Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 4
233 ÞJOÐVILJINN. vinna sér, er — alþekkingarlaust, hvað málin snertir — gera sig að jábræðrum, sér enn ófyrirleitnari piltunga, þ. e. þeir verða sér að eins til athlægis. Vitad þá og, að þeir, sem þannig ger- ast jábi œdui annara, geta þá og, ef svo vill verkast — eða betur þykir borga sig — samþykkt, einhvern næsta daginn, alveg hið gagnstæða. Fá skref æ milli jábróður-hátternis- ins og hringlandaskaparins. En slíkt hendir sjaldnar þá, er á þekk- ingu á málunum byggja. Annars gerir þjóðin — hvað álykt- unina snertir — eigi annað en hlæja. En ályktunm er leiðinleg, eins og á stóð, vegna vesalings ráðherrans. Skjallið blettar þann ematt, sem því er á ausið. Og þá æ þvi fremui, sem væmnara er, eða — sannleikanum fjarskyldara. Hverjiim líðnr hér bágast? (Kvala-mánuðurinn). Þörfin á veðlánabanka. Eins og kunnugt er, fjölgar einatt húseignunum í Reykjavík, — og hefir fjölgað afnkaplega, sé á 10—20 árin síð- ustu litið. Að því er hús þessi snertir,1) ætlum véi þó óhætt að fullyrða, ad oart sé sá nokkur, ei hús hyggir, er fyrir því eigi; — sé svo, ræðir þar að eins um undan- tekningarnar. Um fjöldann allan, er hús byggir, þá er á hinn bóginn svo ástatt, er bezt er, að þeir hafa sparað sér, sem —J/4 hús- andvirðisins nemur, eða þá þar um.2 *) Húsin eru því reist lipp á lánili, sem í bönkuuum fást, þ. e. fyrst tekið I veddeildarlánid8) — er sjaldnast, ef nokk- uru sinni, fer fram úr hálf-virði hússins —, 1) Húsin eru — á seinni árum — öll byggð eptir reglunni: „Ailt sé se fullkomið hjá þér ná- ungi minn!“, þ. e. byggingarsamþykktin gerir húsin að mun dýrari, en þyrfti og almenningi hentar, — bakar fjölda manna áhyggjur og óhag- ræði. En út i þá sálmana — eða kröfuna um al- fúllkomleikann af náungans hálfu — förum vér eigi frekar að sinni. 2) Héi ræðir þá um samhaldssamari skip- herra, stýrimenn, snikkara, kaupnaenn, emhættis- eða sýslunar-menn, verzlunarstjóra, verzlunar- menn o. fl Um fjöldann ailan gildir á, hinn bóginn sú reglan, að mun minna er átt, upp í húsandvirðið, en að ofan greinir, þótt i bygginguna sé ráðist. 8) Þar er þá byrjunin — nú orðið — sú, að viðkomandi fær veðdeildarlánið í bankavaxta- hréfum, og getur þá sjaldnast selt hundraðið í hréfunum nema fyrir 94 kr.. eða þá þar um, — tapar því þegar r) kr. af hundraðinu, eða þá t. d. 900 kr. á 15 þús. króna veðdeildarláni. En vexti o. fl. verður bann þó að borga veð- deildinni af nafn-upphæð bankavaxtabréfanna, þ. 0. eins Og haun hefði í raun og veru fengið 100 kr. að láni — þótt eigi reyndust honum það nema 94 kr. að eins. Myndi slikt kallað obur — og sízt þ.ykja fagurt — ef eigi væri það landið sjálft og Lands- bankinn, sem þóknast að haga þessu þannig. og hinu svo fleytt á víxil eða ábyrgdar- lánum, gjalddaga eptir gjalddaga. En hvernig fer svo um menn þessa, þ. e. um allan fjöldann? l?að er ekkert launungarmál — þótt leynt sé það æ látið fara, sem unnt er, þar sem eigi má spillast lánstraustið —, að fjöldi þeirra er árlega í stökustu . vandræðum. Allt verður að reita, sern reitt verdur, til þess að geta staðið í skilum með vextina, og klofið það — þess utan — einhnern veginn af, að borga árlega áskilda afborg- un til veddeildar innar. En hjá fæstum þarf mikið út af að bera; — mislánist atvinnan einhvern tíma ársins, eða sjúkdóm beri að höndum, eða (sem alls eigi er fátítt) húsaleigan borgist eigi sem skyldi, þá er allt í voða. Um að gera, að kljúfa þó þar til þrí- ! tugan hamarinn, að bankinn gangi ekki að, og húseignin —- fari. þá fyrir hálf- virdi, eða þar um, og allt sé þá tapað, er sparast hafði, og lagt hafði verið í húsið.4) En verstar eru þá œ afbor ganirnar i veddeildina. Margur sem haft gæti þó ef til vill emhver ráð með vextina, þyrfti hann ekkert að afborga. En svo er bönkum vorum nú fyrir j komið, að heita má, ad œtlast sé til þess, að allir séu árlega að græða, — og þad eigi sidur, þótt sjúkdóm beri ad hönd- um, eda i hlut eigi hálf-far in gamalmenni (karlar og kerlingar), sem gott má nú reyndar þykja — er á þann aldur er komið — gætu þau verið matvinnungar. Á þessu: „Allir einatt að græða!“ etu þá veddeildir nar beint byggdar, og lánin ella — þótt að eins hálf-virði eign- anna íáist — alófáanleg að kalla, sé eigi árlega afborgað.'5) Enginn vafi á því, að þeim sem verst Iíður í Reykjavík — sem mestar hafa áhyggjurnar, eða hugraunirnar og kval- irnar, mörgum sjuklinginum mun meiri ~ það eru húseigendurnir, þ. e. eigi alí- lítill hluti þeirra. Þeir verða þá og eigi sjaldan — svo að bönkunum verði fullnægt, og húseignin lendi eigi á nauðungar-uppboði —, að fara á mis við margt, sem heimilið þó mjög bráðnauðsynlega þarfnast. Og verst er þá einatt lidan þessa fólksins — kvalirnar því æ lang-sái- astar —, er ad veádeildar gjalddaganum lídur. Það er októberrnánudurinn, sem því er þá æ „kvala-mánuðurinn“. 4) Menn athuga það fæstir, seni skyldi. ér j’ húsabyggingarnar ráðast, cð. ]mð, nð byggja sér hiis, það er -*- hór í Reykjavík — í flestum til- fellum sama, sem að deita 1járupphœðinsi, sem 'húsið kostar, með tveimur. Þ. e. t. d.: Maður, sem byggir hús fyrir 10—12 þús. króna, bann hefir gert sigð—fiþús. krónunum fátækari, því að meii'a en hálf-virði fær hann í ftestum tilfollum okki, verði hann — einhverra óhapp/i vegna — húsið að selja. 5) Það mun þá heizt vera- „Söfnunarsjóður- inu“, er eigi krefst árlegra afborgana. En hann getur nu fáum lánað : em kunnugt er. XXVII, 53.-54. En hér ræðir um þær kvalirnar, sem — af auðskildum ástæðum — æ verður þó að leyna, sem unnt er, og það enda hve óþolandi eða augn-r anghvolfandi, sem vera kunna. Fjöldi manna, er einblínir á það eitt, hvað umleikis er haft, öfundar því eigi sjaldan hina eða þessa, sem í raun og veru eiga allra bágast, og öðrum eru að mun brjóstumkennanlegri. Menn, sem árlega eru milli vonar og ótta, — geta enda hvað lítið sem út af ber, misst hið litla, er sparast hafði og lagt hafði verið í húsið. Hér er því brýn þörf svo bráðrar hjálpar, sem unnt er. Alnauðsyn, ad komid sé upp sem allra öflugustum vedlánabanka, er eigi þvingar menn, með árlegum afborguuum, en lœtur sér nœgja —r sé veðinu. sem í beggja þágur er, sæmilega við haldið—, ad greiddir sé vextirnii. Slíkut banki — þótt eigi láuaði hann nema sem 4/2—5/s andvirði húseign- anna nemur — inyndi óefað mörgum hjálpa, og þá og afstýra áhyggjunum og hugraununum, sem eigi all-fáir húseig- endanna í höfuðstaðnum ei,ga nú við að stríða, og sem þeir skilja einir til hlýtar, eem reynt hafa. Gamla fólkinu, sem fremur þarf að eta af eignum sínmn, en að það geti nokkuð af skuldunnm klipið, því er og slík veðbanka-stofnun al-ómissandi. Sama er þá og eigi síður, að því,er allan þorra húseigandanna utan Reykja,- víkur snertir, sem og að því er til jarð- eignanna kemur. •. 'nuannifiu Hér er um mál að ræða, aem stjórn- in, og þingið, þarf að taka sem bráð- ast til rækilegrar ihugnnar. Nú missir margur mikið fé — þ. e. „ byggingar-hlutann “, er svo mætti nefna6 *) —, af því að banka-ástandið er, sem það er. Kvalirnar og áhyggjurnar eiga og æ að fyrirbyggjast sem uiint er. „IJm loruar stöðvarí4. (Bæklingur síra Matthíasar), , Á 78. afmælisdegi sira Matth. Jooh- umssonar, þ. e. 11. nóv. 1913, kom út dálítill bæklingur eptir hann, er nefnist: „Ferð um fornar stöðvar* 1913“. Segir þar frá því, er sira Matthias brá sér, á síðasti. vori, í kynnisför tii fæðingar- og ætt-stöðva sinna í Barða- strandarsýslu, og frá viðtökunum þar. Aptan við ferðasöguna hnýtir hann og dálitlum kafla um heimilislíf Jóns sáluga Sigurðssonar forseta, og konn hans o. fl. Þó að bæklingurinn — sem geflnn er I út af Jóh. kaupm. Jóhannssyni —- sé að j mestu í óbundnu máh. bregður þar þó ! fyrir stökum eptir síra Matthias hór og þar. Bókin yfirleitt fjöriega rituð, og góð því til dægrastyttingar. fi) 8vo nefnum véf þann hlutann af andvirdi húseignarinnar, er ekkert fæst lánað út á.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.