Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.10.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.10.1913, Blaðsíða 2
r92 ÞJOÐVILJJNN. XXVII, Bl. ÞJÓÐVIL.IINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., •rlendis 4 kr. 50 a. Ofr i” Ameriku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina yrir blaðið. ur vill staðfesta frumvarpið (en) setja óbreytilegt ékvæði með undirskript ráðherra að íslenzk lög og stjórnar- gerðir ræðist (og) berist upp í ríkis- ráðinu, (þar til) ríkiseiningin (er) lögfest. Kosningar 11. apríl. Þetta stingur nokkuð í stúf við hitt skeytið. í fyrsta lagi er sagt að 'tæda skuli íslenzk lög og stjórnargerðir í rík- isráðinu. En það hefir einmitt verið lögð áherzla á og þó sérstaklega er stjórnarskrárbreytingin 1903 var sam- þykkt, að málin skyldu að eina borin upp fyrir konungi í ríkisráðinu, en dansk- ir ráðherrar hefðu þar um engan íhlut- anrétt, þessvegna ætti ekki að ræða mál- in í ríkisráðinu. Þetta var meðal ann- ars notað sem sönnun fyrir sérstöðu ís- landsráðherrans. Svo er gengið út frá annaðhvort að ríkiseiningin sé eða verði lögfest, og kemur vitanlega ekki til mála að íslendingar geti gengið inn á þann skilning eða það skilyrði. Þar sem fregnunum um skilyrðin fyrir staðfestingu stjórnarskrárinnar ber svo illa saman, verður þvi að avo stöddu ekki sagt hvort þau séu slik að íslend- ingar geti gengið að þeim, og endanleg- ur dómur þar um að bíða þess að ljósari fréttir komi. — Það eitt virðist liggja í augum uppi að næsta Alþingi beri að samþykkja stjórnarskrárfrumvarp síðasta þmgs óbreytt og ákveða með hvaða skil- yrðum það geti gengið að því að málin séu borin upp í ríkisráðinu, það fer þá aldrei ver en að frumvarpinu verður synjað staðfestingar, og getur það í engu haft lakari afleiðingar en það, að ónýta málið af ótta fyrir að svo mum verða. Siguidur Lýdsson. Þess skal getið að á meðan ritstjóri „Þjóðv.u er fjarverandi, sé jeg um út- gáfu blaðsins. Þessa er hér sérstaklega getið vegna þess, að mér er ókunnugt um hverjar skoðanir hann hefir á þoim atriðum, sem rædd eru hér að framan. Það sem þar er sagt stendur algerlega á mina ábyrgð. S. L. Leiðrétting. í 1. dálki á 185. bls. (í 48.—49. nrö „Þjóðv.“ var smágrein um rússneska hers- höfðingjann A M. Stöseel, og hefir — af vangá — niðurlagið lent neðst á 3. dálki i sömu síðu. — Þetta eru kaupendur vinsamlega beðnir að athuga — og af- saka. Úr stjórnarskrár-umræðunum 1913. (3. utnræða málBi'ns) (Kafli úr þingræðu Sk. Th.) Viljinn lúti æ réttinum.*) . . . „Menn gleyma þvi almennt of opt — og bvo er þá eigi síður um þingmenn, en aðra —, að eigi er oss það einatt htimilt, að fara að]vilja vorum, eða láta hann ráða, þ. e. gleyma því, að OS8 er það því að eins heimilt, að hann sé þá í fullu 8amræmi við það sem hver af oss v<>it æ, og finnur — eða ber í sér —, að eitt er hið alóyggjandi sanna, og rítta. Með öðrum orðum: Hver af oss verður æ ad beygja svo vilja sinn, að hann geri það eitt, sem hann vát rétt vera, — geri það eitt, hversu mjög sem hann kann til þess að langa, að gera eitthvað annað. Þó að mig t. d. — hvað eigi er — langaði til þess, að slá ánhvern yðar, eða að skrökva að honum, eða blekkja hann á einhvern hátt, þá má eg þó ekki fara að þeim vilja mínum. Á sana hátt er því þá og varið, að því er til vor þingmannanna kemur, er um laga-setning- una ræðir. Eu þvi fer fjarri, er á stjórnarskárfrumvarpið er litið, að það beri það með sér, að meirihluti háttv. þingmanua þessarar deildar hafl verið það átt ríkt í huga, að gera eiqi annað, en hver þeirra fann, og vissi, rétt vera. Þeir hafa látið viljann, eða þá löngunina (sem feliur hér saman), rába, — látið hann leiða mg til þess, að gcra, eða samþykkja, eigi fátt þcss, er þeir þó fundu, og vissu, að cigi var rétt (Bent síðan á niðurstöðuna, sem orðin var nvað „nýju kjósendurna11 snerti, þ. o. að setja þá eina þeirra i fyrsta skipti á kjörBkrá, er fertug- ir væru, o. 8. frv. — Bent og enn fremur á, að útilokaðir voru frá kosningar- og kjörgengisrétt- inum: gjaldþrota menn, — menn, sem I sveitar- skuld stanla, o. fl. o. fl., þ. e. sýnt fram á, að meiri hluti þingmannanna hefðu í þessu efni látið vilja sinn leiða sig til þesss, að qráða þvi atkvœði, er hver þeirra lann, og vissi þd ve’, að ági var rétk, þ. e. var, að gera hlutaðeigendum rangt). 28. ág. þ. á. (þ. e. 1913), «r vígð var „Friðarhöllin í Haag, hélt ameríski auð- maðurinn Garnegie ræðu, þar sem hann — meðal annars — benti á það, hve brýn nauðsyn það væri, að 3—4stór- veldanna tækju sig saman um það, að láta nú alls enga röskun heiins- friðarins viðgangast framar. JHér er þá bent á rétta og heppilega leið, til að útrýma hernaðar-ófagnaðinum; — meinið, að, stórveldin eru enn sjálf hvert öðru verra glepsandi vargar, sem lítils er þvi að líkindum af að vænta í bráðina.. Til Englands flytja Norðmenn, nú orð- ið, á hverju sumri eigi all-lítið af blá- berjum, sem og af rips- og sólberjum. Gufubátur er látinn fara um firðina til að safna saman berja-sendingunum. Líklega hafa ýmsir bændur o. fl. þá nokkrar aukatekjur af þessu. *) Með orðinu „réttur þá við það átt, sem hvei og einn æ veit siðfræðilega rétt vera. Ur fánamáls-umræðunuiii 1913. (kaflí úr þingræðu Sk. Th.) Endurgjaldið.*) (Saga einstaklinganna — þjóðanna.) „Háttv. þm. (L. H. B.) benti á, að siðferð- iskrafan vilti, eða ætti að gilda, hvað einstakling- ana snertijen, um þjóðivnar væri öðru máli að gegna. Jeg skal nú að vísu játa það, að ef vér Ktum til viðskipta þjóðanna hér á jörðinni, þá er svo að sjá som þjóðernin telji siðfræðina sór óviðkom- andi, þar sem sú er enn venjan, og heiur verið, að smá-þjéöirnsr, verða nær einatt að lúta stór- þjóðunum. Gegnir það annars furðu, að þjóðemi sem þó kálla sig kristin, skuli enn haga sér — og æ hafa hagað sór —, sem þau gera, skuli nær hví- vetna nlðast á smá-þjóðunum, jafn algagnstætt, sem slikt er þó orðum, og anda, kristinsdómsins, er býður oss að sýna þeim mestan kærleikann, umhyggjusemina, umburðarlvndið, oghjálpsemina, sem minni máttar eru, eða öðrum ver settir að einhverju leyti. í kirkjunum eru kærleikskenningar kristin- dómsins sípródikaðar htern helgidaginn eptir annan, árið út, og árið inn, og ár eptir ár, og öld eptir öld, og þó er breytnin í viðskiptumþjóð- ernanna, s-m fyr tegir. En hvað er siðlræðílegi rétturinn? Það er réttur, sem hrerjum manni er meðfæddur, — réttur, sem elgi rerður traðkað, á einn eð i neinn hátt, án þess ábyrgðin fylgi, þ. e. mótlæti, fyr eða síðar, svo að tnndemin umskapist, og einskis rétti — hvorki einstaklings, nó þjóðernis — geti þá af viðk. traðaað orðið. Saga þjóðanna sýnir þá og öllum þenna éyggj - andi sannieika. Vér þekkjum allir sögu rómverska kjisara- dæmisiiis. — Vér þekkjum og sögu spanska ríkis- ins. sögu danska ríkisins o. s. frv. o. s. frv. Öll hafa ríki þessi sundur-liðast, þ. e. hefnd- in — sem eigi gat annað, en komið, fyr eða síðar — hefur hitt þau. Og þó lœtur enginn sér segjast; rétti smá- þjóðernanna er traðkað enn þann dag í dag, al- veg elns og hver maður vissi, að ekkert færi þar & eptiru. Á Færeyjum hefir það tíðkast, að graf- ið hefur verið sálma-vers, eða því líkt, á kirkju-klukkurnar, eða þá sumar þeirra. Á kirkjuklukkunni í Kunöy stendur t. d.: „Bod skal eg bera, öld efter öld, ímillum drottiu og manna fjöldu. í Leirvik er letrað á kirkjuklukkuna: „Harrinn kallar heim til hallar sálir allar“. Loks er og letrað á kirkjuklukku í Hestöy: „Eg milda geri sorg og gledi trygga“. Oss þykir siðurinn fa,llegur, hvað sem annars er álitið, að því er snertir áletr- anirnar, sem getið er hér að ofan. *) t þingræðu-kaflanum, sem hér birtist al- menningi, setjum vér — sem ella — fyrirsagn- ir, er við þykja eiga, og er það til glöggvunar gert. Sk. Th.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.