Alþýðublaðið - 14.03.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 14.03.1921, Page 1
Alþýðublaðið Gefið út af Alþýðuflokknum. Mánudaginn 14. marz. I 60. töhibl. 1921 p eiga allir að leggjast á eitt! Jfýtt hljól komii i strokkinn! í dagblöðum auðvaldsins hér í borginni, ,Vísi* og .Morgunbiað inu", hafa birzt greinar undanfarið, þar sem sagt hefir verið, að nú þurfi allir að ieggjast á eitt til að ráða fram úr útgerðarmálunum. Hverjir hafa skrifað þessar um ræddu greinar? Það hafa útgerð- armenn sutnpart gert sjálfir, en sumpart hafa þeir iátið dáta sfna gera það, og má treysta því, að þar komi fram sköðanir útgerðar- manna eins greinilega og þeir hefðu það sjálfir alt ritað. Það má því segja að það séu útgerðarmenn sem hrópa nú: „ AUir eittl Allir eittl Berum hver annars byrðar!" En þeir hafa ekki altaf hrópað þetta. Hljóðið hefir áður verið dá- íffið annað í þeim. í byrjun strfðsins græddu tog- araútgerðarmenn meira en þá hafði nokkru sinni svo mikið sem dreyrat um, hvað þá heldur að þeim hefði dottið sá gróði í hug í vöku. En voru þeir ánægðir með þann gróða? Nei, þeir voru það ekki! Þeir sögðu ekki þá: „ Attir eitt I “ eða að það væri gott að hásetar græddu Ifka. Heldur þvert á móti. Þeim blæddi í augum hvað hásetar græddu á lifrinni, og þeir neyddu þá til þess að selja sér hana fyrir verð, sem var Iangt neðan við sannvirði. Þegar lifur var f 82 kr. tunnan, voru útgerðarmenn óánægðir með að borga sjómönnum 40 kr„ og vildu enga samninga gera, en ætluðu að sögn að borga 15 kr. fyrir tunnuna. Út af þessu kom hásetáverkfallið, sem endaði þegar útgerðarmenn buðu 60 kr. fyrir tunnuna, en auðvitað ekki af góðu I Fyrstu stríðsárin var gróði tog- araeigenda sffelt að færast í auk- ,ana. Þeir beinlínis mokuðu inn gullinu. Það er að segja, sjálfir sátu þeir f hægindastóium sfnum, reiltnuðu út gróðaun og töldu peningana, en sjómennirnir mok- uðu inn gullinu fyrir þá. En jafn- framt óx og óx dýrtíðin. Þeir sem nóg höfðu gullið urðu lítið varir við hana, en sjómenn og verkamenn í landi fengu að kentsa á henni, því kauphækkanirnar konau aldrei fyr en löngu á eftir vöruhækkununum. — Og margur heimilisfaðirinn sá ekki nema von- leysi og aftur vonleysi framundan. Því hvernig sem hann stritaði og stritaði hrökk kaupið aldrei nema til brýnustu nauðsynja fjölskyld- unnar. En sögðu togaraeigendur þá: „Allir eitt!" Sögðu þeirþá: „Sjó- mennirnir og verkamennirnir, sem eru að moka saman gullinu fyrir okkur, hafa ekki nóg. Við skulum íaka nokkuð af þessum geysigróða okkar og hækka kaup þeirra um "helming, svo þeir geti lifað vel." Sögðu þeir þetta? Ónei, þeir sögðu það ekki. Þeir sögðu ekki neitt, Þeir bara reiknuðu gróðann og töldu peningana! En nú, þegar þeir hafa tapað á því að kaupa togarana o! dýru verði, nú kveður við annan tón! Nú eiga allir að leggjast á eitt ti! þess að hjálpa útgerðarmönn- um. Sjómennirsir og verkamenn- irnir eiga sð lækka kaup sitt að mun, þó það sé viðurkent af öll- um, að það megi alls eigt vera lægra en það er. Og alþingi á að lina á sköttunum á togaraútgerð- inni. En hvar eigi að taka það fé sem þarf til þess að fylla með það skarð, sem þar verður í landssjóð, þess er ekki getið. En senniiega á þá að hækka kaíff- tollinn aftur, eða kannske sykur- tollinn? Eða tollinn á suðuspritti? Eða leggfa gjald á prfmusar Og það er svo sem fieira en þetta, sem við eigum að Ieggjast á eitt með! Landssjóður á að ganga f ábyrgð fyrir togaraeig- endur, og bera þar tap, ef tap verður. En ef gróði verður, hver á þá að fá hann? Auðvitað út- gerðarmenn. Landssjóður tapið, útgerðarmenn gróðann! Það er svo sem þetta vanalegai í atvinnumálunum geta attir ís- lendingar aldrei verið á einu máli, því hagsmunir verkalýðsins eru þar í allfiestum tilfellum gagn- stæðir hagsmunum atvinnurekenda. En það verður ekki mjög langt þess að bfða, að yfirgnæfandi meirihluti verkalýðsins á sjó og í iandi, bæði í kaupstöðum og sveitum, krefst þess að togararnir verði gerðír að þjóðareign — að þeir verði þjóðnýttir. Og það getur orðið skjótar en nokkurn varir. €rk«9 sfmskeyti. Kböfn, 13. marz. Pjóðverjar Banðamenn, Verzluaarráðið f Hamborg, og öll þýsk verkalýðsfélög hafa sam- þykt að skora á þjóðina að nota ekki vörur frá Bandamönnum, þar tii þeir hafi kaliað herlið sitt heim aftur. Stjórnin hefir fallist á gerðir Simons utanrfkisráðherra, og þing- ið hefir samþykt traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar með 268 atkv. gegn 49 (í þinginu eru — yfir fjögur húndruð manns svo hundr- að hafa ekkt greitt atkvæði). Hnge Btinnes, hinn þýski guttbarón, hefir nýlega keypt þýska stjórnmáíagamanblað- ið Kladderaáatsck.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.