Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.06.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.06.1913, Blaðsíða 5
XXVII., 25.—26. -ÞJOÐYILJINX. 99 »é mikil, einkum og sér í lagi hjá hans nánustu, þá má þeim þó vera það hugg- un i harmi þeira, að allir, sem þekktu G-uðlaug heitinn, munu ávallt minnast han» sem mæts og góðs drengs og ávallt .geyma minningu hans í heiðri. Blessuð sé minning hans. Sv. G. Hinn 4. febr. p. á. andaðist á Skarði á ‘Skarðsst.röud Gudmundm Pétursson. Hann var fæddur í Kiðey í Skarðsstrandar- hreppi 18. okt. 1832, og varð þannig rúmlega áttræður að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Pétur beykir Pétursson, síðar bóndi í Arney, og Sigríður Q-uð- mundsdóttir, Tvítugur að aldri fór hann sem vinnumaður að Skarði til Kristjáns kammeráðs Magnússen, og var hjá hon- nm í 20 ár. Pegar tengdasonur Kristjáns kammeráðs, síra Jónas Guðmundsson, flutt- ist að Hitardaí 1872, fór Guðmundur sál- ugi til hans sem vinnumaður, og var hjá honum samfleytt i 26 ár. Síðan fór hann — þegar síra Jónas dó — til tengda- sonar hans Boga óðalsbónda Magnúsen á Skarði og konu hans og dvaldi hjá :þeim hjónum nærfellt í 15 ár. Pað mun fágætt að nokkurt hjú dvelji eins lengi hjá sama ættfólki og G-uðm. sál. gjörði. Hann var hinti mesti merkismaður í sinni stöðu. Dugnaðar og röskleikamaður til allra verka bæði á sjó og landi; snyrti- menni mikið í allri framgöngu og prúð- tmenni í umgengm. Með allri framgöngu sinni, og með trúmennsku og dugnaði í verkum sínum ávann hann sér ást og virðingu húsbænda sinna, og öllum þeim hinum mörgu, sem voru honum samtíða á hinurn margmennu heimilum, er hann itti heima á, var einkar vel við hann. Síðustu árin var hann blindur og næst- um karlægur; þá var heilsan farin og kraptarnir að þrotum komnir, en þá átti hann því láni að fagna að vera í góðra manna höndum, því Skarðs-hjónin, Bogi og Kristín kona hans fóru með hann og önnuðust hann í öllu eins og hann hefði verið faðir þeirra, og létu hann þannig njóta langrar og góðrar þjónustu hjá for- eldrum sínum, sem hann og átti skilið, hinn trúi og dyggi þjónmnn. Honum ©r nú hvíldin vær og kær eptir hinn ' langa erfiðisdag. Blessuð sé mirining hans. Oskandi væri að sem fiest hjú líktust honum að dyggð og trúmennsku, staðfestu og stöðuglyndi i verki sinnar köllunar. Sv. G. Hinn 7. febr. síðastl. andaðist að Tind- um á Skarðsströnd merkis- og sóma-kon- an Jóhanna Jónsdóttir, næstum 91 árs að aldri. Hún var fædd í marzmán. 1822. Hún hatði verið gipt Ara bónda Gfrims- syni og bjuggu þau hjónin lengi góðu búi á Manheimum á Skarðsströnd, og eignuðust þau hjónin nokkur börn, en af þeim eru nú að eins lifandi 2 dætur: 1. Sigríður, kona Njáls óðalsbónda Jónssonar að Tindum, og 2. Elinborg, ekkja eptir l’orstein snikk- ara Hjálmarsson, prófast í Hítardal. Eptir lát manns síns bjó Jóhanna sál. nokkur ár búi sínu á Manheimum með tilstyrk dætra sinna og fósturbarna, því þau hjón ólu upp nokkur fósturbörn, þar á meðal 3 að öllu eða mestu leyti, og eptir að Sigríður dóttir hennar giptist og tengdasonur hennar tók við búsforráðum, fór Jóhanna sál. til þeirra hjóna og dvaldi hjá þeim til dauðadags. Mörg ár gegndi hún Ijósmóðurstörfum í Skarðsstrandar- hreppi, og lánaðist henni sá starfi frá- bærlega vel, eins og allt, sem hún gjörði, því lán og blessun hvíldi yfir öllum hennar verkum hún var mesta mannkosta kona, trúrækin, skyldurækin og kærleiksrík. Á meðan heilsa og kraptar leyfðu henni að vinna, var hún mesta dugnaðarkona, en síðustu 9 árin, sem hún lifði, lá hún rúm- föst, en bar hinn þunga krossinn með stakri þolinmæði og þreki, enda naut hún frábærlegrar umönnunar og aðhjúkr- unar hjá dóttur sinni og tengdasyni. Öllum hinum mörgu, sem þekktu Jóhönnu sál., kemur saman um það, að hún hafi verið einkar merk kona, og þeir munu ávallt minnast hennar sem hinnar mestu mannkosta- og sóma-konu. Sv. G. 10. des. síðastl. (1912) andaðist að Breiðabólsstað í Fljótshlíð í Kangárvalla- sýslu ekkjan Gudrún Magnúsdóttir, 84 ára að aldri. Hún var gipt Páli sáluga Einarssyni, og bjuggu þau hjónin að Meðalfelli í Kjós. Meðal barna hennar er síra Eggert Pálsson alþm. að Breiðabólsstað. 218 „Mary! Mary Stirling! Gfuði sé lof, að þú ert komin i leitimaru, mælti hún. Hún faðmaði ungu stúlkuna að sér, og snen sér .eiðan að liinum kveDnmanninum. Mary gekk þA til Lís, og tók í höndina á henni „Hún er vina min!“ mælti hún. „Þér getið eigi ímyndað yður, hve vel hún hefur reynzt mér! Vitið og eigi, hvað hún á á bættu, er hún fylgir mér hingað! Hún hðfur sagt mér alla æfisögu sína, — sagt mér, hve góð þér voruð henDÍ, og hversu hún leiddist á afvegu! Jeg bið yður nú um, að fyrirgefa henni! Lís féll á kné. „Áður en eg hverf aptur út í myrkriðL, mælti hÚD, og gat Daumast talað, v^gDa hæsi. „Áður en eg geng Vit í það, er nú biður min, — vil eg biðja yður að reyna, að fyrirgefa mér'! Jeg á það ekki skilið; — en jeg hefi liðið, og lið enn, svo afskaplega!“ Emily leit á stúlkuna, sem enn lá á knjánum. „Elísabet!11 mælti hún, stillilega. „Jeg fyrirgef þér; ,— en þú hefur breytt ósköp ílla, — ekki í minn garð, en í garð sjálfrar þvi! Veslings stúlka! Það hefur orðið þér dýrt spaug, að treysta þessum mannhundi! En eitt verð og enn að segja þér! Viljirðu öðlast fyrirgefningu mína, þá dveldu hér yfir nóttina að minnsta kosti! Farðu nú snöggvast þarna inn í berbergið!“ Emily vék nú talinu að Mary, og mælti: „Frá þessari stundu er hús mitt heimili þitt, barnið gott! Hvi komstu eigi fyr til mín? Vissurðu ekki, að nrér þótti vænt um þig? Jeg skrifaði Patrick Barminst- •er mæltist til, að taka >þig að mér; — eu þá varstu farin, flúin út í geimÍDn, án þess nokkur vissi hvert! Ed segðu 211 við málið! Jeg verð að heyra allt, sem hann tjáist eiga ósagt!u „Þér sögðust koma með boð frá Mary Stirling!“ mælti hann við Leith. „Hvers konar boð voru það?u Leith hafði einblínt á frú Barminster, en leit nú á son hennar, og brósti. B"0-iið hvarf þó vonurn bráðar, er honum varð litið út um gluggann, og sá mann bera þar fyrir. Leith kannaðist vel við manninn, bölvaði, snerist á hæl, og ætlaði að flýja, en sá þá fjölda manna úti fyrir. Mikill heimskingi hafði hann getað verið! Hefði hann verið þolinmóðari, hetði allt líklega á annan veg snúizt; — en ætiaði að hræða þegar út peninga. Hafði ætlað sér, að láta frú Barmin9ter, eða son hennar. kaupa sig, til að þégja! Lís höfðu ílla draumar gefint, og beðið hann þess, á hnjánum, að fara nú varlega. En nú — — — Emily gat aldrei lýst atburðunum, er nú ráku hver- ir aðra Hræðilegri augoablik hafði hún aldrei lifað! Hún mundi þó glöggt, að Leith hafði þrifið í lá- varðinD, og jarðvarpað honum, mjög óþyrmilega. Það mundi hún og, að hún hafði þá lagzt á kné við hliðina á lávarðÍDum, og heyrt þá, að fjöldi manna töluða, hver upp i annan! Þá hafði hún og heyrt skammbyssuskot, — heyrt síðan veinað, og síðan sló öllu í þögn. Emily hafði þá eigi þorað, að spyrja neins, en frú Barminster snúið sér að mÖDnunum, sem stóðu í þvögu umhverfis mann, er lá alhreitingarlaus á marmara-gólfinu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.