Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 3
XXVIL, 46.-47. ÞJOÐVILJINN. 176 Haldane lávarður, eem áður varher- málaráðherra Breta, hólt nýlega ræðu i borginni Montreal í Oanada í viðurvist ijölda lögfróðra manna, frá Bandaríkjunum og Canada, og taldi þá ófriðarhættuna verða að því skapi minni, sem þ'óðirnar kynntust hver annari hetur, og hefðu meiri viðskipti. Fæii þá og tíðast svo, ef í ófrið slægi, að sú þjóðin, er sigur ynni, biði þá eigi síður tjón en hin, sem halloka færi. Kapphlaupunum, að reyna að komast tit norðurpólsins, virðist eigi munu linna, þó að leikurinn sé nú að vísu unninn, þar sem Peary komst þangað alia leið. Eins og kunnugt er, ætlar Roald Amundsen mjög bráðlega að leggja af stað í norðurheim skautsför, og í sutnar lagði Julius v. Payer, af stað til norðurpólsins. Það er frakkneska lýðveldið, sem féð leggur fram, að því er norðurför Payer’s snertir. Skip Payer’s nefir mótor-vél og tæki með- ferðis til þess að geta sent og tekið við þráð- lausutn fréttaskeytum. Kriiger gamla, lýðveldisforsetanum í Transvaal. er í ófriðinum átti við Breta, hefir nú ný sheð venð reist líkneski í Prætoriu, höfuðborginni í Transvaal. Hann andaðist í Svisslandi 14. júlí 1904, — hafði sezt þar að, eptir það, er hann flýði frá Transvaal, er á leið Búa- ófriðinn. ítali nokkur, María Piacenza að nafni, og maður, sem með honum var, komust ný skeð upp á Numkam-tindinn í Himalaya-fjöllunum. í sex nætur lágu þeir úti í 6600 metra hæð, og urðu að þola afskaplegan kulda. En 7200 metrum ofar en sjávarmál voru þeir, er upp á tindinn var komið. Fregnir frá alþingi. IX. Frá Alþingi á blað vort enn nokkurra smávægi- legri tíðinda ógetið. Yér tínum það þá hér til, þ. e. hið helzta. Laga-þvögunnar, er samþykki Alþing- is náði, gétum vér þó á öðrum stað í þessu — - og í næsta eða næstu — nr. blaðsins. Stjórnarfrumvörp. Felld eda tekin aptm. Af 34 frumvörpum, er af stjórnarinn- ar hálfu voru lögð fyrir þingið, náðu alla 14 frumvörp eigi fram að ganga. Af frumvörpum þessum voru 9 felld, en 4 tekin aptur, og eitt frumvarpið (um breytingu á kennaralögunum) varð ekki út rætt. í tölu íöllnu frumvarpanna, og hinna, er stjórnin tók aptur, voru launaliækk- unar- og skattamála-frumvöpin, eins og áður hefur venð drepið á í blaði voru. Þingmannafrumvörp. Pelld eda úr sögunni dottin ella. Af frumvörpunum, er fram voru bor- in af hálfu þingmanna, datt réttur helm- ingurinn úr sögunni. Frumvörpin voru alls 66 að tölu, og af þeim féllu á þinginu 11, en 4 voru tekin aptur, og 18 urðu óútrædd, þ. e, þá 33 frumvörp alls, er eigi náðu fram að ganga. Þingsáiyktunartillögur. Af þingsályktunartillögum, ér fram voru bornar á þinginu, voru alls 14 sam- þykktar, — þar af þó eigi nema frekur helmingurinn, þ. e. átta, vísað til ráð- herrans. — Hinar um skipun nefnda á þinginu (sbr. landbúnaðarnefnd, sjávar- útvegsnefnd, samgöngumálanefndir o. fl.) Enn fremur voru bornar fram 3 þmgs- ályktunartillögur, er felldar voru, og 2, er óútræddar urðu (þar af önnur þó stór- mál, þ. e. um gjörbreytingu landbúnað- arlöggj af ar innar). Lögin, þ. e. tala laganna, er Alþingi sam- þykkti, alls 53, nefnilega: a, Stjórnarfrumv'örp alls . 20 b, Þingmannafrumvörp alls 33 Þeirrar þvögu allrar verður þá getið á öðrum stað í blaði voru, þ. e. byrjað á upptalningunni i þessu nr. blaðsins. Flest laganna — nær öll — því mið- ur mjög þýðingarlítil. Fjárbeiðnir (sendar þinginu). Erindi, er fjárveitingar varða, bárust þinginu alls 166. Fjöldi fékk alls enga áheyrn. ► Leittt hve þjóðin á enn afar-fáa sjóðí, er styrk veiti til hins eða þessa. íslenzk lög að eins á islenzku. rumvarpfc'þess efnis,1 að hætt verði víð dönsku þýðinguna á islenzkum lög- um, sem stjórnarráðinu nú er skylt, að annast um, og staðfesta, — þ. e. að 2. gr. 39 Ashley skenkti nú kognakki í glas, og rétti honum. „Hvar erum við staddir?“ mælt skipstjórnarmaður- inn siðan, er maðurinn lauk upp angunum. „Hvsða eyja e þarna fram undan?u „Það er Hardwood-eyjan!“ svaraði Spurling, i veik- um róm. „Þér hafið farið fram hjá hafnarmerkinu, sem er í grennd við „Vitringanna þrjáu, þ. e. a. s. ef þér 6týrið nú til vesturs!u BJé, til vesturs hljótum vér að stýra rétt á næsta augnablikinu!“ svaraði skipstjórinn, Thomas hét hann — „og séuð bér kunnugur hér, og getið veitt oss leiðsögu, svo að vér komumst fram hjá „Jungfrúnni“, bá er eg fús til þess, að greiða yður tíu dali (þ. e ameríska dollara)“. „Maðurinn, sem þér sjáið hérna, hann er lækniru, mælti skipherrann enn fremur, „og þarf að komast til Arneyjar í kvöld, til þess að gera holdskurð á dreng, sem liggur þar fyrir dauðanum, — verður að vera kom- inn þangað klukkan aíu, eigi það ekki að verða um seinan. — En nú erum vér orðnir þrem kl. tímum of seinir, og getur það kostað líf drengsins! G-etið þér hjálpað upp á sakirnar?u Spurling engdist að vísu sundur og saman af kvöl- unum, og heyrði því eigi sem glöggast, hvað sagt var, en skildi það þó at alvörusvipnum, er hann sá vera á öllum. Honum skildist, að einhver væri nær danða, en lífi, — sem hann sjálfur. Skildiet einhver þarfnast læ’tnis, er á riði, að eigi kæmi of seint. Hann hugsaði sig nú ögn um, en mælti síðan: „Hve djúpt ristir skipið?u 32 Skipherrann beygði siff nú ofan að sjó-uppdrættin- um, og fór, að mæla þar fjailægðirnar. „Þér þarna fram á skipinu! Þekkið þér eyjuna þarna!“ kallaði hann. Enginn svaraði neinu. „Að því er snertir „vitringana þrjáu, þá eru þeir, sem eins konar þríhyrningurw, mælti skipherrann, en næst er mér að halda, að eigi sé hér um neinn þeirra að ræða. — Vera má á hinn bóginn, að eyjan þarna sé „Hord- woodu-eyjan, eða þá „Lúður“-ey. — En á grunn getum vér rekizt. er minnzt varir. ef vér eigi verðum þess vís- ari. hvar vér erum. — Látið nú leiðbeiningar-ljósið bara á sæinn á stjórnborð!u Skipun þessari var nú tafarlaust hlýtt. „Stöðvið!u kallaði skipherra, er eitthvað hvitleitt sásf á sjónum, þar sem Ijósið bar nu ytír. „flvað er þetta?~ „Það er „humra“-hafnarmerkið!u svaraði maðurinn, er spurður var. Skipherranum sbrapp blótsyrði af vörum. „Látið ljósbirtuna kastast betur fram!u mælti hann. Það var nú kallað á stýrimanninn. en hann reynd- ist þá öðrum engu fróðari um það, hver eyjan væri, enda hafði hann aldrei áður verið i förum um fló*nn, á því svæði, er nú lá leiðin um. Þeir létu nú ljósbirtuna ksstastyfir enn meira sjávar- svæði, en fyr, og sást þá hver eyjan taka við af annari. Sjó- eða hafnar-merki sáu þeir á hinn bóginn hvergi, er gefið gæti þeim leiðbeiningu. Tuttugu og fimm mínútum höfði þeir nú þegar var-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.