Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 1
DJÓDVILJINN. 40.-41. tbl. Reykjavik 4. september 1913. XXVII. árg. Steingrímur Thorsteinsson 19. mai 1831. - 21. ágúst 1913. Minningarljóð. Svanurinn þagnaður. Hljóðnaður söngur á heiðum Hmmur og Þökk faðmast grátandi' á abnanaaleiðum. Fríðgrænum frá frjódölum angurvær þrá líður að brimsölum breiðum. Hnigin er göfgasta gígjan úr meistarans hendí, guðamál Ustar og snilldar er þjóð vorri kenndi. Huggeislinn hans hjarta hvers einasta manns unun og sólblíðu sendi. Harmfögur tregar því hjartfólgna þjóðskáldið góða hreimgöfug fjallkonan, móðir hans síungu ljóða. bjartasta bar brúðartign hennar um mar mál hans til menningarþjóða. Nn/ er hann seztur að sóngvum hjá Jónasi og Bjarna, samstilltum listhreimi bifast hver einasta stjarna! Heiðskir og hljóð haustkvöldin bera þann óð dýpet inn í brióst vorra barna. II. I » Unadal* söng hann um elskunnar frið, svo æskan komst dreymin i sakleysi við, — hann lýsti' inn i huldulands heima. Um lundinn og dalina, lautir og mó, um ládauða vogana' í blíðkvöldsins ró með skáldinu sælt var að sveima. Og gott var með Steingrími', er glampaði nm eíð á Gilsbakka skógdrög og Laugardals hiíð að aftni hin sífagra sunna! Hver blettur varð ljúfari', er ljóðdísin hans þar lagt hafði skínandi minmngarkranz. Og gott er svo góðum að unna! III. Með Aladdins lampann í hægri hönd að hásæti Persa landa, um æfintýranna Austuilönd að Eldorado og Gózenstrðnd hann lýsti' oss með eldi og anda. með disum ljósum i léttum blæ vér liðum í veldi drauma um Himinfjallanna heiðan snæ og heilaga Ganges strauma. Hann tulkaði sál vorri söngva þá, er svífa' undir pálmum í Austurvegi. Hann beindi til ljóssins barnsins þrá, við bðrnin sín skilið gat hann eigi fyrri' en þeim auðnaðist sólina að sjá og sviptign af ljósum degi. Þé grétu' yíir Undínu Islands-Ú^ób, er *Islands riddarans* frásögn dýra á fegursta málinu' hann færði þjóð, sem fleira listanna gullið skíra. Og svimháan Byrons og Shákespeai e's anda. hann sál vorri lét fyrir skýran stand.a Oss hefir hann dýrslu demanta sótt úr draumlöndum Heine,s og Goethe's sölum, og frætt svo um heilaga himindrótt á hæðunum Olymps — þann snilldarþrótt í litskrúði og marmara', er mænir hljótt frá musterum hrundum í Grikklands dölum og talar þó skýrar en tungan snjalla um tignarmark andans og fegurð alla. Hann leiddi' oss og fræddi um lindigöng ljóðheimsins hvar sem hann talaði og söng. — Af sólskinslðngun var lifsþrá hans sprottin, í listinni hvíldi 'ann sig, mælti við drottin. Þar átti' hann sinn himin og aðal-skjöld fram á æfinnar hinsta kvöld. IV. Og frjálsari' og göfgari ættjarðarást er óvíst að neinn hafi bonð; þann taldi' hann sinn fjandmann, er fósturjörð brást og fetaði í kúgarans spori. Eyrst geystist hann ólmhuga' og glóð brann í sálr unz gætnin með reynslunni lægði það bál. En sama var vonin hans, víðsýn og há, um viðreisn á komandi dögum, — og hamingjudaginn i hylling hann sá, er heimtum vér rétt vorn að lögum. Þá varð hann sem brúðgumi blíður og hýr, er brosandi faðmi að unnustu snýr. V. Svo kveðjum vér þig siðsta smn vort sólskinsbarnið kæra! Vér þökkum hlýja hreiminn þinn og hjartans gullið skæra. Þú hefir gefið oss þann arf, sem æðra er dýrum seimi. Það lifir allt þitt æfistarf i ódauðleikans heimi. Þér opnast dýrðar ómhvolf við þar ymja gullinstrengir, er roðnar lyng í rjóðri og hlíð og rökkrin hjá oss lengir. Er faðmar þig „hið fagra haust" og fóstran söngs og ljóða, vér teygum yndi endalaust úr ómlind skáldsins góða! (iuðni. Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.