Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.06.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.06.1913, Blaðsíða 4
98 ÞJÓÐVILJINN. XJLVH., 25.-26. *il landsins og hyggst að dveljast hér sumar- iangt oo ferðast um. Hann or vel að sér í íslenzkum fræðum, — talar og skrifar íslenzku mjög vel — og hefir, snúið sumum af fornsögum vorum á þýzka tungu, Pi*estssetur brunnið. 3. þ. m kom upp cldur í íbúðarhúsinu á prestssetrinu Stað í Hrútafirði. Um upptök elds- ^ns er ókunnugt. Stormur ''ar alimikill og bví með öllu ómögulegt að stöðva eldinn, og brann húsið á 3 klukkustundum. Innanstofcksmun- um varð bjargar að mestu leyti. Prestur á Stað er síra Eiríkur Gíslason. Alþingi. Alþingi verður sett 1. júli næstkomandi. A undan þingsetningu verður eins og vant er hald- in guðsþjónusta i Dómkirkjunni. Síra Kristinn Daníelsson predikar. Mannalát. Hinn 1. nóvbr. f. á., andaðist að Minni- Vogum Steingrímur Steing') ímsson, 83 ára gjamall. Hann var fæddur að Hliði á Alptanesi 14. nóvbr. 1829; hann var son- ur merkishjónanna Steingríms Jónssonar og Arnleifar Jörundsdóttur. Árið 1864 kvæntist Steingrímur sál. Guðlaugu Þórð- ardóttur frá Stapakoti í Njarðvíkum, sem lifir mann sinn. Hjónaband þeirra var barnlaust. Pyrstu 20 hjónabands ár sín bjuggu þau í Halakoti á Álptanesi, því næst 18 ár í Stapakoti, og 10 síðustu árin dvöldu þau í Minni-Vogum. Eins og Steingr. sál. átti kyn til var hann manna mestur vexti og karmannlegur í sjón. , I Á yngn árum stundaði hann sjó og var heppinn*formaður. Hann var háttprúður maður, fáorður og fáskiptinn. Mun hon- um hafa svipað til ýmsra forfeðra vorra í því að vera dulur og tortryggur, en vinfastur þeim, er náðu vináttu hans. Hann var maður greindur og vel að sér í íslenzkri bókfræði. Hann var skemmti- legur í samræðum og orðheppinn. En í ýmsu hafði hann nokkuð skiptar skoð- anir við flesta aðra. Eg hygg, að hann hafi verið trúaður maður, þótt hann hafi i máske ekki verið það samkvæmt játn- i ingum kirkju vorrar. — Trúað hjarta finnur svo margar leiðir til guðs. Blessuð sé minning hans. A. Þ. Hinn 22. okt. síðastl. andaðist að Ytri- Eagradal á Skarðsströnd bóndinn Gurt- laugur Gudmundsson, fæddur 27. sept. 1870. Foreldrar hans voru Gfuðmundur bóndi Haðason, Þorlákssonar í Belgsdal, og Guðrún G-uðmundsdóttir, Gfunnarsson- ar bónda á Tindum á Skarðsströnd. Gruð- mundur Daðason dó 1906, en Gfuðrún ekkja hans lifir hann og er til heimilis í Ytri-Pagradal. Guðiaugur heitinn kvænt- ist 29. júní 1900 Sólveigu Sturiaugsdótt- ur, bónda Tómassonar í Akureyjum; þau eignuðust 7 börn, og eru 4 dætur þeirra lifandi: 1. Guðrún, f. 6. maí 1901. 2. Guðlaug, f. 28. maí 1906. 3. Júlíana Jóhanna, f. 10. nóv. 1907. 4. Guðveig Ingibjörg, f. 22. febr. 1912. Guðlaugur heitinn var gæddur ágætum hæfilegleikum, prýðilega gáfaður og mæta vel að sér, en fékk þó litla menntun í æsku, svo sem opt er títt með alþýðu- menn vora, en hann var mjög hneigður til bókar og aflaði sér sjálfur þeirrar menntunar, er hann hatði öðlast. Skrif- ari var hann afbrigðagóður, og prýðilega hagorður, enda þótt hann léti lítt á því bera, enda var hann maður yfirlætislaus og lét ekki mikið á sér bera. Yms opin- ber störf hafði Guðlaugur sál. á hendi í þarfir sveitarfélags síns t. d. hrepps- nefndarstörf og sáttasemjarastörf, og rækti hann þau með stakri alúð og samvizku- semi eins og önnur störf sín. Foreldrum sínum var hann bezti og umhyggjusam- asti sonur, og konu sinni hinn ástúðleg- asti eiginmaður og bezti og nákvæmasti faðir barna sinna. Hann var hinn prúð- asti í allri framgöngu bæði á heimili og af, og vildi í öllu láta gott af sér leiða. I stjómmálum, sem hann hugsaði tölu- vert um, og bar gott skyn á og fylgdist vel með í, fylgdi hann eindregið sjálf- stæðisflokknum svo nefnda. Með fráfalli hans hefir heimili hans misst ágæta for- stöðu, hin aldurhnigna og mædda móðir hans ágætan son, vimr hans einlægan og góðan vin og sveitarfélag hans gagn- legan og uppbyggilegan félagsmann. Áll- ir, sem þekktu hann, syrgja hann látinn, því hann var í sannleika góður drengur, en þó hann væri kallaður svona snemma í burtu, þá hafði" hann þó lokið miklu dagsverki, og þó sorgin yfir fráfalli hans 210 Emily virti manninn á hinn bópinn sem grandpæfi- legast fyrir sér, sneri sér siðan að lávarðinum. og mælti: rTrúið ekki einu orði, sem haDn segir, lávarður! Jeg þekki manninn! Hann svipti mig þeim, sem er eg unni, sem og Dokkru af fé mínu, og hefur mig lergi laDgað, til að vita, hvar hann væri niður kominn!" Leith hreytti einhverju út úr sér, — gnisti tönn- nm, og var i meira lagi ófrinn, og viðbjóðslegur i framaD. Frú Barminstir vatt sér nú og að syDÍ sinum „Hver er ókuDnugi maðurinn?“ mælti hún. Leith sneri sér við, og hió óiíkindalega. „Fýsir yður að vita, hver eg er?u mælti hann, háðs- lega. „Jeg er maður, sem befi rétt til þess, að vera hér! Jeg er sonur Gregory Barminster's og eigandi Lynch Towers-herragarðsins!“ Emily varð þuDgt um andardráttinn, — brá svo er henni varð í svip litið framan í frú Barminster „Mamma!“ mælti iávarðurÍDn, og iýsti sér bæði hræðsla, og vorkuDsemi, i málrómi hans. Frú Barminster ýtti honum frá sér. „Hann ]ýgur!“ mælti hún lágt. „Gregory BarmÍDst- er átti engaD son!“ Leith vatt sér þá óðara að henni. .Nú! þér þekkið það!“ mælti haDn. rGetið þá og ef til vill skýrt lögreglunni frá því, hvað um hann er orðið, og sanDað að eg ljúgi?“ Það fór hroliur um Patrick, er hann heyrði seinustu orðia. Leit haDn nú ýmist á Leitb, eða móður sína „Mamma!“ mælti hann síðan lágt, „Láttu mig fást 219 mér nú allt, sem á daga þina hefur drifið, og skal eg svo segja þér, hvað gjörzt befur! Það hefur margt skrít.ið gerst, Mary litla, siðan við sáumst fyrst! Herragarðurinn hefur misst húsbónda sinn, og þú —“ Mary sleit sig nú af Emily, og starði, m jög felmturs- full á hana. „Er Patrick dáinn?*4 mælti hún. „Dáinn! Æ guð minn! Hvernig get eg af borið það?u Mary fór að snökta, kraup á kné, og greip höndun- um fyrir andlitið. Emily beygði sig þá ofan að henni, til að reyna að hugga hana, en í sama vetfangi hné Mary meðvitundar- laus til jarðar. XXIII. Mary StirlÍDg hafði aldrei áður kennt yfirliðs. Hún var nú borin upp í dálítið, suoturt gestaher- bergi, og þar lá hún síðan hreifingarlaus, sem og mál- laus, og rænulaus, í fleiri kl. tíma. Smám saman kom hÚD þó til sjálfrar sín, og sá hún þá Emily sitja hjá rúminu sínu, og horfa viðkvæmnis- lega á sig. Þá minntist hún seinustu orðanna sem hún hafði heyrt, áður en yfir haDa leið, og starði nú spyrjandi á Emily. „Patrick Barminster er ekki dáinn!u mælti Emily blíðlega. „Þú misskildir mig! En sagan er lengri, eu svo, að eg geti sagt þér hana núna! Hugsaðu nú eigi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.