Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1913, Blaðsíða 5
XXVII., 53.—54. ÞJOÐVILJINÍS 203 Gjaldkera-málið. (Dómur landsyfirréttar). Gjaldkera-málið var loks dæmt í yfir- dómi á mánudaginn 3. uóv. þ. á. Dómararnir, sem um málið fjölluðu, voru: Jón prófessor Kristjánsson, Magnús sýslumaður og bæjarfógeti Jónsson i Hafn- •arfirði og Páll borgarstjóri Einarsson. Niðurstaðan —• eða dóms-orðin — varð, sem liér segir: , „Því dæmist rétt að vera: Ákœrdi, Halldór Jónsson, á ad missa stödu sina, sem gjaldkeri Landsbanka Is- lands. Svo greidi hann og Landsbánka Islands í skadabœtur 10,867 kr. 82 aur., med <5°/0 ársvöxtum frá 14. des. 1911 til (jreidsludags, og allan kostnad vid rann- sókn og medferd máls þessa i héradi, og fyrir yfir dómi, þar med talin málajlutn- ingslaun til hins skipada sækjanda og verj- anda fyrir yfirdómi, yfbréttarmálaflutn- ingsmannanna Odds Gislasonar og Eggert Claessen, 50 kr. til hvors þeirra. Skadabœtur nar ber ad greida innan 8 vikna frá lögbirtingu dómsins, oghonum Od ödru leyti ad fuUnœgja lögum sam- kvœmt, ad vidlagdri adför ad lögum.i Dómurinn er byggður á þvi, að á- kærði hafi sýnt af sér s\o stórkostlega vanrækslu og hirðulevsi, og það svo opt, að 144. gr. alm. hegningarlaga, frá 25. jan. 1869, eigi við athæfi hans. Bátstaparnir. (frá Súgandafirði, og ísafirði.) Nánari fregnir. í 46.—47. nr. blaðs vors þ. á., var stuttlega getið báttapans frá buðureyri í Súgandafirði, og greind nöfn mannanna fjögra,er þar fórust. Um mannskaða þenna hafa oss nú borizt þær gleggri fregnir, er hér segir: Vélarbáturinn, sem mennirnir fórust af, var »ýr. — smiði hans eigi lokið fyr en i önuverð* um okt. þ. á. JBáturinn var sameign þriggja mahna: Por1- mannsins, hr. Benedikts Guðmundssonar frá Fremri-Vatnadal, er var einn þeirra, er drukkn- uðu, Friðriks kennára Hjartarsonar á Suðureryi, og síra Þórðar Brynjólfssonar á Stað i Súganda- firði, Báturinn var í sjó-ábyrgð, og inun þetta hafa Verið i fyrsta skiptið, er hann kom út fyrir fjarð- ar-mynnið. Sjór var mikill, og norðangarður, og vat ferð- inni höitið til Flateyrar, til að vitja læknis, en ieið iil fyrir Sauðanesið (milli Önundarfjarðár og Súgandafjarðar), — opið haf og brimasamt mjög við nesið, sé eitthvað að veðri. Eigi vita menn gjorla, hvernig slysið hefur atvikazt, — trúlegast að sjór hafi komizt að véi- inni, eður bún á annan hátt bilað, og sjórinn gengið þá svo yfir bátinn, að hann fyllt.i. , Tveir bátar hÖfðu róið til fiskjar úr Súganda- firði sama daginn, er slysið var (16. okt. þ. á.), og sást vélarbáturinn, frá öðrum þeirra, marrandi i kafi A.t mönnunum, er fórust, var ferð tveggja bvo hjáttað, að þeir höfðu fengið að sitja í bátn- um til Flteyrar, og ætluðu þaðan heimleiðis, að !ájýrum í Dýrafirði. — Vnr annar þeirra (Jón búfræðingnr) sonur Friðriks hreppstjóra Bjarna- Bonar á Mýrum, en hinn (Halldór Bjarni Jóns- son) var uppeldis-sor.ur þeirra, Mýra-hjónanna, og hetur þeim hjónunum því mikill harmur að höndum borið, er bvðum var svo sviplnga burt i kippt. Allir voru mennirnir, er drukknuðu, ókvænt- ir, og enginn þeirra orðinn hálf-þritugur að aldri. Um bátstapann frá ísafirði, sem getið var i 46.- 47. nr. blaðs vors þ. á., skal þess getið, að auk þess, er lík oins mannsins (Guðm. heitins Finnbogasonarl, fannst i bátnum, atvikaðÍBt svo, að lík formannsins (Guðm. heitins Guðmundsson- ar frá Sæbóli), var slsettur upp á lóð litlu siðar, en slysið varð, — hefur sokkið þar, er lóðir lágu fyrir í sjónum, og öngull (eða önglar) þá orðið fastir í famaðinum, er lóðin var dregin. Lik þeirra beggja, Guðmundanna, hlutu því leg í EyrarkirkjU-garði á tsafirði, — voru jarð- sungin þar, af Þorvaldi prótasti Jónssyni. Að því er snertir þriðja manniun, er við báts- tapann fórst (þ. o. Þórð Grunnvíking), hefur lík hans á hinn bóginn enn eigi borið að landi, að kunnugt sé um. Hannesar Árnasonar sjóðurinn. Um styrk úr sjóði síra Hannesar heitins Arna- sonar, fyr heimsspekiskennara við prestaskólann, hafa þessír, að sögn, nýlega sótt um styrk: 1. Alexander Jóhanne9Sou, or lokið hefur meist- ara-prófi i þýzku, vil háskólann i Kaup- mannahöfn 2. Kandídatarnir: Haltdór Jónasson, ÓL Lárus- son, og Sig. Nordal 8: Heimsspokingurinn Vernharður Þorstninsson, er um nokkur ár hefur stundað heimsspekiS- nám* við háskólann í Kaupmannahöfn, og nú mun hafa lokið þar meistaraprófi í þeirri greiri, eða þá um það bil. Umsækendurnir, er getið er í 1. og2. staflið, hafa og allir tekið próf í heimsspeki, þ. e. heims- spekisprófið, er hver stúdent verður jafnan að gangast undir, er hann heiur verið eitt ár eða þar um að háskólanámi í einhverri vísindagrein. Prestakall óveitt. (Reynistaðarklaustui.) Heynistaðaklaustursprostakall (þ. e. Reyni- staðar- og Sauðárkróks-sóknir) í Skagafjarðar- prófastsdæmi er nýlega auglýst til usnsóknar. Heimatekjur (þ. e. prestsraata) um 86 kr. Umsóknarfresturinn er til 18. des þ. á. Brauðið veitist frá fardögum 1914. Stúlka brennur tii bana. Nýlega tókst svo slysalega til, að stúlka á Hamraseli í Geithellnanreppi í Suður-Múl tsýsln, brann til bana. Sagt er, að stúlkan hafi verið að sviða svið, og hafi eldurinn þá læzt sig i svuntu hennar, og hún þá skaðbrunuið svo, áður en slökkt varð, að hún beið bana af. Fregnin, sem borizt hefur um slys þetta, greinir eigi, hvað stúlkan hefurjheitið, né hverra manna hún var. Færeyingar kaupa þilskip á íslandi Hr. Gunnar Hafstein, bankastjóri á Færeyjum (stjóinar útbúi dauska Landmandsbankans þar), var nýlega staddur hér á landi, og gerðist það þá. í þeirri ferð hans, að hanu koypti öll þilskip Edinborgarverzlunar, til aukningar fiskiveiða- flota Færeyinga. Skipin, sem hann keypti, voru alls 10 að tölu, og kaupverðið 8 — 10 þús., þ. e. fyrir hvert skip- ánna. Sbr. að öðru leyti greinarstúfinn. „Ekki van- virðulaust!“, sem birtist í þessu nr. blaðs vors. Maður íær bana af byssu-skoti. Unglingsmaður, frá Túngarði, í Hvammssveit í DalasýsýsJu. var ný skeð á rjúpnaveiðum, og tókst þá svo óheppilega til, að skot. hljóp úr byssu hans, og beið bann bana af. Maður þessi kvað hafa heitið Jón Hallgríms- son, og befur eigi fréttzt nánar, hvernig sysið hafur atvikazt. Póstafgreiðslur óveittar. Sjö póstafgreiðslur eru, sem stendur, óveittar. Þær eru þessar: 1. Póstafgreiðslan á Bíldudat (Laun: 300 kr.) 2- i Flatey (—„— 250 — ) 3. -„- á Hólmavík (—„—300—) 4- -,- áHvammstanga (—„—300 —) 6. -„- í Mjóafirði (—„—400 —) 6. i Norðfirði (—„-600 —) 7. í Önundarfirði (—„—300 —) Umsóknarfresturinn, að þvf er sýslanir þessar snertir, er til árslokanna. Guíuskip strandar. Eimskipið „Súlanu, eign Otto kaupmanns Tnlinfusar, strandaði ný skeð á Hornafirði. Björgunarskipið „Geir11, er sent var austur —- að ráðstöfun „Samábyrgðar íslands11 — kom. skipinu á flot, og til Reykjavíkur. „Slippfélaginu11, sem svo er nefnt, hefur nú verið falin viðgerðin. Frá ísatjarðardjúpi. Þaðan hafa „Þjóðv.“ borizt þessi tíðindi mark- verðust: Heyskapnrinn varð yfirleitt i mdíallagi, og þó að óþurrkasamt væri. náðust heyin þó lftt skemrad að lokum. Aili í betra lagi í sumar, og gekk fiskurinn um langa hríð alla leið inn fyrir Ögurhólma. — SÍ14 var og afar-mikil í Djúpinu. og á fjörðunum við vestanvert Djúplð, — óð uppi ofari sjávar, og rar eigi óvíða svo, að ausa mátti henni upp. Síldin fékkst þó eigi lengur, en til ágústlöka, og notuðu menn þá, eptir það, skelbeitu, sem sækja verður þá, ýmist til Önundarfjarðar, eða inn að Melgraseyrar-odda, og er hvorttveggja mjög örðugt, og kostnaðarsamt. All-góður fisk-reiling>tr hélzt í Djúpinu fram undir miðjátt okt. þ. á., en þá fór að draga úr aflanum að mun. Frá byrjun nóv. þ. á., til næstk. apríl-loka, pá er uú vélarbátnum „Sæfara" setlað, að fara alls 26 ferðlr um tsafjarðardjúp, og fer bátur- inn einnig, i riokkrum ferðunum, til Aðalvikur, og Jökulfjarða. En frá 1. mai næstk., til októberloka, þá er i ráði, að haldið v irði uppi gufubátsferðum um ísafjarðarsýStu, og um Húnaflóa. lnnlent steinolin-félag i vændum. Hlutafélaa: er nýlega stofnað í höfnðstaðhum, er ætlar aó taka að sér steinoliu-söluna. Hlutaíéð verður alls 300 þús. króna, og hlut- irnir 2500 kr., eða 5000 kr. I stjórn félagsins eru: Eggert CLaossen (yfir- dómslögmaður), Debell (steinoliufélags forstjóri), og Jes Zimsen (konBÚIl.) í auglýsingunni, þar sem almenningi er gef- inn kostur á þvi, að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu, segir, að það sé „stofnað með tilstyrk „hins danska steinolíu-hlutafélags { Kaupmanna- höfnu, og i samlögum við það“. Úr Jökulfjöi'ðum (i Norður-íaafjarðarsýslu) hafa „Þjóðvu. nýlega borizt þessi tiðindi: Þar var mjög þurka-lltið, og tiðin afleit, í júli og ágúst, og fram i miðjan sept., er loks skipti um, og gerði tíð góða. Hröktust hey mauna í Jökulfjörðum að mun, og heyskapgrinn var yfirleitt i minna lagi. A Ströndum, austan Horns, var tíðin á hinn bóginn botri, og nýting heyja þar þolanleg. — En nokkuð af heyi — og þó eigi að mun — misstu menn þar, þvi miðut\ i vestan-roki, er þar geiði. Fyrri part septembermánaðar var útiitið mjög gott, að því er snerti aflabrögð á Jökulfjörðum, en þá þustu þangað um tuttugu „mótorar11, er gjör-þurrkuðu á nokkrum dögum, og var afli þar síðan eigi teljandi. Haustafli manna í Jökulfjörðum, hefur því orðið mjíig iWill, og fiskreita þó nokkur. frá Stað- areyrum, í október; en þaðan ganga nú nía róðrarbát vr.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.