Lögberg - 28.08.1889, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.08.1889, Blaðsíða 2
Jögberg. —— MID VIKUIj 28. ÁGÚST i88g. ---- Utgefendur: Sigtr. Jónasson, Bergvin Jónsson, Arni Friðrikssoq, Einar Hjörleifsson, Ólafur {>órgeirsson, SigurSur J. Jóhannesson. ^SL-Uar npplýsingar viSvfkjandi vcrSi á aug- ýsingum í Lögbergi geta mcnn fengiS á skrifstofu blaSsins. 3EXve nær sem kaupendur Lögbf.rgs skipta um bústaS, eru [ cir vinsamlagast beSnir aS senda skriflegt skeyti um þaS til skrifi stofu btaSsins. TTtan á öil brjef, sem útgefendum Log- RERGS eru skrifuð viðvíkjandi biaðinu, setti að skrifa : The L 'ógberg Printing Co. 36 Lortjbard Str., Wintiipeg. ÁVEXTIR. t>6 að íslenjiku blöðin forðist eins og heitan eldinn, að minnast á greinar „íslendino-afjelagsmannsins41 í Lögbergi, að Lýð einum undan- teknum, [aá Ieynir ftað sjer ekki, að arinaðhvort eru þær greinar farnar að bera ávexti í liugum manna og tilraunum, eða að [tær hafa hitt á, og koma beinlínis heirn og saman við ýmislegt það sem httgsað er ítt um sveitir ættjarðar vorrar. Vjer höfnm áður drepið á það hjer í blað- inu, hvernig tekið hafi verið und- ir þessar greinar í brjefum ýmsra ínerkismanna. En oss hafa síðar borizt ljósari sannanir fyrir pessu — einmitt í íslenzku blöðunum. Jón Jónsson, Jtingmaður Norður-Þingeyinga, hafðj Aður en síðasti póstur var sendur að heitnan, lagt fyrir þingið’ frutn- varp til laga um stofnun ullar- verksmiðju. T>á eru og ekki síður merkileg- ar uudirtektir Dalamanna undir gufu- skipamál það, sem sjera Jens Páls- son og ýmsir með bonum eru að berjt st við að íá fraingengt. Uin J>ær undirtektir stendur þetta í Isa- fol<l 26. júní: ....„kom mönnum saman um (o: á þingmálafundi sýsl- unnar), að innlendir gufubátar væru hið bezta samgöngumeðal, og lof uðu fundarmenn að gera sitt hið bezta til þess að safna „actiuvn'4 til gufubátskaupa, er gengi sunnan og vestan lands, með því skilyrði, aö landsjóður ábyrgist hwfilegar renlur of actiunum“* o. s. frv. Dað er ekki svo að skilja, sem vjer búumst við að frumvarp Jóns Jónssonar muni fá mikinn byr, nje að alþingi verði við skilyrði Dala- tnarina. Landsjóður á líklegast nóg með að ábyrgjast sína póstávísana- skukl með öllu því háttalagi, sem á sjer stað með landsfje á Islandi. En engu að síður sýnír þetta tvennt það sem vjer þegar höfum tekið fram, að það eru þó til menn beíma, sem farnir eru að renna grun í, að meðferð íslen/.kra frainfaramála muni eíga að vera eitthvað svipuð eins og hvervetna annars staðar tíðkast í veröldinni, svo framárlega sem ís- land eigi ekki algerlega að dragast aptur ár tölu hinna menntuðu þjóða á jarðarhnettinum. UNDARLEG ÁLYKTUN. Fjallkonan leggur Einari Hjör- leifssyni það út tii lýta, að hanti skyldi ekki skrifa neitt um aldur- inn á Hellismannasögu, eða jafn- vel „koma vitinu íyrir“ útgefendur Heimskringlu og sjá um að þeir jræfu ekki aunað eins út. Af því að Einar Hjörleifsson hefur hvor- ugt gert, heldur bæði lofað Heims- kringlu- mönoum að vaða j sinni villu, og Valdimar Ásmundssyni ».ð vera einurn um að leiðrjetta, þá ályktar Ejalikonan það, að Einar *\ Leturbreytingin ckkj í ísafold. Hjörleifsson hafi enga hugmynd getað haft um, hvað Hellismanna- saga mundi vera gömul. öllu ástæðuminni ályktun minn- umst vjer ekki að hafa sjeð í Fjallkonunni, sem sannarlega er ekki greindarlaust blað, hvað sem mönnum annars kann að þykja að henni. Einar Hjörleifsson hefur aldrei sagt nokkurt orð til eða frá um aldur Hellismannasögu, hefur látið bókina með öllu afskiptalausa, nema ef telja skyldi það, að Lög- berg gat einu sinni með fáeinum orðum um að bókin væri komin út, og hvatti menn til að kaupa hana með þeim ummælum, að „almenn- ingur manna ætti að sýna þessari viðleitni allan söma, eins og ann- ars öllum tilraunum til að gofa út bækur lijer á meðal vor“. Við þetta stendur L,ögberg og Einar Hjörleifsson að öllum líkindum. Dó að Heimskringlu-menn hefðu getað valið einhverja betri bók til að gefa út, og þó að Jiessi viðleitni þeirra sje dálftið barnalcg, þá er engin ástæða tii að óska eptir að þeir verði fyrir tjóni af þessari tilraun sinni. Annars hefði ritst. FjaVkonunn- ar átt að vera farinn að renna grun í, — svo framarlega sem hann les blöðin hjeðan að vestan — að það mundi verða snúningasamt fyrir Ein- ar Hjörleifsson að rekast í öllu því, sem hann heldur að Heimskringlu- mönnum muni skjátlast I. Og sje ekki ritst. Fjallkonunnar farið að gruna það, þá getum vjer frætt hann á þTÍ, að Einar Hjörleifsson hefur engan tíma og enga heilsu og engau vilja til að leysa slíkt erf- ;ði af hendi. Langi Fjallkonuna til að deila á Einar Hjörleifsson, þá eru öll lfkindi til að hann muni taka þrí eins kallmannlega eins 0£f honum er unnt. E11 honum væri vafalaust mjög mikil þægð í þvf, ef Fjallkohan vildi gera honum þann greiða að ráðast heldur á hann fyrir það sem hann sjáffur hefur gert fyrir sjer, heldur en það sem Heitnskringlu-meim hafa gert. Hver er sínum hnútum kunnucr- astur; þess vegna treystir hann sjer betur til að verja sín mál en annara. Fjallkonunni kann nú að þykja það lítilmannlegt af Einari Hjör- leifssyni, að hann skuli ekki ávallt vera reiðubúinn til að inótmæla hverju því, sem hann er ekki sam- dóma, og hvort sem það snertir aldur á handritum eða anuað. Blað- ið ættí þó að virða slíkan veikleik á betri veg. það hefur komið fyr- ir að ritlingar hafa verið gefnir út í Keykjavík, sem Fjallkonan að líkindum ekki mundi skrifa undir, sem hafa verið þess eðlis, að liverju heiðvirðu líeykjavíkur-blaði hefði staðið talsvert nærri að mótmæla þeirn — en sem ritstj. Fjallkon- unnar hefur látið hlutlausa. Og það hefur jafnvel ýmislegt verið rjett í Fjailkonunnar garð, sem hún hefur þagað fram af sjer, en sem hefur komið henni hundrað- sinnum meira við, en Einari Hjör- leifssyni koma við allir þeir doðrant- ar og allar þtor druulur, sem Heims- kringlu-menn kunna að finna upp á að halda sjer uppi á að gefa út. Dórrjar „tieinjskrirjglu**. 111. Dessi ritstjórnargrein „Helmskr.'t um kirkjuþingið og gjörðir þess yflrgefur J>að allt í einu, þegar minnst varir, og fer að tala um kirkjuna yfir höfuð. Hið litla kirkju- fjelag íslendinga hefur auðsjáanlega verið höfundinum of lítið efni og Jjesfi regna hefur hann fundið sjer skylt, að taka fyrir kirkju krist- inna manna svona I heild sinni, Jeg skal vera fáorðar um það efni. Hún hefur um daga sína átt margfalt glöggskyggnari óvini en „Heims- kringlu“ og furðanlega staðizt saint. Það, ^em höfundinum blæðir mest í augum er þa.ð, að þar skuli ekki allir vera á eitt sáttir, þar skuli ekki vera nákvæmlega hin sama kenn- ing og sama trúarjátning. Er nú „IIeimskringla“ alveg viss um, að það væri svo mikið betra, að öll- um mönnum væri gert að skyldu að trúa eins i ölluin atriðum? Er það ekki eðlilegt að skilningur manna í fjarlægura löndum t. d. sje nokkuð ólíkur jafnvel í trúar- efnum? Er það nokkuð að æðrast yfir, þótt menn með ólíku upplagi, ólíkum hæfilegleikum, ólíkri mennt- un og þar af leiðandi ólikum hugs- unarliætti, sjeu þar ekki algerlega á eitt sáttir? Væri það svo mik- ið ákjósanlegra yfir höfuð að menn hefðu nákvæmlega söinu skoð- un um alla hluti? Eru ekki ein- mitt hinar margbreyttu skoðánir, sem eiga sjer stað meðal hugsandi manna, skilyrðið fyrir öllum fram- förum í heimi hugsananna? t>að er fremur barnaiegt þetta tal um sifeldan frið, sem surair meun hafa svo opt 4 vörum sjcr. t>að væri víst ómögulegt að hugsa . sjer meiri apturför fyrir mannlifið yfir höfuð en það, ef menn kæmu sjer sam- an um það einn góðan veðurdag, að láta allt strið um ólíkar skoð- anir detta niður, u.enn skyldu al- veg hætta þessu stappi og lofa hinu eða þessu, sem menn liafa verið að stimpast við að leysa úr og einn hefur skilið á einn hátt, annar á hinn, að eiga sig. t>að væri nokkuð einkennileg sú }>ögn, sem yrði upp úr öllu því samkomulagi. Hún gæti að eins verið vitnisburð- ur um það, að nú væru mennirn- ir hættir að vinna hlutverk sitt, hættir að reyna að leysa úr gát- um tilverunnar, hættir að eiga við öll sín æðri mál, hættir að hugsa um allt nema mur.n og maga,-—- og meðan menn hugsa um það, er mjög hætt við að það verði stríð út úr því líka. I-'etta tal um að menu skuli hætta að hafa ólík. ar skoðanir er því ekki nema óvit eitt. Og eins og |>að er óvit, þeg- ar verið er á&’ ræða um mál mann- anna yfir höfuð, eins er það held- ur ekkert annað en óvit, þegar verið er að tala um þau mál, er dýjista þýðing hafa allra mannlegra mála, — mál kristindómsins. Þau eru þannig löguð, að þau ná út yfir margar hinar þyngstu gátur mann. legrar tilveru og gefa svör í þeim hlutum, er mennirmr sízt af öllu máttu vera í vafa um. í aðalat- riðuuum liefur hinum kristna heimi komið saman um þessi svör. Ka- þólskir menn og prótestantar koma sjer vel saman um pau grundvall- aratriði kristindómsins, sem frain eru sett i hinni postullegu trúar- játning, og sem allir íslendingar hafa numið. En það eru ýins önn- ur atiiði, sem þeim hefur ekki kom- ið saman um, og sem forvígismenn beggja þessara aðaldeilda kristninn- ar eru í sífellu að ræða sín á milli. Út úr þessum umræðum og þeirrj vísindalegu hugsun, sem liggur á bak við þær, myndast sú niður- staða í þessum efnum, sem nienn eflaust á sínum tíma komast að. t>4 rísa aptur upp nýjar spurningar, sem krefjast úrlausnar, og þá verð- nr aptur ágreiningur um úrlausn þeirra. Og svona heldur þetta sjálf- sagt áfram koll af kolli Jjangað til leyst hefur verið úr hinni síðustu spurning, sein upp kemur meðal mannanna, og þeir þess vegna hafa ekkert umræðuefni. I>að er hætt við að „Heimskringla“ verði farin hærast þá. £>að getur nú verið, að fjelags- skapur kirkjunnar gangi ekki eins vel og hann ætti að gera. En jeg veit ekki betur en hann að öllu saintöldu gangi oins vel og nokk- ur arinur mannlegur fjelagsskapur. Það er aukheldur óhætt að segja, að hann gangi betur. Og hvað biturleik striðsins viðvíkur, sem á sjer stað innan kirkjunnar og beiskju þeirra orða, sem viðhöfð eru, þá er það hvorutveggja mjög lítið nú á þessum drouin í samanburði við þann biturleik og þau beiskyrði, sem koma fram t. d. í pólitiskum umræðum. Það er auðvelt að segja, að ekkert af þessu ætti að eiga sjer stað. En mennirnir eru nú einu sinni ekki fullkotnnir og þess >vegna verður ófullkomlegleiki og breiskleild að koma fram hvervetna hjá J>eim, jafnvel þegar þeir sízt vildu. Þetta andvörpunaróp kirkjunnar, sem Heimskringla talar svo mikið um, voit jeg ekki hvar hún hefur heyrt. Það á að ganga út 4 það, „að allt af fækki þeir, er til alt- aris vilji (!) ganga, að -ekki ^ lýðsins sæki kirkju og að aljt af fjölgi þeir, sem ekki vilji í göfn- uði standa“. Tökum nú hið fyrsta Hvaða kirkjufjelag hefur höfund- urinn heyrt kvarta yfir J>ví, að tala fólks þess fækki, sem gengur til altaris í söfnuðum þess? Það er gefið í skyn að Jjetta eigi sjer einkum stað hjer I Ameríku. Jeg veit ekki til þess að neitt kirkju- fjelag hjer í Ameriku hafi látið heyra neina kveinstafi til sin út af þessu. Jeg veit ekki betur en hið gagnstæða sje tilfellið. Þau geta ineð gleði sýnt skýrslur sinar 4r eptir ár og þar sjest það með skýru letri, að þeir fjölga hundruðum saman með hverju ári. Ilvað hinni lútersku kirkju í landi þessu við- vikur, þá hafði hún árið 1884 fram að telja 891,931 altarisgesti. Árið 1886 hafði hún 930,830. Á J>ess- um tveimur árum höfðu þannig aitarisgestir í Jjeirri kirkjudeild fjölgað urn þrjátíu og átta ]>ús- undir átta hundruð niutiu og níu. Það er því ómögulegt, að það hafi verið lúterska kirkjan hjer i landi, sem um þetta hefur kvartað. Þar sem hún á hlut að máli, hlýt- ur þetta nndvörpunaróp að vera tilbúningur einn úr Hcimskringlu. En J>etta bendir einnig til ]>ess að hitt muni vera tilbúningur lika. Því J>að, að tala altarisgestanna hefur fjölgað svona ákaílega, sýn- íst benda í allt aðra átt, en að fáir sæki kirkju og þeir fjölgi, sem ekki vilja í söfnuði standa. Hvert kirkjufjelag í landi þessu, sem stendur á grundvelli kristin- dómsins, vex stórkostlega með hverju árinu, sem líður. það er naumast til svo nokkur kristinn söfnuður í landinu, að ekki gangi töluvert margir inn í hann yfir árið, ef þar er nokkurt fólk, sem ekki stendur í söfnuði. Jeg veit ekki betur en öll hin kristnu kirkjufjelög f landi þessu blómgist og breiðist út með hverju ári, svo það er sannarlega tr.ikið meiri ástæða til að undrast framgang þeirra, en að tala um, hvað illa gangi. Það stendur eng- um nær en sjálfum þeim að gleðj- ast yfir þessu, enda veit jeg ekki betur en þau afdráttarlaust haldi þvi fram að þeim sje öllum, hverju í sínu lagi, stórmikið að fara fram, en engan veginn aptur. En hvar er þá þetta andvörpunaróp, sem Heims- kringla gerir svo mikið úr? Þar, sem Heimskringla talar um guðs{>jónustuformið, minnist hún uin leið á „lítilsiglda og grunnhugs- aða menn“, sem innræta megi virð- ingu sarnblandaðri ótta meðkirkju- legum serimóníum og söngli út um alla kirkju. Þessir lítilsigldu og grunnhugsuðu menn eru auðvitað meðlimir safnaða vorra. Heimskringla hefur enga göfugri titla handa þeim en þetta. I svona mikla ónáð og fyrirlitning eru þeir komnir hjá benni. „Grunnhugsaðir og lítilsíigldir!“ Hvernig skyldu þeir annars kunna við þessi nöfn? Hvernig skyldu þeir kunna við það, hvernig Heims- kringla snýst rið málum J>eirra nú upp á siðkastið? Skyldu J>eir ekki hafa orðið varir við þann hlýja (?) hug sem kemur fram hjá henni, þegar hún fer að ræða inál kirkjunnur? Ætli það sje nú ómögulegt, að þeim hafi fupdizt hún vera fremur lítilsigld og grunnhugsuð sjálf í þessum dómum sfnum? Er það ekki fremur líklegt, að [>eir kunni því illa, þegar traðkað er fótum 4 því sem þeiin er heilagt og trúarjátn- ing þeirra valin hin örgustu • fyrir- litningar-nöfn (sbr. „tnarggrös^gur dogma-grautur“)? Það þarf ekki að vera í nein- um vafa um það að minnsta kosti hjer eptir, hverju megin Heims- kringla er í vorum kirkjumálum. Hún hefur sjálf tekið af öll tví- mæli, til þess allir gætu áttað sig á þvl. Friðrik J. Bergmann. HÁSKÓLI ...MÚHA.MEDS- trúa r-ni a 11 n a. Af öllum menntastofnunum í hin- um múhamedanska heimi er há- skólinn í Caíró lang-frægastur og hefur Jang-mesta aðsókn. En hvað hinum ýmsu greinum þekkingarinn- ar viðvíkur og J>eirri aðferð, sein við kennsluna er höfð, þá er það hvorutveggja mjög s'-o ólíkt þvl, sem þekkist í hinum vestlæga hluta heimsins. Eitt sinn sat Norðurálf- an við fætur Araba, 1 il að nema af þeim heimspeki, náttúruvísindi, læknisfræði og stærðafræði, þegar skólarnir í Cordova og Bag- d a d stóðu á tindi frægðar sinnar. Þá voru sjötíu alþýðleg bókasöfn víðsvegar í konungsdæmi Máranna á Spáni. En brátt voru dagar þeirra taldir. það voru ekki þessir vík- ingar austan úr heimi, sem áttu að skipa öndvegið i heimi mennt- unarinnar. Allt í einu hættu fram- farirnar meðal þeirra. Hinar vís- indalegu og skáldlegu bókmenntir þeirra visna allt í einu upp. Það er eins og einhver voðaleg frost- nótt verði þeim allt í einu að bana. Það má svo að orði kveða, sem nú sjeu engir vitringar leng- ur í austurlöndum. Skólar þeir, sem J>ar eru, leggja svo afar mikla áherzlu á fornöldina, sögu hennar og menntun, að minnið er nálega hinn eini hæfilegleiki, sem nem- endurnir fá að æfa. Mannanöfn og ártöl eru beinagrind sögunnar. Og þeir sem leggja sig niðui við að nema allt þess háttar utanbókar og kunna það á sínuin tíu fingrum, fá optast nær að eins þessa beiuagrind, en ekki þá andans menntun sem sögunáminu á að fylgja. öll þeirra menntun verður ekki aunað en beina- grind og ]>egar þeir koma út í lífið verða J>oir ekki nnnað en beina- grind af mönnum sjáifir. Tlm sjálf- stæða hugsun er ekki að tala hjá J>essum beinagrindarmönnum. Gáf- ur þessara austurlenzku ungu manna eru eyðilagðar með þessari aðferð,. áður en þeir geta sjálfir komið fram með nokkra nýja, sjálfstæða hugsun. Þess vegna hefur hinn austlægi heimur orðið gersamlega 4 eptir. Hann lifir í liðnum öld- um og tilbiður menntagyðjuna í musterum, sem fyrir löngu eru hrunin. Hina djörfu og frjálsu rann- sókn hins vestlæga heims þekkja þeir ekki. Nýja sagan er peim lok- uð bók, rituð tungnmáli, sem þeir ekki skilja---Háskólinn I Caíró er jafngamall skólunum i París, Bologna og Oxford. En þar sem þeir hafa stundað nýjar rannsóknir og uppgötvað nýjar leiðirfyrir manns- andann, numið ný lönd, ef svo má að orði komast, fyrir inannlegt hyggju- vit, þá hefur skólinn í Caíró num- ið staðar við þann hugsunarhátt, menntun og vísindi, sem Múha- meðstrúarmenn höfðu öðlazt fyrir 600 ártim siðan. Vjer viljum nú leitast við að lýsa J>essum merkilega skóla fyrir lesenduin voruni eins 0g h»P.n kom vísindamanni einum fyrir siónir, sem ferðaðist þangað síðastlprið haust. Skólinn heitir Gagr.uih el Azhar eða Hið dýrðlega rousteri. Hin upp- runalega bygging er auðvitað hrun- in og önnur koinin í hennar stað. Það er ákaflega mikill húsaklasí með sex turnum. Mustcri Múlia- meðstiúarinanra eru ætíð umkringd af sölubúðum og eins er um skóla þennan. Upp að aðalinnganginum, hinu svo nefnda líakara-hliði, ligg- ur mjótt stræti, ]>ar sein bókbind- arar og bók»sölumeim hafa búðir sin^y 4 b&ðar hliðar. þær erui fullar af bókum af ttllum stærðum; bækuruar eru bæði skrifaðar oo-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.