Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 2
144 ÞJOÐVILJINN. XXVII, 37.-38. ÞJÓÐVILJINN. V»rð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. o£ í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. Virðist það ékkeit áhorfsmál, að þeg- ar Islendingar löggilda sér fána, þá eigi hann að vera engn síður siglinga- en staðar-fáni, enda væri það engu líkara, en því að vilja óvirða fánann, ef eigi mætti nota hann, er út fyrir landhelgina, eða landsteinana, kemur. Með þessu mælir það og, hve afai - óvidfeldid það væri, að neðri deild Al- þingis, sem fyrir aðeins frekum tveim árum, þ. e. á alþinginu 1911, samþykkti frumvarp um ísl. siglingarfána, færi nú að hörfa svo mjög aptur á bak í mál- inu, að láta sér nægja staðarfána, er hlyti að vonum að særa þá alla að mun, sem orðinn er íslenzki fáninn kær, og þá eigi hvað sízt uppvaxandi kynslóðina, sem þegar er farin að venjast því, og óðum venst þvi æ meira og meira, að sKoða hann, sem tákn íslenzka þjóðernisins, og hverja lítilsvirðingu honum sýnda, sem lítilsvirðmgu þjóðerni voru sýnda, sbr. atburðinn 12. júní þ. á. En um rétt vorn Islendinga, til þess að hafa sérstakan siglingafána, engu síð- ur en hvert annað þjóðerni, ætti eigi að þurfa að ræða, og það jafnvel eigi hvort er um siðfræðilega eða lagalega rétt- inn ræðir, Skal í því tilliti bent á: I. að hvað siðfræðilega réttinn snertir, getur hvert þjóðerni sem er, að sjálfsögðu sagt við hvert hinna: „Það er ekki þitt né einstaklinga þíns þjóðernis, heldur er það mitt og einstaklinga míns þjóðernis, að segja, eða taka ákvörðun um það, hvað mér (þ. e. mínu þjóðerni) er siðfræðilega gott, eða rétt að gera“. — getur sagt það, og á æ að segja, engu síður en hver einstaklingurinn finnur sér æ rétt og skylt að segja hið sama — mutata mutandis um sín málefm, við hvern annan einstakling, sem er. Aðgætandi er það og, hvað siðfræði- lega réttinn snertir, ad fámenni þjód- ernis vors, sem og eigi sidur fátœkt þess og þad, hve afskektir vér erum, gerir hinn siðfræðilega rétt vorn enn rík- ari eða sterkari, en ella, — þ. e. gerir öllum, einmitt þess vegna, en ljótara, og þá og ábyrgðarmeira, að traðka hon- um, en ef vér værum fjölmennari auð- ugri og betur í sveit komnir á hnettinum. II. En að því er snertir lagalegan rétt vorn, þá geta hvorki Danir, né aðr- ir, véfengt það, að fánamálið sé eingöngu íslenskt sérmál, — mál, er ísl. löggjaf- arvaldinu beri því einu um að fjalia. Skal í þessu efni bent á það, að í 3. gr. stöðulaganna frá 2. janúar 1871 eru „siglingarnar“ taldar sérstaklegt málefni tslands11, og þá alt, er yfirleitt að þeim, eða að skipunum, á einhvern hátt lýtur. En allir vita, að fánmn er tákn eða merki, sem ætlast er til, að hvert skip bregði upp, er sýna skal, hvert þjóðerni þess er, eða heilsast skal á sjó, o. fl. o. fl. íáninn þvi engu sidur óadskiljanlegur og nauðsynlegur hluti hvers skips, en hvad annad, er þvi heyrir til, t. d. stýrið seglin, leiðarsteinninn o. fl. o. fl. En um „sérstaklegu málefnin“, sbr. 3. gr. stöðulaganna frá 2. janúar 1871, ákveður stjórnarskráin frá 5. janúar 1874, — 1. gr., að í þeim hafi landið „löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig“. Hér liggur því SVO glögg viður- kenning þess — af hálfu danska löggjaf- arváldsins og konungsvaldsins — að fánamálið sé íslenskt sérmál, sem frekast getur verið.* En að láta sór detta það í hug, að dauska löggjafarvaldið — beint ofan í jafn glöggar viðurkenningar, sem og heit- yrði, af þess hálfu — fari þó engu að siður að véfengja það að íslenzki sigl- ingarfáninn sé íslenzktsérmál, virðistganga óhæf'u næst. Vissulega hlyti og hver dómstóllinn, ef til kæmi, að komast að þeirn niður- stöðu, að danska löggjafarvaldið hafi, með 3. gr. stöðulaganna frá 2. janúar 1871, afsalad sér öllum rétti til hvers- konar afskifta af siglingamálefnum Is- lands, og þá og af því, hvaða fána oss þóknast að láta skip vor hafa, hvort er hór við land eru, eða erlendis. Má og enn fremur geta þess, að sízt mmkar það konungsveldið i augum ann- ara þjóðerna — en lætur það þvert á móti sýnast enn stærra, göfugra og glæsi- legra —, er í erlendum höfnum o. s. frv. sjást skip, er tvennskonar, og þó gagn- ólíka fána bera, og lúta þó öll einnm og sama konunginum. Hefir það og aldrei nokkurn mann lækkað, ad sýna þeim veglyndi, eda göf- ugmennsku, sem minni máttar eru, en gert hann — þvert á móti — enn rneiri, eða veglegri, í augum allra þeirra, sem góðir og réttsýnir eru. Dönum er og sjálfum, sem eðlilegt er, afar-sárt, eður viðkvæmt, sé þjóðar- fána sjálfra þeirra, þ. e. „Dannebrog“, á einhvern hátt misboðið, og því og að mun ólíklegra en ella — enda þeim þá enn ábyrgðarmeira —, að þeir vilji þá eigi í allan máta virða sem skylt er, samskonar tilfinningar annara, þ. e. ís- j lenzku þjóðarinnar. — Þá má og eigi gleyma þvi, hve afar- | inikla og si-vaxandi þýðingu ísl. verzl- j unarfáni hlýtur æ að hafa, sem tákn isl. þjóðernis i útlöndum, — gerandi þjóð j ___________ I *) Sbr. þá og enn fremur það, or stöðulög- J j in frá 2. janúar 1871, — 3. gr. telja fiskiveiðarn- | ar“ og „verzlunina11, meðal „sérstaklegu mál- | efnanna“. — Bn hvorttveggja er þetta „sigling- j | unum“ mjög náskylt, þar sem þær eru eigi hvað sizt í „verzlunarinnar“ þágu, en mega þvprt á móti teljast einn liður hennar. og felast því í raun og veru i orðinu „verzlun11, í viðari merkingu þess orðs. — Sama þá og eigi síður, hvað „fiskiveiðarnar11, eina af megin-stoðum „verzlunarinnar snertir, enda þær æ með „sigl- ingum“, þ. e. af skipum stundaðar. — vora þar þekkta, vekjandi henni þar Blý]- an huga hér og þar, o. fl. o. fl. En að því er þjóð vora sjálfa snert- ir, verður því tæpast lýst, hve mjög isl. verzlunarfáni hlýtur að glæða þjóðarsjálf- stæðið, eða þjóðernistilfinninguna — sem enn er þvi miður víða hvergi nærri svo vakandi, sem skyldi —, sem og að auka þjóðinni metnað, þ. e. löngunina til þess að verða eigi öðrum þjóðernum síðri, en öllu heldur. ef unt væri, fremri, að því er til þess kemur, að geta látið sem mest gott, og æ fleira og meira gott af sér leiða, einstaklingum sínum og annara i þjóðerna til unaðar og hagsælda. Eins og vænta mátti — er á skinun neðri deildar er litið —, urðu þau úr- slitin, að tillögum minni hlutans (Sk. Th.) var algjörlegíl hafnað. Samþykkt voru á hinn bóginn tillög- ur meiri hlutans, þ. e, Islendingum ætl- að, að fá staðar fána, — fána, sem hvergi má sýna i útlöndum. Ætlað, að fá fána, sem hæpið er einnig, hvort nota megi í landhelgi ís- lands, eins og frumvarp meiri hluta nefnd- arinnar er orðað, sbr. orðið „landsfáni“, sem og ummælin í nefndaráliti meiri hlut- ant, sem vikið er að hér að framan. Sýndi Sk. 1 h. þó, meðal annars, ræki- lega fram á það, aö fána-baráttan hlyti engu að síður að halda áfram, þótt vér fengjum stadarfánann, sem alls eigi fullnægði kröfum þjóðarinnar. Hann, — og nánustu skoðanabræður hans, hvað fánamálið snertir — greiddu því og atkvæði gegn frumvarpi meiri lllutans, er tillögurnar um verzlunar- og siglinga-fánann voru fallnar, — töldu málinu það heppilegra, að verða alls eigi afgreitt frá þinginu, en að sú yrði niðurstaðan, sem varð. Sama gerði og ráðherrann, og flokks- bræður hans í neðn deild. Það er „Dannebrog“, sem þeir vilja hafa, — illskast gegn öllu öðru, eða telja fásinnu, að láta sér detta annað í hug. Tilraunir hr. Bjarna frá Vogi, — að reyna svo ögn að lappa upp á meiri hluta frumvarpið við þriðju umræðu máls- ins í neðri deild, báru og engan árangur Nú er þá aðeins eptir að vita, hvað efri deild gerir. Um íánatökuna (12. júní þ. á. hef- ur hr. Holger Wiclie ritað grein í danska blaðið „Kjöbenhavn“. Telur hann framkomnar hr. líothe, varðskipsforingja, þ. e. fánatökuna, óhyggi- lega og leitt, að svo skuli hafa til tek- ist, sem orðið er. Hr. Holger Wiche hefur opt ritað hlýlegar greinar í vorn garð, og all-ólíkt þvi, sem vér tiðast eigum að venjast 1 dönskum blöðum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.