Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.09.1913, Blaðsíða 3
XXVII., 42.-43. þjoð.vil;jiiNN. 163 Nishnij Novgorod árið 1869, af fátækum foreldrum, og missti foreldra sína er hann var 9 ára, eða stóð þá einmana, og for- eldralaus, uppi í heiminum, og hafði þá ofan af fj^rir sér á ýmsa vegu (sem vika- drengur, ávaxtasaii o. fl. o. fl.), en sneri 1892—’95 að skáldsagnagjörð, og hefir síðan samið eigi all-fáar skáldsögur, er mjög mikið hefir þótt til koma. — Lýsir hann einkum skuggahliðum lifsins, og öreiga-lífinu. Fremur hefir rússneska stjórnin litið Gorlá hornauga, og sat hann í fangelsi 1906—1906, talinn viðriðinn ýms bylt- ingaráð. Hann slapp þó úr fangelsinu, en hefir síðan farið landfiótta, þ. e. hafst við í öðrum rikjum, enda mun honum það óefað hollast, eins og ástandið er á Rússlandi. Kosningar eru nýlega um garð gengn- ar i stórfurstadæminu Finnland. I>ar eru jafnaðarmenn lang-fjölmenn- asti þingflokkurinn, og voru 90 úr þeirra hóp kosnir á þing, en af Gamal-Finnum 38, og af Ung-Finnum 29. — Fá náði og sænski fiokkurinn 26 þingsætum, en bænda-flokkurinn 28. Fmnar eiga, sem kunnugt er, mjög í vök að verjast gegn Eússum, þar sem rússneska stjórnin leyfir sér, hvað eptir annað að traðka stjórnarskrá þeirra o. fl. Hvað skyldi sá dagurinn heita, er Finnar fá Julls þjóðarsjálfstæðis'að njóta? Eins og horfurnar eru í heiminum um þessar mundir, — smáþjóðirnar hví- vetna neyddar til að lúta valdi hinna máttar-meira —, sýnist það enn geta átt langt í land. Og þó er eigi að vita, hvað orðið getur, og það áður en þessi öldin er hálfnuð. Bandaríkin. Atta konur voru nýlega skipaðar lög- regluþjónar í borginni Chieago. Aðallega kvað þeim vera ætlað það verk, að gefa auga börnum og ungling- um, sem í lystigörðum borgarinnar eru. Mun þess og sízt vanþörfin, þar sem barna-rán hefir eigi verið alóþekkt í heiminum. Með því að ýmsir af þegnum Banda- ríkjanna, er stóreignir eiga í Mexico hafa orðið að flýja land, vegna sífelldra innan- lands-óeyrða, hefir lliZ.son, forseti Banda- manna, nýlega hótað Huerta, lýðveldis- isforseta Mexicomanna, ófriði, ef eigi sé friði komið á innan rikis. Bandamenn höfðu og þegar, er síðast fréttist, kvatt sendiherra sinn heim frá Mexico, og una Mexicomenn þvi illa, að Bandamenn skuli eigi vilja leika við sig sendiherra-leikinn,*) eins og við aðrar þjóðir. Sum blöð í Bandaríkjunum hafa og vakið máls á því, að réttast sé, að Banda- menn slái eign sinni á norð-vestur-hér- uðin í Mexico. *) Kveðið svo að orði, með því að Hfið, þ. e. ÖJI afakipti mannanna hverir af öðrum, eetti í raun og veru — þótt annað sé tiðum — eigi að vera nema sem leikur góðra barna.J Sulzer, ríkisstfóri í New-Yorkríkinu, hefir um hríð átt í vök að verjast. Hann er sagður vinur 11 ilson’s for- seta, og hafa viljað hreinsa embættisstétt- ina, og bægt þvi fylgismönnum eða verk- færum „Tammany“-kosningaiélagsins frá embættum. En þessu hefir félagið reiðzt ákafiega, og því neytt þess, að það hefir afl at- kvæða í fulltrúadeild þingsins í Nev- Yorkríkiriu, og látið það álykta ákæru gegn honum, — gefur honum að sök, að hann hafi heimildarlaust gripið til einhvers fjár í kosninga skyni. Áður en svo langt kom, hafði félagið þó boðið honum grið, eða fullar sættir, ef hann léti það ráða, þ. e. skipaði þá eina í embættin, er það gæti fellt sig við. Afskaplegir hitar í Missouri og í Kan- sas 8. ág. þ. á., — 471/2 stig á Celsíus í skugganum. Venezuela. Þar hefir Castro, fyrverandi forseti, hafið uppreisn, og náð á sitt vald borg- inni Coro. Lét hann síðan taka embættismenn- ina þar af lífi, en skipaði sínum fylgi- fiskum aptur í embættin. Oefað ætlar hann sér, með niðings- hátterni þessu, að fæla menn frá mót- spyrnu gegn sér. 31 Ashley gekk nú upp á akipstjórnarpallinn, og sá skipherrann ganga þar fram og aptur, með vasa-úrið í höndinni. „Hvat erum við nú staddir?u spurði lœknirinn. „Jeg gizka á, að við séum í námnnda við „vitr- ingana þrjá“, sem svo eru nefndiru, svaraði skipherrann, og þó því likast, sem væri hann í vafa. „Annars bjóst eg nú reyndar við greiðförnum sjó“, mælti skipherrann enn fremur, „unz vér sæjum vitann á „Jungfrúnniu. — En eg hefi látið stýra ögn til suðvesturs, og ættum við því brátt að fara fram hjá „svarta duflinu“, sem er í grennd við fyrsta „vitringinn11, hinna „þriggjau. — Annars leiðin hér afar-hættuleg, og þori eg því eigi, að fara fram hjá einu hafnar-merki, án þess að lita á sjóuppdráttinn". „Halló! Hvað kemur þarna!“ kallaði skipherrann nú enofremur. „í>að er eyja hér fram undan!“ svaraði hásetinn, er gát var ætlað á öllu slíku að hafa. Skipherra kallaði þá þegar: „Aptur á bak, með fullum krapti. Skipið tók þá og þegar afar-hart viðbragð aptur á bak. „Stöðvið!“ kallaði skipherrann, og lá gufufleytan þá nær jafnharðan grafkyr, í freyðandi sæ-löðrinu. Á að giaka hálfum kílómetra fram undan skipinu sá Ashley nú og mjög lága eyju, og ótal smá-sker, eða grynningar, umhverfis hana. „Það var lán, að vér notuðum þó 1 jósiö!“ mælti skipherrann. „Meinið, að vita nú eigi, hvaða eyja þetta er! Jeg minnist þess eigi, að eg hafí nokkiu sinni séð hana!“ „ Vitringarriir þrír“. Eptir Arthur Irain (Sagan lauslega þýdd.) I. Dr. Ashley sat að morgunverði, er þjónn hans gerði bonum aðvart um það, að einhver óskaði simtals við hann. „Halló!“ kallaði hann, erhann var kominn að simanum. „Ert þú það, Ashley?“ var svarað í fjarska, og var málrómurinn dimmur, og því líkast, sem manninum veitti hálf-örðugt að tala. „Jeg er Tom Alexander!u var en fremur sagt. „Dreng- urinn minn hefur fengið garnabólgu, og skurðlækni vant- ar — Dr. Freemont, læknirinn okkar, segir, að drengnum sé dauðinn vís, ef ekki náist i þig. — Heyrirðu, hvað eg segi?u „Já!“ svaraði læknirinn, og varð nú hálfu ellilegri, en áður. > „Auðvitað kem eg þegar! mælti hann enn fremur. „En þú býrð úti í eyjum, og þangað eru meira, en 26 kílómetrar frá bænum, sem næstur er. — Það gengur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.