Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 1
DJÓDVILJINN. 42.-43. tbl/ Reykjavik 16. septeuiber 1913. XXVII. árg. Stjórnarskrárbreytingin samþykkt. Þingrof og kosningar. Sú varð niðurstaðan á þinginu, ad oreyting á stjórnar skr ánni nádi fram ad ganga. Efri deild breytti í engu frumvarpinu, sem neðri deild hafði samþykkt, — sam- þykkti það alveg óbreytt, eins og neðri deild skildi við það. Að því er breytin garnar sjálfar snert- ir, mun blað vort geta þeirra ýtarlega mjög bráðlega. í>ær eru margar til bóta, þótt eigi fátt færi að mun ver, en skyldi, svo sem síðar mun verða vikið að nánar í blaði voru. Af samþykkt stjórnarskrárbreyting- anna leiðir það — samkvæmt ákvæðum nú gildandi stjórnarskrár vorrar - -, að Alþingi, sem nú er, verður rofið, og efnt til nýrra þingkosninga. Væntanlega fara þá þingkosningarnar fram að vori, — líklega í maímánuði næstk. Ad sumii komanda verdur þá og auka- þing hád. Veturinn, sem í hönd fer, nota menn þá til skrafs og ráðagerða um kosning- arnar. Óskandi og vonandi, að þær takist þá eitthvað skár — og helzt miklu-miklu betur —, en kosningarnar síðustu, þ. e. haustið 1911. Hefðu þær tekist betur, hefði þjóðin nú fengið mun betri og frjálslegri stjórn- arskrá, en hún nú fær. Það hefnir síii æ, að fara ílla, eða hirðuleysislega, með kosningarréttinn. En um það hugsa menn sjaldnast, sem skyldi. Leiðrétting. í skýrslu hr. Árna Gislasonai, yfir- fiskimatsmanns á tsafirði, sem birt er í 37.—38. nr. blaðsins, hefir misprentast Hornaftidi í stað Arnarfirdi i kaflanum: JBarcelona 12. 1. a. o. Fánamálið í efri deild. Ráðherra bjargað iir voða. í 37.—38. nr. blaðs vors þ. á., skýrð- um vér frá afdrifum fdna-frumvarpsins í neðri deild. Niðurstaðan varð sú, að samþykktur var þar svo nefndur „landsfáni", er alls eigi var þó ætlað, að vera sighnga-fáni, — eða þá að minnsta kosti alls eigi ætlast til þess, að hann mætti notast, utan landhelginnar. I efn deild varð á hmn bóginn sú niðurstaðan, ad samþykkt var þar, vid 2. umrœdu mdlsins — að vísu þó aðems með 7 atkv. gegn 6 —, ad kálla fán- ann eigi „landsfána", heldur olátt áfram fdna. Lá þá og næst, er hér var komið — þótt meiri hluti nefndarinnar vildi frem- ur (í miður einlægnislegu nefndaráliti, er hann lét uppi) láta þad vera i vafa —, að skilja frumvarpið svo, sem átt væri þá og við eiglinga- og verzlunar- ; fána, eigi síður, en við annað.') 3?eim skilningi hefðu þá og sjálfstæð- ismennirnir á þinginu að sjálfsögðu fylgt fram, og gátu þá unað úrslitunum þolanlega — eptir atvikum öllum á þing- inu, fyrst gleggra, og enn einlæglegar, fékkst eigi að orði kveðið. Málinu var nú og af öllum talið vel borgið á þinginu, — þ. e. enginn minnsti vafi á því talinn, að þannig lagað yrði það þá að lokum samþykkt. Leikslokin urðu bó öll önnur. j wm þær mundir, lýst þvi mjög skýrt I og afdráttarlaust yflr, við flokksbræð- 1 ur sína, „sambandsflokksmennina" o. fl.,2) ad yrdi fdna pumvarpid samþykkt i efri deild, við 3. umræðuna þar — svo sem allir töldu þá sízt geta brugðist —, þá leggði hann völdin tafarlanst niður. Svona var þá nú komið. Fjöldi þingmanna — og annara, er hlerað hötðu, hvað til stóð — töldu þad alveg vafalaust, ad 8. sept þ. á. yrdi fánafi umvarpid samþykkt i efri deild, og þd vœri rádheriann — farinn. En þá reyndist síra Sigurdur Siefáns- son í Vigur ráðherranum það hellubjarg- ið, er hann nú byggir á ráðherra-tign sína framvegis. Atkvœdi hans réd þvi, ad fánafrum- varpid féll i efri deild 8. sept. þ. á., — réð þvi, að samþykkt var í þess stað svo nefnd „rökstudd dagskrá", þ. e. ráð- herrann losaður úr klípunni, og sigur- negldur i ráðherra-sessinn. í>essi urðu þá loka-úrslitin fána-frum- varpsins á þinginu 1913. Svo sem kunnugt var, og mjög ljóst hafði komið fram í neðri deild, var nú- verandi ráðherra (H. Hafstein) mjög ban- eitraðnr gegn fánamálinu. Hann mátti eigi til þess hugsa, að fara með það á konungs fund, — og það í hverri myndinni sem væri, þ. e. hvort sem átt væri við „siglinga- og verzlunar- fána", eða við svo nefndan „beima"- eða „staðar"-fána að eins. „Siglinga- og verzlunar-fánann", var honum þó — ef audidvar nokkurngrein armun á adgera — margfaldlega ver við. Vissi þá — % enn meiri mœli — kom- ið við hjartað í Dönum. Það varð þá og hljódbœrt á þinginu, 7. sept. þ. á., að ráðherra hefði þá og J) Þhö, að fella atkvæðiö „lands-" framan af orðinu „landsfáni" — sem og i neðii deild atkvæðið „sér-" framnn af orðinu „sérfáni", hefði \>k eigi orðinn „landsfáni" verið smeygt þar inn i staðinn —, gat þá og eigi skilist öðru víbu, en sem geit í ákvoðnuru, oían-greindum tilgangi. Ögrunar-bréfið. Á fjölmennum kjósandafundi, erhald- inn var á Patreksfirði 3. sept. þ. á., var svo látandi tillaga samþykkt: „Að gefnu tilefni skorar fundurinn á Alþingi, að veita sem rifleaastan styrk „Eimskipafélagi íslands", og- að minnsta kosti mun ríflegri, en „Samgöngumála- neíndin" befir stungið upp á, svo að stofn- un fjrirtækisins sé þar með borgið". Fundarstjóri var Jón A. Olafsson, og símaði hann tillöguna daginn eptir tii Alþingis. En túefnið var auðvitað „ögrunar- bréfið" frá „Sameinaða gufuskipafélag- inu", er eigi þarf að efa, að hér á landi hafi alls staðar mælzt jafn ílla fyrir. í Strandasýslu hafði ögrunar-bréf „Sam- einaða gufuskipafélagsios" þau áhrif á menn, ad þai var ad nýju tekid adsafna samskotum. til „Eimskipafélags Island", og söfnuðust í snatri 700 kr. i hluta-lof- orðum á Borðeyri og á Hólmavík. Ekki er ólíklegt, að áhrifin verði viðar svipuð, jafii framt því, er allir ætlast nú til þess, að Alþingi reynist félaginu að mun öflugri styrktarmaður en ella hefði orðið. -) Altalað var það, i hóp þingmanna o. fi., að þessu hefði hann o^ oigi hvað sizt lýst yfir á flokksfundi, er haldinn hefði verið að morgni 7. aept. þ. á.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.