Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 1
i .WÍILII c 01 45. tbl. Reykjavík 30. september 1913. XXVH. árg. Til lesenða Jilviijans''. Þeir, sem gjörast kaupendur að 28. árg. „Þjóðv.", er hefst næstk. nýár og •igi hafa áður keypt blaðið, fá alveg ókeypis, sem kaupbætir, síðasta ársfjórðung yfir- standandi árgangs (frá 1. okt. til 31. des.) Sé borgunin send jafnframt þvi, er beðið er um blaðið, fá nýjir kaupendur einnig, ef óskað er, 200 Ms. al skemmtisögnm Þess þarf naumast að geta, að sögu- eafnshepti „Þjóðv. hafa víða þótt mjög ekemmtileg, og gefst mönnum nú gott f æri á að eignast eitt þeirra, og geta þeir sjálfir valið, hvert söguheftið þeirfkjósa af sögusöfnum þeim, er seld eru í lausa- sölu á 1 kr. 50 aura. SS5E Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá eiga þeir kost á því, ef þeir borga 28. árgang fyrir fram. Til þess að gera nýjum áskrifend- um og öðrum kaupendum blaðsins sem hægast fyrir, að þvi er greiðslu andvirðisins snertir, skal þess getið, að borga ma við allar aðal-verzlanir landsins, er slika innskript leyfa, enda sé útgefanda af kaupandanum sent innskriptarskirteinið. ^SSSSS Þeir, sem kynnu að vilja taka að sér útsölu »I»jóðv.<, sérstaklega í þeim sveitum, þar sem blaðið hefir verið lítið keypt að undanförnu, geri svo vel, að gera útgefanda >Þjóðv.« aðvart um það, sem allra bráðast. =5= Nýir útsölumenn, er útvega blað- inu að minnsta kosti sex nýja kaup- endur, sem og eldri titsölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegra sölulauna — einhvei'ja af forlagsbókum útgefanda „Þjóðv.", er þeir geta sjálfir valið. W Grjörið svo vel. að skýra kunn- ingjum yðar og nábúum, frá kjörum þeim, er >Þjóðv.« býður, svo að þeir geti gripið tækifærið. Nýir kaupendur og nýir útsölumenn eru beðnir að gefa sig fram sem allra bráðast. Utanáskript til útgefandans er: Skúli Thoroddsen, Vonarstræti 12, Reykjavik. Kaupend nr „Þjóðviljans", sem breyta um bústaði, mi vinsaodega beðnir að gera afgreiðsl- unDÍ aðvart. Ör stjórnarskrár-umræðunum 0. Jllll lulö. (Xaflar tír'þingræðum Sk. Th. 1913.) Takmörk löggjafarvaldsins. Það, sem á hinn bóginn knúði mig til að gerast einn af fiutningsmönnum málsins (þ. e. stjórnarskrárbreytingarfrum- varpsins), og eiga þannig þá<t i þvi, að flýta fyrir framgangi þess. það er aðai- lega það, að eins og stjórnarskipunar- lögum vorum nú er háttað, þá er fjölda manna: kvennfólki, vinnuhjúum, mönnum úr húsmanna- og lausamanna-stétt o. fi. varnað þess ?éttar, sem hver maður ber i sér, að hann á heimtingu á, engu síður en aðrir, sem fulltíða aru orðnir. En vér höfum frá forfeðrunum — sem opt er hrósað, og ómaklega — auk ann- ars siðleysis, einnig tekið það siðleysi í arf, að nídast á litilmagnanum, er um kosnmgar- og kjörgengis-réttinn ræðir. Menn gleyma því um of, er um lög- gjafarstarfið ræðir, að lóggjafarvaldid et eigi vald, er ekki eigi séi takmörk. — Þvert á móti vald, sem takrnörkum ei bundid, og takmörkin eru þau, að lögin eigi að vera siðfræðiiega rétt, þ. e. þau eiga hvorki að bjóða né heimila, að það sé gert, sem rangt er, né heldur að íeyfa, að það sé látið viðgangast. Hve mörg lög, sem það bjóða, eða heimila, að drepa mann eða limiesta, — eður og bjóða, að beitt skuli lyginni, blekkingunni, eða undirferlinu, í þvíeða því skyni, þá verdurþadþó aldrei rétt.— Siðferðislega ábyrgðin, og þá og siðferð- islega hegningin, engu minni — enda enn meiri — þrátt fyrir lagaákvæðin, er at- hæfið heimiluðu. En svo að eg snúi aptur að kosningar- og kjörgengis-réttinum, þá ræðir þar um rétt, sem hver fulltíða maður, karl og kona, finnur sig eiga, eða veit sig eiga; —- gjaldþrota menn, og ákærðir, eða sak- felldir menn t. d. þvi engu síður en aðrir. Lögin, er sumum varna þó þess réttar, eru því í raun og veru — eða í siðferði- legum skilningi — álls engin lög. Það, að slikt ástand hafi verið frá gamalli tíð, gerir það og eígi betra, en æ verra, — skylduna til að bæta þá úr, eða setja réttinn í hásætið, enn ríkari. Á Bretlandi sjáum vér þess og dæmi, hversu kve^nréttindakonur þar hafa fund- ið sér rétt Og skylt, ad þola eigi óiétt inn, — fundið sér skylt, að svifast jafn vel alls einskis, til að knýja fram réttinn. Hér á landi hefir kvennfólkið til þessa gætt fullrar stillingar; en því ljótara er það þá og, að verða ekki við réttmætum kröfum þess, en láta það bíða ár frá ári, af því að ráðandi flokknnm á þingi hent- ar ekki í svipinn, að gerðar séu breyt- ingar á stjórnarskránni. . . ." Úr fánamáls-umræðunum 1913. (Kafiar úr þingræðum Sk. Th.) ------ 4 * 1 J 1 Aðal-styrkunnn. „Að þvi er snertir samskipti vor o; Dana, þá dylst mér það yfirleitt ekki, a þar liggur aðal-styrkleiki voi i pvi, ad þegar Danit — eða danska stjórnin í umboði þeirra allra — hafna sidfrœdi- lega ¦> éttmcetum kröfum voi um, þá ei hver þtirra œ fimiamh' og vitandi sig geia þad, sem eigi er rétt. Og það, að gera hið ranga — og það •nda hvað eptir annað —, skapar þeim einatt leiða, er það gera, sé veran eigi því dýpra fallin, þ. e. orðin að þeim til- finningaleysisins steini, sem alveg er sama, hvort hún gerir hið rétta eður ranga, edur og sú orðin, er það beint fær un- aðar, að gera hið ranga. En því optar, sem leidinn er skapadur, þvi sárari verður hann og einatt, enda siðferðislega ábyrgðin og einatt fundin Og vituð þvi meiri, sem optar er spyrnt gegn þvi, sem rétt er. Og einmitt þessa vegna, þá er oss íslendingum og þvi brýnni naudsynin, að sí-vekja þeim leiðann, unz sú kvölin skapast að lokum, að þeir eigi geta annað, en undan látið, og - sigurinn ervor". Grufubátsmál ísfirðinga. (Saga málsins á þinginu). Eins og kunnugt er, hafa|ísfirðingar að und- anförnu.ut) eigi all-skammt áraskeið, notið styrks úr landesjóði til gufubátsferða um Isafjarðardjúp- ið m. m.,1) og hefir Btyrkurinn síðustu árin num- ið 5—6 þús. kr. á ári, «ða þá þar um. Það var nú eitt af málunuua, sem kjósendnr mínir, Norður-ísfirðingar, fálu mér til flutnings á Alþingi,2) að reyoa að fá ptyrk þenna hœkk- aðan upp í 10 þús. kr. á ári, en annast þá og um póstferðirnar um Djúpið. 1) Gufub&tsferðirnar um Djúpið hófustfyrst í sýslumannstíð undirritaðs í ísafjarðarsýslu, þ. e. árið 1890. — Safnaðist þá og á þeim áram nokkurra þúsund krónR sjóður, þar sem Djúp- mönnum mörgum vpt það þa mjög rikt í huga að sýslan eignaðist sjálf gufubát til ferðanna, svo að hún hefði þaer þá að ölln leyti sjálf í sinni hendi. Var þá og enda svo langt komið, að leitað var upplýsinga um gufubátskaup, með tilstyrk L. Zöllner's i Newcastle. 2) Innanhéraðsmálin, sem mér voru falin tiJ flutnings á A.lþingi að þessu sinni, voruallssaaf að tölu, og hefi eg þá sagt sögu þeirra allra hér 1 blaðinu, þar sem getið var úrslitanna, að þvi er rannsókn vitastæðis á Straumnesinu snertirr í 33.—34. nr, blaðsins þ. á. Ógetið er þá að eins úrslita eins smámáls, er einn einatakan mann í kjördæminu snertir, og yerður þ4 — ef sýnist — p( j t tu'i r í' blaði voru.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.