öðrum stað hór i blaðinu. A. Símskeyti svo hljóðandi barst „Þjóðv." frá ísa- firði 12. þ. m.: „Stórstúkuþingið hófst í gær með guðs- þjónustu hér í kirkjunni. Sigtiyggw G-ud- laugsson predikaði. 25 fulltrúar mættir og ýmsir stórstúkumenn fleiri væntan- legir. Helmingur fulltrúanna frá Reykja- vík. ísfirðingar höEðu góðan undirbún- ing og héldu 9. [ jiirií] Stórstúkunni sam- sæti. Útbreiðslufund 10. [júníj. Fjöl- menni. 7 ræðumenn. Indiidi Einarsson stiórnar þinginu. Stór-Templar fjarver- andi. Aðal-starfið enn i nefndum. Blíð- viðri komið eptir kuldastoima. Almenn ánægja. Bladfregnanefnd«. Sveinn V. Sveinsson stud. med. Kveðja trá nemendum læknadeildar háskólans. Lag: Hærra minn guð til þín. Svipiega sveitin þín safnast nú hér; saknaðarljóðin sín syngur hún þér: Minning um manndómsspor, minning um dug' og þor. Ljóðið um von og vor viðkvæðið er. Bjartasta brosið á bræðranna fjöld augans, sem ekki sá óför né kvöld: æsku sem aldrei veik, yndið úr hverjum leik; arfinn, sem aldrei sveik óvelktan skjöld. Nú lýsir morgun mær mynd þína, Sveinn, förunaut aldrei fær fríðan neinn. Svo langt sem augað sér sólskinið fylgir þér; kveðjuna blærinn ber blíður og hreinn. Hóldum við hóp á leið. Hvergr sá ský. Vængjanna voniir beið, viðsýni ný. Frýðu þór flugin löng Fremstum i vor og söng. Lýkur nú Líkaböng laginu því. Blessi' eptir bjartan dag bólið þitt kært, viknandi vina lag, vorheiðið skært. Æska. með létta lund, liðin í sætan blund, sofnuð á sólskinsstund, sofðu nú vært. Þ. K. Dönsku leikendurnir hafa sýnt hér í seinustu viku leikritið „Drengurinn minn" (Min egen Dreng), sem niun mörgum kunnur, vegna þess, að Leikfélag Reykjavíkur hefir sýnt hann fyrir nokkrum árum. Leikhúsið var troð- fullt á sunnudaginn var, enda fór allt prýðisvel úr hendi. Ekki spillti það held- ur, að inn í leikinn voru iiéttaðar gam- anvísur eptrr Ingimund um seinustu við- burðina hér í bænum, sem spaugilegir hafa þótt (Altl í grænum sjó o. fi.) Á mánudaginn kemur út tvö- i'alt blað af „Þjóðviljanum". Furðuverk nútmans. 100 skrautgripir, allir úr hreinu amer- ísku gull-„double", fyrir að eins kr. 9,25. 10 ára ábgyrgð. 1 ljómáudi fallegt, þuunt 14 kar. gulÍ-,,t.loublc" anker-._'angs karl- manns-vasaúr,seui sengur 3ö tíma, ábyrg/.t að ^angi rétt í 4 ár, 1 lyrirt'ks leður-mappa 1 tvöíöld kaiimanns-úrfesti, 1 skrautaskja mvð manchettu-. flibha- og br.ióst- hnóppum með patent-lásum, 1 fing- nraull, 1 s'ipsnæla. 1 kvenn-brjóst- jial (síðasta nýjung), 1 hvítt perlu- banil, 1 fyi-rrtaks va-ta-ritföng, 1 fyrirtaks vasa-spegill í hulstri, 80 Kagnsmunir 'yi-h- hvort heimili. Allt safnið, með 14 kar. gylltu karlmanns-úri, sem með rafmagni er húðað með hreinu gulli, kostar að eins kr. 9,25 heimsent. sendist ii eð nóatkrö'u. — WeltversiuKlhaus H. Spitiíjarn, Ki-iikau, Ostri^-, Xr. 4«(>. — J?eira, er k-.upi- tneira en 1 s:ifn, verður sendur ókeypis með hVe'rJu safni 1 ágætur vasa-vindlakveik'jari. Séu vöruiiiar ekki ai Óerkum, verða peningarnir sendir aptur: þoss vegna er eugin áhætta. RITSiMÓRI OG EIGANDI: Thoroddsen, Skúli Prontsmiðja Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.