Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1913, Blaðsíða 2
210 ÞJOÐVILJINN XXVII., 56. ÞJÓÐVILJINN. Vnrð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., •rlendis 4 kr. 50 a. og i Ameríku doll.: 1,50 Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifieg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnirnánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi akuld sina yrir blaðið. Féll þá þegar grununnn á Júlíönu, gystur hans, og var hún því hneppt í varðhald, að kvöldi 15. nóv. þ. á., og meðgekk þá og nær þegar, með gráti og hljóðum, að hún hefði byrlað hon- um eitur í skyrinu, er hún gaf honurn ad kvöldi 1. nóv. p. á. Grlæpinn tjáist hún hafa framið, til að ná í fjármuni Eyjólfs, og — að hún segir — eptir áeggjan Jóns Jónssonar, er hún bjó með. Jón þessi var þá og þegar settur í varðhald sama kvöldið, er Júliana var tekin, en eigi hefir þó enn heyrzt, er þetta er ritað, að hann hafi meðgengið. Byjólfur Jónsson, er getið er bér að framan, Yar einbleypur maður, að eins 48 ára að aldri. Faðir hans var Jón Jónsson — kenndur við Bár undir Jökli, hafði búið þar lengi. Seinna fluttist Jón, og Eyjólfur þá með hon- um, að Arnórsstöðum á Barðaströnd. Eyjólfur ver verkmaður mikili, og almennt kallaður „Eyjólfur sterki“. — Hann var spar- semdar- og gróða-maður, og bafði því efnast að mun, — keypt t. d. jörðina Arnórsstaði, þar sem faðir bans hafði búið. — Átti og fé í banka að mun, Hklega yfir þúsund krónur, og auk þess í lánum bjá kunningjum sfnum. Hann var maður trygglyndur og vinfastur, og lánaði þvf eigi fé sitt til að taka vöxtu af því. heldur að eins þá, er bann vildi kunningja sfnum greiðvikni sýna, — eða svo ganga sagn- irnar. Miölt er, að hanu hafi og verið að mun bneigð- ur fyrir b<ekur, rerið töluvort bagorður, og baft unað af rímna-kvcðskap. Jarðnrför bnns fór fram hér í höfuðstainum 21. nóv. þ. á. HverjDin líður hér bágast? (Úr bréfl). Hr. ritetjóri! „..... öreinin í siðasta nr. blaðs yðar: „Hverjum líður hér bágast?“, eða um þörfina á veðlánabanka, lík- aði mér mœta vel. J?ér bendið þar á málefni, sem sízt má þagna á, og tel eg nú sjálf- sagt, að stjórnin og þingið, geri sitt ýtrasta — og það á komanda sumri —, til ad koma á fót sem öflugustum vedlánabanka, eins og blað yðar bendir á, og sýnir svo ljóst, hve afar-brýn þörfin er á. ..“ Vér höfum talið rétt, að birtur væri ofanskráður bréfkafli í blaði voru. Gott að málinu sé sem bezt haldið vakandi. Vonin meiri, að þá verði þó fremur eitthvað úr framkvæmdunum. Annars má og benda á, að töluverð lljálp væri það — sjái stjórnin og þingið sér það eigi fært, að hleypa veðlánabank- anum þegar af stokkunum, eða þá að gera hann svo öflugan, sem þörfin kref- ur — „töluverð hjálp“, ef samin væru þá lög í þá áttina, að heimila veð- deildunura, að falla þó æ frá kröf- | unni um at orgun af veðlánuin, og láta sér nægja vextina að eins, er óskað er, eða þá þó að minnsta kosti, er sér- stök atvik þykja mæla með því (sbr. t. d.: hafi atvinnan — óhappa, eða annara atvika vegna — misheppnast, eða veik- indi bagað o. fl.). Ritstj. Ekki getur nýja blaðið, þ. e. „a.rvak- ur“, vænzt þess, að vér teljum hann góð.in gest, eða lítum svo á, sem brýn þörf hafi venð einmitt þeirrar viðbótar- innar við blöðin, sem hann skapar. Sjálfstæðisstefnan, er blað vort tylgir, og telur þjóðinni happasælasta, á eigi, né getui átt, samleið við „heimastjórnar“- stefnuna, sem svo hefir nefnd verið. A hinn bóginn teljum vér það þó virðingarvert, að um „heimastjórnar11- mennina vitum vér það þó, eins og nú er komið, hvað þeir vilja, eða fyrir þeim vakir. Yitum, að þeir fylgja enn fram „sam- bandslaga-uppkastinu“, og þá líklega þó með þeim viðaukunum, sem flokkurinn aðhylltist á þinginu 1909, er hann barð- ist sem eindregnast gegn sambandslögum vor sjálfstæðismannanna. ARt, ödru máli er á hinn bóginn um „sambandsflokkinn11 að gegna, — öllum, sem utan þingflokksins eru, það algjöi lega hulid (ef eigi og „sambandsflokksmönn- unum“ sjálfum), hvad hann œtlar nú fyrir sét, að því er til sambandsmálsins kemur. Stefnan þar helzt sú — að því er sóð verður — að bíða nú að eins með sí-opin ginin, og gleypa siðan við hvers konar boði eða „bræðingi“, sem frá „Danskin- um“ kann að koma. En nú vill „Arvakur fá þá „fram úr myrkrinu", að því er hann segir. Vér — og aðrir — höfum nú gaman af að sjá hvernig það lánast. Frá Vestur-ísleDdingum. Nýkomin Ameríku-blöð segja, að nú séu alls 20 tslendingar, er nám stunda við „Wesley College11 í Winnipeg. Tíu íslendingar sækja þar og kenn- araskóla, og sex eru við laganám hjá lögmanna-fólögunum þar. Loks stunda þar og fjórir íslendingar nám á lækna-skólanum. Ýmsir kunningjar hjónanna: Einars Þórarinssonar og Sigríðar Oddsdóttir að fximli, minntust í haust gullbrúðkaups þeirra, og færðu þeim þá að gjöf 80 doll- ara í gulli og 10 dollara í seðlum. Af hjónunum er Einar 74 ára, en kon- an konan þrem árum eldri, eða þá þar um. Hr. Jón Friðfinnson — maður vel hagorður, sem vestur-íslenzku blöðin hafa eigi sjaldan flutt kvæði eptir — hefirnú ný skeð samið lag við kvæðið „Vöggu- ljóð“, eptir J. Magnús Bjarnason skáld. Lagið var nýlega prentað hér heima, og er þar raddsett, bæði til kórsöngva, og fyrir „pianó“-hljóðfæri. Söngfróður maður, hr. Jónas Pálsson, ritar um lagið í „Heimskrmgla“ ný skeð, og fer yfirleitt um það mjög loflegum orðum. G-oodtemplara-stúkan „Skuld“ í Winrd- peg minntist 25 ára afmælis síns, 18. okt. síðastl., — bauð í því skyni stúkunum að G-imli og í Selkirk. Vélarbátur sekkur (á Ísaíjarðardjúpi) Menn bjargat allit. 5. nðv þ. á. sökk vélabátur á Isafjarðard júpi. — Báturinn var á ferð inn Djúpið, og kominn inn fyrir Ögurhólma, og vissu þeir, sem á bátn- um voru, þá eigi fyr af, en stykki brotnaði úr vélinni, og gekk gegnum bátinn, svo að sjór vall inn þegar. Skipverjum vildi það til lífs, að þeir gátu komizt i kænu, eða smá-bát, er þeir böfðu haft meðferðis. En vélarbáturinn var sokkinn, að fám min- útum liðnum. Vélarbáturinn, sem var eign br. Lárusar Marís- sonar, útvegsmanns og formanns. á ísafirði, var vátryggður á báta-ábyrgðarfélagi ísfirðinga. „íþrótta-samband íslands“. „íþrótta-samband Islands" hefur nýlega gefiá út „Avarp til íslendinga“. dags. 8. nóv. þ. á um íþróttir, og fimleiki. I ávaipi þessu skorar stjórn „íþróttasam- bandsins“ á öll iþróttafélögin hér á landi, að ganga í íþróttasamband íslands, sem á síðasta alþingi var veittur dálítill árlegur styrkur. Frá Borgarnesi. (Nýtt barnaskólahús vígt.) 8. uóv. þ. á. var vigt nýtt barnaskólahús í Borgarnesi. Húsið er 22 álnir á lengd, en 14 álnir á breidd. Kvæði var sungið, er ort hafði Guðm. skáld Guðinundsson, og ræður fluttar (af síra Einari Friðgeirssyni á Borg o. fl. Botnverpingar sektaðir. Enskan botnverping tók danska varðskipið í öndverðum nóv. þ. á. (eða seint i okt.), og fór með hann til Stykkishólms. — Þar var skip- herrann sektaður um 2000 kr., og afli, og veiðar- færi, gert upptækt. 11. nóv. þ. á. kom varðskipið með annan enskan botnverping („Edinburgh Castle") til Reykjavíkur, — hafði náð honum i landhelgi, fyrir utan Ólafsvik. Skipstjórinn var síðan sektaður um 1800 kr., en afli, og veiðarfæti, gert upptækt. Að báðum þessum botnverpingum með töld- um, telst svo til, að alls séu þeir þá orðnir, þrjátiu og tvoir botnverpingarnir, sem varðskip- ið hefur handsamað í ár. Eyjatjarðarsýsla. (Sýslumanns- og bæjarfógeta-embættið) Um sýslumanns- og bæjarfógeta-embættið í Evjafjarðarsýslu og í Akureyarkaupstað sóttu aá ein» þessir þrír: 1. Júlíus Havstein, sonur etaaráðsins á Oddeyri, sem gegnt befur embættunum, sem settur,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.