Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1913, Blaðsíða 1
 ÞJÓÐVILJINN. 56. tbl. Reykjavík 22. nóvember 1913. XXVII. ár; S tj órn arskr ár-frum varpið. (Konungs-svanð veldur eigi breytingu). Eins og kunnugt er, var konungs- svarið, er að staðfestingu stjórnarskrár- frumvarpsins 'lýtur, enn eigi til orðið, er „Ávarp" vor sjálfstæðismanna var samið, og síðan birt almenningi hér á landi, sbr. 48.—49. nr. blaðs vors þ. á. En gerir þá konungs-svarið nokkra breytingu, þ. e. myndum vér, sjálfstæð- ismennirrnr, hafa lagt annað til en vér gerðum, að því er til stjórnarskrármálsins kemur, hefði konungs-svarið verið oss kunnugt orðið, er „Ávarpið" var samið? Flokksstjórn sjálfstæðismanna hefir i- hugað þetta atriði ný skeð, og niðurstað- an þar orðið sú, að sjálfsagt sé, að vér ráðum engu síður til nú, en áður en kon- ungs-svarið barst oss, að stjórnarskrár- frumvarpið sé samþykkt óbreytt á auka- þinginu að sumri. Skulum vér í þessu efni minna á, að þad eitt, sem hefir vakad fyiit oss Is- lendingum, er vér viJdum fá ríkisráðs- ákvæðinu kippt burt úr stjórnarskránni, var einmitt það, ad fá þvi á þann háttinn slegið föstu, að dönskum ráðgjöfum væri alls engin afskipti ætluð, aðþví er til sérmála vor íslendinga kemur. Hitt, þ. e. bvar málin eru borin upp fynr konunginum — hvort það er gert í ríkisráðinu eða einhvers staðar annars staðar — skiptir oss á hinn bóginn alls engu, er því hefir á fyr greindan hátt, þ. e. með úrfellingu ríkisráðsákvæð- isins úr stjórnarskránm, verið slegið föstu sem fyr getur. Oy nú vill einmitt svo til, að nefndan skilning á þýðingu þess, að ríkisráðs- ákvæðinu sé kippt burt úr stjórnarskránni, hefir danski forsætisráðherrann ein- mitt sjálfur fallist á. Honum farast — á ríkisráðsfundinum 20. okt. þ. á, — orð, um þetta efni, á þessa leið: „Það er efcki tilgangurinn. þótt haldið sé á- fram að bera upp íslensk mál í rlkisráðinu, að ná neinum tökum af Dana hálfu á þeim sér- máluru, sem áskilin eru Islensku löggjafarvaldi. Markmiðið með því er, al dönskum ráðgjöfum Yðar hatignar veitist kostur á hlutöku í dómi um, hvort í lögum eða ályktnnum, sem rað- berra íslands ber upp, felist ákvseði, er varði sameiginleg ríkismalefni, er að eins verður tekin ákvörðan um { sameiningu við dönsk löggjafarvöld". E» þó að vér þannig — þrátt íyrir það, sem á ríkisráðsfundmum (20. okt. þ. á.) gjörðist — teljum jafn sjálfsagt eptir sem áður, að stjórnarskrár-frum- varpið verði samþykkt óbreytt á auka- þinginu á komanda sumri, þá er það allt annað mál, að vér ínyndum þó — að ýmsu leyti — hafa kosið framkomu ráðherra vors, á ríkisráðsfundinum 20. okt. þ. á., allt aðra en raun er á orðin. Skal í þessu tiiJiti bent á það, að niðurlagsorðin í ræðu hans, á ríkisráðs- fundinum 20. okt. þ. á., sýua það ótví- rætt, að hann hefir þar viljað gefa Dön- um undir fótinn, að þvi er kemur til gamallar (og nýrrar) kröfu, eða upptuggu, þeirra um „jafnrétti þegnanna" (þ. e. Dana og Islendinga) í atvinnu- og verzlunar- málum o. fl. Bann veit vel, að einmitt þar ræðir um bað, sem Dönum er lang-viðkvæm- ast, og er þeim þá eigi svo einlægur, sem skyldi, né ísl. þjóðréttindum sá tabi- maðnr, sem vera bar. A hinn bóginn byggist þó réttur vor, ei þar ad lýtur, á yftrlýsingum — og lofotdum — Dana sjálfra, i stödu- lögunum f>á 2. janúat 1871, og stendur því óhaggaður eptit, sem ádur, — þ. e. skerðist eigi að einu né neinu leyti, hvað sem ráðherranum þóknast að segja Dönum upp í eyrun. En það er æ hið eina rétta — og hefir þá og sizt eptirköstin -— ad ein- lœgnin, sannleilcurinn, einurdin og þorid riki œ i hvivetna. Leitt, að svo var þá eigi þannig — af ráðherra vors hálfu — á ríkisráðs- fundinum 20. okt. þ. á., eptir þeim skiln- ingi á ræðustúf hans, sem að oian er lýst, og einn virðist vera réttur. ÁpTTnl/iip" er nafnið á nýju bíaði, jjill iuIVUI er hóf göngu sína 14. nóv. þ. á. Eins og menn muna, hlupu stjórnar- menn til og sölsuðu undir sig „Eeykja- víkina", litlu fyrir, eða um, þmgJokin. En þegar svo var komið, hafði „heima- stjórnar"-flokkurinn á Alþingi alls ekkert málgagn, er flutt gæti almenningi skoð- anir hans, eða gert þjóðinni það ljóst, hvað á milli bæri hans, og „stjórnar"- eða „sambands"-flokksins á þinginu. f>að eru því „heimastjórnar"-mennirn- ir, sem nú hafa hleypt „Árvakri" af stokkunum, — myndað í því skyni hluta- félag, er sér um útgáfu blaðsins. Ritstjóri „Ávakurs" er Pétur Zophon- iasatso'n, en eigi Jeynir það sér á fyrsta nr., að það eru þeir Lárus prófessor Bjarna- son og Jón Olafsson, sem póJitisku stefnu blaðsins ráða. Bróður-morðið. Kvennmaðnr byrlar bróður sínnm eitnr. Hann hlýtur bana af. Það, sem mest hefir verið taJað um að undanförnu, og „Þjéðv." verður því einnig að minnast að nokkru, það er bróður-morðið, sem framið var hér í höfuðstaðnum ný skeð. Eúmleysis vegna fer bJað vort þar þó fljótt yfir söguna, og getur að eins aðal- atvikanna. Maðurinn, sem myrtur var, hét Eyj- ólfut Jónsson, og átti heima í „Dúkskoti", sem svo er nefnt. Hann átti systur hér í bænum, er Júl- iana heitir, 46 ára að aldri, og bjó hún, með manni þeim, er Jón Jónsson er nefnd- ur, manni, er skilið hafði við konu sína á siðastJ. vori. — En sjálf hafði Júliana áður verið gipt Magnúsi, hafnsögumanni i^EUiðaey, sem dáinn er fyrir nokkrum árum. Svo «r að sjá, sem fremur hafi venð vinsamlegt, eður þó meinlítið, miJJi þeirra systkinanna, því að Eyjólfur heimsótti hana, að kvöldi 1. nóv. þ. á., er hann kom úr vinnu, og bauð htín honum þá skyr að borða. Sá, Eyjólfur þá, að hún blandaði ein- hverju hvítJeitu dupti saman við skynð, og þótti honum óbragð að, en borðaði þó, enda taidi systir hans honum þá trú um, að óbragðið gæti þá eigi stafað af öðru, en ögn af brennivini, er hún hefði hrært saman við. En seint um kvöJdið og fram eptir nóttinni brá svo við, að Eyjólfur fékk áköf uppköst, og magakvaJir, og var einnig m]ög lasinn daginn eptir (sunnu- daginn 2. nóv. þ. á.), þó að hann kJædd- ist þá, og þá eigi síður með veikum burð- um á mánudaginn og þriðjudaginn (3. og 4. nóv. þ. á.), þó að hann gengi þá ad vinnu. Á þriðjudagskvöidið (4. nóv.), er hanrx var kominn heim frá vinnunni, iagðist hann siðan fyrir fuiit og alJt, og lá í rúminu heima hjá sér, í „Dúkskoti", unz hann var fluttur á Landakotsspítalann 11. nóv. þ. á., og þar andaðist hann síð- an tveim dögum síðar (13. nóv. þ. á.) En með því að grunsamt þótti um lát hans, v&r iík hans, eptir ráðstöfun bæjarfógeta, krutíð af Jækunum, og vitn- aðist það þá, að hann hafði dáið af afleiðingum af rottu-eitri, er bann hefði etið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.