Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 1
/ 46.-47. tbl. Reykjavík 30. september 1913. XXVIT. árg. Hyað á aukaþingið að gera? (Stjórnarskrárbreytingin). Þrátt fyrir agnúana, sem á stjórnar- skrárbreytingafrumvarpi ný afstaðins Al- þingis eru, teljum vér þó, eptir atvikum, eigi rétt, að aukaþingið, sem saman kem- ur að sumri, hafni því. Vér teljum það þvert, á móti sjálísag't, ad samþykkja fiumvaipict öbreytt. Afnám konungkjörnu þingmannanna, sem og rýmkun kosningar- og kjörgengis- réttarms, það sem hún nær, o. fl. o. fl., eru svo mikilvœgar umbœtur, að ekki er rétt, að fresta því, að þjóðin verði þeirra þó sem allra bráðast aðnjótandi. Blettur er það að vísu á Alþingi 1913, - blettur, sem aldrei verður afmáður, hvernig það skildist við kosningar- og kjörgengis-réttárákvæðin í frumvarpinu, skipun efri deildar o. fl. En só frumvarpið samþykkt óbreytt að sumri, þá er það þó þegar fengið, sem fengið er. Bót þá og nokkur í máli, að séd verd- ur þá og fyrir endann á óréttinum í garð þeirra, af „nýju kjósendunum", sem eigi fá kosningar- og kjörgen gis-réttinn þegar í stað, — þ. e. vitað, að hann hverfur þó að minsta kosti að fám árum liðum En það, sem adállega knýr oss þó til þess að mæla með því, að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, það er þó tvennt: Annad er það, að væri frumvarpið fellt, eða farið að nýju að gera einhverjar breytingar við það, þá er sízt að vita, hve löngum drætti það kynni þá að valda. Hitt er það — og sú ástæðan er í vorum augum enda enn veigameiri —, að eins og hugsunarháttur margra þing- manna er, og þá eigi síður ýmsra annara, gæti vel svo farið, að breytingarnar yrðu til þess, að frumvarpið yrði jafn vel enn ver úr garði gert, en það er nú. Yér fáum því eigi betur séð, en nauð- synin reki til þess, að samþykkja frum- varpið óbreytt. Betra æ, að valið sé þó hið minna, en hið meira ílla. En vitaskuld er það, að öllum er það íllt, að sumir af „nýju kjósendunum11 eru svo leiknir — þótt eigi sé nema um nokkurra ára skeið —, eins og gert er í frumvarpinu, og þá ekki síður hinir agnú- arnir leiðir, sem á frumvarpinu eru. Þó að stjórnarskrárbreytingafrumvarp- ið verði því — naudsynarinnar vegna — samþykkt á aukaþinginu að sumri, má það þó eigi gleymast, að ný stjórnar- skrárbreyting verður þá síðar að bæta V ú,tr*y ggið eigur yðar (híis, húsgögn, vörur o- 11.) 1 > eldsvoða i l»riitiíiboiiiími „Grexieml”, stoínsett 1885. Aðal-umboðsmaður fyrir ísiand: Sig. Thoroddsen adjunkt. Umboðsmaður fyrir Norð- ur-ísafiarðarsýslu er Jón II róbjartsson verzlunar- stjóri. Ifnglegur umboðs- maður óskast fyrir Yestur- ísafjarðarsýslu. úr hinu, sem eigi fékkst framgengt að þessu sinni.*) Stjórnar skipunai lögin eiga adgeraöll- um rétt, en engum rangt. Fyr eru þau eigi, sem vera ber. Aðflutningsbannið. (Engin ný atkvæðagreiðsla) í 39. nr. tilaðs vors þ. gátum vér stutt- lega þeirrar tillögu austflrzku þingmar.nanna (Gt. Eggerz, og dr. Valtýs): að leitað skyldiaðnýju þjóðar-atkvæðis uni það, livort bannaður skuli hér á landi aðflutningur áfengis. Tillaga þessi var rædd í neðri deild Alþingis 9. sept. þ. á., og urðu þar skjðt umskiptin, — tillagan feld, í nœr etnw hljóbi, þ. e. með öllum atkvæðum gegn tveimur. Það voru flutnningsmennirnir einir — en alls engir aðrír —, sem greicldu henrá atkvœöi (!!) Þetta tór þá, sem vera átti. Sennilegast — fyrst svona fóru leikar —, að eigi verði nú stax farið af stað aptur, til að hrófia við bannlögunum. Það hefði og verið þjóðinni vanvirða, hefði tillagan verið saœþykkt. Þjóðinni víða hrósað fyiir bannlögin —- og vilja svo þegar hringia frá þeim aptui(!) Slíkt mátti elk'i heyrast. „Pasteui‘“-stofnunin í París hefir ný skeð — að sagt er — fundið upp „ser- um gegn kighóstanum. Meðalið kvað í fjölda mörgum sjúk- dómum, sem fyr er getið, hafa reynzt mjög vel. *) Til skýringar nægir að vísa til breytinga- tillaga ritstjóra blaðR þessa við stjórnarskrána á þinginu 1911, sem og að visa í ræður hans á þinginu ný afstaðna (1913). Stj órnarskr ár br ey tingin. (Hverju breytt var.) Að þvi er snertir breytingar á nú- gildandi stjórnarskrá vorri, er felast í stjórnarskipunarlagafrumvarpinu, er Al- þingi samþykkti í sumar, þá eru þær þessar: 1. Afnám konungkjörnu þingmaim- anna, þ. e. þeim nú loksins ætlað, að detta úr sögunni, er stjórnarskrárbreyt- ingin kemst á. Þingmenn verða þá að eins þjóð- kjörnir, og þjóðkjörnu þingmennirnir þá sex fleiri en nú eru, — þingmenn alls 40 að tölu, sem nú er. 2. Efri deildin. í stað konungkjörnu þmgmannanna, koma sex þjóðkjörnir þingmenn, er kosnir séu hlutbundinni kosningu um land allt, og sé enginn þeirra yngri en 35 ára. Þingmenn þessir eru kosnir til 12 ára í senn, og helmmginum þó einatt ætlað, að fara frá sjötta hvert ár. I kosningu þingmanna þessara taka eigi aðrir kjósendur þátt, en þeir einir, sem 35 ára eru orðnir eða eldri. Ákveðið er og, að þingrof nái eigi til þeirra, þ. e. halda þingsæti sínu yfir fyr greindan, ákveðinn tíma, þótt kosning fan fram, að því er hina þing- mennma alla snertir. Að öðru leyti eiga og í efri deild- inni sæti 8 þjóðkjörnir þingmenn, er sameinað Alþingi kýs svo sem nú á sér stað. 8. Kosningar- og kjörgengis-rétturinn rýmkaður, þ. e. rétturinn eigi bund- inn við fitsvarsgreiðslu, kynferði, eða stétt, — konum og vinnuhjúum því ætluð þau, sem öðrum, en í bráðina þó að eins veitt þeim einum, sem 40 ára eru, eða eldri, er fyrsta kjörskráin verður samm, eptir það, er stjórnar- skrárbreytingin nær gildi.1) 4. Ríkisráðsákvæðið numið burt, en í þess stað ákveðið, að lög og mikils- vægar stjórnarráðstafanir skuli borið upp fyrir konungi, þar sem hann á- kveður. 5. Yfirskoðuiiarmenn landsreikning- anna eiga eptirleiðis að vera þrír (í stað tveggja), og hlutfallskosningu kosnir. 6. Ákveðið, að tölu rádherra megi breyta 1) Til þess að mótmæhi ofangreindri tröðk- | un þess, er hver maður finnur sér þð rétt og skylt ' vera, greiddi ritstjóri blaðs þessa (Sk. Th.) atkvœði gegn þvt, að stjórnarskrár/rumvarpinu vœri vísað til 3. umrœðu, og lýeti þvi þá og jafn framt yfir, að hann teldi þingið gera sér háðun|f, er þ;ié léti frumvarpið þannig lagað frá sér fara. Sk. Th.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.