Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1913, Blaðsíða 5
XXVII., 60.—61. WOÐVILJINN, 229 „Skandía mótorinn“ (Lysekils mótorinn) er af vélfróðum mönnum viðurkenndur að vera sá bezti báta- og skipa-mótor, sem nú er byggður á Norðurlöndum. „SKANDIA" er endingarbeztur allra mótoraj og henr gengið daglega í meira en 10 ár án viðgeiða „SKAND1A“ gengur með ódýrustu óhreinsaðri olíu, án vatnsinnsprautunar, tekur lítið' pláss og hrisstir ekki bátinn. „SKANDIA“ drífur bezt og gefur allt að 50"/o yhikrapt. Biðjið um hinn nýja, stóra íslenzka verðlista. Einkasali: JAKOB GUNNL0GSSON. Kebenhavn, K. tiinn heimstrægi, eini ekta Kína-lífs- elexír trá Waidemar Petersen í Kaupmannahötn, fæst hvarvetna á islandi og kostar að eins 2 kr. tíaskan. Varið yður á eptirlíkingum. Gætið vel að lögverndunarvörumerkinu: Kín- verja með glas í hendi og firmamerkinu: Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köbenhavn og á stútnum merkið: v;,1’ í grænu lakki. búsum. Þau voru saman á þriðja ár og áttu saman tvö börn, sem bæði lifa móð- ur sína, kornung. Henni var kippt burt í blóma lifsins eptir langa og stranga banalegu. Þann 17. ágúst þ. á. andaðist að Sveins- eyri í Dýrafirði ekkjan Þurídur Jónatans- dótth. Foreldrar hennar voru Jónatan Þorkelsson og kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir, yngra í Tungu í Valþjófs- dal, Hákonarsonar frá Arnarnesi, Bárðar- sonar. Hún var fædd í Fremri-Breiðadal i Önundarfirði 10. maí 1828, en fluttist með foreldrum sínum að Brekku á Ing- jaldssandi 1836, og þaðan að Gerðhömr- um 1842, og var þar til þess hún giptist, 7. okt. 1847, Jóni Jónssyni frá Lukku- stöðum hjá Mýrum, Eyjólfssonar (f. 30. marz 1818). Þau hjón bjuggu fyrst að Ytrihúsum í Núpsþorpi 1848—1853, svo að Næfranesi 1853—1864, en að Stóra- Garði frá 1864 til þess þau fluttu að Bakka í Þingeyrarhreppi 1870, en þar síðan til þess þau brugðu búi 1883. Eptir það voru hau hjón hjá börnum sínum, •og dó Jón hjá Guðrúnu dóttur sinni að Hofi í Sandasókn 4. okt. 1903, 85 ára gamall, mætur og merkur maður, hjálp- fús og hjartagóður og hinn mesti öði- ingur í allri sambúð. Eptir” það var Þuríður með börnum sínum þar til hún dó á 86. aldursári. Börn þeirra hjóna, •er til aldurs komust, voru: 1. Guðrún, f. 30 júli 1848, gipt 6. okt. 1875 Helga bónda Einarssyni á Hofi. 2. Kristín, f. 5. júní 1853, gipt 7. okt. 1876 Olafi á Sveinseyri Jónssyni, Há- konarsyni prófasts að Eyri í Skutils- firði, Jónssonar. 3. Þorvaidur Jón, f. 1. sept. 1854, drukkn- aði í hákarlalegu 10. janúar 1881, ó- giptur. 4. Guðmundur, f. 28. okt. 1855, skipstjóri og bóndi í Feigsdal í Arnarfirði, gipt- ur 1883 Bagnheiði J ensdóttur frá Feigs- dal, Þorvaldssonar. Það má óhætt fullyrða, að Þuríður sáluga var sönn fyrirmynd í öllu liferni sínu að öllum þeim kostum, sem konu mega prýða. Hún var sannguðrækin og trúkona hin mesta, bjargföst að tryggð og dagfarið hið bezta, sem hugsast getur, vel greind að náttúrufari og hafði mætur á fróðleik, hjartagóð og vildi öllum hjálpa, sem hún gat með einhverju móti til náð, og lét ekkert færi ónotað til þess að láta sem mest gott af sér leiða. — Blessuð sé hennar fagra minning. 6. Or. B. 24. sept. þ. á. andaðist og í Vestur- heimi Einar Þorvaldsson Dalmann. Hann var fæddur að Laxholti á Mýr- um 4. okt. 1834, og voru foreldrar hans: Þorvaldur Hannesson og Ásdís Hallbjarn- ardóttir, er lengi bjuggu að Krossholti í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Einar sálugi kvæntist 4. okt. 1862 ■eptirlifandi ekkju sinni, Guðríði Magnús- ■dóttur (úr Reykholtsdal), og bjuggu þau á ýmsum stöðum í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu, unz þau árið 1883 fluttust til Vesturheims. Þar bjuggu þau í 10 ár að Akravöll- um við íslendingafljótið, en síðan einatt í borginni Selkirk. Alls eignuðust þau 6 börn, þ. e. fimm syni og eina dóttur, og eru tveir sonanna kaupmenn í Selkirk. „Heimskringla“ segir Einar sáluga hafa verið vinfastan og hafa haft „ísl. gestrisni og höfðingsskap11, og „ætíð hús opið fyrir gesti og gangandi“, — hafa og verið „íslending í húð og hár“. —o— 30. des. 1918. Stórfellda hláku gerði hér syðra í vikunni fyrir jólavikunna, en síðan tóku við væg frost, og stillviðri, og hélztjsvo nær i'ram að yfir jólum, er snjó dyngdi niður að mun. Alþýðu-fyrirlestur flutti Arni cand Pálsson hér i bænum að kvöldi 21. þ. m. Fyrirlesturinn var um: „Fornmálin, og skólann“, og taldi hr. Arni Pálsson það yíirleitt apturför, er fornmálunum var út býlt svo mjög úr „al- menna menntnskólanum“, sem gjört var. Fyrirlesturinn var fjölsóttur, og aðal-efni haos siðan gert að umtals-efni á stúdentafélagsfundi 23. þ. m. Leikrit hr. Einars skálds Hiörleifssonar er „Lénharður fógeti“ nefnist, og áður hefir suttlega getið verið i blaði voru, var i fyrsta skipti sýnt hér á leiksviðinu að kvöldi annars da.gs jóla. Húsfyliir var, og leiknum yflrleitt vel tekið, — verðut- og væntanlega síðar getið i blaði voru nánar. Að kvöldi 15. þ. m. lét útgefandi „Vísis“ fhr. Einar Gunnarsson) sýna ýmis konar skugga- myndir í Bárubúðinni, — bauð þangað börnum, er selt hafa „Vísi“ eða komið honum tif kaup- andanna. Öþarft, að geta þess, aðbörnunum þóttiskemmt- unin mjög góð Frá Amoríku er ný kominn — og alfluttur heim, að mæit er — hr. Sigfús Arnasou, er fluttist til Vesturheims, úr Vostmannaeyjum, fyr- ir eigi all-fáum árum. Hann vár áður, um tíma, þingmaður Vest-. manneyinga, og sest. nú að nýju að þat i eyjunum. Hr. Brynjólfur Þorláksson, er lengi var dóm- kirkjuorganisti, og söngkennari „almenna mennta- skó'ans“ m. m., lagði af stað héðan með „Vestu“ að kvöldi 22., alfarinu, til Vesturheims. Hann ætlar, að setjast að i Winnipeg, og er mörgum hér eptirBjá að nonum. Vestur-islenzka skáldið, br. Jón Runólfsson frá Winnipeg, las upp nokkur kvæði, eptir sig, í Bárubúðinni, að kvöldi 21. þ. m. Messað var i dómkirkjunni á <ið/angnda78- kviild jóla (kl. 6. e. h.), og sté þá síra Bjarni Jónsson í stólinn. A jóladaginn var þrívegis messað í dómkirkj- unni. þ. e. kl. 11. f. h. (síra Jóh. Þorkelssonj^

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.