Lögberg - 08.03.1900, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.03.1900, Blaðsíða 2
/ LÖOBERG, FIMMTUDAUINN 8. MAB£ 1900. Landskortur inn i Vt’Stur- Canada. Ein af hinum ósönnu staðhæf- ingum séra Hafsteins Péturssonar, í nafnlausa bréfinu hans í „þjóðólfi“, er sú, að rugli Jóns Ólafssonar f fyr- irlestri hans um Vestur-íslendinga og hag þeirra hafi ekki verið svarað. Lesendur vora mun reka minni til, að t'grip af fyrirlestrinum birtist i ýmsum af Reykjavíkur-blöðunum, þar á meðal í „þjoðólfi", og gerðum vér þá strax athugasemdir við mest af ósanninda-rugli J. Ólafssonar um Vestur-ísl., hag þeirra og um Ame- ríku. En svo þóttist J. Ólafsson ætla að birta fyrirlesturinn á prenti, og loks, eftir nærri árs drátt, birtist nokkur hluti hans (eða það, sem J. ól. sagði að væri hluti fyrirlesturs- ins, er hann hélt) í „Sunnanfara", en síðari hlutinn hefur enn ekki bii st! Eitt af þvf, sem Jón Ólafsson var að fræða menn á, var það, að lítið sem ekkeit af nýtilegum heim- ilisréttar eða gefins bújörfum væri að fá hér í norðvestur Canada. því atriði mótmæltum vér þá strax sem ósönnu, enda hefur reynslan sýnt að Jón var hér, sem oftar, að fara með ósvffnustu ósannindi, þvf á hverju ári sfðan hafa verið numdar svo þúsundum skiftir af ágætum gefins bujörðum. Til þess enn frek- ar að hrekja ofangreind ósannindi J. Ól., biitum vér hér á eftir land- skoðiinar-skýrslu undirritaða af sex Islendingum frá Norður-Dakota, og er óhætt að segja að þeir, hver um sig, eru áreiðanlegri menn í öllum hlutum en Jón Ólafsson. þessir menn skoðuðu minst af hinu ó- numda gefins landi, sem til er hér í norðvestur Canada, en sáu þó mikið af góðu landi. Tilað gefa ókunnugum mönnum hugmynd um, hvílík flæmi hin ónumdu lönd hér eru, skulurn vér benda á, að þó maður einungis taki hérað það er Dakota-menn þessir skoðuðu part af, nefnilega svæðið milli Calgary og Edmonton (um 200 mflur frá suðri til norðurs og um 100 mílur út frá jáanbraut- inni á hverja hlið, austur og vestur), þá gerir það að fiatarmáli hér um bil jafn stórt svæði sem alt ísland. Eins og allir vita, þá er nú einungis lítill hluti af íslandi hygður eða byggilegur, og þó hafast þar við lið- ugar 70 þúsundir manna. Svæðið milli Calgary og Edmonton er alt byggilegt land—byggilegra að jafn- aði en hinn byggilegi hluti íslands— svo þar er nóg pláss fyrir nokkur hundruð þúsunda af fólki, án þess að þéttbygt gæti kallast. Skýrsla Dakota-manna hljóðar sem fylgir: „Á fundi, sem haldinn var á Mountain, Pembina Co., Norður Dakots., hinn 8. spríl 1899, var svo- hljóðandi fundar-samþykt gerð og undirskrifuð af 70 m&nns:— „Að kjósa sex manna nefnd til að akoða ýms landspláss í CaDada, 1 þeim tilgangi að útvelja stað eða staði handa löndum 1 Dakota. sem of einni eða annari ástæðu óska að ná sér 1 gefÍDS bújarðir 1 binni víðlendu og frjógu Can»da“. í öðru lagi var samþykt: — ,. AÖ fara pess á leit við sambands stjórn Canada, að hún veiti þessari nefnd eins mikil hlunnindi og hún frekast gæti til að ferðast um landið“. í þessa nefnd vorum vér undir' skrifaðir kosnir. Vér skrifuðum þegar innflutn- irga deild stjórnarinnar f WintDÍpeg, sem undir eins mjög frjálslega lofaði ókeypis ferð með járnbrsutum og einhverju n st)rk til útkeyrslu frá ýmsum stöðum á brautunum. Svo lögðum vér á stað frá Hen sel, Pembina Co., N.-Dak., sunnu daginn 21. maf að morgni, og komum til Winnipeg lltið eftir bádegi sama d»g. Á n ánudagsroorguninn fórum vér upp á skrifstofu inDflutnÍDga- deildaiinnar, til að fá hin nauðsynlegu skjöl og skilriki til ferðarinnar. Formaður deildarinnar, Mr. William F. McCreary, tók oss mæta vel og veitti í fylsta máta alt, sem lofað hafði verið, mjög lipurlega: Ótteypis járnbruatar-far, nálega ótak- markaða keyrslu út frá járnbr.-stöðv- um og ritaði þess utan með osshlýleg meðmælingar-bréf til umboðfmanna sinna á Edmonton-brautinni, og lagði svo fyrir, að vér fengjum tjöld og eldunar áhöld og nauðsynlegan út búnað annan eftir þörfum, til úti- vistar á fcrðum vorum út frá brautinni, og sagði oss þess utan að telegrafera sér til Winnipeg, ef oss vanhagaði um eitthvað á leiðinni, eða ef vér þyrft- um að breyta til f einhverju. Á mánudaginn 22. maí lögðum vér á stað frá Winnipeg til Selkirk, og komum aftur til Winnipeg hinn 25., á fimtudag.—V ð keyrðum 2 daga út frá Selkirk, í vestur og norður,og skoðuðum St. Andrew’s-flóann. Hann mun vera, að sögn, nálægt, 200 þús und ekrur að stærð, eða nálægt 30 sectionir. Flóinn er eign Manitoba stjómarinnar, og fæst þar því ekki heimilisréttar-land. En kaupa má löad í flóanum með litlu verði og hag- anlegum borgunitrkjörum. Mest af flóa þessum mun vera fyr rtaks land, hvað jarðveg sriertir, og annars figætt ti! hvers sem vera skal, þegar búið er að þurka hann , npp eins og 4 að gera og byrjað er 4.* t>að mun Htill vafl á þvf, að land þar verður áður langt Ifður verðmætt í meira lagi, enda liggur flóinn nálægt hjartarótum Manitoba fylkis og Can- xda f beild sinni. Föstudaginn 26. maf hófum vér ferð vora frá Winnipeg vestur eftir með Canada Kyrrahafs brautinni og komum til Calgary aðfaranótt sunnu dags tl 3. eftir þriggja dægra sam- felda ferð. Vegalengndin er 840 mílur. Mánudaginn 29- roaí lögðum vér á stað frá Calgary áleiðis til Edmon- ton. Sú leið er 192 mílur, aðallega til norðurs, lítið eitt til austurs. Norður frá Calgary er landið 1 fyrstu fremur sendið, hólótt oghriggj- ótt. Vér hirtum því ekki um að skoða landið fyr en vór komum til Innisfail, um 77 milur nérður frá Calgary. Landið corður frá Innisfail alia leið til Edmonton, 115 mflur eftir brautinDÍ, skoðuðum vér meira og minna iækilega, 20—30 mflur vest >r og undir 20 mflur austur frá braut- juni. Frá Edmonton fórum rór framt að 40 mflum norður og austur, og þaðan íórum vér suður yfir Saskatch ewan ána og skoðuðum landið þar suður um. Á öllum þessum fláka, sem vér skoðuðum, og sem allur liggur f Alberta-héraði, er jarðvegur yfirleitt góður. Gróðurmoldin er djúp, en allvíða dálíiið sandkend, sem mun vera mjög beppilegt vegna loftslags- ins. Landið er vafalaust mjög vel lagað til kvikfjárræktar, því allvíðast er gnægð heyskapar, en vetrartíð fremur mild og vatn nóg. Án efa er land í Alberta lfka vel lagað til akuryrkju, erda er húu stunduð til rauna á sumum stöðum, með góðum firangri, eÍDkanlega krÍDgum Edmonton og þarsuður með brautinni. 30 — 50 bushel af hveiti og 60 til yfir 100 bush. af höfrum af ekrunni töldu menn fremur almenna uppskeru þar vcstra. Vér erum sannfærðir um, að þessi landfláki, sem vér tkoðuðum, verður fiður langt líður fjöibygt og farsælt hórað, þv þar eru öll skilyrði til þess fyrir hendi. Fyrir fáum firum fluttu nokkrir fátækir íslendirgar til alberta og settust að frá 10—20 mílur vestur frá Innisfail og Red Deer. Nú er þar komin dfilitil ísleczk nýlenda, ljóm- andi þrifleg og myndarleg. Vér beimsóttum laDda vora f þessari ungu bygð, dvöldum dálítið hjá þeim og ferfuðumst á meðal þeirra, og und- *) Uppþurkunar-verkinu er r.ú al- gerlega lokið.—Ilitst. Lögb. um oss*ljómaDdi vel. I>eir eru frsm úr skarai di gestrlsnir, vingjarnlegir og viðfeldnir, og beDdir alt hjá þeim 4 að þeira lfði vel, enda eru þeir mjög svo ánægðir. Nálega hringinn í kringum þessa íslenzku bygð, þó einkanlega norður og vestur af henni, er gosgð af ónuradu, ljómandi góðu landi, bjóð- andi fram viðurvæii handa þúsundum manna. Dar er nóg af eDgi og bit- haga, skógi og vatni. Dar eru kol f jörðu og bygginga grjót í ár- og lækjabökkum. Dað var ekki laust við, að oss nefndarmönnum kæmi til hugar að óska, að fátækir, atorkusamir bændur, sem lemjast um á óræktar böiðum heima á garola landinu ogver'aað strita —en þó strfða við ömurlegan skort—væri komnir á þetta frjósama, ónumda land, þsr sem hver atorku- maður á að sjálfsögðu góða framtíð fyrir höndum í góðu og heilnæmu plássi, innan um duglega og upplýsta borgara, undir hagsýnni, réttlfitri og duglegri stjórn, stjórn, sem gerir sér ant um velgengni og framfarir borgar- anna og að komaí þá krafti ogkjarna, en gerir ekki að marki sínu og miði að sjúga úr þeirr. merginn. t þessum béruðum, sem vór ferðuðumst um, er hvervetna gnægð sf skógi; þó ekki té það á hverjum sectionar fjórðungi, þá er hann samt alstaðar í nánd og eftir því góður; langmest poplar og sumstaðar fura. Fiskur er í öll 'm stærri vötnum t. d. Gull Lake og Snake Lake, og í sutnuin ánum er nokkur fiskur. Enn fremur má nefus, sem hagræði fyrir innflytjendur, að sögunarmylnur eru hiugaö og þaDgað meðfram ánum og jafnvel við vötnin, t d Gull Lake. Áður en vér skiljumst við þetta bérað viljum vó.1 minnast lltið eitt á smjörgerðarhúúo, sem stjórnin heldur uppi í nýleudum sfnum f Canada, til ótnetadegra hagsmuna fyrir fátæka nýbyggjara, og annars alla. Stjórnin setur upp þessi smjörgerðarhús í öll- um nýlendum, þegar beiðst er eftir þvf, t g lætur þau vinna svo lengi aem þörf gerist. Uændur, sem eiga skilvindur, flytja að eins rjómann f húsin; en hiuir, sem ekki eiga skil- vindur, flytja mjólkina, sem svo er aðskilin í húsinu, en eigandinn fer heim með u danrenninguna. Stjórn- in birgar svo bændum rjómanD, eða réttara s»gt smjörið úr rjómanum, mðnaðarlega f peningum, sem mun láta nærri 17 centum fyrir pundið til jafnaðar. Svo er talið til, að bóndinn hafi sjálfsagt $20 eftir uverja meðalkú um árið fyrir rjóma, og svo þar að auki kálfÍDn og alla undanrenningu. En stjórnin gerir stucdum enn þá meira fyrir sína ungu bæcdur en þetta. Degar of fáar kýr eru f einhverju plfissi til þess að geta baldið uppi smjörgeið, þá reisir hún sjálf skil- vindu-hús, svo bændur geta öutt þangað mjólkina og látið skilja hana þár, en stjórnin anntst flutnÍDg 4 rjómanum til næs'.a smjörgerðar-húss. Og þetta kostar þessa bæodur ekkert meira en venja er til á smjörgerðar- húsum. Hún gerir þetta að eins til þesa að létta undir með bændum i þessu tilliti og losa þá, sem svona stendur á fyrir, við að flytja mjólkina ói/milega langt. Einn maður úr nefndinni, Mr. C. Johnson frá Hensel, tók sér heimilis- réttarland 6 mllur vestur frá Lacombe, við Gull Lake, í Section 36. Town- sbip 40, Range 28. Dar er sögunar- mylna rétt bjá og nógur fiskur. Annar maður úr nefndinni, Mr. Jóhann Sveinsson frá Mountain, tók 3 heimilisiéttarlönd í Sec. 36,Tsp 37, Racge 1. Dar mun vera gott akur- yrkjuland m m. og Swan Lake er þar létt bjá. Veiðuglega viljum vér taka það fram, að umbofsmenn stjórnarinnar sýndu oss í hverju sem var góðvild og bjálpfýsi, og fylgdarmenn vorir voru ferðamenn iöskvir og drengir góðir. ekki sfzt Joseph Smith frá Red Deer. Laugardaginn 10. júni komum vér aftur til baka t:l Winnipeg og ætluðum mánudaginn r æsta á eftir að fara norður til Swtn Ri ver oar skoða þann dal, Gilbert Planes, Dauphiu- béraðið og jafnvel land við Winn peg- opís vatn. En af því óvanalegar rigningar höfðu gengið þar norður frá, voru járnbrautarbrýr nokkrar komnar svo f ólag, að vér gfitum ekki komist þangað fyr en eftir rokkra tfð, svo vér réðura af að fara heirn í þetta sinn, en höfum fastlegt í huga að ferðast þangað á þessu sumri, til að litast þar um. H. IIermann (skrifari), C. Johnson, JÓHANN SVEINSSON, Sig. Gcdmundsson, S. SvEINSSON, Ke. Samúelsson.“ Viltu borga $5.00 fjrir góðan Islenzkan spunarokk ? Ekki líkan þpim sem hér nð ofan er sýud- ur, helrtur íslenzkan rokk. Ef svo, (>á gerið umbo' smönnum voTuin aðvart og vfir akuium pantaj.000 rðkka frá Noregi oií senda yðtir þá otr borga sjá’fir fintnÍDgs- giatdið. Rokkarnir ern irerðirtír hörðum vfð að undanteknum bjölhrimrnum. Deir eru mjög snotrir og snældan fóðruð inuan með blýi, á hinu hagaulegas*a hátt. Mustads ullarkambar eru betri en danskir J, L. kambar af t>ví i>eir eru blikUlagðir, svo tð i>eir rífa ekki. Þeir eru gerðir dr grenivið og þeasvegna iéttari. Þeir eru betri fyrir amerikanska ull sem er grófgerðari en islenzka ullin. Krefjist bví að fá Mnstsds No. 27 eða 80. Vór sendum þá með pósti, eða umboös- raenn vorir. Þeir kosta $1.00. Stólkambar tilbdnir af Mustads, gróflr eða fínir. Kosta $1.25. _________________ Gólfteppa vefjarskeiðar með 8,9,10,11,12, 18 eða 14 reirum á þumlungnum. Kosta hver $2.50. Spólurokkar betri en nokkur spunarokkur tii þess brdks. Kosta hver $2.00. Phoenix litir Þeir eru bdnir til í Þýzkalandi, og vér höf- nm i>ekt þá f Noregi, Svíaríki. Danmörku og Finnlandi og voru þeir í miklu áliti þar. Verzlun vor sendir vörur um allan heim og litirnir hafa verið brtíkaðir f síðastl. 40 ár. Ver ábyrgjumst aá þessir litir eru yóöir. Það eru 30 litir til ao lita ull, léreft silki eða baðmull. Kvefjist að fá Phoenix litina, þrí fslenzkar litunarreglur eru á hverjum paaka og þér getið ekki misskil- ið þær. Litirnir eru seldir hjá öllum und- irrituíum kaupmönnum. Kosta 10 cents pakkinn eða 3 fyrir 25c. eða sendir með pósti gegn fyrirfiam boigun.* Norskur hleypir, til osta og btíðingagerðar o. fl. Tilbdinn tír kálfsiðrum, selt í flöskum á 25c , 4öc.. 75c. og $1.25. Norskur smjörlitur seltlur með sama verði og hleypirinn. Borthens þorskalýsi. Þér þekkið vissulega norska þorskalýsið, en þér vitið ekki bversvegna það er hið bezta lýsi. Við strendur íslands og Nor- egs vex viss tegund af sjóþangi, sem þorsk- arnir éta, og hefur það þau áhrif á lifur flskanna, að hún fær í sig viss ákveðin heilbrigðisefni, sem læknar segja hin beztu fltuefni sem nokkurn tíma hafa þekst. Lýsið er ágætt við öllum lungnasjtíkdóm- um. Það eru ýmsar aðferðir við hreins- un lifrarinnar. Mr. Borthens lireinsunar- aðferð er súJiezta, sem enn hefur verið uppfundin. Lý»i hang er þvi hið bezta sem hægt er að fá. Ennfremnr ber þess að gæts, að Borthens þorskalýsi ereinuug- is búið til tír lifur tír þeim fiskum, sem veiddir eru í net og eru með fullu fjöri. Sá fisktiþ sem veiddur er á línu, veikist eins fljótt og öngullinn snertir haun. Þar af leiðir, að lýsi, sem brætt er úr lifnr úr færafiski, er óholt og veikir en læknar ekki. Krefjist þessvegna að fá Borthens iýsi. Verðið er: ein mörk fyrir $ 1,00, pel- inn 5Pc. Ski 'flð oss eða umboðsmönnum vorum og fáið hið beztaog hollasta þorska lýsi. ________________ Heymann Bloch’s heilsusalt. Vel þekt um alla Evrópu og á íslandi fyr- ir heiluæm áhrif í öllum magasjtíkdóm- um. Það læknar alla magaveiki og styrk- ir meltingarfærin. Það hefur meðmæli beztu lækna á Norðurlöndum, og er aðal lækningalyf í Noregi, Svíaríki, Drnmörku og Finnlamdi. Það er selt hérlendis í fer- hyrntlum pökkum, með ranðprentuðum neyzlure^Ium. Verðiðer25c. Seutmeð Dr. O. BJORNSON, 618 ELGIN AVE , WINNIPEQ. Ætíð heima kl. i til 2.80 e. m. o kl, 7 til 8.80 e. m. Tclefón 1256, Dr. T. H. Laugheed, GLENBORO, MAN. Hefnr ætíð á reiðum hönduir. allskonar meðöi.EINKALEVr ÍS-MEÐÖL.SKRIF- FÆRI, SKOLABÆKUR, SKRAUT- MUNI og VEGGJ APAPPIR, Veið lágt. TANNLÆKNIR, M. C. CLiARK, Fluttur til pósti ef viðskiftakaupmenn ýöar hafa það ekki. Whale Amber (Hvalsmjör) er önnuv framleiðsla Norðurlanda. Það er búið til úr beztu efnum hvalfiskjarins. Það mýkir og svertir og gerir vatnshelt og endingargott alt leður, skó, etígvél, ak- týgi og hesthófa. og styður að fágun leð- ursins með hvaða blanksvertu setn það er fágað. Ein askja af þessu efni verndar leðrið og gerir það margfalt endingar- betra en það aDnars mundi verða. Það hefur verið notað af flskimönnnm á Norð- urlöndum i h'indru-S ira. Ein a«kja ko«t- ai, eftir stærð, 10c., 2fc., ÖOo. og $1.00 hvort heldur fyrir skó eða aktýgi. Smokine. Það er efni sem reykir og verndar kjðt af ölltim tegundum, flsk og fugla. Það er horið á kjötið eða fiskinn með husta, og eftir eina viku er það orðið reykt ogtllbu- ið til neyzln. Mert því að reykja matvæli á þennan hátt, þarf hvorki að hafa þau ná- lægt hita né heldur þar sem flugtir eða ormar komastað þeim. Ekk’. minka þau yg innþorna og léttast, eius og þegar reykt er við eld. Þetta efni er heldur ekki nýtt. Það hefnr verið notað í Noregi 1 nokkrar aldir, Pottflaskan nægir til aö reykjaðOO pund, Verðið er 7ðc. og að auki 35c. fyr- ir burðargjald, Notkunarreglur fylgja hverri flösku. Svensk sagarblöð, 3)4 og 4 fet á breidd, Þér haflð eflaust heyrt getið um svenskt stál. Þessl blðð eru btíin til tír þvi og eru samkvuja þelm sem brúkuð eru á tslandi. Grindurnar getið þér sjáiðr smíðað, eins og þér gertV uð heima. Sl4 feta lðng sagarblöð kosta 75c. og 4 feta $1.00. Send með póstl gegn fyrirfram borgUn. Áhöld til bökunar í heima- húsum. NORSK VÖFLUJJRN, mótuð 1 liking við 5 hjörtu. Mótin eru sterk, baag og endingargóð. Þau baka jalnar eg góðar vöttur og kosta $1.25. NORSK BRAUÐKEFLI, fýrir flatbrauð. Kosta 75c. RÓSAJÁRN. Baka þunnar, fínar eg á gælar kökur. Verð 50c. DÖNSK EPLASKtFUJARN; notuð einnig á Islaudi. KostaSOc. OOROJÁRN. Buka þunnar „wafers“kðk- ur, eksi vöflur. Kosta $1 35. LUMMUJARE. Baka eina Iummu í elnu Þær eru vafðar upp áður en þssr ern bornar á borð og eruávætar, Kosta $1.25. SPRITSIARN (sprautu-járn). Þau eru notuð við ýn sa kökugerð, og til að móta smjör og brjóstsyknr og til að troða tít lacga (Sausage). Þeim fylgir 8 stjörnumo* og 1 trekt. Send með pósti- Verð $1.00 Eftirfylgjandi menn selja ofantaldar vörur.- Hans T. Ellenson. Milton, N. D. J. B. Buck...............Edinburgh, N.D. Hanson & Co.................. “ “ Syverud Bros.,........Osnabrook “ Bidlake & Kinohjn........ “ •< Geo. W. Marshall,....Crystai, * < Adams Bros.,.........Cavalier “ C. A. Holbrook & Oo.,.. “ « 8. Thorwaldson, . ..Akra, P. J. Skjöld.........Hallson, “ Elis Thouwalðson,....Mountain, “ Oli Gilbertson........Towner, “ Thomas & Ohnstad, .... Willow City “ T. R. Shaw,.......... Pemhina, “ Thos. L. Price,......... “ « IIOLDAHL& Foss, ....Roseau, Minn. Gislason Bros.,.. Minneota, Mim/ Oliver & Btron,.....W. Selkirk, Man. Tii. Borofjörd .....Selkirk « Sigurdson Bros......Hnausa, « Thorwaldson & C i...Jcel. River, “ B. B. <jlson,.........Gimli, « G. Thorsteinson,.... “ « JÚLÍus Davisson ....Wild Oak “ Gísli Jónsson,......Wild Oak, “ Halldór Eyjólfsson,. .Saltcoats, Assa. Arni Eridriksson, .... Ross Ave., Wpeg. Th. Thgrkelsson.....Ross Ave.. Th. Goodman...... , .ElJice Ave', “ Petur Thompson,.....Water St. « A. Hallonquist,.....Logan Ave. “ T. Nelson & Co.,....821 Main St “• Biðjið ofanskvifaða menn om þessar vörur, eða ritið beint til a^al-verzlunar- stöðvanna, Alfred Anderson & Co., VVe»t«rii Importers, 1810 Washinsrton Ave. So. MTNNEAPOLIS, MINN Eða til Cunnars Sveinssonar, Aðal-umboðsmanns fyrir Canada 195 Princess St., Winnipef?, Man. ’ 532 MA)H 5T. Yfir Craigs-h 'ð.nni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.