Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 8
2'A £>.T[0,Ð V ]L JJNN XXVII, 58.-59. Páll heitinn Pálsson var fæddur að Suðureyn í Súgandafirði 26. marz 1836, og var því komirm töluvert á áttræðis- aldurinn er hann andaðist. Foreldrar hans voru Páll Guðmunds- son og Helga Þorleifsdóttir, er þá áttu heima að Suðureyri, og missti Páll föður sinn meðan hann var enn á unga aldri, og ólst þá upp með [móður sinni, unz kominn var yfir fermmgu. Eptir það dvaldi hann um hríð hjá Jóni bónda Halldórssyni á Laugabóli á á Langadalsströnd í Norður-ísafjarðar- sýslu, eða þar til hann kvæntist árið 1856, og: gekk þá að eiga Valgerði Gunnars- dóttur. Bjuggu þau hjónin síðan í nærfjöru- tíu ár að Kleifum í Skötutirði, og varð alls sex barna auðið. Af börnunum dóu þrjú i æsku, en þrjú eru á lífi, þ. e. tvær dætur ogeinn sonur. Páll heitinn var þrifnaðar bóndi, nýt- inn og hagsýnn, og hafði góða umsjá með þvi litla, er hann hafði æ umleikis. Þó að hugur Páls hneigðist einatt meira að landbúskapnum en að sjónum, varð hann þó, sem tíðast er um bændur við Djúpið, að sinna honum æ öðrum þræoi. Jörðin Kleifar, þar sem hann bjó allan sinn búskap, liggur við Skötufjörð, — fiörð, sem síldin sækir mest inn á allra fjarðra, víka og voga við Djúpið, og munu síldveiðarnar því hafa orðið honum, sem öðrum, er við fjörðinn búa, nokkur stuðningur æ öðru hvoru, enda bjargaðist hann og einatt fremur vel, — var fremur veitandi en þurfandi, og átti og part í jörðinni, sem hann bjó á. Hann var einn í tölu hreppsnefndar- mannanna í sveit sinni, Ögurhreppi, og margt vel um hann, Hversdagslega var hann inaður frem- ur fálátur og fáskiptinn, en þéttur í lund, og kunni því ílla að á hlut hans væri gengið. Siðustu æfi-árin dvaldi hann hiá börn- um sínum, og þó einkum hjá syni sínum, j Bósmundi Pálssyni, formanni og iitvegs- | eiganda í Boiungarvíkurverziunarstað. Jarðarför hans fór fram að Ögurkirkju 25. júií þ. á. Ke\ k jn v i k. -—o— 13. des. 1013. Snjóa- og kiilda-tíð hér syðra í þ. m., all- optnst. — Veturinn yfirleitt í kaldasta lagi, sem nf er. Hr. Gísli kaupmaður Hjálmarsson i Norðfirði eendi nýlega þrjá vélarbáta hingað suður og ætlar hann tveim hátunum — að því er segir í þlaðinu „Ingólfur11 — að stunda fiskiveiðar úr Njarðvíkum, en þriðja bátuum, að vera í förum milli Reykjavíkur og Njarðvíkanna, og flytja fisk- inn hingað nýjari, og selja hann hér. Opt er nú svo, að nýr flskur er alófáanlegur hér í bænum, þótt gull sé 1 boði, og það eigi að eius dag og dag i bili, eða dag eptir dag, held- ur iafn vel í viku, eða vikur. OTTOMGNSTED^ dan^Ra smjörliki cr besf. um tegunfeirnar j3mwwTip-Top^,5yak” „Lðve* Smjörliki6 fce^f frd: Otfo Mönsted *#. Kau^mannahöfn og Árd$um i öanmörku. KCNUN(tL. H[RI)-VERK8MIBJA. Bræðumir Cloetta mælajTnieð sinum viðurkenridu Sjókólaðe-tegnndurn, sem eingÖDgu eru, búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Enn fremur IiíilcaópvTlveri frá efnafræðisrannsóknarstofum. •Stafar þetta af því, að botnverpingarnir flytja allan aflann til Englands En hitt viðburður. ei róið er héðan úr bæn- um, enda tfðin mjög óhagstæð allan seinni part fyrra mánaðar, og æ öðru hvoru. A fundi bæjarstjórnarinnar, seint i f. ,u., var ráðgerð hækkun á launum lögregluþjónanna hér f bænum þannig, að þrfr þeirra (Þorvaldur, Jónar, og Páll) fái 200 kr. árlega viðþót hver, en einn (þ. e. Ólafur) fái 100 kr. hækkun. Ennfremur var og Sighvati næturverði ákveð- iu 100 kr. launa-viðbót. Sennilegast, að enginn þeirra þykist þó of sæl), né sé það. Tvvef-vesöld hefur að undan förnu stungið sér niður hór i bænnoi. Ejölda margir þvi meira og minna kvefaðir. bæði börn, og fullornir. „Sterling11 kora hingað, frá ísafirði, og höfn- um á Vesturlandi, að kvöldi 3. þ. m. Meðal farþegja bingað voru: Frá Isaflrði frú Sigrfður Thorlacíus, Möller verzlunar-agent, og Davið lækriir Scheving, frá Flatiyri: Kr. Torfn- son kaupmaður, og frá Patreksfirði: PóturÓlafs- son konsúll, og Sigurður læknir Magnússon. Skipið lagði af stað héðan ti’útlanda að kvöldi 5. þ. m. — Meðal farþegja héðan: Ungfrú Kristín Ó Thoroddson, Páll, umhoðssali StefáDS- son (frá Þverá) o. fl. Hr. Bjami Björnsson skemmti inönnum í Bráu- búð að kvöldi 4 þ. m., — hafði þar áboðstolum eptirhermur o. fl. „Vestn11 kom hingað loks frá útlöndum að- faranóttina 4. þ. m., og fór héðan til Isafjarðar að kvöldi 6. þ. m. f Maður vat-ð nýlega (um mánaðamótinn síðustu) bráðkvaddur uér í bænum. Hann hér Þorsteinn Jónsson, 67 áraaðaldri, og var bakari, — átti heima i Þingholltssræti nr. 8. Skautafélaginu hér í bænum hafði tekizt, að fá ágætt skautasvell á jaausturvelli i vikunni, sem leið. Þar var því allt uppljómað, lúðraþytur, og margt um manninn, að kveldi 5. og 6. þ. m. af beztu tegund. Agætir vitnisburðir- En lengur stóð dýrðin þá þvf miður eigi, með þvf að helli-rigning aleyðilagði svellið 7. þ m ; Sýnt á hinn bóginri, að bæjarbúum þótti þar kostur ágætrar skemmtunar. Uppþot nokkurt varð ný skeð f „verzlunar- skólanum11 hér f bænum, Nemendurnir skrifuðu skólanetndinni, ogkröfð- ust þess, að skólastjóranum, hr. Ólafi G- Eyjólfs- syni, væri vikið frá skólanum, — kváðus't' eigi koma f skólann ella Skólanefndin sinnti þó eigi kæium nemand- anna að neinu leyti en kvað þá rekna verða úr skólanum, ef eigi sæktu þeir þar kenuslustuodir. Um sama leyti hirtist og í „ísafold11 yfirlýs- ing frá eigi all-fáum, körlurn og konum, er áður hafa sótt verzlunarskólann, og er þar lokið lof- orði 4 hr. Olaf G, Eyjólfsson. Hafa þeir fundið hvöt. hjá sér til þessa. — eðs verið fengnir til þess i sr.atri, þótt vitanlega gætu þeir eigi neitt uin það borið, er nú haíði. á milii borið. Blað vort annars máli þessu algjörlega 6- kunnugt, og leggur því engan dóm á neitt. Nýja kirkjan í Hafnnrfirði, sem fríkirkjusöfn- uðurinn þnr hefir reist sér. verður vígð á morg- un (sunnudaginn 14. þ. m.) „Vesta“ varð fyrir hrakningi miklum, er hún kom hingað síðast t'rá útlöndum, — var nær sjö sólarhringa á leiðinni milli Færeyja, og Ssyðis- fjarðar: Veður ha'ði verið mjög afskaplegt, og vélar- bátar tveir, tem á þilfari voru hafðir, valdið að mun óþægindum. Frú Laura Einsen hélt söngkemmtun i Báru- búðinni hér í bænum sunnudaginn 7. þ. rn. Frúin söng tvö lög, eptir Arn* Thorsteinsson, en að öðru leyti ýms lög. e tir norska tónlaga- smiði (Grieg, Ha'fdan, Kristian Sitiding). Því miður var söngskemmtunin eigisvofjöl- sótt, seiu skyldi Látið annars vel af söng frúarinnar. RITSTJÖRl OG EIGANDI: KULI' Jhoroddsen. Pren.tsmiðja ÞjóðviljanB.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.