Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 1
 vM[ 7 7L7L AðflntnÍDgsbannið. (Nýs þjóðaratkvæðis krafist.) Tveir austfirzku þingmannanna (þ. e. G. Eggerz og dr. Valtýr) vilja, að leitad sé ad nýju þjódar-atkvœdis um þad, hvort adflutningw áfengis skuli bannadur hér á landi. í þessu skyni hafa þeir í neðri deild borið fram svo látandi þingsályktunar- tillögu: Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina, að láta fara fiam leynilega atkvæðagreiðslu allra alþingiskjósenda á landinu um það, livort nema skuli úr gildi lög nr. 44, 80. jðlí 1909 um aðflutnings- bann á áfengi. Aðkvæðagi eiðsla þessi fari fram fvrir 1. júlf 1914. Eins og neðri deild nú er skipuð, vonum vér þó, að tillaga þessi nái eigi fram að ganga. En sýnt er nú — evo sem hver maður og einatt hefir mátt vita — að við shk- um ái ásum á áfengisbannslögin má einatt búast, og það upp aptur og aptur. Starfsemi Good-Templara, og annara bindindisvina, er sþví síður en ekki lokið. nAI-óvÍ8t, að henni verði það nokkuru sinni. — Læknahéraða-fjölgnnin. rrumvörp, er lúta að stofnun nýrra lækna- hóraða, eiga mjög örðugt uppdráttar á þinginu að þessu sinni. Snemma á þinginu, var nefnd skipuð í neðri deild, til þess að íhuga, og gera tillögur um öll slik má), er þÍDginu bærust, en uefnd þessi hef- ut enn eigi, er þetta er ritað (31/8-’13) látið nppi neitt álitsskjal um málin, og ætlast þvi auðsjá- anlega til þess, að ekkert þeirra nái fram að ganga. Ritstjóri blaðs þessa (Sk. Th.), sem var fluttn- ingsmaður eins frumvarpsins, þ. e. um stotnun læknishéraðs i Bolungarvíkurverzlunarstað m. m., sá sig þvi ný skéð (þ. e. 28. ág. siðastl. að morgni) til knúðan til þess, að biðja forseta neðri deild- ar, að gefa nefndinni alvarlega áminningu. Ekki hefur þetta þó enn hrifið minnstu vit- und. Eptir því, sem vér höfum hlerað, mun það þó eigi vera nefndin öll, en meiri hlnti hennar, sem valdur er að þessu.*) En örlög málanna eru nú þegar séð á þessu þingi, nema eitthvað alóvænt verði. Meiri hluti nefndarinnar vill eigi fjölga lækna- héruðunum, úr því sem komið er. *) Tveir nefndarmannanna (hr. Halldór Steins- son og sira Kristinn 'Daníelsson), sem flytja og sitt frumvarpið hvor, um ný læknishéruð, munn, sem von er, vera sár-Ieiðlr yfir háttalagi hina, en fá ei gi að gert. Skáldin. Við 8. umræðu fjár'aganna f neðri deild (23. ág. þ. á.) vildi Bjarni frá Vogi eigi gera Guðm. skáld Guðmundsson lægri að sMldlaunum, en Einar Hjörleifsson, Guðm. MagnúsEon, og Þor- stein Erlingsson. Taldi hann Guðmund yrkja „formfegurst11, og „lyriskast“, og vera og „afkastámestan allra ís> lenzkra skálda“. Niðurstaðan varð þá og sú, að Guðm. skáldi Guðmundssyni var þokað ögn upp, þ. e. gerður jafn síra Valderaar Briem, eða ætlaðar alls 1600 kr. yfir fjárhagstímabilið. En nú er að vísu eptir' að vita hvað efri dcild gerir.J Henni hafa skáldin tjáð vankvæði sín i all- löngu erindi, þ. e. þrjú þeirra Einar, Guðm. Magnússon, og Þorsteinn. Vilja þeir, að deildin hlutist til um, að þeir haldi óbreyttum sömu skáldlaunum, erhafthafa; þ.J e. fái hvor um sig 1200 kr. árlega, i stað 2000 kr. að eins yfir fyrra ár fjárhagstimabilsins. Nú leggur hver lesandanna það til málanna, sem honum sýnist. Mannalát. —O— 18. júní þ. á. andaðist í Botni í Súg- andafirði, í ’Vestur-ísafjarðarsýslu, bónd- inn Pálmi Lárentíusson. 21 á komið, hvað ókkur snertir, þegar við giptumst! Getur nú ekki verið, að eg hafi þá horfið aptir, til að láta þig vita, að nú væri allt orðið annað?“ Hann horfði alvarlega, og ákveðið, á hana. „Muríel! Er þér það þá vel ljóst, sem þú segir?“ mælti hann. „Já, fyllilega!“ svaróði hún. „Mér þykir nú orðið vænt um þig!“ Hann svaraði engu, en faðmaði hana að sér, og varir þeirra mættust. Hálf-grátandi vafði hún sig að honum. Nú hafði hún að lokum fundið friðinn, og ánægjuna. Allt í einu heyrðist nú töluvert hark. Muriel og Henry sneru sér bæði við í senn, og gátu þá gryllt i hvað orðið var. Brúin hafði hrunið ofan i djúpið. Þau horfðust í augu, og skildu nú, hvar komíð var. öll björgunarvon var horfin. # * * * Hvorugt þeirra gat siðar gert sér grein fyrir, hve lengi þau höfðu setið í myrkrinu. Stundum spjölluðu þau saman, — töluðu lengi um það, hve heitt þau elekuðu hvort annað, og skildu þá fyllilega hvort annað. Muriel fannst þá því likast, sem hún væri ferðamað- ur, er lagt hafði af stað þaðan, er gæfan hefði átt heima, og ætti nú eigi aptur kvæmt þaugað. * * * - . .i ’jr

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.