Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 2
1S2 ÞJCÐVIL.JINN. XXVn., 48.-49. ÞJÓÐVIL.TINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. og í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnínaánaðarlok. Uppsögn skrifleg ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. Alþingi 1913. (Yfirlits-orðin). Á öðrum stað, í þessu nr. blaðs vors eru talin öll lögin, er samþykkt voru á Alþinginu ný afstaðna. Þau urðu alls 58 að tölu; — upp- skeran þvi, ad þvi leytinu, eigi lítil, en fremur hið gagnstæða. Sé á hinn bóginn á það litið, hver lögin eru, sem og á öil störf þingsins að öðru leyti, þá getur dómurinn um Al- þingi 1913, þó — því miður — á engan háttinn orðið svo glæsilegur, sem tala frumvarpanna, er samþykkt voru, virðist í fljótu bragði geta bent á. Að því er til stjórnarfrumvarpanna kemur, er samþykkt voru á þmginu, þá verdur eigi — er frá eru talin fjárlögin og „dilkar“ þeirra (þ. er fjárauka-oglands- reikninga-lögin), sem æ er hið sjálfsagða á hverju reglulegu Alþingi — sagt, ad þjódin sé ad nokkru bœttari fyrireitteða neitt þeirra, nema þá fyrir lögm um á- byrgðarfélögin, verði þau þá eigi erlendu ábyrgðarfélögunum að bráð, þ. e. alþýd- ingarlaus, vegna samtaka þeirra, eins og í skyn var gefið í dönskum blöðum í sumar. Að því er til hinna frumvarpanna kemur, er fram voru borin af þingmanna hálfu, og samþykki Alþingis náðu, þá er og mjög mikiil meiri hluti þeirra mjög þýðingarlítill. Hm fáu, sem nokkurs er um vert — þ. e. er stjórnarskrárbreytingin er frá tal- in (og hún er nú að vísu eigi enn sam- þykkt nema að hálfu) — eru þó einna helzt: Lögin um strandferdirnar, og tvenn lög, er að eflingu Landsbankans (og veðdeildar hans) lúta, sem og lögin um landhelgissjód Islands, þótt langt verði þess að vísu að bíða — hvað hin síðast töldu snertir —, að til framkvæmda komi. Fáein lög, er að landbúnaðinum lúta (sbr. landskiptalög o. fl.), má og að lík- indum telja fremur til bóta. Þá eru og lögin um »bjargrádasjód fslands« einnig þýðingarmikil, þ. e. til- gangurinn mjög góður, þótt mjög færi þar þó öfugt við það, er skyldi, er dembt var að mun beinum gjöldum á bæja- og sveitarfélögin — og það að þeim forn- spurðum—, þótt hin þörfin hefði þar að vísu verið mun brýnni, þ. e. að létta heldur ögn á þeim. Ad ödru leyti, en nú er getið, getur dómurinn, um þingið 1913, á hinn bóg- inn — því midur — aldrei orðið annað, en harður. Má i þvi efni geta þessa þrenns: I. Þess, að þingræðinu var traðkað, þ. e. núverandi ráðherra enn látinn lafa við völdin, þó að séð væri: a. ad hann brysti ad öllu þad fylgi, sem er naúdsynlegt skilyrdi þess, ad happasœll árangur geti ordid af þingstör funum, og b. ad hann — sbr. stjórnarfrumvörp- in, og útreiðina, er öll hin helztu þeírra fengu — vœri yflrleitt eigi sá, er neitt hefði getað látið sér hugkvæmast, þjódinni til hagsœlda, né heidur sá, er nokk- urn áhuga á hefði á því, að bæta úr vankvæðum hennar, — hvað þá, að berjast fyrir sjálfstæðis- málum hennar, er þvert á móti ættu þar æ versta mótstöðumann- inn, er hann væri. II. Mætti og geta þess, að sjálfstœdis- málum þjódarinnar hefði þingið 1913 alls eigi haft djörfung, til ad sinna, — þingmenn þó allir sí-flnn- andi, og vel vitandi, sjálfum þeim, og þjóðinni, það æ öllu ödru skyld- ara, að halda þjóðarsjálfstæðismál- unum einatt svo vel vakandi, sem unnt er. III. Sidast, en eigi sízt, verður það og þinginu 1913 æ, fyr og síðar, til vanza talið: a, að meðferð stjórnarskrármálsins á þinginu — og að vísu enn fleira, o. fl. — sýndi það Ijóslega, hversu fjöldi þingmanna — og sú stefn- an varð þá og ofan á — hirtu þrá- sinnis alls ekkert um það, hvort þeir gerðu hið rétta, eda þad, er hver þeirra mjög vel vissi, ad rangt var1). Sýndi það Ijóslega, hversu fjöldi þingmanna voru menn, er eingöngu létu vilja sinn ráda2 * * * * *), að því er tillögur sínar, og at- kvæði, snerti, en eigi hitt, er hver þeirra þó fann, og vissi — og var þá og á bent —, að var þó hið alóyggjandi sanna, og rétta, og þá og öllum skylda. b. að eigi fátt þingmannanna voru þá og menn — og svo að vísu óefað um mikinn meiri hluta þingsins —, sem alsneiddir voru allri tilfinningu, eða tilfinninga- semi, að því er kjör annara snerti, eða þá eigi þeim kostunum gædd- ir, sem skyldi. En þá fyrst getur æ þing- starfið orðið þjóðinni happa- drjúgt, er þingið er þeim mönn- um skipað, er ríkt finna til þess, er eitthvað kreppir að öðrum, og eru þá og brennanai *) Hér þá átt við „nýju kjósend.urna“, — að láta þá eigi komast á kjörskrá, fyr en fertug- ir eru, o. fl. o. fl. o. fl. 2) Viljann megum vér, s m kunnugt er, aldrei láta gjörðum vorum ráða, nema vér vilj- um það eitt, sem rétt er, — megum t. d. ekki skrökva, þó að vér viljum, nó þá heldur neitt annað gera, er rangt er, og þá og allra sízt við löggjafarstörfin. af áhuganum, eða skjótir, til að fá úr því bætt. Þetta voru nú dökku hliðarnar á þinginu ný afstaðna, að því er oss virt- ist, og þeirra gætti þá því fremur, eða voru enn tilfinnanlegri, en ella, af því, hve ljósdeplarnir, þ. e. nýtu og góðu tillögurnar, voru þá og fáar. Og að lokum endaði svo þingið 1913 — óhappatölu-daginn, þ. e. 13. sept. þ. á. Sat þá og á endanum, eins og í byrj- uninni, uppi með — óhappa-ráðherr- ann *). Meira þá eigi um þingið að segja. Kafla, úr þrem þingræðum, er vér héld- um á Alþingi í sumar, hirtum véi enn I þessu nr. blaðs vors. Vonum vér, að lesendum vorum — eða þá sumum þeirra — þyki það eigi miður, nó held- ur, þótt eitthvað, af sama taginu, bætist þá og við síðar. Astæðurnar: að bæði er það, að Alþingistíðindir. koma æ seint út, og þó enn seinna í almenn- '"ngs hendur, — Jíklega eigi fyr, en að áliðnum vetri, verði það þá fyr, en með vorinu. Enufremur: að mun fleiri lesa æ blöðin en Alþingistíð- indin. og Joks: að eitthvað er það þá einatt, í þeim, eða þeim, ræðu-kaflanum, sem birtur er þá, i það eða það skiptið, er vór teljum þess eðlis, að gott sé, að lesið só, og hugsað, og það þá fremur af fleirum, en færri. Vér högum þó svo til, að þetta taki sem minnst rúm i blaðinu, — prentum það, ýmist með sm&Ietri, eða þá samandregið Rvik 9/10 1913, Sk. Th. Ovanalega þurrviðrasamt var á Jót- landi og líklega víðar í Danmörku fram eptir sumrinu nýafstaðna. Um miðjan júlí þ. á. urðu því og mikl- ir lyng- og kjarr-brunar eigi óvíða á Jót- landsheiðum. Segir í dönskum blöðum, að mikil brögð hafi eigi hvað sízt orðið að þessu fyrir sunnan Skive. En Skive er kaupstaður örskammt fyrir sunnan Limafjörðinn, og höfn bæj- arins þar (íbúarnir hátt á sjötta þúsundið). Stendur bærinn við Skive-ána, þar sem hún rennur út í Skive-flóann, er skerst inn úr Limafirðinum, og þar því óefað fagurt. Á átjándu öldinni hnignaði bænum afskaplega — hafði þó fengið kaupstað- arréttindi snemma á fjórtándu öldinni —, og stafaði apturförin þá meðfram af feyki- legum húsbrunum, og voru íbúar þá um tíma eigi full fimm hundruð. Leiðarþing. Dr. Valtýr Guðmundsson hélt leiðarþing í Seyðisfjarðarkaupstað 28. sopt. þ. á., — þá þar staddur, á heimleið til Kaupaiannahafnar. Síra Sig. Stefánsson í Vigur hélt og leiðar- þing í ísafjarðarkaupstað, jafnharðan er hann kom vestur. 3) Shr „eldhúsdags“-umræðurnar, þar sem eigi all-fárra „óhappanna" núvorandi ráðhorra vors var getið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.