Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.07.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.07.1913, Blaðsíða 1
Þ JÓÐVIL JINN. 31.-32. tbl. Reykjavík 22. júli 1913. XXVII, árg. Jit Ragnheiður Haístein ráðherrafrú. Aðfaranóttina 18. júlí þ. á. (kl. 2) andaðist Ragnheiður Hafstein, kona Hafstein’s ráðherra. Hún hafði legið rúmföst, siðan um miðjan maí þ. á., og orðið að þola eigi alllitlar kvalir. — Það var þrálát tauga- gigt, er að nenni gekk, og 15. júli þ. á. fékk hún enn fremur lungnabólgu, er leiddi hana til bana. Frú Ragriheidur sáluga var fædd 3. apríl 1871, og varð þvi að eins frekra 42 ára að aldri. — Foreldrar hennar voru: Stefán prestur 7 h<» dei sen, sonur Helga biskups, og kona hans, Sigrídur Ó lafsdótth, sekretera Magnússonar í Viðey. Hún ólst að mestu upp hjá föðursystur sinni, frú Ástridi Melsted, og manni henn- ar, Sigurdi lector Melsted, og varð björ- dóttir þeirra hjóna. Arið 1889 giptist hún eptirlifandi manni sínum, núverandi ráðherra II. Haf- stein, og varð þeim alls 10 barna auðið, en tvö þeirra (Sigurdur og Kristjana) önduðust, meðan þau h]ónin áttu heima á Isafirði. Börnin, sem á lífi eru, heita: 1. Astridur. 5. Elin. 2. Þórunn. 6. Ragnheidur. 3. Sigridur. 7. Kristjana og 4. Soffía. 8. Sigurdur. Frú Ragriheidur sáluga Hafstein var mesta friðleikskona, glaðlynd og að mörgu vel gefin. i Fráfall hennar, á bezta aldri og frá fjölda barna, sem flest eru í æsku, mjög sorglegt fyrir alla, er að henni stoðu, eða kynni höfðu af henni. Allan dagmn 18. júlí þ. á., dánardag ráðherrafrúarinnar, blöktu fánar í hálfa stöng hér í höfuðstaðnum. Forsetar beggja deilda Alþingis létu og þegar það boð út ganga, að þing- fundir yrðu eigi haldnir. Sama gerði og fjárlaganefnd neðri deildar, og flestar, ef eigi allar, þing- nefndir, þ. e. sinntu eigi nefndarstörfum þann daginn. A hádegi söfnuðust þingmenn saman í fundarsal neðri deildar, og minntist forseti sameinaðs -Alþingis (Jón bæjar- fógeti Magnússon) þar ráðherrafrúarinnar með nokkrum hlýlegum orðum. Samhryggðarskeyti var og sent ráð- herra, fyrir hönd þingsins. Stjórnarskrármálið á Alþingi 1913. I. Á öndverðu þingi báru þrír þingmenn í neðri deild (Bjarni frá Vogi, Ben. Sveins- son og Sk. Th.) fram stjórnarskrárfrum- varp, mjög svipað stjórnarskrárfrumvarp- inu frá 1911, og þó í sumnm atriðum enn frjálslegra. Málið var til fyrstu umræðu í deild- inni 8. júlí þ. á., og urðu þá um það eigi all-litlar umræður, — stóðu ails yfir nokkuð á þriðja kl.tima. Bjarni frá Vogi hóf fyrstur umræð- urnar, og sýndi á ýmsar lundir fram á nauðsyn þess, að breytingu á st.jórnar- skránni fengist. sem fyrst framgengt, svo að konungskosningar dyttu sem fyrst úr sögunni, konur fengju konsningarrétt og ujörgengi o. fl. o. fl. L. H. Bjarnason átaldi stjórnina fyrir j það, að hafa eigi lagt slíkt frv. fyrir I þingið, þar sem „bræðings“-von væn nú engin framar, — taldi það hafa verið til- ætlun stjórnarflokksins áaukaþinginu 1912, að ráðherra leggði málið iyrir þmgið, ef samkomulag næðist eigi við Dani, að þvi er til sambandsmálsins kæmi. Ráðherra taldi samningatilraununum við Dani enn eigi lokið, að því er til sambandsmálsins kæmi, — möguleikar gætu enn skapazt, þótt eigi tækist i bráð. Hann vefengdi það og, að Alþingi 1912 hefði ætlast til þess, að hann leggði stjórnarskrárfrumvarp fyrir þingið að þessu sinni, — taldi og ekkert kalla að, en geta beðið til næsta Alþingis, ef eigi lengur. — Það gerði engum neitt til. Yfirleitt kvaðzt hann telja það óhappa- verk, að hafa komið fram með frumvarpið. Sk. Tll. benti, auk annars á það, að eins og stjórnskipunarlögum vorum nú væri háttað, væri ýmsum varnað þess réttar, er þeir finndu, og vissu sig eiga heimtingu á. Svo væri um kvennþjóðina, vinnu- hjúin, sem og eigi fátt húsmanna, lausa- manna o. fl. o. fl., er finndi sér rangt gert, meðan er það nyti eigi kosnmgar- óg kjörgengis-réttar, sem aðrir. Mönnum gleymdist það of opt, að lögin ættu æ að vera sidfr œdilega r étt,— gættu þess eigi, sem skyldi, að löggjaf- arvaldið hefði, og yrði æ að hafa, sín takmörk. Allir vissu t. d., að aldrei gæti það rétt orðið, að ijúga, hve mörg lög, sem slíkt kynnu að skipa. ' En svipað væri þá og um annað, sem allir vissu rangt vera, og bætti það eigi úr skák, þótt gamalt væri, eða arfur frá forfeðrunum, en yrði æ verra, því lengur sem drægist úr að bæta. Minnti hann og i þessu sambandi á brezku kvennréttindakonunnar er eigi gætu annað, en fundið rétti sínum — til jafnréttis við karlmennina — svo heríi- lega traðkað, að heimilt væri, og enda skylt, að svífast jat’n vel alls einskis. Þó að kvennþjóðin hér á landi væn að vísu, eða hefði til þessa sýnt sig stillt- ari, eða jafnlyndari, þá væru þó kröfurnar úr þeirri áttinni að verða æ áfjáðari, og þvi enn ábyrgðarmeiri en ella, hver drátt- urinn sem á yrði. Dr. Valtýr tók í sama strenginn, sem ráðherrann, — fann eigi að á neinni breytingu lægi. — Mættu allar bíða sam- bandsmálsins, og það, þótt í nokkur árm drægist. Síra Kristinn Daníelsson var hlynnt- ur framgangi málsms á þessu þingi, og í svipaða átt talaði Einar Jónsson (þm. Rangæinga) einnig, en þótti flutningsmenn fara of iangt, og skopaðist að því, að þeir vildu jafn vel veita þjófum og bófum kosningarrétt, og enda opna þeim að- ganginn að þingsainum. Sk. '1 h. benti á, að sakfelldir menn bæru eigi öðrum síður ábyrgð á því, er fram færi í þjóðfélaginu. Jón Ólafsson var þvi eigi mótfailinn, að málið væri rætt á þessu þingi, en vildi eigi, að það næði fram að ganga. Ymsir af þeim, sem nefndir eru, tóku optar til máls, en hér er getið. Að umræðum loknum var 7 manna nefnd kosin, þ. e. tveir úr hverjum flokkn- um (heimast]órnar- sambands- og bænda- flokknum) og einn úr sjálfstæðisflokknum, og eru því i neíndinni: L. H. Bjarna- son og Jón Olafsson, Jón Magnússon og Jóhannes sýslumaður, Pétur Jónsson og Stefán í Fagraskógi og af sjálfstæðis- flokknum: Bjarni frá Vogi. 24. júní þ. á. voru 12 menn hengdir í Konstantínopel, er verið höfðu riðnir við morð Muhamed's Shewket’s, en hinum, tíu að tölu, er og höfðu verið dæmdir til dauða, tókst að strjúka, áður en dauðadóminum yrði fullnægt, og var Sahah Edin prins einn í þeirra tölu. „Sverð og bagall“, leikrit hr. Indriða skrifstofustjóra Einarssonar, hefir nýlega. verið gefið út á ensku.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.