Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 6
158 ÞJ.OÐVILJINN.’ XXVII, 40.-41. Um endilangt Island. Hamri í Ha,íni*ríir*ði. Þaðan skrifar Oddur Al. Bjarnason: Eg er 47 ára gamall og hefi nm iuörg ár þjáðet af magakvillum, meltingarþrautum og nýrr&veiki. Eg hefi leitað margra lækna en árangur enginn orðið. En þegar eg nó er búinu að taha inn úr 5 flöskum af hinum heimsfræga Kína-lífs-elexír, finn eg, að mér hefir batnað til muna. Eg votta bittergerðarmanninum mitt innilegasta þakklæti. Djórsárholti. Siqriður Jónsdöttir frá Þjórsárholti, sem nú er komin til Reykjavikur, ritar þannig: Eptir að eg frá barr.æskn hafði þjáðst at langvarandi hægðaleysi og andarteppu, reyndt eg að lokum hinn alkunna Kína-lífs-elexir og laið mér eptir það betur en nokkuru sinni áður á æfi minni, sem nú or orðin 60 ár. JRe.yHja.vil5. Guðbjörq Hansdóttir, Kárastíg 8, skrifar: Mér hefir i 2 ár liðið mjög ílla af brjóstþyngslum og taugaveiklun, en eptir að hafa notað 4 flösk- ur af Kína-lífs-elexír líður mér rniklu betur og vil eg því eigi án- þessa góða bitt- ers vera. IVjálsstöðum í Húnavatnssýslu. Steinqrímur Jónatansson skrifar þaðan: Eg þjáðist tvö ár af ílikynjuðum magakvilla og gat ekki orðið albata. Eg íeyndi þá nokkrar flöskur af hinum alkunna Kina-lífs-elrxir og fór eptir það sibatnandi. Eg vil nú ekki án hans vera og ræð öllum, sem þjást af sams koaar kvillum, að reyna þenna ágæta bitter. SimÞakoti á Eyrarbakka. Þaðan skrifar Jóhanna Sveinsdóttir: Eg er 43 ára og hefi um 14 ár þjáðst af nýrnaveiki og þítr af leiðandi veiklun. Af mörgum. meðölmn, sem eg hefi reynt, hefir mér langbezt batnað af Kína-lífs-elexir. Reýiijavili. Halldör Jónsson í Hlíðarhúsum sbrifar þaðan: Fimmtán ár hefi eg notað hinn heimsfræga Kína-lífs-elexír við lystarleysi og magakvefi og hefi jafnan orðið sem nýr maður eptir að hafa tekið bitterinn inn. Hinn eini ekta Kina-líís-elexir kostai' að eins 2 krönur flaskan og fæst hvarvetna á íslandi — Hann er að eins ekta frá Waldemar Petersen, Frederikshavn, Kdbenhavn. Or landhagsskýrslunam. L. í lok ársins 1910 voru byggingarnar hér á landi, sem hér segir: a, Torfbæir............... 5354 b, Timburhús.............. 4488 c, Steinhús og steinbæir . . 371 Alls: 10,218 Steinsteypuhúsimum fer nú, sem betur fer, óðum fjölgandi. Timburhúsin eru talin að kosta alla 20 millj. króna. Af timburhúsunum, sem fyr ergetið, voru: a, í Reykjavík................963 b, - hinum kaupstöðunum . 645 c, - kauptúnum (tuttugu og tveim að tölu .... 1197 d, - sveitum og smáverslun- arstöðum................1683 Alls: 4488 Anð 1912 var tala kirknanna hér á landi alls 277. Kirkjurnar voru: a, steinkirkjur...................22 b, timburkirkjur.................247 o, torfkirkjur.................... 8 Til samanburðar má geta þess, að árið 1863 voru kirkjurnar alls 297 að tölu, — þar af stemkirkjur að ems 3, timb- urkirkjur 107, og torfkirkjurnar 187. Bent er á það í landhagsskýrslunum, að vel færi á því, að vér íslendingar fær- um að dæmi Amarikumanna, er nota kirkjubygginguna einnig til skólahalds, og jafn vel sem samkomuhús, þ. e. kjallar- ann undir kirkjunni sjálfri. Væri það eigi lítill sparnaður,—bæri síg mun betur, en að byggja þrjú húsin, sitt í hverju skyni. Væntanlega athuga menn bendingar þessar hér á iandi, þar sem við verður komið, t. d. er kirkja er byggð að nýju. II. Tala þeirra, er lausafé tíunduðu hér á landi árið 1911, var alls: 10,966, þ. e. 6,676 bændur, og 4390 menn búlausir. Alls voru framteljendurnir greint ár 316 fleiri en árið áður. f Arið 1911 var nautpeningurinn hér á landi (kýr, naut, kvígur, uxar og kálf- ar) alls 25,982 að tölu, og er það 356 færra, en árið áður. Brestur þá nær 10 þús. á það, að nautpeningurinn sé eins mikill, eins og árið 1703, því að þá var hann alls: 35,800, — tjöldinn þá mun meiri, en nokkru sinni síðar. Sauðpeningurinn hér á landi á hinn bóginn að miklum mun meiri en í byrj- um átjándu aldarinnar: 1703 að eins 278,000 en 1911 . . . 878,282 Tala geitfjár hér á landi var árið 1911 alls 671, en var í byrjun yfirstandandi aldar (1901 —1905) talið að hafa verið að meðaltali hvert árið: 369. Því er því auðsjáanlega nokkuð að f]ölga, þó að hægt fari. Hrossa-eign landsmanna er árið 1911 talin alls 43,879, og er það mun meira, en á 18. og 19. öldinni var, en þó færra en í byrjun yfirstandandi aldar, — hefir orðið hæðst 46,200, að því er landhage- skýrslurnar greina. T'- Það sem landbúnaðunnn hér á landi hefir undir höndum (ábýlin og skepn- urnar) telja landhagsskýrslurnar hafa árið 1911 numið alls að peningaverði 27 millj. 915 þús. króna. Við téða upphæð bætast svo: húsin, eða bæirnir (með útihúsum öllum), sem og áhöld og amkoð, og búshlutir ýmis konar. Mótorkútter brennur. Menn bjargast.. Mótorkútter, „August“ að nafni, eign Brill- ouin’s konsúls, brann ný skeð, og skipið þá statt út undan Öiafsvik. Skipverjar komust allir lífs af. Alþjóða-fundur var haldinn í Briissek höfuðborg Belga, seint í júlí þ. á. Á fundinum mættu fulltrúar 35 ríkja. Verkefni fundarins var: Að ræða um verndun barna, þ. e. gegn of mikilli áreynzlu við óhollan atvinnurekstur o. fl Stórt og veglegt gufuskip hefir „sam- einaða gufuskipafélagið“ nýlega látið smíða sér í Helsingjaeyri. Skipið er 290 fet á lengd og nær 43, fet á breidd. Nafn skipsins er „A. P. Bernstorff11, þ. e. heitið eptir dauska stjórnmálamann- inum Bernstoiff greifa (f 1797), er hófst til æðstu metorða og valda í Lanmörku, eptir fall og líflát Stiuense’s, og síðan. var lengstum lífið og sálin í stjórninni i Danmörku, til dánardægurs. Skipinu er ætlað, að vera í förum milli bæjanna Esbjærg á Jótlandi og Parkeston á Englandi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.