Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.08.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.08.1913, Blaðsíða 4
13S ÞJOÐVILJINN XXVII, 35.-36. vanð til kornforðatryggingar í Eyjafjarð- arsýslu, eptir tillögum sýslunefndar, til að koma í veg fyrir hallæri. Hvala-friðunin. Nefnd til að íhuga téð frumvarp, sem áður hefir getið verið í blaði voru, kaus neðri deild 21. júli þ. á. — Elokkarnir kusu þessa 5 menn: Guðm. Eggerz, Jón sagnfr., Matthias Olafsson, Þorleif í Hólum og Ben. Sveinsson. Landskiptalögin. Nefndin, er um það mál fjallaði í efri deild (Júl. Havsteen, Jón Jónathansson, Einar prestur Jónsson, Jósep Björnsson og Gruðjón Giuðlaugsson), telur það aðal- kostmn á frumvarpinu, að tryggt sé, að hver einstakur eigandi geti þá krafist skipta, og sé eigi háður vilja sameiganda sinna. Nefndin lagði það því eindregið til, að trumvarpið væri samþykkt. Borgarstjóri Reykjavíkur. Þrír neðrideildarmenn (L. H. Bj., Ben. Sv. og Matth. Ól.) hafa borið fram frv. þess efnis, að borgarstjórinn skuli kosinn af öllum atkvæðisbaerum borgurum kaup- staðarins og til sex ára í senn. I frumvarpi þessu enn fremur ákveð- ið, að bæjarfulltrúarnir skuli vera 15 að tölu. Æðarfugla friðunin Nefnd í efri deild (sira Björn Þor- láksson, Jósep Björnsson og Sig. Stefáns- son), er athuga skyldi löggjöfina um veiði, hefir bonð fram frv. um friðun æðarfugla. Þar er lögð 50—100 kr. sekt við, að því er snertir hvern æðarfugl, sem drep- inn er, og tvöfaldast sektin, ef brotið er ítrekað. Bannað og að selja eða kaupa æðar- egg, sem og eggjagjafir allar. Dauða æðarfugla, eða hluta af þeim, má eigi hirða, né skjóta nær friðlýstu æðarvarpi, frá 15. apríl til júlíloka, en 4 km. Hafnarfjarðar-vegurinn. Nefndin, sem neðri deild skipaði, til að ihuga frumvarp þingmanna Grullbr. og Kjósarsýslu um það, að gera veginn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur að flutn- mgabraut, varð eigi á eitt mál sátt. Meiri hlutinn (Kr. Jónsson, Kr. Dan- íelsson, Halldór Steinsson og Þorleifur í Hólum) vill samþykkja frumvarpið, og þó eigi leggja viðhaldskostnaðinn á lands- sjóð, nema að x/s. Minni hlutinn (Stefán í Fagraskógi) vill á hinn bóginn eigi að gerð sé nein breyting á ástandinu, sem nú er — telur viðkomanda alls eigi um megn, að gera þær umbætur á veginum, sem nauðsyn- legastar séu. Sjávarútvegsnefnd kaus neðri deild 24. júií þ. á., og ausu flokkarnir fjórir sem í deildinni eru, menn í hana, sem hér segir: Gruðm. Eggerz, Halldór Steinsson, Stefán Eyfirðing og dr. Valtý, Magnús Kristjánsson og Matth. t Olafsson, og sjálfstæðismenn: síra Kr. Daníelsson. Stækkun verzlunarlóðar á Eskifirdi. Þingmenn Sunnmýlinga (Jón Ólafsson og G. Eggerz) hafa f neðri deild borið fram frumvarp í ofangreinda átt. Kirkjujörðin Undirfell í Vatnsdal. Tveir efri deildar þingmenn (Þórarinn Jóns- son og Guðjón Guðlaugsson) hafa borið fram frv. þess efnis, að ráðherra veitist heimi'd, til að selja kirkjujörðina TJndirfell, með hjáleigunni Snær- ingsstöðum í Vatnsdal, með sömu skilyrðum, sem aðrar kirkjujarðir. Sölubann á tóbaki til barna oq unglinga. Frumvarp, sem bannar, að selja börnum og unglinguiu, yngri, en 16 ára, tóbak, hefir Sig- urður ráðanautur o. fl. borið fram í neðri deild. Nefnd var kosin i málið 8. ag. þ. á., og i hana kosnir: Halldór Steinsson, Matth. Ólafs- son, Sig. Sigurðsson, Sk. Th. og Einar frá Geld- ingalæk. Hafnarmál Vestinanneyinga. Því máli var, á þingmndi neðri deildar, 5. ág. þ. á. visað til fjárlaganefndar. Líklega engin von þess. að Vestmanneyingar fái áheyrn á þessu þingi. Einkaréttar-beiðni hr. P. J. Torfasonar. Hr. P. J. Torfason hefir sótt um einkarétt til að vinna salt úr sjó með nýrri aðíerð, og að öðru leyti sent þinginu fleiri tillögur um hér- iendan atvinnurokstur. Neðri deild skipaði 5 manna nefnd til að í- huga tillögur þessar. Enskur prestur, John Cooper að nafni, tók nýlega kaþólska trú, og var þá 98 ára að aldri. Prestunnn andaðist rétt á eptir, — hefir líklega fundið dauðann nálgast, og viljað þá deyja í „einu sáluhjálplegu trúnni“, þ. e. kaþólsku trúnni, sbr. „extra eclesiam nulla salus“. Þremur jafnaðarmönnum var nýlega gefinn kostur á því, að ganga í stjórnina, þ. e. verða ráðherrar, á Hollandi. Ovíst var þó, er síðast fréttist, hvort þeir myndu þiggja boðið. Gufuskip ferst. 3 menn biða bana. 7. ág. þ. á. vildi það slys til, að gufuketill- inn i eimskipinu „Eros“, sem þá lá austur á Mjóafirði, sprakk, og sprengdi þegar skipið, svo að það sökk nær á augabragði Þrír menn biðu bana, en aðrir skipverjar fengu bjargað sér. Skipið hafði þegar tekið á móti nokkru af fiski, — átti að fara með fiskfarm til Ítalíu. Héraðshátíð i Borgaríirði. Borgfirðingar og Mýramenn héldu skemmti- samkomu á Hvítárbökkum sunnudaginn 10. ág. þ. á. Pr*jónfa,tiiað svo sem nærfatnað karla og kvenna sokka trefla og sjaldúka er lang-bezt og ódýrast í verzlun Skúla Thoroddsen’s á ísafirði. Kaupend i ir „Þjóðviijans“, sem breyta um bústaði, pru vinsamlega beðnir að gera afgreiðsl- uddí aðvart. Rey k j a, ví k. —o— 13. ág. 1913. Eptir alla óþurkana, er gengið höfðu hér syðra, komu loks fáeinir þerrir-dagar í öndverðum þ. m. Jarðarför Lárusar heitins Láðvíkssonar, k|fip- manns og skósmíðameistara, fór fram hér í bæn- um 28. f. m. (júlí), og var ali-fjölmenn. Síra Friðrik Friðriksson flutti húskveðjuna á heimili hins látna, en síra Jóhann dómkirkjuprest- ur Þorkelsson hélt líkræðuna í dómkirkjunni. Alþýðufyrirlestur flutti Jón læknir Jónsson frá Blönduósi i „Iðnó“ 3. þ. m, (ágúst). Efni fyrirlestursins var: „Tannsjúkdómar sem þjóðarmein, og hvaða varnir séu tiltækilegar11. Hr. Jóh. S. Kjarval hefur um hríð að undan- förnu sýnt í „Iðnskólanum" ýms málverka sinna. Sænski fiðluleikarinn, hr. Joh. Nilsson, sem hér dvaldi um tíma í sumar, lék á fiðluíBáru- búðinni 29. og 3L. f. m. (júH), og þá i siðasta skiptið. Bæjarbúar hafa ýmsir látið mikið af list hans, en aðsókn var þó því miður minni, en hann myndi kosið hafa, enda skortir nú og sízt á það, að ærið sé farið að verða á boðstólum af hljóm- leikunum í bæjarfélagi voru. Gjaldkeramálið hvilir sig nú i yfirdómnum, — var í f. m. (júli) tekið til dóms, en sllir yfir- dómararnir hafa þar vikið úr dómarasæti, svo að skipa verður nýja menn í þeirra stað. Til þess að dæma málið hafa nm verið skip- aðir: Jón prófessor Kristjánsson, Magnús sýslu- maður Jónsson, í Hafnarfiði og Páll borgarstjóri Einarsson. Hr, Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi, og j danskur aiaður Gustav Hansen að nafni, héldu I „concert“ — eða „hljómleika, sem ýmsir svo nefna nú orðið, þótt nafnið sé eigi sem viðfelldn- ast — í Bárubúðinni að kvöldi 1. ág. þ. á. ý 2i. júlí þ. á. andaðist hér í bænum, að Sunnuhvoli, ekkjan Anna Guðmundsdóttir Hjalte- sted, 69 ára að aldri, fædd 12. júli 1844. Anna sáluga var ekkja Einars heitins Hjalte- sted’s. og eru fjórir synir þeirra á lífi: 1 Pétur, kaupmaður og úrsmiður. á Sunnuhvoli 2. Magnús, úrsmiður 3. Olafur, kaupmaður og 4. Sigurður, bakari Jarðarför Önnu sálugu fór fram hér i bæn- um 2. þ. m. „Botnia“ kom hingað frá útlöndum að morgni 9. þ. m. Með skipinu kom margt farþegja, þar i meðal í Böðvar Kristjánsson (kennari við alm. mennta- skólann), Júl. Schou (ateinhöggvari), Björgólfur læknir Ólafsson o. fl. Enn fremur kom og með „Botníu“ eigi aH‘- fátt útlendra ferðamanna. í tölu útlendu ferðamannanna, er komu raeð „Botníu“, vora yfir tuttugu danskir unglingar — eða „skátar“, sem „ísafold“ svo nefnir —, þ. e. ungmennafélagar, er temja sér ýmsar líkams- æfingat m. m., og allir ganga þá í sérstökum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.