Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN. =p=r 53.-54. tbl. Reykjavík 14. nóvember 1913. XXVII. ife Ævarpið. (Pólitiskst og efnalegt sjálfstæði.) ------ I „Avarpi" vor sjálfstæðismanna, er Tiirt var i 48.—49. nr. blaðs vors þ. á., þá er eigi gert ráð fyrir því, eins og nú horfir málura, að hreift verði sambands- málinu í bráðina. Á hinn bóginn lýsir „Ávarpið" því rhjög skýrt og skorinort yfir — sbr. eigi hvað sízt skírskotunina til sambandslag- anria, er Alþingi samþykkti árið 1909 —, að i sambandsmálinu, sem og i sjálf stœdismálum þjódarinnai yfírleitt, þá er stefnuskrá vor sjálfstæðismarina 6- breytt, eins og hún var, bæði við kosn- ingarnar 1908 og 1911. Engum þeirra, er undár ávarpið rit- uðu, dettur í hug ad sinna nokkwi um samn- ingum vid Dani, ei í sér feli jafn vel alha-allra minnstu tilslökun f>á því, er stefnuskr áin, sem fyr er getið, fer fram á. Sama sinnis teljum vér vist, að allir sjálfstæðismenn hér á iandi séu. „Bræðirigurmn", og það, sem út af honum spannst, þ. e. „grúturirm", verður að vera þjóðinni til viðvörunar. Og einmitt þetta, að sjálfstæðismenn- irnir, er áður stóðu sundraðir um hríð, hafa nú allir lýst því skýrt og skorin- ort yfir, að um stefnuna í aðal-sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar sé eigi lengur, né geti, né megi vera neinn ágreiningur, það vitum vér, ad er þjódinni fagnaðar-efni. Það qlœdii henni nýjar vonir, — eptir allt vonleysið, sem „bræðingurinn" sfcapaði hjá eigi all-fáum mönnum í svip- inn. - Vitaskuld er það og, að fari kosning- arnar 11. april næstk., sem vér vonum, á þá leið, að sjálfstæðismenn fái nú meiri hiutann á þinginu, þá láta þeir að sjálf- sögðu — þrátt fyrir orðalagið í „Ávarp- inu" — alls einskis færis ófreistað, til að gera sitt ýtrasta til þess, að þoka sambandsmálinu '— sem og öðrum sjálf- stæðismálum þióðarinnar ¦— svo áieiðis, sem unnt er. Skyldan æ brýn oss öllum, að halda þeim málunum svo vakandi, sem frekast er auðið, — skyldan: a) vegna sjálfia vor og niðja vorra og b) vegna annara þjóderna, og einstak- linga þeirra, alveg eins og hverjum af oss er æ skylt eigin sjálfstæðis ad gœta, eigi að eins sjálfra vor t;egna, heldur og annara, er ósjálfstæði vort kynni ella að baka leiða, eður og einhver önnur óþægindi. Gleyma má því eigi — sbr. þingræðu- kaflann, sem birtur er i 45. nr. blaðs vors. þ. á. —, að einmitt þar í felst allur vor styrkur, að oss láist það eigi ad vera Dönum si-vekjandi leidann, þ. e. þá kvölinu sí og æ meira særandi og brennandi,' sem sú meðvitund þeirra skap- ar þeim, að vita sig vera því si og æ neitandi, sem samvizkan þó ematt segir þeim skýlausan rétt vorn að vera. í»á er það þá og eigi siður árídandi, að hver kjósandi landsins hafi það æ ríkt í huga, hver hætta öllum sjálfstæðismál- Mm þióðarinnar er búin, verði sjálfstæðis- menn í minni hluta við kosningarnar 11. apríl næstk. Sérhver ósigur sjálfstæðisstefnunnar i við kosníngarnar hérálandi—þadvetda menn, i hverju einstöku kjördœmi landsins, ad hafa sem hugfastast — hann e> sigur Dttnum, þ. e. stappar í þá stálinu, og gerir þá enn. ófúsari til þess, en ella, að verða við réttmætum kröfum vorum. — Þá ætti og engum að vera betur til þess treystandi, en einmitt oss sjálfstæðis- mönnunum, að vilja af fremsta megni gera allt, sem unnt er, til þess að efla fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, og stuðla að aukinni vellíðan, og velmegun, hverrar stéttar í landinu, sem er, þar sem sannreynt er, að litið verður tíð'ast úr sjálfstæðinu, htort er um einstaklinga, eður þjóðerni ræðir, ef efnalega sjálfstæðið brestur. Að öðru leyti visum vér í greinar- stúfinn: „Kjarna-atriðin", sem birtast mun í næsta nr. blaðs vors, — komst eigi að að þessu sinni rúmleysis vegna. í»ar verður> stuttlega vikið að því, er vór teljum ^.jósenánaamþýdtngarmest, að hafa í huga, er til kosninganna 11 apríl n.æstk. kemur. Hafi menn það.. í huga, þá fer eigi hjá því, að kosninga-úrslitin verða sjálfstæðis- stefnunni í vil. En sigri hún, þá er og öðrum á- huga- og nauðsynja-málum þjóðarinn- ar svo vel borgið, sem unnt er. Núverandi forsætisráðherra Norðmanna (Gunnar Knudsen) o. fl. hafa nýlega geng- ist fyrir samskotum i, því skyni, að fá brjóstlíkneski johan Svendrup's reist í ríkisráðs-salnum i Kristianíu. En Johan Svendrup (fæddur 30. júlí 1816, og dáinn 17. febriar 1892) var, sem kunnugt er, lengi foringi vinstri- manna í Noregi, og forsætisráðherra fyrsta vinstrimanna ráðaneytisins þar (frá 26. júni 1884 til 12. júlí 1889). Steinolíu-hlutafélagið nýja. Voði, sem afstýra verður Það var hvorttveggja, að töluverð fljóta-smid var á höfð, er hlaupið vartil þess á þinginu 1912 — vegna verðhækk- unarinnar á steinolíunni —, að samþykkja steinoliu-einkaréttar-söluiögin, enda helzt horfur á því, ad þau geti nú oidid land- inu rUít annað, en til var œtlast. Horfur á því, að þau geti jafn vel orðið landinu mestu óheilla-lögin. í stað þess, að verða þvi að liði. Vér skýrum — í fréttunum í þessu nr. blaðs vors — örstutt frá nýja steiri- olíu-hlutafélaginu, sem nú er verið að koma hi'T á laggirnar. I boðsbréfinu, er gefur almenningi kost á að eignast eitthvað af hlutabréfunum, þá er því berum ordum lýst yfir. að það sé „með tilsfcyrk danska steinolíu-hluta- félagsins í Kaupmannahöfn, og i sam- lögum við það", er félaginu verður komið á laggírnar. Þegar þessa er gætt, sem og bins tvenns: a) að þeir, sem hluti vilja eignast i félaginu, verða að hafa tryggt sér þá fyrir lok nóv. þ. á., og b) að hvert hlutabréf hljóðar uj>p á 2500 kr., eða þá 5 þús. kr., þá er Ijóst, að það verður danska steinoliu-hlutafélagið, sem yerður eig- andi alls meginhlutans af hlutafénu. Leikurinn því auðsjáanlega til þess eins gerdur, ad gera danska steinoliu- hlutafélagid („D. D. P. A.") innlent ad nafninu til, — gera þvi það á þann háttinn mögulegt, ad r.erda þá, ef svo sýnist, adnjótandi einkasölu hlunnindanna, ei stjórninni er heimilad, ad veita hérlendu hlutafélagi. En færi nú svo, að danska steinoliu- hlutafélaginu væri — að fengnu nýja nafninu — veittur einkarétturinn, sem í lögunum ræðir um, þá yrði niðurstaðan á þann háttinn alveg gagnstæð því, sem tilgangur laganna var. Lögin áttu ad vera þjódinni hjálp i svip, eda einskonar neydarvörn — neyð- arvörn einmitt gegn einokun danska stein- olíu-hlutafélagsins. En í stað þess að verða þjóðinni vörð- ur gegn einokun, yiðu þau þá danska steinolíu-hlutafélaginu einmitt vegurinn til þess að geta þá einokað steinoliuna sem mest. I stjórn nýja steinolitifélagsins er hr. DebeU, forstjóri danska steinolíu-hluta- félagsins, auðvitað aðal maðurinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.