Alþýðublaðið - 14.03.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞY8UBLAÐIÐ Munið eftir hljómleikunum á Fj allkonunni. .- 11 ■■■"■ ■ ■.■■■-i..;- ■ ■ ■■■ \aeaaussE Afgreidsla blaðsinr er í Alþýðuhúsina við Iogólfsstræti og Hverfisgötu. Slmi 988. Auglýsíngum sé skilað þangað eða i Gutenberg ( síðasta iagi ki. lO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma < blaðið. Askriftargjald e i n Iz r . á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 crr>, eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Mð út ór íandræöunum. Þrátt fyrir bliðu og stillingu náttúrunnar, og þrátt fyrir það þó íslenzkir togarar nú liggi öruggir í höfn, eru samt hugstrauma storm- asr og svört þrumuský vandræð anna sveimandi yfir útgerð vorri, og öidur byltingar gera sig digr- ar og búast að sprengja landíest- arnar. Eigendurnir segja stopp, en þötfin krefur áframhalds. Öfga- deilur blaðanna læt eg afskifta- lausar, en vil hér benda á ráð, sem, ef fé er fáanlegt tii úigerð arinnar, er frá mínu sjónarmiði það eina sem framkvæmanlegt er. Þvi til þess að frarakvæma hvort feeldur er, að neyða útgerðarmenn tii að gera út, eða að iáta lands- stjórnina taka skipin af eigend línum, þarf fyrst að breyta hugs- uuarhætti þjóðarinnar. Ráðið er í stuttu máli þetta: Ef útgerðarmenn ekki vilja gítnga inn á að láta skip sín inn- mn skamms tíma ganga til veiða, pá á landsstjórnin að taka pau á leigu, jyrir vetrarvertiðina. Leigan á fyrst að vera sann■ gjarnt slit á skipunum, í 'oðru lagi rentur af verði þeirra, þó ekki útlánsvextir, par sem skipin mnars mundu standa uppi mikið af tímanum. Innlánsvextir ættu 4tð vera nœgilegt. Útgerðin á að vera á ábyrgð ríkissjóðs, en borg ast af sjómónnunum þannig, að aflinn fyrst og fremst gengur til að borga útgerðarkostnaðinn, en afgangurinn allur er kaup sjó mannanna, sem borgast eftir sótnu hlutfóllum og kauþmismunut þeirra er alment á togurunum, eftir sfóðu þeirra á skipunum. Ahætta fyrir ríkissjóð ætti ekki að geta átt sér stað undir þessum skilyrðum, enda í rauninni aðeins ábyrgð. Útgerðarmenn fá rentur aí s(n um peningum, sem þeir annars engar fengju, ef skipin Iægju í höfn. En sjómenn geta átt von á góðu kaupi ef vel gengur. Þeir vinna fyrir sjálfa sig, og því af samtökum aðstoða að hinum bezta árangri sem mögulegur er. Á hinn bóginn fæst reynsla sem er mjög dýrmæt fyri'r þjóðarheildina, hvort sjómenn vorir eru færir um að gera út sjálfir, eða hvort um ó fyrirsjáanlega framtíð þeir verða að hugsast aðallega sem þjónar hins dutlungasama og eigingjarna áuðvalds. Alþingi! Þetta er ráð til þess að viðskifti þjóðarinnar geti haid ið óhindruð áfram. Að þjóðarbúið geti staðist, og ef til vill lyft af sér því þunga fargi, sem nú virð- ist ætla að lama alt og þvinga. Útgerðarmennl Þarna getið þið fengið rentur, sem þið annars eng- ar fáið meðan skipin liggja f höfn. Sjómennl Þarna er tækifæri til að bjarga sjálfum ykkur og þjóð- inni frá hörmungum. Þarna getið þið vouandi sannað að þið eigið skilið miklu hærra kaup en þið hafið áður haft. Og þarna fáið þið dýrmæta reynslu fyrir eigin útgerð. J. Á. G. Ath. Alþýðubiaðið birtir fúslega grein þessa, sem er eftir mann sem landsþektur er á sinu sviði, En blaðið er algerlega mótfaliið uppástungum þeim, sem koma fram i greininni, Hr. J. Á. G. virðist samdóma Alþbl. um að nauðsynlegt sé að togararnir séu Iátnir ganga til veiða jafnt þau árin sem eru mið- ur góð, sem þau góðu. En til þess að tryggja að það sé gert, þurfa togararnir að vera þjóðar- eign. Að landið taki togarana á leigu þegar illa árar, en skili út- gerðarmönnum þeim aftur þegar vel árar, nmr engri átt. Því það eru góðu árin sem eiga að bera vondu árin, og það verður ekki á annan hátt eu að frámleiðslu- tækin séu þjóðareign. Þá er og hitt fjarstæða hjá hr. J. Á. G. að bugsa sér að láta afiann ganga fyrst og fremst tii þess, að borga útgerðarkostnað (annan en mannahald), en borga síðan mönaunum. Og það er jafn mikil (jarstæða þó þeir eigi eftir hans tillögu að fá sem kaup alt það sem afgacgs verður. Verka- lýðurinn (hvort það eru sjómenn- irnir eða þeir sem í landi vinna) þarf að fá kaup sitt jafnt á l'óku árunum sent þeim góðu. Konur og börn lifa ekki á voninni um útgerðarhagnaðinn, og allra sízt þau árin sem enginn hagnaður er. Þetta atriði, að verkalýðurinn þarf að fá kaup silt hvernig sem árar, er einmitt eitt af aðalrökunum fyrir því að framieiðslutækin þurfi að vera þjóðareign. Hinsvegar væri mjög heppilegt að sjómenn hefðu hlutdeild í gróðanum, t. d. að togarahásetar ættu lifrina, þvi lifrin stendur æfinlega í réttu hlut- falii við aflann. Hásetar á togurum ættu því að eiga alla lifur sem fengist, eins og þeir áttu hana einu sinni, áður en togaraeigendur stálu þeim réttind- um af þeim. Bókafregn. Kvœði eítir Jens Sæ mundsson, með mynd af höfundi. Félagsprent- smiðjan 1921. — 240 bls. 8av. Höfundur kvæða þessara er að nokkru kunnur áður fyrir stökur og kvæði, er birst hafa eftir hann í blöðum og timaritum og sér- þrentuð tækifæriskvæði, eifiljóð o. fl.; einnig hafa áður komið tvö Ijóðakver eftir hann, „Fjalia- rósir" 1906 og „Tækifærisvísur"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.