Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 2
162 ÞJOÐVILJJNN. XXVII, 42.-43. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (rninnst 60 arkir) 3 kr. 60 a., erlendis 4 kr. 50 a. og i Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnimanaðarlok. Uppsögn skrifleg dgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. XJ 11 ö n d. —o— Síðustu tíðindin, sem oss hafa borizt í erlendum blöðum, eru: Danmörk. Eigi all-fátt helztu skurðlækna á Norð- urlöndum áttu fund með sér í Kaup- mannahöfn um mánaðamófin júlí—ágúst þ. á. — f 12. ág. þ. á. andaóist í Kaup- mannahöfn Knudtzon, Þjóðbankastjóri, 69 ára að aldri. Hann var áður eigandi Knudtzon’s- verzlananna svo nefndu hér á landi, en seldi þær um það bil, er hann varð einn af forstjórum danska Þjóðbankans (National- banken). I öndverðum f. m. (ágúst) áttu 300— 400 danskir blaðamenn fund með sér í Álaborg á Jótlandi, og var þar þá mikið um skemmtanir, sem venjan vill verða, er um slík fundahöld ræðir. Mikið um hátíðahöld í „Tivoli“ í önd- verðum ágúst þ. á., í minningu þess, að þá voru sjötíu ár lióm, siðan þessi aðal- sumarskemmtistaður Kaupmannahafnar- búa var stofnaður (árið 1843). Ágætar uppskeru-horfur í Danmörku, eða þó yfirleitt litið svo á, um miðjan ágúst þ. á. Til minningar um Sabtoe þingmann — barnavinurinn11, sem hann er nú al- mennt nefndtfr í dönskum blöðum — ráð- gera Danir nú, að reist skuli barnahæli, er væntanlega verður þá við hann kennt. Líkneski er og talað um, að reisa honum, bæði í Kaupmannahöfn og í Ár- ósum á Jótlandsskaga o. fl. Svíþjóð. Sænskur verkamaður, Johannes Lars- son að nafni, sextugur að aldn, réð ný skeð á tvo menn, er hann hafði notið atvinnu hjá, — réð á þá, er þeir voru í svefni, drap annan með öxi, en særði hinn að mun. Þetta gjörðist í Bringetofta á Skáni, og er maðurinn talinn gripinn hafa verið af vitfirrings- eða æðis-kasti, og vera nú mjög iðrandi verksins. Bretland. Róstur töluverðar í héraðinu Ulster á Irlandi (í borginni Londonderry) í ágúst- mán. þ. á., — sló í bardaga milli mót- mælendatrúarmanna og kaþólskra manna, en himr fyrgreindu mjög andvígir „heima- stjórn“ Ira, sem kunnugt er. Urðu ýmsir sárir, bæði af lögreglu- mönnumönnum og hinum, og að lokum varð herlið að skakka leikinn. Nýlega'^gerðist sá atburður í St. Páls- kirkjunni i Lundúnum, að nokkrar kvenn- réttindakonur, er í kirkju voru, tóku allt í einu að kyrja sálm, er einhver þeirra mun ort hafa, og voru það áköll til guðs og fyrirbænir fyrir einum félaga þeirra, kvennréttinda-konunni Emily Pankhurst, er sætt hefir, hvað eptir annað, fangelsis- vist, vegna afskipta sinna af kvennrétt- indamálinu, og ætlað þá að svelta sig í hel, svo að lögreglumenn hafa komizt í vandræði, og orðið þá, í bili, að láta hana lausa. Tiltektir kvennróttinda-kvennanna, — sem eigi var ólíklegt — vöktu töluvert hneixli hjá ýmsum í söfnuðinum, og voru lögreglumenn þvi látnir vera til taks í kirkjunni, er messað var aptur seinna um daginn. En þá lótu kvennréttinda-konurnar alls eigi sjá sig, svo að lögreglumennirnii gripu þá algjörlega í tómt. Kerlingar-skepna nokkur í Lundúnum var nýlega dæmd til hegningar, með því að uppvíst var orðið, að hún hafði stuðlað að því, að ýmsir karlmenn, úr heldri röð, höfðu haft mök við telpur í húsum hennar. Sagt er, að sumir lávarðarnir í efri málstofu brezka þingsins séu í slæmri klípu, verði málið eigi, sem líklegt mun mega telja, þaggað niður sem allra bráðast. Belgía. Járnbrautarslys varð í Brílssel í f. m. (ágúst). JÞar hlutu 30 menn meiðsli. Frakkland. Maður nokkur, Depei dussin að nafni, var nýlega settur í varðhald, — þykir hafa leikið skuldheimtumenn sína o. fl. fremur grálega. Hann var eigandi flugvélaverksmiðju, er gaf honum að vísu stórkostlegar tekj- ur árlega. — En þar sem hann eyddi I árlega 5 millj. franka handa sjálfum sór (þ. e. freklega 3'/2 millj. króna), hrukku tekjur hans þó eigi fyrir útgjöldunum, og var hann þvi kominn í 40 rnillj. franka skuldasúpu, er hann var tekinn. Ábóti nokkur, eða ungur kaþólskur prestur, sem talinn var í meira lagi kvenn- hollur, og átt hafði vingott við frú nokkra, C'i espy að nafni, er fengist hafði við rit- störf o. fl., var nýlega skotinn til bana á heimili hennar, er hann kom til að kveðja hana, með því að hann átti — eptir beiðni sinní — orðinn leiður á frúnni og öðru liku óstandi sínu — að flytjast í annað embætti. Hefir nú verið höfðað sakamál gegn frú Crespy. — En henni segist svo frá, að síra Chassaing — svo hét ábótinn — hafi sjálfur fyrirfarið sér, með því að hann hafi verið orðinn hræddur um hana, talið hana vera öðrum pilti vingjarnlegri en sór. Ítalía. 4. ág. þ. á. voru 10 ár liðin síðan Pius X. varð páfi — að Leó páfa XIII. látnum —, og var þess atburðar minnzt hátíðlega í páfahöllinni í öndverðum ágúst. I borginni Mílano var verkfall all- mikið í f. m. (ágúst). Yagnferðir stöðvuðust þar um hríð, og gass- og rafmagnsleiðslurnar urðu eigi notaðar, svo að myrkur hefir þá verið á götunum o. s. frv. Róstur urðu þar þá og nokkrar, — um tvö hundruð manna teknir fastir, og nokkrir urðu sárir. Albanía. Sem fursta-efni þar er nú tilnefndur þýzkur prinz, Moritz frá Schaumburg- Lippe, bróðir Adolph’s fursta, er þar rík- ir nú. Moiitz er 29 ára að aldri, og hefir verið ofursti í her Prússa. Tyrkland. I öndverðum f. m. (ágúst þ. á.) brann í Konstantínopel stórhýsið „Palais Ypsi- lanti“, höll frakkneska sendiherrans þar. Höllin brann til kaldra kola, að því er mælt er. Austurríki. Aðfaranóttina 3. ág. þ. á. var þriggja stiga kuldi í Norður-Bæheimi, og víða kuldar talsverðir, og enda hagl-él í Aust- urríki. Jarðepla-uppskeran sögð hafa spillzt að mun, og skaðinn metinn ein millj. króna. Þýzkaland. 13. ágúst þ. á. andaðist August Bebel, einn af aðal-foringjum jafnaðarmanna á JÞýzkalandi. Bébel er iæddur í Köln 1840, og því kominn á áttræðisaldur, er hann andaðist. Árið 1867 var hann í fyrsta skipti kosinn á þing, og hefir verið þingmaður lengstum ef eigi einatt síðan. Hann hefir ritað ýmsar bækur, um stefnu jafnaðarmanna, og verið að mun við blaðamennsku riðinn. Opt hefir hann verið dæmdur í fang- elsi, eða hegningarhússvinnu, vegna ber- mælgi sinnar, en lýðhylli hans þá æ auk- izt enn meira. Rússland og stórfurstadœmid Finnland. Rússneski skáldsagnahöfundurinn Max- im Gorki hefir í sumar dvalið suður á Ítalíu, og lá þar fárveikur, er síðast fróttist. Maxim Goíki er fæddur í borginni

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.