Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 4
220 ÞJCÐVILJINN. XXVII., 58.-59. Loptskeytastöð í vændutn. (500 þús. kr. laudssjóðslán). Meðal annars, er gerðist í ný afstað- inni utanför ráðherra, var það eitt, að hann, hjá „norrænaritsímafélaginumikla11, tók 500 þús. kr. landssjóðslánið, er mest var þrefað um á síðasta Alþingi. Lán þetta er tekið til símalagninga, og til að koma á fót loptskeyta,stöð í Reykjavík. Af láninu greiðir landið 41/.,°/0 vexti, er lækka þó ofan í 4°/0, er loptskeytastöð- inni er komið á fót. Og svo er lánstrausti landsins komið, að ekki fékkst það með öðru móti, en að lofað væri, að tekju-afganginum af landsímanum væri árlega varið til að standa straum af þvi. Gregn þessari óvirðingu, landinu til handa, og árás á lánstraust þess, börð- umst vér, og sjálfstæðismenn fleiri, á síð- asta Alþingi. sem unnt var. Ráðherra fékk þá þó sínu máli fram gengt. En að því er loptskeytastöðina snertir, þá er mælt*). að ráðherra ætli sér nú eigi að hafa hana aílmeiri en svo, að hún komi loptskeytunum að eins tíl Færeyja. Landið hefur hennar þá engin not, bili sæsíminn milli Skotlands og Fær- «y.ia- Hitt, að „norræna ritsímafélagið mikla“ komi sér og upp lopskeytastöð á Fær- eyjum, það er Islandi eigi að neinu liði, þv: að ekki eigum vér ráð á henni. Fari því svo, að ritsímasamningurinn við „norræna ritsimafélagið mikla verði eigi endurnýjaður, er 20 ára samnings- tíminn er á erida, verður landið því að koma sér upp nýrri loptskeytastöð, fái ráðherra því eigi íram gengt, að hafa loptskeytastöðina í Reykjavík eigi afl- meiri en fyr segir. Af inorðinálimi, sbr. 56. nr. blaðs vors þ. á., berast uú fá tíðindi. Að því er Júlíönu snertir, veiktist hún rétt á eptir það, er hún hafði meðgengið — lá alla vikuna 16.—22. nóv. þ. á., og varð því um hríð eigi yfirheyrð. Mælt er, að hana hafi og sótt mjög myrkfælni og talið sig sjá bróður sinn, Eyjólf heitinn, ganga ljósum logunum, hvert sem hún sneri sér. Að því er snertir Jón Jónsson, mann- inn, sem Juliana bjó með, og sem hún taldi mjög hafa hvatt sig til giæpsins, þá hefir hann enn sí og æ synjað fyrir alla hlutdeid, — þykist eigi hafa æst til glæpsins á einn eða neinn hátt. Var hann einn daginn látinn sjá lík Eyjólfs heitins og sást þá eigi, að hann skipti litum, né væri að nokkru brugðið. ] Situr hann nú enn stöðugt í gæzlu- varðhaldinu, og sízt að vita hve lengi verður, eða hve lengi hann heldur áfram neitan sinni, eða hvort hann gerir það ef til vill einatt: *) Rit8tj. „Morgunblaðsins11 tjáir ráðherra hafa #kýrt sór svo írá. „Stjórnmálin á Islandi". (Þingræðisbrotið 1913 o. fl.) At’ því að vér gizkum á, að ýmsum þyki fróðlegt að heyra hvaða álit þeir, sem alvanir eru þingræðisstjórn hafa á ! þrásetu núverandi ráðherra vors í valda- \ sessinum, þrátt fyrir allar ófarirnar á síð- úr blaðinu „Heimskringla11 (23. okt. þ. á.), þar sem á þessar aðfarir ráðherrans er minnzt. Blaðinu þykir það, sem eðlilegt er, næsta ótrúlegt, að þingmenn hafi eigi getað komið sór saman um ráðherra, — hafi engum úr sínum hóp trúað skár, en „manni, sem þær einar athafnir hafði framið, sem þeir dæmdu óhæfar með öllu“. En síðan farast blaðinu enn fremur orð á þessa leið: ,,En þó nú andstæðingar ráðherra vneru sundurlyndir sín á milli um að veljaj eptir- mann hans, þá bætir þ ið ekkert úr t'yrir honum. Þingræðið heimtaði, að hann færi frá völdum, en h mn sinti því engu,--gerði að eins gys að því, þar mnð gsrði hann síg að þingræðisbrjót. Honum kom það ekkert við, hviír kæmi í stað hans, — andstæðing- i.nna var að hugsa um það. Það var þing- ræðið eitt, sem K. H. átti að virða. Hefði hann gert það, þá hefði hann vaxið í áliii hiá þjóðinni, þó ílla hefði hann í garðinn búið“. Að því er kosningahorfuruar 11. apríl næstk. snertir, kemst blaðið síðan þannig að orði: „Menn gætu nú búist við, að eptir nllt, sem á undan er gengið, þá ætti H. H. og flokkur hans ekki annað en stórfeldan ósig- ur i vændum. Stjórn hans heflr verið slík, að aldrei hefir verri verið í landi. Hann liufir engin hyggindi sýnt í neinum fram- kvæmdum, heldur þvert á móti viðhnft ráð- leysi á ófyrirgefanlegan hátt. bæði út. á við og inn á við. Hann virðist varva allri sinni ábyggju upp á Dani og daðra sem mest við þá, og flestar hans aðgerðir benda á, að hann sé sneiddur ailri þjóðlegri ræktarsemi. „Grút- urinn“ er bezti votturinn þar um, og svo raakk hans við það „Sameinaða“ og „Stóra norræna. Helzta, sem hann hugði að gera i þjóðarhag(l), var að fá laun embættismann- anna, — þeirn , sem hæstlaunaðir voru — hækkuð. Hann vildi og leiða einokun yfir ísland á stjinolíu og kolum, og jafn vel á tóbaki líka, en sú hugmynd var drepin 1 fæðingunni. Hann hefir á þessu síðara ráð- herra tímabili sínu bðkstaflega ekkert gert, er þjóðinni væri hagur i. Allt hans ráðlag miðaði til hins gagnstæða11. Svona er nú álit málsmetandi landa vorra í Vesturheimi. En hver verður nú dómur ísl. kjós- endanna hér á landi, er kjördagurinn kemur.*) *) Eptir það, er ofanskráð grein vor var rit- uð, sjáum vér að „Ingólfur“ (11, des. þ. á.) flyt- ur og lesendura s/num útdrátt úr „Lögbergs“- greininni, er hér um ræðir, og hann að mun fyllri en hér er gert. Ritstj. f Vestur-Isleiidiiigar virðast ætla sér að eiga ínjög drjúgait hlut að málum, að því er til eimskipa- félagsins kemur. Fullyrt að eigi verði framlögin af þeirra hálfu minni en 200 þús. króna, og líklega að mun meiri. A fundi, sem haldinn var i Winnipeg 28. okt. siðastl., var jafn vel látið í veðri vaka, að frá Islendingum i Winnipeg myndi mega vænta 75 þús. dollara. Þar við bætist þá það, er safnast kann í íslendinga-byggðunum hér og þar utan Winnipeg-borgar. Ellefu manna nefnd gengst fyrir hluta- fjársöfnuninni. Hvað skyldi það árið heita, er vór, Austur-Islendingarnir, byrjum að styrkja áhugamál Vestur-íslendinga fjárhagslega? Skemmtilegra, að vera þó eigi einatt sá er þiggur. Stakur óþokkaskapur er það, er „Lögrétta“ reynir hvað eptir annað — allt til þess eins, að sporna þá fremur, ef unnt er, við sundrungunni, sem orðin er í „sambands“- eða „grútar“-flokkn- um —, að telja almennmgi trú um, að makk sé á milli Láiusat H. Bjai nasonar prófessors (og „heimastjórnar“mannannaj annars vegar og sjálfstæðismannanna hins vegar. Siðasta uppátækið í þessa átt er það, er „Lögrétta" segir samskota hafa verið leitað í félaginu , Þjóðreisn" til þess að Ben. alþm, &t>einsson gæti brugðið sér norður í Þingeyjarsýslu til fundar við kjósendur sína. Þenna uppspuna „Lögréttu11 lýsir Ben. Sv. „tilhæfulausa vísvitandi liauga- lygi“ (sbr. „Ingólf“ 11. des. þ. á.) Blaðið „Árvakur“ (12. des. þ. á.) segir og söguna „réttlausa lyga-keðju flugu- tótalausa“, — Ben. Sv. alls eigi á nafn nefndan á fundinum í „Þjóðreisn11. Talsvert á annað hundrað manna voru á fundinum, að þvi er „Árvakur“ segir, og geta því um borið. Mega menn nú annars eigi fara að vara sig á „Lögróttu“? Velþókimn sinni hafði Stefán skólameistari Stefáns- son á Akureyri nýlega lýst á öllum að- gjörðum ráðherra vors, að því er til fána- máls-úrslitanna kemur. Það gjörðist á stjórnmálafundi, sem haldinn var á Akureyri 1. des. þ. á. Margir þar þó gengnir af fundi. að mælt er, áður en blessuninni var lýst. 10. okt. þ. á. (1913) féllust bylgjur Atlantshafsius og Kyrrahafsins í fyrsta skipti í faðma í Panama-skurðinum, þ. e. síðasta haptið sprengt í lopt upp. Wilson, forseti Bandamanna, og eigi fátt stórmenna annara, var þar þá við- statt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.