Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1913, Blaðsíða 5
XXVIL, 46.-47. ÞJOÐVILJINN. 177 Úr Dýrafirði «r „Þjóðv.“ ritað 27. ág. þ. á.: Það eru fáar iréttir héðan að segja Tun þessar mundir og sízt góðar. Aldrei hftta þvílík vandræði verið með heyskap sem á þessu sumri. Seinni hluta maí og fram í júní voru sífelldir kuldar og þurk- »r, og svo leit út, sem ekkert gras ætl- aði upp úr jörðinni að koma, sumstaðar -var farið að brenna af og skrælna, en J>á komii vætur, og grasið þaut upp og ■varð’ fljótt mikið, en strax með sláttar- byrjun gekk í óþurkana, og enda fyrri, ©g hefur síðan verið sífelld óþurkatíð fram á þenna dag. Einn óslitinn votviðrakatíi fullar 8 vikur, svo að á þeim tíma hafa komið að öllu samtöldu 6 dagar þurrir, ■enda eiga menn enn — all-flestir — meira ©g minna úti af töðum sínum, og sumir «nn mjög lítið búnir að fá inn í heystæð- Tir, svo til stórra vandræða horfir. Hey- skapartíminn er á förum og allar votar engjar orðnar ófærar af vatni. Þó eitt- Jhvað kynni að þorna hér eptir, þá verða |>ær ekki slegnar í ár. Hið sama er með eldsneyti manna. Mórinn er litlu þurr- ari enn heldur en þegar hann kom upp -úr gröfinni; hann liggur blautur úti á jörðinni eins og hann var borinn út. Fiskiskipin eru nú að hætta veiðum ninum að þessu sinni, og láta menn mis- jafnlega af afla sínum, segja menn að lítið sé um fisk nú orðið, enda hefur haf- ísinn verið all-nærn landi um langan tíma, Og hætt við að fiskurinn hlaupi undir hann, eða haldi sig nálægt honum, og þó að viðkoma eða fjölgun fisksins »é mikil, þá er mjög hætt við að honum fækki í sjónum fyr en varir, með því gengdarlausa drápi og feiknarlegu víg- vélum, sem farnar eru að þekja hafið allt, á öllum ársins.tímum; væri betur, að það væri aðgætt og rótt athugað áður en komið er í meira ó«fni en er. Eitt er ölþim kunnugt, að þar sem nægur fiski- afli var á mörgum tímum árs fyrir fáum árum á opnum bátum, til innfjarða og upp við land, þær fæst nú ekki nokkur dráttur ár eptir ár, og er hægt að rekja sögu þeirrar eyðileggingar frá byrjun, sem öli er af mannavöldum. Það er mönnum í fersku minni, hversu síldarafli var hér á Dýrafirði, allt fram yfir 1890, vanalega frá því í maí og það allt fram á haust, skipti stundum hundruðum í róðri fram undan hverjum bæ allt inn í fjarðarbotn, en þá komu danskir kolaveiðarar, og sóp- uðu fjörðinn upp í þurra laDdsteina með vörpum sínúin, af enda óg á, sumar eptir sumar, tóku allan fisk og umrót- uðu botninum, svo fiskur hefir aldrei kom- ið i fjörðinn síðan að neinum mun. A þetta urðu menn að horfa varnarlausir og réttlausir, en að því liðnu komu botn- verpingar, skrapandi og skafandi upp að þurru landi og inn í hvert fjarðarminni, og þeim jafnhliða mótorbátarnir, með alla sina síldarlóða þvögu, djúpt oggrunnt, svo þó að fiskigangur komi, þá kemst ekkert upp að landinu, og engum fært í það að ná, nema niðii á reginhafi. Mun vera bágt að segja með fullri vissu, hvort botnverpingarnir sóu nokkuð skaðlegri fyrir fiskiveiðar landsins heldur en mót- orbátaútvegurinn, þegar allt er rétt og vel athugað, en um það þyrfti að rita ýtarlega af mönnum, sem hafa þekkingu og dómgreind á því máli. Heilsufar fólks á þessu sumri hefur almennt mátt teljast gott, og engin far- sótt eða kvilli gengið, nema hvað stöku menn httífa kennt kvilla, sem aldrei fæst undanþága frá, en fátt hefir dáið hér i firðinum. Um mannalát þau sem orðift hafa, verður getlð hér á ððrum stað. Margir kvarta undan samgöngufyrir- komulaginu, því sjaldan mun verrahafa verið en nú, síðan strandferðirnar byrj- uðu hér við land, eða hvað skildi eiga að verða verst úr því sem eitt sinn var þó orðið bezt? Meðan það „Sameinaða“ fær að ráða eitt samgöngunum, þarf aldrei að búast við neinu góðu, og miklu skyn- samlegra væri að tala um og undirbúa friðsamlegan og bróðurlegan skilnað við Dani, heldur en samband við þá, sem aldrei verður nema landi og lýð til 9- hamingju. Það mættu öll opÍD augu vera búin að sjá fyrir löngu. Sighvatur Gr. Borgfv dingur. tfjf Yfírlits-oiðin, uui þingstörfin, sem áfo.-ruað var, að k»mu í þessu nr. blaðs vors, geta — atvikanna vegna — eigi komið; fyr en 1 jblað- iau næst. Tvo gull-skepta dolka (eða rýtinga), og nokkur gullkeröld, fann bóndi nokkur í grennd við Otsjakow á Suður-Rússlandi. Munir þessir eru æva-gamlir, og taldir stafa frá tímanum er Skyþar byggðu hér- uðin milli Kaukasus og Svartahafsins, þ. e. þá líklega frá tímanum fyrir eða litlu eptir Krists burð. 37 Spurling þáði það, — vissi sig og þarfnaet hjálpar bennar, ef honum versnaði á leiðinni. „Við komum væntanlega heim aptur, eptir tvo, eða þrjá kl. tima!“ mælti hann við konu sína. Annars tinnst imér, að eg sé nú ögn hressari!“ í>að var kolniðamyrkur, svo að þeim veitti full- ■örðugt, að rata til sjávar. 1 vestri aán þau þó æ öðru hvoru bregða fyrir ljósi 'írá Caacow-vit8num. Loks komuat þau þó til sjávar, settu ofan bátinn, og stigu siðan upp í hann, er á flot var komið, og síðan var sezt að árum. Hann hefði ratað, þótt verið hefði dimmasta þoka, og gilti því og einu, hvort myrkur var, eða bjaitasti dagur. En allt i einu brá þá upp ljósinu frá „Cormorant“- gufufleytunni, svo að þau fengu glýju í augun, af ljós- ‘birtunni. „Skip hér á ferðinni!“ mælti Rsgna, og greip hönd- uinum fyrir bæði augun. III. „Jú! Það er bátur!* mælti skipherrann. „í bátn- vtm er karlmaður, og kvennmaður!“ Skipherrann kallaði nú til bátsins: „Þið þarna i bátnuro!“ „Látið ijósið þá kastast til okkar!“ var svarað, með mijög veikri röddu. „Við sjium ekkert!“ 34 „Æ, veslings drengurinn“, mælci skipherrann, nær grátandi. „Eins laglegur piltur, eins og hann er! Hann kom opt hingað út á skipið, settist við stýrið, og —“ Skipherrann þagnaði, brá höndinni upp að auga- brúninni, og starði. „Hvað er þarna stjórnborðs megin?“ kallaði hann. „Þér, þarna frammi! Er það bátur?“ „Það er bátur!“ var svarað „Gfuði sé lof!“ mælti skipherrann. „Nú fer þá aldrei svo, að vór fáum eigi vitneskju um það, hvar vér erum staddir!“ n. Sextán ár voru liðin, siðan er John Spurlíng settist að á Hardwood-eyjunni, og hafði hann búið þar allan þann timann, ásamt konu, og dóttur. Hann bjargaðist þar á þann hátt, að hann stundaði humra- og eíld-veiði. Vetur og sumar, var hann kominn á sjóinn, áður en sól var á lopti, og farinn að sýsla við netin sín. Einu sinni í viku hverri kom vélarbátur, frá „Goose Cove“, hinu megin við flóann, og sótti veiði hans, sem flutt var til stórkaupmanneins, er fé hafði lánað hoDum, — til báts- og veiðarfæra-kaupa, enda þá og áskilið sér, að sitja fyrir kaupum, með mjög lágu verði, að því er aflaföngin SDerti. Lifið var i meira lagi örðugt, að honum fannst.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.