Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1913, Blaðsíða 4
228 ÞJOÐ VILJINN. XXVII„ 60.—61. Ávarp. 29. des. 1837, en ætlunarverk sjódsins ákveðið af gefandanum, sem fyr segir. 8jóðurinn á nú orðið hátt á sjötta þúaund króna, og hefur þvi þótt rétt, að fresta þvi eigi lengur, að hann tæki til starfa. Þar sem ritgjörðirnar eiga, sem fyr segir, að herast biskupinum fyrir árslokin 1914, verða þá fyrstu verðlaunin úr ajóðnum væntanlega veitt á öndverðu árinu 1915: Bænda-för norður í land. Báðgert er, að fáeinir sunnlenzkir bændur bregði sér, á komanaa vori (1914), í kynnisför norður í land, — sbr. heimsókn norðlenzku bænd- anna 1910. Ekki er búist við þvi, að þeir verði fleiri, en 12—15, sem í förinni verða. Eimskipafélag íslands. Ábyrgðarmenn „Sparisjóðs Norðuramtsinsu sjóðs, er störfum hætti, er Islandsbank^-útbúið á Akureyri var stofnað) hafa nýlega ákveðið, að verja 1500 kr. úr varasjóði, til að kaupahlutiúr eimskipafélagi íslands. Þjóðverjar ætla að minnaBt þess að ári (þ. e. 1914), að þá eru 50 ár liðin, síðan þeir unnu dönsku hertogadæmin (árið 1864). Mikil hátíðahöld áformuð í því skyni, meðal annars, í Sönderborg á eyjunni Als og verður þá þangað boðið um 4 þús. gömlum hermönnum, er þátt tóku í ófriðinum. í ráði er nú, að byggð verði skipa- kvi í Quebec, höfuðborginni í samnefndu fylki í Canada. Áætlað er, að skipakvíin muni alls kosta um 10 millj. króna. Mjög er fagurt í Quebec, borgin á bökk- um Laurence-fljótsins, — verzlun þar mikil og skrauthýsi mörg. íbúar þar um 70 þúsundir. Nýtt eimskip, er „Friðrik YIIIU nefn- ist, hefir „samemaða gufuskipafélagið1* nú nýlega látið smíða. Skipið er freklega 541 fet á lengú, 62 fet á breidd og 41—42 fet á hæð. Það er um 12 þús. „registertonna“ skip og ætlað að geta tekið alls 1226 farþega. Gufu-vélin hefir 10 þús. hesta afl. Skipið verður í förum milli Kaup- mannahafnar og Ameríku og leggur af atað í fyrstu ferðina 5. febr. næstk. Mannalát. —o— 31. marz þ. á. dó að heimili sínu ekkjan Valdis Jónsdótth i Alviðru í Dýra- firði, f. 6. marz 1832. Faðir hennar Jón Jónsson (d. 14. febr. 1885, 84 ára) var bróðirMatthíasar bóndaá Ytrihúsum föður Ólafs föður Kögnvaldar húsameistara í íteykjavík. Yaldís sál. giptist 16. okt. 1867, Sig- mundi Bjarnasyni frá Rana í Núpsþorpi, og bjuggu þau allan sinn búskap í Al- TÍðru, til þess Sigmundur dó 30. júní 1890. En eptir lát hans dvaldi hún hjá Eins og flestum bæjarbúum er kunn- ugt, er sjaldan liðið langt af desember- mánuði þegar skortur og neyð fer að heimsækja ýms heimili hér í bænum. í jólavikunni kann að vísu að rætast nokk- uð úr fyrir ýmsum, því að margir verða ' þá til að rétta fátækum hjálparhönd; en eptir nýárið harðnar optast aptur að stór- um mun og bágindin haldast þá þangað til fer að líða að vorinu og atvmna glæð- ist. Þannig hefir það verið, og ekki er útlit fyrir að bagur fátæklinga verði betri í vetur, nema síður sé. Af ofangreindum ástæðum hefur undir- rituð framkvædarnefnd Umdæmisstúkunn- ar hér í bænum áiormað að gangast fyrir því, að fátæklingar geti fengið ókeypis máltíðir meðan harðast er í vetur og veita þær í Goodtemplarahúsinu kl. 10 til kl. 1 árdegis virka daga eptir því sem föng leyfa.* Yér treystum því að félagar vorir og margir aðrir góðir borgarar, styðji fyrir- tæki þetta með gjöfum, sem vitanlega mega vera í matvörum sem peningum, er öllu verður varið í þarfir fátækling- anna, því að húsnæði fæst ókeypis og mest öll vinnan líka. Vér búumst við að ýmsum, sem dag- lega bíða árangurslaust eptir vinnu niður við bryggjurnar allan morguninn bæði svangir og kaldir, þyki vænt um að geta sezt í hlýtt herbergi í G.-T.-húsinu og fengið þar ókeypis máltíð, ef buddan er ( syni 8Ínum, Jóni bónda í Alviðru, til þess hún dó. Af börnum þeirra hjóna eru tvö á lífi: Jón, bóndi í Alviðru, giptur Guðrúnu Magnúsdóttur, og Matt- hildur kona Jóns Matthíassonar, sem hef- ur verið í ýmsum stöðum í Dýrafirði. 13. júní þ. á. dó Ólöf Bjamadóttir á Þingeyri, fædd um 1838. Hún var dótt- ir Bjarna Ólafssonar (d. 1873) bónda á Granda í Þingeyrarhrepp. Hún var mest- an hlut æfi sinnar á Þingeyri, giptist þar og skildu þau hjón samvistir, barnlaus; en um tvítugsaldur sinn átti hún laun- dóttur með Thomseu verzlunarstjóra á Þingeyri, sem hét Sigríður Andrea, dótt- ir hennar, sem hún átti áður en húnfór til Ameríku, ólst upp hjá Ólöfu ömmu tóm, en annars fyrir nokkra aura, ef þeir kunna betur við það, og sömuleiðis er sennilegt að mörg fátæk móðir vilji líta inn með eitthvað af börnum sinum, sem ekki eru í barnaskóla Reykjavíkur ogfá því ekki að borða þar. Yér vitum að góðgerðasemi er mikil hér í bæ, en margir munu þó hvorki hafa tíma né tækifæri til að kynna sér hvar skorturinn og þörfin er mest, en það mun- um vér eptir megni láta oss hugarhaldið um, og ekki gleyma þeim heimilum eða einstæðingum, jafn vel þótt þeir leiti ekki strax til vor að fyrra bragði. Allt er undir þvi komið að bæjarbúar vilji trúa oss, og þeim, sem kunna að að ganga í lið með oss, fyrir þessu starfi. Vér treystum því að ritstjórar blað- anna flytji þetta ávarp vort, taki á móti gjöfuni og kvitti fyrir þær í blöðunum og sömuleiðis tekur hver af oss undirrituðum nefndarmönnum við gjöfum í þessu skyni. Ekkert væri oss kærara en að undir- tektimar yrðu svo góðar, að vér gætum byrjað starfsemi þessa sem allra fyrst eptir nýárið, þegar þörfin verður senni- lega einna mest. Yér væntum þess að um jólin njóti fátæklingar venjulegrar jólagiaðningar hjá iélögum og einstökum mönnum og gerum því ekki ráð fyrir- svona matgjöfum þá daga. Undir eins og vér sjáum oss fært að byrja að úthluta máltíðum, verður þesa 1 getið í báðum dagblöðunum. sinni og er nú gipt kona á Þingeyri. Ólöf sál. var sístarfandi, sá vel um hag sinn og komst vel af. Hún var trygg- lynd og margt vel um hana, glaðlynd og kom vel fram í sínum verkahring. Þann 6. ágúst þ. á. dó að heirnih sínu, Fremstuhúsum í Neðri-Hjarðardal, húsfrú 1 ilborg Eyrný Davidsdóttir. Hún var dóttir Davíðs bónda Davíðssonar og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur, sem lengi hafa búið í Álfadal á Ingjaldssandi, en fluttu á næstliðnu vori að Brekku í Neðri- Hjarðardal. Hún var fædd á Kirkjubóli i Valþjófsdal 16. ágúst 1887, fluttist þaðan með foreldrum sínum að Álfadal 1890 og ólst þar upp til þess hún giptist 5. nóv. 1910 eptirlifandi manni sínum, Guðmundi Hermannssyni, og fluttist þá að Fremstu- Reykjavík 4. desember 1913. S. Á. Gislason, Einai Þot steinsson, Gudjón Jónsson, Ási. Lind»rgö(u 10. Kleppi. Jónína Jónatansdóttii, Otto N. Þorláksson, ÞinghoUstrseti 15. Vesturgötu 29. Gudm. Gamalielsson, Sigmjón Jónsson, Lækjargötu 6 A. Laugareg 63. Páll Jónsson, Laugaveg 11. Plosi Sigmdsson, Þingholtsatræti 15. Jón Haflida8on. Hverflagötu 4 F. Vér undirrituð gefum þessu fyrirtæki beztu meðmæli vor: Páll Einarsson, borgarstjóri. Arinbjörn Sveinbjamarson, bóksali. Ásgeir Sigurðs- son, konsúll. Á. Thorsteinsson, frú. Bjarai Jónsson, prestur Björn Kristjánsson, bankastjóri. G. Björnsson, landlæknir. Halldór Daníelsson, yfirdómari. Hannea Hafstein, ráðherra. Indriði Einarsson, skrifstofustjóri. Ingibjörg H. Bjarnason, for- stöðukona kvennaskólans. Jóh. Jóhannesson, kaupm. Jóhann Þorkelsson, prestur. Jón Helgason, prófessor. Jón Hj. Sigurðsson, héraðslæknir. Kl. Jónsson, landritari. Kr. Jónsson, dómstjóri. Lárus Bjarnason, prófessor. Magnús Blöndahl, kaupmaður.. Morten Hansen, skólastjóri, Olaíur Olafsson, fríkirkjuprestur. Páll Gíslason, kaupm. P. Thorsteinsson, kaupm. Sighvatur Bjarnason, bankastjón. Sveinn Björnsson, yfirdómslögmaður. Th. Jensen, kaupmaður. Tryggi Gunnarsson, fv. bankastjóri. Þorleifur Bjarnason, adjunkt. Þórhallur Bjarnason, biskup. Þ. Guðmundsson, yfir- fiskimatsmaður. Þórunn A. Björnsdóttir, ljósmóðir. Þórunn Jónassen, ekkjufrú.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.