Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 5
XXVII., 40.-41. ÞJOÐVILJINN, 167 Airslaun, og að honum látnum, var út- íör hans gerð á kostnað ríkisins. Svíþjóð. Nýlega tóku Svíar 100 milljón franka TÍkislán (= 72 millj. króna) hjá frakkn- -«skum, þýzkum og sænskum bönkum, og voru vextirnir ^1/^0/^, en gizkað á, að kostnaðurinn við lánið hafi þó numið ■alls 6 at hundraði, svo að eigi hafi þeir fengið nema 94 kr. fyrir hverjar 100 kr., •sem greiða ber vexti af. Sænskur prestur, Nystiöm að naini, komst 25. júlí síðastl. inn á skrifstofu Astrand’s prófasts, og skaut hann. — Xom skotið í kviðinn, og var sárið talið banvænt. Síra Nyström hafði nokkru áður verið Vikið frá embætti, og mun hafa kennt prófastinum um afsetningu sína. Eptir tilræðið fór Nyström í bað, eins og ekkert hefði i skorizt, en var þá nær jain harðan handsamaður. Þýzkaland. 20. júlí þ. á. varð vart við ákafa jarðskjálfta í Wiirtemberg, og í Strass- burg, og féllu reykháfar eigi óvíða. í borginni Stuttgart hlupu menn út 'úr húsum, — hristingurinn svo ákafur. Mælt er, að jarðskjálfta-aldan hafi kom- ið frá Schwabisku fjöllunum, eins og við iarðskjálftana næst á undan (þ- e. 16. móv. 1911). Til eyjarinnar Romö (Þjóðverjar nefna ihana Röm) — sem er smáeyja (íbúar 11—12 hundruð) við vestur-strönd Slés- víkur — hafa nýlega verið flutt hrein- dýr, sem ætlað er, að muni þrífast þar vel, allt hvað þau eru eigi höfð þar fieiri en 500, enda vænta menn þá og mjög góðs arðs af þeim. Sjö þýzkir liðsforingjar hafa nýlega orðið uppvísir að því, að hafa þegið mút- ur, og gefið einum af forstjórum Krupp’s- verksmiðjnnar í Essen upplýsingar um tilboð, er aðrar verksmiðjur gjörðu, er kaupa skyldi eitthvað að mun til hersins (skotfæri o. fl.). — Yerksimðja Krupp’s gat því einatt boðið ögn lægra, og setið þannig fyrir viðskiptunum. Portugal. Þar varð í júlí þ. á. uppvíst um sam- særi, er mun hafa beinzt gegn stjórninni, og var fjöldi óæðri liðsforingja í stór- skotaliðinu við riðnir. Fjögur hundruð manna kvað hafa ver- ið settir í varðhald. Lögreglumenn k\að og hafa fundið 160 sprengi- eða vítis-vélar, sem samsæris- menn munu hafa ætlað sér að nota. Bandaríkin. Fatnaðar-verksmiðja brann í júlí þ. -á. í Binghamton í Now-York-ríkinu. Þar brunnu inni 40 kvennmenn, en ýmsir björguðust út um glugga. Bandamenn hafa nú tekið að sér um- sjá aila, að því er snertir fjárhag Nicara- gua-lýðveldisins, og að sjá um samninga alla við erlend ríki o. fl., er þar að lýtur. Á hinn bóginn hefur lýðveldið sam- þykkt, að Bandamenn fái flotastöð í Fonseca-flóanum, og heimilist einnig, að gera skipgengan skurð gegnum eitthvað af landi lýðveldisins. Fregnir frá alþingi. IYI. II. Skýrslur fjárskoðunarmanna í Fellshreppi i Strandasýslu árin 1891 — 1894, og loks III. Skýrsla um útflutt Iambskinn 1880-1890 og 1900-1910. Skýrsluna um útflutt lambskinn — eða þá um lambadauðann — setjum vér hér í neðanmáli.*) Af henni sézt, að mestur hefir lamba- dauðinn orðið þessi þrjú árin, — mest þá flutt til útlanda, og óefað hrokkið þó upp af enn fleira: 1882 . . 65,602 1906 . . 34,632 1885 . . 31,455 Það er mikið tjón landinu, er svo árar. Borgarstjórinn i Reykjavik. Þeir, sem í neðri deild risu öndverðir gegn því, að borgarstjórinn sé kosinn af öllum atkvæðisbærum kjósendum bæjar- ins, eins og áður hefir verið getið um í blaði voru, voru: Hafstein ráðherra, Kristján háyfirdómari, .Tóhannes bæjar- fógeti, Sigurður ráðanautur, dr. Valtýr, Kr. Daníelsson, 01. Briem og Pétur Jónsson. Átta atkvæði því alls gegn málinu, en seytján því fylgjandi. Hallærisvarnirnai’ (= forðagæzlu-frumvarp). Nefndin, sem kosin var í efri deild (Guðjón G-uðlaugsson, sem er formaður og framsögumaður nefndarinnar, Guðm. Björnsson, nefndar-sknfari, síra Björn Þorláksson, Jón Jónathansson og Þór- arinn Jónsson) hefir samið all-ýtarlegt álitsskjal um málið, og borið fram frv. um forðagæzlu. Nefndin telur þrenns að gæta, er um það ræðir, að vernda atvinnuvegi lands- ins gegn skyndilegum áföllum, þ. e.: 1. Það þarf að koma upp öflugum tryggingarsjódi handa öllu efnalitlu fólki, sem aldrei megnar að stand- ast mikla óáran (vetrarharðindi, grasbrest, aflaleysi) hjálparlaust. 2. Það er brýn nauðsyn, að koma því lagi á, að jafnan sé tif reiðu nægur vetiarfordi handa mönnum og skepnum í öllum þeim héruðum, sem enn eru svo stödd, að tekið getur fyrir alla aðflutninga mán- uðum saman, bæði á sjó og landi. 3. Og loks er þá auðsætt, að liér er þörf á ströngu eptir liti því til trygg- ingar, að hvergi vanti nauðsynleg- ar haustbirgðir og ekki hljótist stór- tjón eða óþarfur tilkostnaður af óforsjálni einstakra manna eða heiila sveita. Nefndarálitinu fylgja og mjög ýtar- legar skýrslur frá Guðjóni alþm. Guð- laugssyni (bls. 6—25 í nefndarálitinu), nefnilega: I. Skýrsla um heybirgðir og fyrn- ingar hey ja, í FelIshreppi(Stranda- sýslu) 1888 til 1897, ogumheyja og fjáreign Kollfi) dinga yfir sömu árin. Forðagæzlu-frumvarpið. Það gerir ráð fyrir, að vera skuli forðagæzlumenn, einn eða fleiri, í hverj- um hreppi, og hafa gát á heybirgðum, korn vnrubirgðum, og öðrum fóðurbirgð- um hreppsbúa, og séu þeir æ kosnir til þriggja ára í senn. Eptirlitsferðir fóðurgæzlumanna skulu vera að minnsta kosti þrjár: haust, miður vetur og vor. Fyrir starfa sinn fá þeir 2 kr. á dag, er þeir eru í skoðunarferðum, og greiðist sú upphæð úr sveitarsjóði. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar. I sjávarútvegsnefndinm, sem kosin var í neðri deild, alls sjö menn, hafa þessir þingmenn átt sæti: Stefán íFagra- skógi, Halldór Steinsson, Matthias Ólafs- son, Kr. Danielsson, dr. Valtýr, Guðm. Eggerz og Magnús Kristjánsson. Svo eru sjálfstæðismenn í deildinni fámennir, að eigi koma þeir nema einum manni í nefnd, þótt sjö manna nefnd sé, og varð síra Kristinn á Útskálum þá fyrir kosningunni í nefndina af þeirra hálfu. Austurriki- Ungrerjaland. Ungverjar notuðu sér í vor vandræði Tyrkja, meðan er þeir áttu í ófriði við Balkanþjóðirnar, — slógu eign sinni á Tyrknesku eyjuna Ada-Kale i ánni Doná. Tiltæki Ungverja, þótt níðingsbragð væri, látið ganga orðalaust, enda að eius lítinn lands- skika um að ræða. f Dáinn nýlega dr. Joseph Unger, einn af merkustu lögfræðingum Austurríkismanna, og áður dómsmálaráðberra. *) Útflutt lambskinn 1880—1890 1880 og 1900 . . . 9641 —1910. 1900 . . . . 11414 1881 . . . 18644 1901 . . . . 8340 1882 . . . 65602 1902 . . . . 14853 1883 . . . 8785 1903 . . . . 13677 1884 . . . 7800 1904 . . . . 10920 1885 . . . 31446 190f ... . 8469 1886 . . . 16283 1906 . . . . 34632 1887 . . . 24099 1907 . . . . 13665 1888 . . . 15907 1908 . . . . 10834 1889 . . . 10013 1909 . . . . 9529 1890 . . . 8608 1910 . . . . 31273

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.