Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 2
154 Þ JC ÐVJIL JINN. xxyn., 40.—41. Steingrímur Thorsteinsson. Jeg spyr ekki hér, því jeg hirði ekki um svar. Jeg horíi upp á greinarnar, af þvi hann var þar sumarlangt, söngvarinn fleygi. Og jeg þurfti og naumast að heyra neitt hljóð, þótt hringlaði í blöðum og glamraði í þjóð, ef jeg fengi af þögn, að hún þegi. Hún þarf ekki hans vegna að minna á þann mann: hve mikið að tryggðin við ljóðin og hann of grunnt hafa í brjóst okkar grafið, því vorið kom sjálft til að vernda þann meið og verma það kvöld, er hann brosandi leið í haustsólarroðann á hafið. Hann elskaði ljóðin. Svo hugsaði hann, þau hefðu hér vermt kringum einstöku mann og með honum byrðina borið; og þeim fyndist jafn vel sín júnikvöld löng, ef Jónsmessan væri ekki haldin í söng, og fuglana vantaði eitt vorið. Menn „undu við sitt“ — hvorki svipstórt né glatt. Hver sjón sneri þangað, sem kúgresið spratt; hún gat ekki i ljósheima litið; þó „bar aftann og ár röðul-róskryndar brár“, og röddin söng þýðróma, unz vorhiminn blár læddi unaði í augað og stritið. Þeir skulfu við sláttulok fyrir sig fram; þeim fannst eins og skammdegið leggði þá hramm á allt milli fahnbreiðu og fjarðar. LJá söng hann um haustkvöld, svo hlýtt varð og bjart, er himininn bjóst í sitt dýrasta skart í gullbrúðkaup glaðværrar jarðar. Þeir þóttust af hreppnum og þekktu ekki til, að þjóðfrægð og manngötgi verja sinn yl við söng yfir suðrænni ströndum. Hann sótti þá hópinn og setti hér þing, sem söng hér á greinunum hringinn í kring um mannvit og ljós yfir löndum. Og því ætlar vorið að vernda þann meið: Hann vann að þeim sigri hve eyjan er heið, og hlýtt kringum börnin í bænum. Og viti það öxin, sem viðar í mat: Þær visna ekki greinarnar þar sem hann sat, og brenna skal bóndinn þeim grænum. Þoisteinn Er lingsson. ÞJÓÐYILJINN. V»rð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., «rlendis 4 kr. 50 a. og i Ameriku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ðgpld nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina yrir blaðið. „1 þjóðræknislegtt skyni“(!) (Föðurlands-b j örgunin). „1 þjóðræknislegu skyni“, — ein- göngu „í þjóðræknislegu skyni", þ. e. af ást og umhyggjusemi fyrir velfarnan þjóð- arinnar er það, sem ráðherra vor, hr. H. Hafstein, situr enn í ráðherra-sessinum. „í þjóðræknislegu skyni“, sem hann enn situr þar, þrátt fyrir vantrausts-yfir- lýsingu megna, út af „lotterí“-málinu, og þó aó strá-drepin hafi verið öll stjórnar- frumvörpin, sem nokkur verulegur veigur var í (sbr. örlögin allra launalaga- og skattamála-frumvarpanna). „1 þjóðræknislegu skyni“, sem hann enn situr í ráðherrasessinum, þrátt fyrir öll óhöppin, sem að honum hafa steðjað, sbr. „eldhússdags“-ræðukaflann, sem birt- ur er í þessu nr. blaðs vors. Það er látið í veðri vaka, að and- stæðingar stjórnarinnar séu svo sundur- leitir1) — og því eru blöðin „Isafold11 og „Lögrétta” nú óspart látin strá út meðal almennings —, að það væri beinlínis Ijótt og óþjódrœknislegt af ráðherranum, ef hann viki nú úr ráðherra-sessinum. Þess vegna verður hann, — maðurinn, sem sýnt er, að engu fær fram komið, maðurinn, sem sýnt er, að enginn ber traust til, nema þá þessar fáu hræður, sem enn lafa í sambandsflokknum2 3 * * * *), sem svo er nefndur, þess vegna verður hann að lafa enn áfram í ráðherra-sessinum.8) En er eigi svo, að þjóðræknin sé eitt af því, sem hægast er æ að grípa til? Er eigi svo, að vitað sé — sem og fundið — af öllum, hve fögur sú dyggð- in er, svo að vænlegast þyki æ, að fá sínu framgengt, eða að dylja það, er dylja verður, sé þjóðrækninni við borið. Og svipað er þá um ráðherrann að þessu sinni, sbr. þá og neðanmálið, sem vitnað er til hér framar í greininni. ') Hvað kemur ráðherranum það við, hvort andstæðinffar hans eru sundurleitir, eða sundur- leitir ekki? Nægir honum það ekki, að sýnt er. að hann lær engu framgengt? Var eigi trúlegt, að þingmenn hefðu, nægi- lega margir, tekizt saman höndum um eitthvað, hefði hann farið? Mundi eigi konunginum hafa orðið eitthvað til um það, að fá sér einhvern ráðherrann? 2) Að því er tölu þeirra snertir, sKÍrskotast til 29.—30. nr. blaðs vors þ. á. 3) Hafi einn krakkinn sýnt það, að hann geti ekki leikið einhvern leik, þá á þó — sbr. reglu ráðherrans — sá, sem einn hefir sýnt sig ónýtan, enn að leika einn áfram, en engin hinna að mega reyna bvernig Bér tækist. Seint í júlí þ. á. lagði skipið „Hans Egede“ — heitið eptir danska Q-ræn- lendinga postulanum (f 1758) — af stað frá Kaupmannahöfn til Girænlands, og hafði þá meðferðis bautastein, sem reist- ur verður Jörgen sáluga Brönlund í grennd við verzlunarstöðina Julianehaab á Græn- landí.' Steinninn var alls 1750 kíló (þ. e. 3500 pd) að þyngd. En Brönlund var einn þeirra, er þátt tóku í Grrændlandsför Myliusar Eiiich- sen’s, 1906—1907, og fórst í þeim leið- angri, ásamt honum (ý 1907). S^F* Um Steingrím sáluga Ihorsteins- son fá lesendur blaðs vors tvö kvæði að þessu sinni. Vér höfðum þegar ályktað, að birta kvæði hr. Gudm. Gudmundssonar, og var þáð nær fullsett, er oss barst kvæði hr. Þorsteins Erlingssonar, sem einnig þótti þá leitt að sloppa- — Niðurstaðan varð þá, að birta bæði kvæðin í sama nr. blaðsins, þótt virðast mætti að vísu, sem borið væri þá nokklið svona í baknafullan lækinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.