Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Side 1
Þ JÓÐVIL JINN. 37.-B8. tbl. Reykjavík 24. ágúst 1913. XXVII. árg. Steingr. Thorsteinsson rector. 21. ág. þ. á., að kvöldi, er Steingiimur rector Thorsteinsson var á göngu úti, sér til hressingar, varð honum snögglega íllt, og með því að svo vildi til, að vagn ók þar þá fram hjá, er hann var staddur, fékk hann að setjast upp í hann, og var síðan ekið heim til sín. En er þar kom, var hann orðinn svo máttfarinn, að styðja varð hann til her- bergis síns, og er þar kom fékk hann þegar all-áköf uppköst, og var örendur nær samstundis, eða rétt á sama augna- bjikinu. Steingrímur rector var á þriðja árinu yfir áttrætt, og hafði Alþingi nýlega sam- þykkt lög þess efnis, að hann fengi að halda óskertum launum, er hann, sem áformað var, léti af rectors-embættinu við almenna menntaskólann á komandahausti. Helztu æfi-atriða Steingrims sáluga verður getið í blaði voru mjög bráðlega. Samgöngumálið. (Álit samgöngumálanefndanna.) í 18.—19. nr. blaðs vors þ. á. gátum vér þess, meðal annars, að færi svo, sem vel gæti orðið, að eigi fengist nægilegt hlutafé, tii að koma innlenda eimskipa- félaginu á fót: ætti landið sjálft að gerast hlut- haíi, segjum t. d.fyrir 100—209þús. króna, eda þar yfii, svo ad f'yi irtœkM strandadi eigi. Að því er strandferdirnarsnerti, bent- um vér og á það, í 12. nr. blaðs vors þ. á., að réttast vœri, ad landid sjálft tœki þœv ad öllu leyti ad sér, —eignað- ist sjálft, eða leigði, strandferðabáta, og sæi síðan að öllu leyti um fitgerð þeirra. Samgöngumálanefndirnar, sem skipað- ar hafa verið i báðum deildum þingsins, hafa þó — því midur — eigi tekið málið að öllu leyti á þenna hátt, sem óefað hefði þó lang heppilegast verið, sbr. tvö fyrgremd nr. blaðs vors. Þær vilja að vísu láta landssjóðinn taka enda 400 þús. króna hluti í félag- inu, en binda þó hluttökuna því skilyrði, að það taki þá og strandferðirnar að sér. Fáist félagið til þess — sem að vísu alls eigi átti að verða hlutverk þess að nokkru leyti — þá er landsstjórninni og heimilað, að veita því enn fremur 40 þús. króna styrk árið 1915, en ella alls engan. Jafn framt leggja samgöngumálanefnd- írnar það þó til málanna, að takist eigi samningar við „innlenda eimskipafélag- ið“, að því er til strandferðanna kemur, skuli landsstjóininni þó heimilt, að kaupa tvo strandferðabáta, og halda þeim úti á kostnað landssjóðs. Málið er nú að visu enn skammt kom- ið á þinginu, sem betur fer, og vonandi því, að betur rætist úr, en á horfist. Að setja „innlenda eimskipafélaginu11 skilyrðin, sem að framan er getið, nær engri átt. Landinu miklu nær, að styðja það á allar lundir í fæðingunni, ems og vikið var að í fyrgreindum nr. blaðs vors, í stað bess að reyna að neyða það til þess að taka að sér hlutverk, sem það alls eigi hafði ætlað sér. Stjórnarskrárniálið á Al])ingi 1913. n. Önnur umræða um stjórnarskrármálið fór fram í neðri deild Alþingis 21. og 22. ág. þ. á. Nefndin í málinu klofin, — Bjarni frá Vogi einn i minni hlutanum. Að því er rýmkun kosnmgarréttaiins snertir, vili meiri hlutinn t. d. eigi, að nýju kjósendiirmr komi til sögunnar, þ. e. fái að njóta kosningar- og lijörgengis- réttar — karlar eða konur —, fyr en fertugir eru(!) Umræður urðu eigi all-litlar um málið, og taldi ráðherra sjálfsagt, að það væri eigi látið ganga fram á þessu þingi. Að öðru leyti minnist blað vort máls- ins nánar í næsta nr. sínu. D4F" „Eldhúsdagurinn4, svo nefndi, þ. e. framhald fyrstu umrœdu um fjár- lögin, var í nedri deild 13. ág. þ. á., og öll frammistada rádherrans þá kr ufin. Eitthvad minnist »Þjódv.« á hann i nœsta nr. sinu, ad hann hyggur, — ekki sízt vegna gagngjörds skilningsleysis »lsa- foldar« á rœdu þeirri, er ritstjóri hlads þessa þá flutti. Fánamálið. (Óhappa-ganga þess á þinginu.) Nefndin, sem neðri deild Alþingis skipaði, til að íhuga fánamálið, varð eigi á eitt mál sátt. Meiri hlutinn, þ. e. nefndarmennirnir allir*, nema ritstjóri blaðs þessa (Sk. Th.), eru alveg ófáanlegir, til að fara lengra, en að samþykkja sérfána, eða staðarfána, er þeir þó, i frumvarpinu, nefna „lands- fána“. Á hinn bóginn taka þeir það mjög skýrt fram í nefndaráliti sínu, að þeir ætlist „ekki“ til þess, að „fáninn sé sigl- inga- eða verzlunar-fáni landsins“, — segjast teþa það bæði „ókleyft og óþarft“. í umræðunum um málið, var fram- sögumaður meiri hlutans (hr. L. h. Bjarn- son) þó eigi fjærri því, að fánann mætti og nota i landhelgi Islands, — ef dreg- inn vœri þá þegar upp danski fáninn, ef varðskipið, eða erlend herskip ella, krefð- ust þess. Að því er ráðherrann (hr. H. Haf- stein), snerti, var han jafli aildvigur staðarfánanum, sem hinu, er Sk. Th. fylgdi fram, að fániim vævi og vevzl- unav- og siglingav-fáni á íslandi, er blakta œtti á skipum þess, hvar i heim- inum sem vœri. Um gerð fánans, þ. e. að nota skuli bláhvíta fánann, sem alment hefur að undanförnu verið notaður hér á landi af • fjölda manna, var á hinn bógirm enginn i ágreiningur milli meiri og minni hluta nefndarinnar. Gott þá og, að sá ágremingurinn er nú úr sögunni, hvað sem öðru liður. Nefndarálit minnililiitans (Sk. Tli.) í fánamálinu. Að þvi er snertir álit, eða rökfærslu, minni hlutans (Sk. Th.) í lánamálinu, þykir rétt, að birta það hér orðrétt. Það er svo hljóðandi: Eg hefi eigi getað orðið sammála virðulegum meðnefndarmönnum mínum, að því er til fánamálsins kemur. Mér þykir það ekki rétt, er um lög- gildingu ísl. tána ræðir, að binda sig þá eingöngu við staðarfána, þ. e. við fána, er eigi sé heimilt að nota nema hér á landi, eða þá að minsta kosti eigi utan landhelginnar, enda eigi tilhlutunar lög- gjafarvaldsins þörf, að þvi er til sliks fána kemur. *) í meiri hlutanurn voru: Sira Eggert Pálsion, Einar Jónsson, Iír. Jónsson, og L. H. Bjarnason.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.