Lögberg - 01.03.1900, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.03.1900, Blaðsíða 5
LÖGBEKÖ, FIMMTUDAGINN 1. MARZ 1900. O Mark Twain um Búana. — _ Mark TwaÍD hefur heimsótt Búana, og þetta er það, sem hann segir um Búann í einu af blöðunum (Daily Mail) í London: „Hann er sterktrúaður, frámunalega fáfróður, sljóur, sauðþrár, kreddufastur og óþrifinn. H'ann er gestrisinn, ráð- vandur í viðskiftura við hvíta menn, en harður húsbóndi við hina blökku þjóna sfna. Hann er letingi að upplagi, góður riddati, ágætÍ3 skytta og hefur yndi af veiðum. Hann elskar stjórnfrelsi, er góður eigin- maður og faðir, er óhneigður fyrir að búa í borgum eða bæjum, en kann vel við sig á landsbygðinni þar sem alt er rólegt og kyrt. Hann er maður sem hefur ákaflega góða matarlyst og er ekki neitt vandlát- ur að "því hvað hann étur, bara að hann fái nógu mikið. Hann er gjarnan til með að takast langa ferð á hendur til að taka þátt í dansi og átveizlum, og viljugur til að ferðast tvisvar sinnum eins langt á bæna samkomur. Hann er stoltur af sín- um hollenzka—Huguenot uppruna og af hernaðar- og kirkjusögu fólks sins, stoltur af sögu þjóðar sinnar í Afríku, af því, hvernig þeir, Búarnir, hafi rutt sér braut i eyðilegu,óbygðu landi, til að geta notið frelsisins; stoltur, af sigurvinningum sínum yfir Breturo og öðrum.sem þeir hafa átt í höggi við, en stoltastur af öllu yfir því, hversu forsjónin hefur æfin- lega haft bein og áþreifanleg afskifti af Búunum og þeirra högum og málefnum. Hann kann hvorki að lesa né skrifa. Hann á eitt eða tvö frétta- blöð, en veit auðsjáanlega ekkert af þeim. þangað til nú rétt fyrir skömmu hafði hann enga skóla og kendi börnum sínum ekki neitt. Fréttir er orð, sem hann veit varla hvað þýðir, og skeytir heldur ekkert um þær. Honum er blóð-illa við alla skatta ®g hatar allar álögur. Hann hefur staðið í sömu sporum Suður Afríku í tvær og hálfa öld, og mundi helzt kjósa sér að standa i sömu sporum til eilífðar, því hann vill ekkert hafa að sýsla með hug- myndir útlendinganna, um menning og framfarir. Hann er þyrstur í að verða auð- ugur, því hann er mannlegur eins og aðrir. En. auðlegð sú, sem hann girnist, er fremur hjarðir af gripum en fögur klæði eða hrúgur af gulli og gimsteinum. Gullið og gimsteinarnir hafa dregið hina guð- lausu útlendinga inn í landið, hafa orðið til þess að friður og ró hafa fiúið á braut, en spilling og óróleiki komið í staðinn, og hann óskar þess vegna að gimsteinarnir hefðu aldrei verið fundnir. t Gróa Asbjarnardóttir. Þar féll nú Eikin, sem fögur og græn um fjölda mörg árin stóð blömguð og væn; hún sat í Áhrauni föstum á fót og feldi þar eplin af kjarngóðri rót. En Eikin sú væna, sem blðmann sinn bar, hún bezt hafði staðið sitt lifsprófið þar í útanhúss-störfum og innanhúss-sess;— í öllu var Gróa, en þá var hún hress. Af öllum þeim nægtum, sem guð henni gaf, hún gestinn lét, vegmóða, njóta þar af. Þaö fann margur hrakinn þar fæði og skjöl; hinn ferðlúni tók þar oft náttstöðu böl. Ef fátæka bar þar að liúsunum heim, hjá henni æ liðveizla boðin stóð þoim; hún fús að þeim hlynti og fegin þeim gaf, því fjársjóði hjartans hún rfkum tók af. Þá mátti í Áhrauni’ á öllum það sjá, að ánægja sönn bjó því heimili á. Vel þar hennar farsæla þekti ég leið, en þjáninga tíðin hún fram undan beið. Þú leystir þar Gröa þitt lofsverða starf; en lífskjörin breyttust svo gleðin hún hvarf. Þú gekst síðast veginn með böl þitt í barm’, að baki þér sárastan missi og harm. Ó, hvað mig gladdi þá fregnina’ að fá, að friðarins höfn þú varst búin að ná, og læknuð er þraut, sem var langvinn og skæð, því leiðin var ervið a Golgata hæð. Nú ertu þá komin á frelsarans fund, í fögnuð hans gengin—sú hugggunar stund!— þar lifir þú alheil og lítur þá sól, sem Ijómar í kringum hans alveldis stól. Þér síðustu kveðju ég barnanna ber, er blessa nú mold þá, sem hvíla þin er;. þau öll eru á ferðinni hálum í heim, en horfa’ á það ljós, sem þú kveiktir hjá þeim. Ó. G. þakkarávarp. Dar eð óg á næstliðnu sumri varð fyrir pví óhsppi að f& illartað fiDgurmein, ssm algerlega hindraði mij; fr& vinnu í ö vikur, p& tóku sig fram heiðursmennirnir Jónss Leo og Illugi Ólafsson ogf gengrust fyrir sam- skotum handa mér, 134 50 að upphæð. —Of langt y.ði bér upp að telja nófn ftllra peirrs, sem j/&fu, en mér er ljúft og skylt að votta mitt inni- legasta pakklæti hinum tveim nefndu heiðursmónnum &samt öllum peim, sem hlut fittu að m&li. Ósk mfn peira öllum til handa er sú, að peir &valt fyrirhitti aðra eins bróður-velvild hj& meðbræðrum sfnum, eins og peir hafa auðsýnt mér; og bið ég góðan guð «ð launa peim fyrir mig, & peim tfma sem hann >ér peim fyrir beztu. Guðjóv Johnson. Takið el’tir Breytinp & ferða-áæt’un vegna snjóleysis. Ég fiyt fólk og fiutning & milli Sel- kirk og Nýja-íslands í vetur, og er ferða-áaetlun mín & pessa leið: Verð & vagnstöðvnnum í Selkirk & hverju föstudagskveldi og tek par & móti ferðafólki fr& Winnipeg; fer frá Selkirk kl. 7 & laugardagsmorgna; frá Gimli & sunnudagsmorgna norður til Hnausa (og alla leið tii íslendinga- fljóts, ef fólk æskir pess); legg af stað til baka fr& Hnausum (eða íslendinga- fljóti) & m&nudagsmorgna; fr& Gimli á priðjudagsmorgna og kem til Sel- kirk sama dag. Ég hef tvo sleða & ferðinni, annan fyrir fólk og hinn fyrir flutmng, peg ar nokkuð er að tíytja. Eg hef upphitað „Box“ og ágæt- an útbúnað f alla staði, og ég ábyrgist að enginn drykkjuskapur eða óregla verði um hönd haft & sleðanum. Gísli Gíslason. Selkirk, Mar. Til Nyja-islands. Eins og að undanförnu læt ég lokaða sleða ganga milli Selkirk og Nýja íslands f hverri viku í vetur, og leggja peir af stað fr& Selkirk á hverjum m&nndagsmorgni og koma til Gimli kl. 6 samdægurs. Fr& Gimli fer sleðinn næsta morgun kl. 8 f. b. og kemur til íslendingafljóts kl. 6 e. h. £>ar veiður hann einn dag um kyrt, en leggur svo aftur af stað til baka & sunnudagsmorgna og fimtu- dfgimorgna kl. 8 f. h. og kemur til Gimli kl. 6 samdægurs. Fer svo fr& Gimli næsta morgun kl. 8 f. h. og kemur til Selkirk kl. 6 sama dag. Mr. Helgi Sturlaugsson og Mr. Kristján Sigvaldason duglegir, gætn- ir, og vanir keyrslumenn keyra nrína sleða eins og að undanförnu o/ munu peir l&ta sér sérlega ant um alla p& sem með peim ferðast, eins og peir geta borið um sem ferðast hafa með peim &ður. Takið yður far með peim pegar pér purfið að ferðast milli pessara staða.—J&ra- brautarlestin fer frá Winnipeg til Selkirk & miðvikudagskveldum, sem sé & hentugasta tfma fyrir p& sem vildu taka tér far með mfnum sleða, er leggur af stað á fimtv.dagsmorgna eins og &ður er sagt. GEORGE S. DICKENSON. OLE SIMONSON, N mælirmeð sfnu nýja Scandinaviao Hotei 718 Main Stbbnt. Fæði $1.00 & dag. Greiða-sala. ,‘á Beztn gisfci- og greiðasölu-húsið á meSal íslendinga í Winnipeg er 605 Ross ave., þrióju dyr austan við búS Mr. Árna Friðrikssonar. Gofcfc fæði, gott húsrúni, gott hcsthús og fjós. Ált selt með mjög sanngjörnu verði. Tekið á móti ferðatnönnum og hest- um á hvaða tíma sólarhringsins sem er.—Munið eftir staðnum: 605 Ross Ave. Sv. SvEINSSON. Ég hef] tekið að mór að selja ALEXANDRA CREAM SEPARATORS, óska eftir að sem flestir vildu gcfa mór tækifæri. Einnig’ sel úg Money Maker ‘ Prjónavélar. G. Sveinsson. Í95 Princess St Winnipeg í exandra Rjoma-Skilvindan Verð: $50.00 og þar yfir. * Hagnaðurinn af G kúm sé RjömaskiLvinJa brúk- uð jafnast á við hagnaðinn af 8 kúm án hennar, án þess að meta neitthægðarauka ogtímasparn- að. Biðjið um verðskrá á íslenzku og vottorða- afskriftir er sýna hvað mikið betri okkar skil- vindur eru en nokkrar aðrar á markaðnum. R. A. Lister & Co., Ltd. •232 King Str., Winnipeg. Fyrir 6 mánuðum tók Canadian Dai- ry Supply Co. að sér De Laval Skilviodu-soluna HSBSÍÍi Oghlyti að keppa við vélar, sem boðnar voru fyrir hvað sem fékst þá eru yfirburðir “Alpha Baby” Skilvindunnar vidurkendlr o(r sanmidir iue<f vottorjum fjöldnns, sem brúknr haiiu. • Fair Home Farm, Atwell,, Man., 10. nóv. 1800. The Canadian Dairy Supply Co., Winnippg, Man. * •Hbkbar mínir —Með því eg þarfnaðist rjómaskil- vindu síðastl. vor þá fékk eg mér fyrst ,,M'kado“-skil- vindu frá Manitoba Produce-félaginu og reyndist hiin vcl í íáeina daga; svo kom eitlhvert ólag á hana og afréð eg þá að reyna ,,Melotte“-skilvinduna, en hún reyndist litið betur og reyndi eg þá eina af yðar skilvindum. sem hefur reynst ágætlega vel. Hún nær öllnm rjómanum, er i mjög létt og þægilegra að halda henni hreinni heldnr en nokkrum hinna. Eg vil ráða fölki til þess að taka De Laval-skilvindurnar langt fram yfir allar aðrar, sem eg hef reynt. Yðar eínlægur, • WM. DARWOOD. íslenzkur umboðsmaður Canadian Dairy SuPPLY-félagsins á að ferðast um allar íslenzku nýlendurnar í vetur og að vori. ChrÍNtian Jolllisoil á Baldur er umboðsmaður vor í Argyle-bygð. TH« CANADIAN DAI8T SDPPLY CO., 236 KING ST., WINNIPEG. Upplausn felagsskapar. Garnett Bros. & O’Donnell hafa komið sér saman um að uppleysa félagsverzlun sína og bjóða pví all»r verur — Álnavöru, Matvöru, Fatnað, Skófatnið, Járnvöru og Húsbúnað FYRIR INNKAUPSVERD. Allar vörurnar eru niffengrnar svo úr góðu er að velja og hægt að komast að ábatasömum kaupum. Komið sém fyrst pví vörurnar verða strax að seljast. Oaniétt Drns, & (l’lloniicll. HENSEL, N. D. 379 eftir peim, ef pær eru peas virði“, hugsaði óg með mór. Hana nú, óg hef gert pessa j&tningu eins greini- lega eins og ég ætla að gera hana. Ég bygði pvl út úr huga mínum, hvað Demetri kynni að vera að brugga með sjálfum sér á meðan hann var að fægja hnlf sinn og raula ljóð Akxanders eineygða. Dað leit út fyrir, að Mouraki áliti petta ekki pess virði að gefa pví gaum. Hann var nú kominn mjög nærri Phroso, og beygði sig niður að henni par sem hún sat & klettinum. Alt I einu heyrði ég, að hún rak upp lágt angistar-óp og sagði „nei, nei“ með óttafullri röddu; en Mouraki brýodi r&ustina d&- lítið og sagði „j&, j&“. Ég hlustaði eins vel og óg mögulega gat; já, óg meiia að segja h&lf stóð upp af steininum, sem ég sat &, og settist ekki niður aftur fyr en hermennirnir ógnuðu mér meÖ bissustingjum sínum. Ég gat ekki heyrt orðaskil, en óg heyrði að Phroso talaði í mjúk- um bænarróm, heyrði, að Mouraki hló stuttan, harð- neskjulegan hl&tur, og svo varð pögn og Mouraki ypti öxlum. Síðan sneri hann sór við, og kom pang að sem ég var. „Færið ykkur d&Iítið fr&“, sagði hann við her- mennina, „en hafið auga ð fanga ykkar, og ef hann reynir að hreifa sig, p&—“ Hann lauk ekki við setn- inguna, sem I rauninni var nógu ljós &n pess að form- legri endingu væri bætt við hana. Slðan byrjaði hann að tala við mig & frönsku, 382 ir, hann, sem hafði svo mikla reynslu en svo lltið lmyndunaratl, mælti með sóttveikinni. Hann sagði mór, að pað væri vanalega r&ðið hér & Neopalia-ey“. „Konan hans hefur d&ið úr pessari sóttveiki, byst ég við?“ sagði ég. Ég held að ég hafi brosað um leið og ég sagði petta. Dótt hættan, sem yfir mér vofði, væri mikil, p& hafði ég enn gaman af að skilmast við landstjórann. „Ó, nei“, sagði hann. „Detta er yður ósamboð- ið. Maður ætti aldrei að viðhafa ósannindi pegar sannleikurinn dugir eins vel! Fyrst hann er d&inn, p& er sj&lfsagt að segja að hann hafi myrt konuna slna. Ef hann hefði verið lifandi, p& auðvitað—“ „Þá hefði sóttveikin auðvitað verið banamein hennar“, sagði ég. „öldungis rétt“, sagði hann. „Vér verðum að haga oss eftir kringumstæðunum; vitrir menn gera pað ætlð. Nú, hvað yður snertir—“ Hann beygði sig niður að mér og hcifði last I andlit mitt. „Hvað mig snertir“, sagði ég, „p& getið pér kallað pað hvað sem pér viljið, pasja“. „Haldið pér ekki, að hin mispyrmda föðurland,s- ftst hér I Neopalia—?“ sagði hann eins og til að preifa fyrir sér og brosti. „I>ér keyptuð eyna—pér, sem eruð útlendingur! I>að var mikil fljótfærni. f>essir eyjarskeggjar eru ófyrirlitnir n&ungar“. „t>es8Í ástæða hefði dugað ef Constantine hefði verið & lífi“, sagði ég. „En nú er pessi föðurlands- vinur d&inn, pasja“. 375 mig bragðið, sem haon hafði beitt til pess að f& sÖ’t & hendur mér. Við hverja mundi nú annar eins maður eins og Mouraki pasja l&ta ann&ð eins oy petta uppi? Auðvitsð við p& menn—og við enga aðra menn en p&—sem hann vissi að munduekki geta sagt eft r honum. Og pað er til m&ltæki, sem gofur 1 skyn, að pað sé einungis einn flokkur manna sem segi ekki eftir—dauðir menn. Detta var ástreð ■ an fyrir, að ég lagði pýðingu I hreinskilni land- stjórans. Ég held að Mouraki hafi fylgst með hugsunu u minum, með hinu undrunars&mlega skarpa viti sín t og g&fu til að sjá inn I hugskot annara; pví han í brosti aftur og sagði: „Mér er s&ma pó ég sé hreinskilinn við yðu*, kæri Wheatley minn. Ég er viss um, að pér noti ) ekki pær lltilfjörlegu j&tningar, setn ég kann a^ virðast gera, gegn mér. Hve hnugginn pér hljótið pó að vera útaf afdrifum veslingsins hans Kortssir vinar yðar!“ „Við mistum sinn vininn hver I morgun, pnsja sagði ég. „Constantine? Ó, já, pað er satt“, sagði Mour - aki. „Samt sem ftður—hann er eins vel kornina par sem hann er—alveg eins vel kominn par sem hann er“. „Hann mun heldur ekki geta notað hinar lítiL fjörlegu j&tningar yðar“, sagði ég. „Hvað fimur pér eruð pó að grípa mcinÍDgn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.