Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 4
186 Þ.TOÐVILJJNN. XXVII. 48.-4:). Lög samþykkt á alþingi 1913. Eins og getið var í síðasta nr. blaðs vors, voru lögin, sem Albingi samþykkti, alls 63 að tölu, þ. e. 20 stjórnarfrum- vörp. Eúmleysis vegna, varð eigi byrjað á upptalningu laganna í síðasta nr. blaðs- ins, eins og þá var þó búist við, að yrði. Lögin voru þá þessi: A. Stjórnar-frunivurpin: 1. Fjárlögin (fyrir árin 1914 og 1916). 2. Ejárausalög (fyrir árin 1912 og 1913). 3. Landsreikninga-samþykktarlögin (fyr- ir árin 1910 og 1911) 4. Fjáraukalög (fyrir árin 1910 og 1911). 6. Lög um breytmg á lögum nr. 32, 20. okt. 1906, um málaflutnings- menn, við landsyfirdóminn í Reykja- vík. 6. Lög um breyting á lögum nr. 39, 10. nóv. 1903, um leynilegar kosn- ingar, og hlutfallskosningar, til bæj- arstjóma í kaupstöðum. 7. Lög um breyting á lögum nr. 30, 16. nóv. 1907, um lán úr landssjóði til byggingar ibúðarhúsa á prests- setrum landsins. 8. Lög um bæjanöfn. 9. Lög um mannanöfn. 10. Lög um sérstök eptirlaun handa skáldinu Steingrimi Thorsteinsson rector. 11. Siglingalög. 12. Lög um mannskaðaskýrslur, og rann- sókn á fundnum líkum. 13. Lög um hagstofu íslands. 14. Lög um breytingu á toll-lögum fyr- ir Island, nr. 64, 11. júlí 1911. 16. Lög um ábyrgðarfélög. 16. Lög um breyting á lögum 22. okt. 1912, um ritsíma og talsímakerfi ís- lands *). i 17. Lög um breytingu vörutollslaganna, frá 22. okt. 1912. 18. Lög um sjódóma, og réttarfar í sjó- málum. 19. Lög um vatnsveitingar. 20. Lög um breytingu á 1. gr. laga um vitagjald, frá 11. júlí 1911. B. Þingmanna-frumvörpin: 1. Stjórnarskipunarlaga-breytingin. 2. Lög um samþykktir um eptirlit úr landi, með fiskiveiðum i landhelgi. 3. Lög um stofnun landhelgissjóðs ís- lands. 4. Lög um samþykktir, um herpinóta- veiði á Eyjafirði, og Skagafirði. 6. Lög um breytingu á lögum nr. 18, 9. júlí 1909, um styratarsjóð handa barnakennurum. 6. Lög um sölu á þjóðjörðinni Reykj- um í Hrútafirði. 7. Girðinga-lög. 8. Lög um hvalveiðamenn. 9. Lög um rafmagnsveitu í kaupstöð- um, og kauptúnum. 10. Lög um friðun æðarfugla. 11. Lög um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Isafjarðarkaupstaðar á lóð, og mannvirkjum undir hafnar- bryggju. 12. Landskipta-lög. 13. Lög um löggilding verzlunarstaðar í Karlseyjarvík við Reykhóla, og Hagabót i Harðastrandarsýslu. 14. Lög um breyting á iögum nr. 26, 11. júlí 1911, um skoðun á sild. 16. Lög um, að landssjóður leggi Lands- bankanum til 100 þús. kr. á ári í 20 ár. 16. Lög um umboð þjóðjarða. 17. Lög um gjafasjóð Jóns Sigurðsson- ar handa fátækum í Eyjafjarðar- sýslu. 18. Lög um friðun fugla, og eggja. 19. Hafnarlög fyrir Vestmanneyjar. 20. Lög um viðauka og breytingu á lög- , um um aðflutningsbann á áfengi, nr. 44, 30. júlí 1909. 21. Lög um lögreglusamþykkt, og bygg- ingarsamþykkt fyrir Vestmanneyjar. | 22. Lög um sauðfjárbaðanir. 23. Lög um breytingu á lögum nr. 18, 3. okt. 1903, um kosningar til Al- þingis. 24. Viðauka-lög við lög nr. 24., 9. júli 1909, um samþykktir um kornforða- búr til skepnufóðurs. 26. Lög um bjargráðasjóð íslands. 26. Lög um breyting á fátækralögum 10. nóv. 1906. 27. Lög um, að selja prestinum að Kol- freyjustað landspildur í Innri-Skála- vík 28. Lög um breytingu og viðauka við lög nr. 22. 1907, um bæjarstjórn í Hafnarfirði. 29. Lög um heimild fyrir veðdeild Lands- bankans, til að gefa út 4. flokks (Seríe) bankavaxtabréf. 30. Lög um breyting á lögum nr. 29., 16. nóv. 1907, 16. gr. 31. Lög um strandferðir. 32. Lög um forðagæzlu. 33. Lög um heimild, til að veita einka- rétt, til þess að vinna salt o. fl. úr sjó. í>á eru upptalin öll lögin, 63 að tölu, sem Alþingi 1913 samþykkti. Sbr. að öðru leyti hér framar í blað- inu. Efni frumvarpanna og flestra, ef eigi allra, áður getið í blaði voru, í þing- fréttaköflunum, eða ella. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Nemendur í gagnlreeðaskótanum á Akureyri alls 116 að tölu, er hann var eettur 1. okt. þ. á. Prestskosning (að Bjarnanesi). Prestskosning nýlega um garð gengin að Bjarnanesi i Lóni i Austur-Sbaptafellssýslu. Kosinn var sira Þóður Oddgeirsson, aðstoð- arprestur að Sauðanesi, er hlaut 83 atkvæði. : Hinn frambjóðandinn: cand. theol. Sig. Sig- urðsson hlaut 80 atkv. Sira Brynjólfur Jónsson á Ölafsvöllum, er verið hafði einn umsækjandanna, hætti við fram- boð sitt, áður en kosningin fór fram. Heiðurssamsæti. (Gullbrúðkaups minnst). Samsæti var haldið að Undirfelli í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, til minningar um gullbrúð- kaup (þ. e. 50 ára hjúskap) hjónanna Björns bónda Guðmundssonar og Þorbjargar Helga- dóttur (foreldra Guðmundar landlæknis). Sveitungar þeiria, Vatnsdælir, er veizluna héldu, færðu þeim þá og gjatir, — gáfu honum staf, eilfurbúinn, með útskornum hún úr rost- ungstönn, en henni silfur-kaffikönnu. — Var á fivorttveggja, stafinn og könnuna, letruð ártölin: „1863-1913“. Börn þeirra sendu þeim og silfurbikar og heilla-óska-símskeyti bárust úr eigi fáum áttam. Smjörsala rjómabúanna. Smjörsala rjómabúanna hefir f suraar gengið all-viðunanlega, að því er segir f blaðinu „Suð- urlandi11, sem kunnugast má um þær sakir vera. Úr sýslunnm austanfjalls getur blaðið „Suðurlaud“ þeirra tíðinda. að sumarið hafi verið þar óminnilega óhagstætt, — „heyfengur almennings afar rýr, og hjá fjölda manna svo lítill, að slfks muni vaila dæmi í minnum þeirra manna, er nú lifa“. Aflalaust hefir og verið i allt sumar, f ver- stöðunum i Árnessýslu. Mannalát. —o— t Ólafur skipherra Pétui’sson. Faðir hans var Pétur (f. 28. okt. 1796) bóndi á Kjaransstöðuxn og Hofi í Dýra- firði, sem dó í Haukadal 2. des. 1871,. Ólafsson lúns eldra, bónda á Innrahúsum í Núpaþingi, síðar á Mýrum (d. 28. des. 1820. 69 ára) Hákonarsonar bónda á Arn- arnesi (d. fyrir 1876), Bárðarsonar, en móðir Hárðar var Halldóra dóttir síra Olafs skálds á Söndum (d. 1627( Jóns- sonar. — Pétur Olalsson var tvíkvæntury og var fyrri kona hans Margrét Olafs- dóttir frá Mýrum, en hin síðari Marsibil Olafsdóttir úr Mosdal í Önundaríirði (d. 16. janúar 1869). Með fyrri konu sinni átti Pétur einn son, Olaf eldri, sem gipt - ist og átti börn, en með seinni konu. sinni átti hann 7 börn, sem upp komust og er margt fólk frá þeim komið, sem hér yrði of langt að telja upp, enda þótt ætt þessi sé merkileg og að ýmsu vel að sér gjör, og seint mun þeim sem þekktu gleymast minning Andrésar sáluga Pét- urssonar skipstjóra í Haukadal (d. 1. júlí 1892), sem var albróðir Olafs sál., sem hér verður minns. Olafur yngri Pétursson er fæddur á Söndum 17. desember 1842 — en sjálfur sagðist hann vera fæddur 1840. — Eptir hinu fyrra ártali er þó farið í húsvitj- unarbók Sandaprestakalls, því í árslok 1863 er bann talinn 20 ára gamall og eptir því er aldur hans talin jafnan síðan í kirkjubókum þar. Hann dvaldi hjá foreldrum sínum fram yfir fermingarald- ur, en fluttist ásamt þeim, litlu síðar að Haukadal sem vmnupiltur. Þar dóu for- eldrar bans, og voru að síðustu á vegum Andrésar skipstjóra sonar síns. 14 ára gamall fór Olafur fyrst til sjós semmat- sveinn hjá Andrési skipstjóra bróður sín- um, og er þar fljótt yfir sögu að fara, að frá þvi var starfssvið hans jöfnum höndum á sjó og landi um langt skeið æfinnar. Vorið 1867 fluttist hann frá Haukadal að Auðkúlu í Arnarfirði, og giptist þar 6. sept. s. á. Þórdísi dóttur Olafs bónda Jónssonar á Auðkúlu, hafði bún alist upp í Haukadal með frænd- fólki sínu, samtíða Olafi, og dró þar sam- an hugi þeirra. Biuggu þau fyrst eftir það þau giptist á E-auðsstöðum í Arnar- firði, en fluttu þaðan vorið 1870 að Ket- ilseyri í Dýrafirði, þar bjuggu þau bjón- in 7 ár, en fluttu 1877 að Hrauni í Hauka- dal, og bjuggu þar til þess þau brngðu búi vorið 1882, og fluttu þá að Hauka- dal í húsmennsku. Litlu síðar fluttu þau að Þingeyri, byggðu þar íbúðarhús úr timbri 1884, og höfðu þar aðsetur upp. frá því. Þar missti Olafur Þórdisi konu sína 16. desember 1904 og er æfiágrip hennar prentað áður í „Þjóðviljanum“ (XIX. árg. 1906, bls. 26v Þó Ólafur væri landbóndi um nokk- urn part ætinnar, þá stundaði hann allt af sjómennsku frá unga aldri til æfiloka og var lengi skipstjóri, bæði við hákarla- veiðar og þorskafla. Meðan hákarlaveið- ar voru stundaðar á opnum skipum á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.