Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN ■ "■ " ' ■ ■■ - * 42.-43. tbl. Reykjavik l(j. september 1913. XXVII. árg. Stjórnarskrárbreytingin samþykkt. Þingrof og kosningar. Sú varð niðurstaðan á þinginu, ad Ireyting á stjórnarskránni nádi fram ad ganga. Efri deild breytti í engu frumvarpinu, sem neðri deild hafði samþykkt, — sam- þykkt.i það alveg óbreytt, eins og neðri deild skildi við það. Að því er breytmgarnar sjálfar snert- ir, mun blað vort geta þeirra ýtarlega mjög bráðlega. Þær eru margar til bóta, þótt eigi fátt færi að mun ver, en skyldi, svo sem síðar mun verða vikið að nánar í blaði voru. Af samþykkt stjórn arskrárbreyting- anna leiðir það — samkvæmt ákvæðum nú gildandi stjórnarskrár vorrar - , að Alþingi, sem nú er, yerður roflð, og efnt til nýrra þingkosninga. Væntanlega fara þá þingkosningarnar fram að vori, — liklega í maímánuði næstk. Ad sumri komanda verdur þá og auka- þing hád. Veturinn, sem í hönd fer, nota menn þá til skrafs og ráðagerða um kosning- arnar. Óskandi og vonandi, að þaer takist þá eitthvað skár — og helzt miklu-miklu betur —, en kosningarnar síðustu, þ. e. haustið 1911. Hefðu þær tekist betur, hefði þjóðin nú fengið mun betri og frjálslegri stjórn- arskrá, en hún nú fær. Það hefnir sín æ, að fara ílla, eða hirðuleysislega, með kosningarréttinn. En um það hugsa menn sjaldnast, sem skyldi. Leiðrétting. í skýrslu hr. Árna Gislasonar, yfir- fiskimatsmanns á Tsafirði, sem birt er í 37.—38. nr. blaðsins, kefir misprentast Ilornafirdi í stað Arnarfirdi í kaflanum: JBarcelona 12. 1. a. o. Fánamálið i efri deild. | Ráðlierra bjargað úr voða. I 37.—38. nr. blaðs vors þ. á., skýrð- um vér frá afdrifum fána-frumvarpsins í neðn deild. Niðurstaðan varð sú, að samþykktur var þar svo nefndur „landsfáni11, er alls eigi var þó ætlað, að vera siglinga-fáni, -— eða þá að minnsta kosti alls eigi ætlast til þess, að hann mætti notast, utan landhelginnar. I efn deild varð á hmn bóginn sú niðurstaðan, ad samþykkt var þar, cid 2. umrœdu málsins — að vísu þó aðems með 7 atkv. gegn 6 —, ad kalla fán- ann eigi „landsfána“, heldur blátt áfram fána. Lá þá og næst, er hér var komið — þótt meiri hluti nefndarinnar vildi frem- ur (i miður einlægnislegu nefndaráliti, er hann lét uppi) láta þad vera í vafa —, að skilja frumvarpið svo, sem átt væri þá og við siglinga- og verzlunar- ; fána, eigi síður, en við annað.J) Þeim skilningi hefðu þá og sjálfstæð- ismennirnir á þinginu að sjálfsögðu fylgt fram, og gátu þá unað úrslitunum þolanlega — eptir atvikum öllum á þing- inu, fyrst gleggra, og enn einlæglegar, fékkst eigi að orði kveðið. Málinu var nú og af öllum talið vel borgið á þinginu, — þ. e. engiiin minnsti va.fi á því talinn, að þannig lagað yrði það þá að lokum samþykkt. Leikslokin urðu þó öll önnur. Svo sem kunnugt var, og mjög ljóst hafði komið fram í neðri deild, var nú- verandi ráðherra (H. Hafstein) mjögban- eitraður gegn fánamálinu. Hann mátti eigi til þess hugsa, að fara með það á konungs fund, — og það í hverri myndinni sem væri, þ. e. hvort sem átt væri við „siglinga- og verzlunar- fána“, eða við svo nefndan „heima“- eða „staðar“-fána að eins. „Siglinga- og verzlunar-fánann“, var honum þó — ef audid var nokkurn grein armun á adgera — margfaldlega ver við. Vissi þá — i enn meirimœli — kom- ið við hjartað í Dönum. Lað varð þá og hljódbœrt á þinginu, 7. sept. þ. á., að ráðherra hefði þá og 9 Það, að fella atkvæðið „lands-" framan af orðinu „lnndsfáni“ — sem og i neðii deild atkvæðið „sér-“ framan af orðinu „sérfáni", hefði þá eigi orðinu „landsfáni“ verið smeygt þar inn i staðinn —, gat þá og eigi skilist öðru vísu, en sem geit i ákveðnum, ofan-greindum tilgangi. *n þær mundir, lýst þvi mjög skýrt og afdráttarlaust yflr, við flokksbræð- ur sína, „sambandsflokksmennina“ o. fl., -) ad yrdi fána fiumvarpid samþykkt i efri deild, við 3. umræðuna þar — svo sem allir töldu þá sízt geta brugðist —, þá leggði hann völdin tafarlaust niður. Svona var þá nú komið. Fjöldi þingmanna — og annara, er hlerað höíðu, hvað til stóð — töldu þad alveg vafalaust, ad 8. sept. þ. á. yrdi fánafr umvarpid samþykkt í efri deild, og þá vœti rádhertann — farinn. En þá reyndist sira Sigurdur Slefáns- son í Vigur ráðherranum það hellubjarg- ið, er hann nú byggir á ráðherra-tign sína framvegis. Atkvœdi hans réd þvi, ad fána-frum- varpid féll i efri deild 8. sept. þ. á., — réð þvi, að samþykkt var í þess stað svo nefnd „rökstudd dagskrá“, þ. e. ráð- herrann losaður úr klípunni, og sigur- negldur í ráðherra-sessinn. Þessi urðu þá loka-úrslitin fána-frum- varpsins á þinginu 1913. Ögrunar-bréfið. Á fjölmennum kjósandafundi, er hald- inn var á Patreksfirði 3. sept. þ. á., var svo látandi tillaga samþykkt: „Að gefnu tilefni skorar fundurinn á Alþingi, að veita sem rifleaastan styrk „Eimskipafélagi íslands“, og að minnsta kosti mun riflegri, en „Samgöngumála- neíndin“ befir stungið upp á, svo að stofn- un fyrirtækisins sé þar með borgið“. Fundarstjóri var Jón A. Olafsson, og símaði hann tillöguna daginn eptir til Alþingis. En tilefnið var auðvitað „ögrunar- bréfið“ frá „Sameinaða gufuskipafélag- inu“, er eigi þarf að efa, að hér á landi hafi alls staðar mælzt jafn ílla fyrir. í Strandasýslu hafði ögrunar-bréf „Sam- einaða gufuskipafélagsios11 þau áhrif á menn, ad þar var ad nýju tekid adsafna samskotunr til „Eimskipafélags ísland", og söfnuðust í snatri 700 kr. i hluta-lof- orðum á Borðeyri og á Hólmavik. Ekki er ólíklegt, að áhrifin verði viðar svipuð, jafn framt því, er allir ætlast nú til þess, að Alþingi reynist félaginu að mun öflugri styrktarmaður en ella hefði orðið. 2) Altalað var það, 1 hóp þingmanna o. fl., að þessu hefði hann og eigi hvað sízt lýst yfir á flokksfundi, er haldinn hefði verið að morgni 7. sept. þ. á.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.