Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.08.1913, Blaðsíða 6
148 Þ.TOÐYIL JINN.J XXVII, 87.-88. Bjuggu þau hjónin fyrst í Árósum, og síðan í Helsingjaeyri, og eiga einn son á lífi. er heitir: Jóhannes Thorberg Schörring. En Schörring kapteinn er sonur frú Jóhönnu Schörring, skáldsagnahöfundar. Frú Sesselja sáluga hafði sýkzt á síðastl. vetri, og legið þá um hríð á heilsu- hæli i Hilleröd, en dvalið síðan hjá móð- ur sinni, unz hún andaðist. Hún var lagleg kona og vel mentuð. f Avnór prestur Þorláksson á Hesti. Aðfaranóttina 1. ág. þ. á. andaðist síra Arnó't Þorláksson á Hesti í Borgar- firði. Síra Atnór var fæddur 27. mí 1859, og voru foreldrar hans: ÞotláJcur Stefáns- son, síðast prestur að undirfelli í Vatns- i dal í Húnavatnssýslu (f 1872), og kona hans: Sigutbjötg Jónsdóttir prests að Höskuldsstöðum Hann varð prestur að Hestaþingum í Borgarfirði 1884, og var prestur jafnan siðan, unz hann, á nýliðnu vori, lét af prestskap, vegna vaxandi heilsubrests. Síra Arnór var tvíkvæntur. — Fyrri kona hans var Guctrún Jónsdóttir, systir sína Stefáns Jónssonat á Staðarhrauni. — Eignuðust þau hjónin alls 10 börn, sem öll eru enn á lífi. Fyrri konu sína missti síra Arnór ár- ið 1906, enda hafði hún þá árum saman þjáðst af megnri vanheilsu. — kvæntist hann þá ári síðar Hallberu Gudmunds- dóttur, og urðu samvistir þeirra skamm- ar, þar sem hún andaðist árið eptir (f 1908). Síra Arnór var orðlagður hestamaður og mun og að öðru leyti emnig hata venð vel sýnt um búskap. — Hann bygði steinsteypuhús á prestsetrinu, sem óefað ber hans því lengi menjar. 26. júní þ. á. andaðist Þorsteinn for- maður Þorsteinsson á Brimnesi, 72 ára að aldri. A jólaföstunni 1880 lenti hann, og tveir hásetar hans, í svo mikilli vosbúð á sjó, að þá skaðkól alla, og varð þá að taka fætur af Þorsteini, og má geta nærri, að það hafi bagað hann að mun. Engu að síður stundaði hann þó sjó- sóknir eptir sem áður, að því er segir i blaðinu „Austra“, þar sem láts hans er | getið. f2. júlí þ. á. andaðist enn fremur að Hrúteyri í Reyðarfirði Peter Randulf, er þar hafði stundað kaupmennsku og sjáv- arútveg. Hann var norskur, en löngu orðinn Islendingur, — hafði dvalið hér á landi um þrjátiu ár. Hun var gipt Ara húsmanni Jónssynt á Stakkanesi, er lifir hana. Banamein hennar var krabbamein. 18. júní ]). á, andaðist á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn ungfrú Þorbjörg Jimdöttir, fædd aú ^i-lptamýri í Arnarfirði 30. júlí 1889. Foreldrar hennar voru: Jón skipherra Páls- son á ísafirði, og kona hans, Símonia Kristjáns- dóttir. Þorbjöiy sáluga hafði árið 1908 lokið prófi við gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði, og árið eptir stundað nám við kennaraskólann i Keykjavik. Síðan var hún tvö ár við verzlunarstörf á ísa- firði, unz hún sigldi til Skotlands árið 1911, og- síðan til Kaupmannahafnar haustið 1912. Hún lá veik i 4 mánuði, áður en hún and- aðist. Látin er og á yfirstandandi sumri núsfrú Björg Jcmsdóttir, kona Sigurðar bónda Pétursson- ar á Hofsstöðum í Skagafirði. Hjónin dr. Björn Bjarnason frí Viðfirði, og Gyðriður Þorvaldsdóttir, misstu og ný skeð harn á sjötta ári. Barnið hét Þórurm, og dó á ísafirði 25. júli þ. á., eptir freklega mánaðar legu. í júiímán. þ. á. andaðist og á Oddevri i Akur- eyrarkaupstað María Jórsdóttir, móðir Frím. tré- smiðs .Takohssonar á Oddeyri. Kvað hata verið myndar kona, en var orðin, blind, enda og orðin há-öldruð. 2. júní þ. á. andaðist enn fremur hús- freyjan Ingibjörg Arnadóttir á Haukagili í Hvítársíðu. Hún var kona Sigurðar bónda Jóns- sonar, er þar býr. “ Nýlega andaðist og í Ísaíjarðarkaup- stað húsfreyjan Gudrún Engilbertsdóttir. Nýlega andaðist og i Kaupmannahöfn ekkju- frú Frederikke Biis, 'komin á níræðis-aldur, fædct 11. nóv. 1830. Hún var ekkja M. P. Riis, er lengi var verzl- unarstjóri við HæðstakaupstaðarverzluDÍna á ísa- firði, og fluttust þau hjónin til Kaupmannahafn- ar áriðj]1885. Börn þeirra hjónanna, sem enn lifa, eru: 1. Riahard, verzlunareigandi á Borðeyri,ogvíðar. 2. Jörgen Mikael, einn af eigendum Asgeirs- verzlunarinnar á ísafirði, kvæntur Mariu,dótt- 18 Hanu pinblíndi á hana. „Ertu gengin frá vitinu! Þér er sama um hanD, °g ef —“ Meira mælti hann ekki, en skildi vel, hvað haDn átti við. Dæi Henry þá var hún frí og frjáls. „Hvað kemur það málinu við, hvort mér er sama um hann, eður eigi?“ mælti hún. „Hann er maðurinn minn, og jeg fer ekki fetinu lengra, fyr en eg veit, hvar hann er, og hvernig honum líður. Eldridge reiddist. Hún hafði gripið í handlegginn á honum, til að aptra því, að hann héldi átram, en hann sleit sig nú af henní. „Snúirðu við!u mælti hann, „þá ferðu ein, því að ekki stofna jeg mér aptur í opinn dauðann! Jeg vil lifa, og reyni því, að bjarga mér! Jeg sá ljós fram. undan okkur, og flýti mér nú í þá á'ttina!*1 Hann mælti þetta mjög reiðilega, og gat hún því eigi anDað, en fengið megna fyrirlitningu á honum. „Farðu þá!“ mælti hún purrlega. „Það er að eins eitt, sem eg vildi þér sagt hafa: Jeg blyggðast mín fyrir það, að hafa nokkru sinni haft ást á þér!“ Hún vatt sér siðan mjög fyrirlitlega frá honum. Frank lét, sem hann sæi það eigi, en einblíndi á ljósglætuna, sem hanD hugði sig sjá. Hann skeytti því og engu, þó að hún sneri nú við, — hafði hugann á því einu, að bjarga lífi sjálfs sín. Frank gekk nú í þá áttina, sem honum virtist ljós skiman koma úr. 19 Loks rak hann sig á eitthvað, — datt, og lá kl_ tiirna í öngviti. Þá heyrðust að nýju drunur, og dynkir, en síðan, varð dauða-kyrrð. Fraok lá og grafkyrr. y. Söginni vikur nú að Muríel, er staulaðist í hægðumj sínum sömu leiðina, sem þau höfðu komið. Henni skrikaði opt fótur, og var nærri dottin. Það var dimmt, og hún ókunnug veginum, sem var- þó all-langur. En það hughreysti hana, að hún bjóst við því, að mæta manninum sínum, er minnst varði. Sú von hennar rættist þó eigi, og fór henni þvþ að verða æ þyngra og þyDgra um hjartaræturnar. Loks kom hún að brúnni, — mundi að vísu eigi eptir því, er hún var borin yfir haua, en kannaðist þó þegar við hana af Jýsingu Eldridge’s. „Henry!“ kallaði hún, hátt og skýrt. „Henry!“ Bergmálið eitt tók undir, og lagði hún því út á brúna, þótt í dauðans angist væri. En er hún var nálega komin yfir brúna, heyrðust allt í einu afskaplegar drunur, og dynkir, svo að hún var nærri dottin, missti ljósið ofan í gjána, og stóð nú t kolsvarta myrkrinu. Hún greip nú dauða haldi í brúna, og æpti í dauð- ans angist: „Henry!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.