Lögberg - 31.01.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.01.1894, Blaðsíða 1
LöGBKRG er gefið át hvern miSvikudag og laugardag af THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstofa: Afgreiðsl ustofa: Prentsmiðja 148 Prinoess Str., Winnipeg Man. Kostar $2,00 um árið (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is puMished every Wednesday and ÖAiurday by TlIE LöGBP.RG PRINTING & PURLISHING ul at 148 Princess Str., Winnipe/’btan. S ubscriptíon price: $2,00 a year payable *n advance. Single copies 5 c. 7. Ar • } Winnipeg, Manitoba, iniðvikudaginn 31. Janúar 1894. í \l-. 7. “ÆFINTYRI * á * GÖNGUFÖR” Laugaudaginn 3 febr, FiMMTUDAGINN 8. FEBB., Og Laugakdaginn 10. FEBU. næsfck. verður leikið í Unity Hall (horni McWilliam ogNenaStr.) “Æílutyri il gönguför” eptir C. Hostrup. Aðgöngumiðar fyrir alla þessa daga fást í búð Mr. Árna Friðrikssonar, 611 og 613 Ross Ave, og kosta 35c. fyrir fullorðna, og 2Qc. fyrir börn (innan 12 ára). Nákvæml. á slaginu kl. 8 e. h. verð- ur byrjað að leika. Ágætur hlj óðfæraleikendtt-flokk u r. Ný falleg leiktjöld. 22 söngvar í leiknum. FRJETTIR CANADA. Þrælasala hefur komizt upp í norðurhlutafylkisins BritishColumbia. Hvítir menn kaupa þar Indíána-konur I stórkaupum. Meðal annars vita menn um eina stúlku, kynblending, sem orðlögð er fyrir fegurð sína; hún var keypt fyrir $150. Yfirvöldin ætla að skerast í leikinn. Hraðfrjett frá Vancouver varar atvinnulausa menn við að leita til British Columbia um pessar mundir, með pvl að menn hafi fullt í fangi með að halda llfinu I peim atvinnulausum mönnum, sem pegar sjeu þangað komnir. Eins eru menn varaðir við að fara til Californiu, þótt frjettir komi um að J>ar megi fá vinnu. í>að kvað vera gersamlega tilhæfulaust. t’TLÖND. Frá Persiu hefur komið sú frjett, að ljómandi fallegur bær par í landi, Kuchan, með 20,000 Ibúum, hafi ny- lega tortímzt með öllu í jarðskjálpta. Tólf púsundir manna misstu lífið; þar af höfðu tíu þúsund lík fundizt, þeg- ar menn vissu slðast til. Bismarck sættist við Vilhjálm Þýzkalandskeisara á föstudaginn, kom j,á til Berllnar í fyrsta sinni eptir að hann var settur frá embætti hjer um árið. Mjög mikið var um dyrðir, bæði Jjcgar hann lagði af stað frá 1 ried- richsruhe, og eins f>cgar hann kom til Berlínar. Flest húsin, sem leið lians lá fram hjá i Berlín, frá járnbrautar- stöðvunum til keisarahallarinnar, voru skreytt. Eptir slðustu fregnum frá Brazi- líu hefur uppreistarmönnum þar gengið betur en stjórnarliðinu um tlma. Innbrotspjófar fóru inn I hús Banda ylkjasouúisveitarinnar á í Ilóniaborg mánudagsnóttina, kveiktu þar I skjöl- um, og brann mikið af þeim. Hvað föntunum hefur gengið til þess, vita menn ekki, og ekki hefur komizt upp, að þeir hafi tekið neitt með sjer, sem hefði getað orðið þeim að nokkru. gagni. BANDARIKIN. í bæjum skammt fyrir sunnan landamærin, Grand Forks, Crookston og Grafton, gengur hræðileg syki, sem tnenn halda sje taugaveiki. í Grand Forks, sem hefur 5,000 íbúa, höfðu 2,000 lagzt um síðustu helgi, og margir deyja með hverjum deg- inum. Fyrir congress Bandaríkjanna hefur af fulltrúa einum frá Californlu verið lagt lagafrumvarp um að leggja sjerstakan skatt á allar landeignir, samkvæmt kenningum Henry Georges án alls tillits til hvort miklar eðaeng- ar umbætur hafa verið á löndunum gerðar. Fanti nokkrum, Jóni Dalton, sem ætlaði að ræna járnbrautarlest I Suður Dakota hjer á dögunum, tókst illa með fyrirætlan slna. Hann faldi sig I útstoppuðum buffalo, sem hann ljet senda með lestinni, tók svo annað augað úr hausnum ú dyrinu, stakk þar út skammbissu og miðaði á mann er átti að gæta peninga, sem í vagn- inum voru. En gæzluinaðurinn vatt sjer við, stökk 4 bak vísundinum, og ljet liryggurinn undan, svo að gæzlu- maðurinn sat ofan á ræningjanum alla leið til næstu járnbrautarstöðva, og þar var fanturinn fenginn yfirvöld- unum I hendur. £>að voru $50,000, sem hann ætlaði að ná I. Hann átti augsynilega einhverja lagsbræður, en ekki hefur tekizt að ná S þá. Lítil viðbót. í brjefi, sem Mr. Jón Olafsson að Brú í Argylenýlendunni ritar oss 24. þ.> m., brjefi, sem vjer fengum ekki fyrr en síðasta blað vort var prentað, kemst hann að orði á þessa leið: „Jeg hef fundið til þess síðan jeg sendi yð- ur greinina um ástandið I Argyle- byggð, að mjer láðist að taka það nægilega skyrt fram, að þrátt fyrir það að bændur eru sjálfir að miklu leyti sinnar eigin ógæfu smiðir, þá hafa skuldir ekkert farið vaxandi árið sem leið, og menn lifa, eins og áður, við svo mikið og gott bjargræði, sem hver er lyntur til að veita sjer. Basl- ið, sem svo mikið or um talað, er eðli- leg alleiðing hinna víðtæku verzlunar og fjármálahapta, sem valda því, að ráðsmenn lánsfjelaganna hafa neyðst til að hrópa hærra og áfergilegar eptir skuldum sínum nú, en nokkru sinni áður, og það varð bændum, sem yfir höfuð að tala hafa sterka löngun til að verða skilvísir menn, því til- finnanlegra, sem þeir höfðu ekki átt slíku að venjast; því að það má segja lánsfjelögunum til hróss, að þau hafa ávallt farið mjög hægt og vægilega í kröfur sínar, þegar þau liafa sjeð góð- an vilja á aðra hlið en erviðleikana á hina“. Enda þótt þessi litla viðbót við hina merkilegu og óhlutdrægu grein Mr. J. Ó. væri rituð í prívatbrjefi til vor, álítum vjer rjett að lofa almenn- ingi að sjá hana. VFIRLÝSING. í tilefni af grcin nokkurri I Ilkr. eptir Þorlák E>orfinnsson utn fund einn sem haldinn var á Hallson í haust, vil jeg leyfa mjer að lysa yfir því, að jeg sagði þar ekkert nema það sem jeg hef áður sagt, bæði á saínaðarfundum og á prenti, þar setn utn lík atriðilief- ur verið að ræða. Stefnu kirkjufje- lagsins, eins og hún hefur verið og mun að llkindum verða, var þar ná- kvæmlega fylgt. Dað er að vísu dá- lítill sannleikur til grundvallar fyrir flestum alriðum greinarinnar. En þau eru misskilin og rangfærð af höfund- inum, annaðhvortaf ásetningi eða ein- feldni, eins og þeir, er á fundinum voru, bezt geta borið um. Að öðru leyti finn jeg ekkí ástæðu til að svara Þorl. Þorfinnssyni. p. t. Winnipeg, 30. jan. 1894. F. J. Bergmann. Spiiruingar og svör. Sp. Er ckki orðið „mæðui'1 fleirtala af „móðir“? Getur það ver- ið fleirtala af orðinu „mæða“ (mót- læti)? Sv. „Mæður“ er fleirtala af „móðir“. Orðið „mæða“ hefur enga fleirtölu. Kynlegur farþegi. Eptir Edward Iíeins. Þegar jeg var að búa böggla- duggu mína, „Hermione", til þess að sigla henni frá Liverpool til New York, var jeg varaður við að taka ekki sem farþcga Maríu nokkra Youngson, konu, sem hafði drepið á eitri mann sinn, meðan hún var að hjúkra honum sjúkum, tekið alla þá peninga hans og dyrgripi, sem hún hafði getað náð í, og svo strokið. Menn hjeldu, að hún mundi reyna að komast í burt af Englandi 4 einhverju skipi — helzt til Ameríku, því að hún átti vini þar — og þess vegna gætti jeg vandlega að farþegjunum, sem voru 8 að tölu, og voru flufctir á bát fram I skip mitt. Þegar þeir komu upp á þilfarið, þótti mjer vænt um að sjá, að enginn þeirra líktist því sem Mrs. Youngson hafði verið lyst fyrir mjer. Mjer var sagt, að hún væri Ijómandi fríð kona, meira en 35 ára gömul, um 5 fet og 0 þuml. á hæð og mjög grönn, með móleitt Iiár, dökk augu og skæran hörundslit. Hún hafði fæðst erlendis og menntazt þar, en faðir hennar hafði verið Englend- ingur, og leikari í hjáverkum sSnum, og frá honum hafði hún erft merki- legan liæfileika til að blekkja menn. Tvær af konum þeim sem tóku sjer far með skipi mínu og komu nú út 4 það voru giptar konur og dökkar á brún og brá;svo komu og tvær uncr- ar stúlkur, hjor um bil 21 árs gamlar. Önnur þeirra hjet Miss Lorton og var Ólagleg og gildvaxinn; hin hjet Miss Merwin; hún var há og grönn, virtist að minnsta kosti vera fimm fet og níu þumlungar, og hef jeg aldrei sjeð jafn-sakleysislegt og barna- legt andlit á fullorðinni konu. Hún hafði móleitt hár og augu, lítið barnslegt andlit, og sljettar, rjóðar kinnar, sem allt af voru spjekoppar I. Hún lypti ofurlítið upp síða pilsinu, og þá sáutn við að hún hafði ekki^á fótunum venjulega skó nje stígvjel, heldur útsaumaða sólalausa skó úr einhverju mjúku leðri, og lieyrðist ekkert til hennar, þegar hún gekk. Síðar heyrðum við, að hún væri í þessutn skóm, af því að hún hefði ny- lega meitt sig I fætinum, og þyldi ekki hart leður. Meira. UR BÆNUM -OG- GRENDINNI. Muni'ð' eptir að' borga Lögberg. Sjera Friðrik J. Bergmann fór ofan til Selkirk á lauirardao'inn o<r ~ r> o prjedikaði þar á sunnudaginn. Mrs. W. II. Paulson, sem mjög lengi hefur verið hættulcga veik, er nú í nokkrum aptnrbata. Mrs. Þórunn Johnson frá Ilallson, N. D., koin hingað til bæjarins á laugardaginn og dvelur uin tíma hjá W. H. Paulson. Mr. Björn Th. Björnson frá Moun- tain, N. D., kom hingað til bæjatins á laugardaginn cg tekur þessa dag- ana við frainkvæmdarstjórn fyrir blað vort. Mr. Friðjón Friðriksson frá Glen- boro kom hingað til bæjarins í fyrra- dag til þess að sækja skólanefndar- fung kirkjufjelagsins, sem haldinn var á mánudacfskveldið. Lík hjer um bil 28 ára gamals manns fannst helfrosið nálægt White- mouth 4 sunnudaginn. Maðurinn hafði auðsjáanlega verið brjálaður, hafði klætt sig ú fötunum úti á ber- svæði. Gott fyrir íslendinga. — Nyupp- fundin sort af Kaffibæti, sem reynist margfalt drygri og smekkbetri og litarfallegri en nokkur önnur þekkt tegund, er nú fáanlegí verzlunGunn- laugs Jóhannssonar 405 Ross Ave. Vjer leyfum oss að vekja athygli íslenzkra Winnipegmanna á auglys- ingunni um leikinn, sem fram á að fara í húsi IJnítaraá laugardagskveld- ið ketnur og á tí.r.mtudagskveldið og laugaidagskveldið I næstu viku. Svo framarlega sem leikendurnir verði ekki kvefaðir, nje nein önnur óhöpp vilji til, trúum vjer ekki öðru eu mönnum muni þykja skemmtunin góð. Að minnsta koati liefur töluvert verið fyrir þvi haft, að láta hana verða sem myndarlegasta. í tilefni af smágrein þeirri í sið- asta blaði, sem tekin var eptir Free Press, um stúlkur, er hefðu snúið sjer til innflutningastjórans, Mr. Bennetts, til þess að spyrja sig fyrir um vistir, tilkynnir Mr. Baldwinson, íslenzki innflutningastjórinn, oss, að eptirsjiurn eptir vinnukonum sje enn allmikil. Síðan um nýár hafa 10 stúlkur leitað til innflutninga-stofu Dominion-stjórn- arinnar hjer I bænum til að biðja um að sjer væri bent á vistir; þar af voru 9 þyzkar og ein dönsk. En að hitiu leytinu liefur komið á sama tíma beiðni frá meira en 20 heimilum uir. stúlkur, og hefur þoirri eptirspurn ekki orðið fullnægt að öllu leyti. Kvennfjelagið á Eyford N. Dak. hefur nylega glatt söfnuðinn með mjög myndarlegri gjöf. I>að keypti ljómandi falleg kirkjusæti handa kirkjunni og Ijet setja þau I hana nú fyrir skeminstu; söfnuðurinn hafði áð- ur orðið að láta sjer lynda trjebekki eina. Hin nyju kirkjusæti kostuðu um $150 dollars og eru eins vönduð og sæti I mörgum skrautlegum bæj- arkirkjum. Kvennfjelaj* þetta er bæði ungtog mög fámcafit. Það eru ; að eins fáeinar konur, sem svona iniklu hafa getað áorkað. Söfnuður- inn er kvennfjelagi þessu mjög J>akk- látur eins og við er að búast. Enda ergjöf þessi konunum til stórmikils sótna. Eruð þjer að hugsa um að læra hraðritun? EE svo er, þá athugið að Western Shorlliand University 324 Main St. Winnipeg Man. heldur bæði kveld og dagskóla, og þjer getið ffengið á þann skóla nær sem er. Skóli þessi Jcennir einnig ens’ka mál- fræði, stöfun lestur, og skript. Ilann gerir sjer einkum annt um að æfa lærisveina skrifstofu störfum. Kcnnsla svo ódyr að hver sem vill læra getur notið hennar. Fáið nákvæmari upplysingar á skólanum 324 Main St.. hjá II. C. Lunder Skólastjóra. Mr. H. G. Oddson hefur nýlega eignazt skemmtilegt hljóðfæri, hðrpn, og mun enginn Vestur-íslendingur hafa fyrr eignazt samskonar hljóðfæri, og fáir heyrt til þess. Harpan er allt að 0 fetum á hæð, svörr. O' gyllt og mjög falleg. Hún tekur yfir 6 nkt- övur með tilheyrandi liækkandi og lækkandi merkjum, svo leika niá á hana venjulega músík, sem ætluð er fyrir piano. Harpan er ágæt bæði sem sólo-liljóðfæri og eins til að spila undir með öðrum hljóðfærum, og er henni viðbrugðið fyrir sinn sæta hljóm. Ekki er hægt að fá góða hörpu hjer fyrir tninna en $500, en Mr. Oddson pantaði sína frá Englandi og fjekk hana þar fyrir tölvert minna verð. Vjer óskum honum og tilvon- andi áheyrenc um hans til ltikku. Guðinuiulur Guðiiiiindsson rláinn 22. nóv. 1893 ’* GarðarbyggS í N. D. Nú ertu búinn út að viuna daginn og endað lífsins starfið þitt. £>ín lífsins sól er sigin niðr í æginn og sorgar skuggi vefst um hjarta mitt. I>ví hjá mjer vakna minningar svo rnargar, minningar um kærleiksverkin þín. t>ú varst svo mörgum manninum til bjargar, og mjer þú varst sem væri’ eg dóttir þín. Ef nokkrum hlotnast hjer sá Iífsins gróði, sem hefur gildi bak við gröf, jeg þá er viss um, þú hefur, vinur góði, af þeirri mikið eigna'zt gjöf. Þú varst svo trúr að vinna kærleiks störfin, og vannst svo mikið, vannst svo lang- an dag, og vissir æ, er allra mest var Jjörlin, hve átti að gleðja’, hjálpa og færa’ í lag. t>ú ert nú búinn út að vinna da>nnn h og út að taka launin þín. Við þekkjum ekkert bín meirinn við * o sæinD, sem Jrreyjum lijer með takmarkaða syn. En líklegt, er og ljúft er þvl að trúa, að lifsreikningur ófullgerður hjer liann ekki muni í maurinn letida’ orr fúa, en muni flytjast yfir um, sem vjer. P. E.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.