Lögberg - 05.04.1900, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.04.1900, Blaðsíða 5
I 1 LAOBRRO. PIMMTUDAGINN 5 APRÍL 1900. með, þá næmi hin drlega meðaltals aukning verzlunarinnar á tekjutolls- títnabilinu (+ árum) $36,806,811 á móti $3,701,105, sem verzlunin hefði árlega aukist að meðaltali á vernd- artolls-tímahilinu (þeim 18 árum, er hin „þjóðlega stefna“ var í gildi). Verzlun Canada við önnur lönd hafi þannig vaxið tólf sinnum meira á ári undir tekjutolls-stefnunni, en Undir verndartolla-stefnunni. Næst mintist Mr. Fielding á sölu opinherra landa og sýndi, að árið 1896 hefði stjórnarland verið selt fyrir einungis $66,2t.4, en árið sem leið hefði land verið selt fyrir $137.905. Hann skýrði og frá tölu innflytjenda, til uð sýna fromför og þróun landsins. Tala innHytjenda frá Bandaríkjunum hefði árið 1897 einungis veíið 712, en árið sem leið (1899) hefði 11,945 innflytjendur komið frá Bandarikjunum. Árið 1897 hefði tala innflytjenda til Can- ada frá öðrum löndum en Banda- ríkjunum verið J 6,835, en árið sem leið hefði tala þeirra verið 32,000 — tvöfaldast á tveimur árum. Mr. Bielding hafði það eftir Sir Charles Vupper, úr ræðu er hann hélt ný- lega í Boston, að á 57 opinberum fundum, sem hann hefði talað á síð- Ustu mánuði í Canada, þá hefði hann hitt þar hundruð af bændum, er áður hefðu búið í Bandaríkjun- um. Ræðum. sagði, afi landsölu- aukning Can. Pacific-járnbrautar- félagsins væri enn ein sönnunin fyr- ir velgengninni í landinu. Hann mintist einnig á vöxt stál-iðnaðar- ins og sagði, að Sydney í Nova- Scotia mundi verða Pittsburg Can- ada. Hann bar saman verzlun Bandaríkjanna og Canada og sýndi, «ð útfluttur heima-unninn varning- Ur hefði numið $16 á mann í Banda- r'kjunum árið 1898, en í Canada befði samskyns varningur numið $37.50 á mann sama ár. Verzlun Bandarikjanna við önnur lönd hefði sama ár nnmið $24 á mann, en $36 á mann í Canada. Árið 1899 hefði útfluttur heima-unninn varningur numið $15 á mann f Bandaríkjun- um, en $84 á mann í Canada; verzl- un Bandar. við önnur lÖDd hefði sama ór numið $?5 á mann, en $58 á mann í Canada. þá fór Mr. Fielding út í spurs- málið um tollbreytingar Laurier- 8tjórnarinnar og byrði þá er al- menningur ber í þessu efni. Hann gaf upplýsingar úr verzlunar-skýrsl- um landsins sem sýndu, að tollbyrð- in hefði verið lækkuð um 22 ai' hundraði (nærri fjórðapart) í heilc sinni, og að þessi lækkun næmi 107 af hundraði (meir en tíunda parti) af öllum tolltekjunum. Ef gömlu toll-lögin afturhaldsflokksins hefðu verið í gildi árið sem leið, þá hefði fólkið í Canada orðið að borga á því eina ári yfir 3 milj. dolL. meiri toll en það borgaði. En meðaltals-toll- urinn, miðaður við verð vöruteg- nndanna í heild sinni, sýndi alls ekki til hlítar umbætur þær á toll- lögunum, sem gerðar hefðu verið og almenningur nyti góðs af. Ef toll- ur á munaðarvöru væri aukinn, en tollur á nauðsynjum almennings lækkaður, þá væri hægt að umbæta tollana mikið án þess að lækka verðhæðar-tollinn í heild sinni hið minsta. Niðurfærsla tolls snerti ekki einungis alla hluti, sem tollur væri lækkaður á og fluttir væru inn í landið, heldur neyddi hún þá, s-m sömu vörur byggju til 1 landinu, til að selja þær þeim mun lægra, sem hægt væri að flytja hana ódýrar inn. þá skýrði Mr. Fielding frá til- raunum stjórnarinnar að auka verzl- un Canada við brezku vestindisku eyjarnar og sýndi, að samningar væru komnir vel á veg með þvínær fríverzlun milli Canada og eyjar- innar Trinidad, í 5 ár til að byrja með. Austurfylkin hefði fyrir mörg- um árum baft mikla og arðsama verzlun við vestindisku eyjarnar, en sú verzlun hefði minkað mjög á síð- ari árum. Til að ná aftur í þessa verzlun væri eina ráðið, að gera sérstaka samninga. þar næst sneri Mr. Fielding sér að hinni sérstöku toll-lækkun gagn- vart Stórbretalandi. Hann benti á, að afstaða afturhaldsflokksins væri hin sama í þessu máli og hún hefði verið, sú sem sé, að veita ekki móð- urlandinu nein verzlunar-hlunnindi nema þvf að eins að það veitti doll- ar á móti dollar á pappírnum. Hvers vegna var það, spurði ræðum., að verzlunarsamningar Breta við þýzkaland og Belglu voru ekki numdir úr gildi á meðan afturhalds- flokkurinn hafði völdin í Canada? Eingöngu vegna þess, sagði ræðum., að afturhalds-stjórnin vildi færa til baka vísirana á klukku Breta, fá þá til að taka aftur upp þá stefnu í tekjumálum sínum er þeir höfðu fyrir löngu hafnað. Bretar fáist ekki til að tolla matvöru fólksins. FrjAlslyndi flokkurinn í Canada hafi tekið alt aðra stefnu þegar hann tók við völdunum, og þá nímu líka Bretar strax úr gildi verzlunar- samning sinn við þýzkaland og Belgíu. Ræðum. sýndi með tölum, hvernig verzlun Canada við Bret- land hefði aukist s*ðan hin sérstaka toll-lækkun hefði gengið í gildi: hann sagði að það væru hin sérstöku hlunnindi, er Cunada fengi hjá Bretum á móti. Á meðan hin svo- kallaða „þjóðlega stefna" aftuis halds - flokksins (tollverndunar- stefnanl hefði verið í gildi, þá hefði upphæð innflutts varnings fr4 Bret- landi fallið niðnr úr 43 mili. doll., sem hún var árið 1893, ofan í 25 milj. doll. *rið 1897. En áriö 1898 (þegar hin nýja stefna var gengin í gildi) hefði upphæð þessi stígið upp í 32 milj. doll., og árið 1893 komst tiún upp í 37 milj. doll. Bretar gæfu Canada verzlunar-hlunniudi af frjUsum vilja, samningslaust, og sönnunin fyrir því væri, að úttíutt- ar vörur frá Canada til Bretlands hefðu árið 1895 einungis numið 57 milj. doll, en árið sem leið hefðu þær numið 85 ínilj. doll. Bretar væru ætíð fúsir á að sýna sanngirni og tækju vinsamlegum bendingum í verzlunarmálum, en þeir væru ekki á þvt að láta kúga sig af mönnum, sem, eins og afturhalds-flokkurinn, heimtuðu með hárri röddu pund sitt af holdi. Ræðum. sagði, að ef það ætti fyrir Canada að liggja að ganga fyr- ir öðrum þjóðum hvað snerti að selja vöru sína á Brctlandi, þá yrði það með stefnu frjálslynda flokks- ins, en ekki með stefnu mótstöðu- tíokksins. Afturhaldsmenn segðu, að ef þeir kæmust aftur til valda, þá gæfu þeir Bretum engin toll- lækkunar hlunnindi, nema þeir gæfu .ákveðin hlunnindi á móti, og Lauri- er-stjórnin gengi á hólm við aftur- halas-flokkinn út af þéssu spurs- máli. „Til staðfestu trú vorri á stefnuna', sagði Mr. Fielding, „þá viðhef ég orð nýlendu-réðgjafa henn- ar h'tignar og segi: ,það er stefnan, sem er að styrkja böndin enn meir við móðurlandið'. Vér stöndum fast með þessari stefnu, og vér erum reiðubúnir til að ganga lengra. þegar ég lýk ræðu minni, ætla ég að leggja fyrir þingið uppástungu sem lýsir yfir því, að eftir næstk. 1. júli skuli toll-hlunnindi Breta aukin Eftir 1. júlí næstk. skulu toll-hlunn- indin aukin úr 25 af hundiaði upp í 33 J af hundr. Með öðrum orðum : Á móti hverjum 3 doll. af tolli, sem lagður verfur á vörur frá öðrum löndum, þá skulu að eins 2 dollarar lagðir á vörur frá móðurlandinu (iStórbretalandi). Stefna stjórnar- innar viðvíkjandi tollunum hefur verið varfærnis- og hófgirnis-stefna. Frjálslyndi flokkurinn kom sér sam- an um stefnu árið 1893 viðvíkjandi tollnnum, og er nú að koma þeirri stefnu í framkvæmd, bæði hvað suertir bókstafinn og andann. Stjórnin er að uppfylla allar sann- gjarnar vonir fólksius í Canada við- víkjandi uiflbótum á toll-löggjöf- inni. þar sem fjárhirzlan er nú svo full, að út úr flóir, þá á fólkið heimt- ingu á. að ílögurnar séu lækkaðar, og þetta tír nú veiið að gera, á þann hátt aA verz’unin við móðurlandið aukist utn leið. Ef maður tekur þá vöruti'yund sein mest er tiutt inn af frá Bretlandi og hinn hæsta toll, 35 af hundraði, og beitir toll-niður- færslunni, 33;' af hundr., þá verður tolluiinn a þessari vörutegund 23;* afhundraði. Eins og ástatt er nú, væri það sanngjarn tekjutollur". ])■! .skýrði Mr Fielding frá, að Lauri-r-stjórnin hefði gert samn- ing vi* brezku stjórnina, sem veitti canadiskum skuldabréfum aðgang að Táns-sjóðum á Englandi, er stjórn- in þar hefði updir höndutn, sem ekki hefði áður átt sér stað, og mundi þetta spara Canada mikla peninga í vöxtum—að Kkindum 2 prct. á öllum Bnum, er rnundi nema $2 500,000 sparnaði á ]'• ni þv!, er Canada yrði að taka að 10 árum liðnurn, til að borga eldri l*n. Mr. Fielding lauk ræðu sinni með eftirfylgjandi orðum: „Og nú het' ég lokið máli rnínu, herra for- seti. Ég vona að þessi skýrsla, sem ég hef getið þinginu og þjóð Canada í dag um ástand landsins, hafi verið ánægjuleg. Hún er saga um mjög mikla hagsæld. Hún er saga um gætt fjártnMa-ástand. * það er saga lands, sem hefur komist í geguum nýumliðið f járvandræða- og deyl’ðar tbnabil án þess að hafa þurft að taka einn einasta dollar til Uns. ])að er saga lands, setn ekki hefur eins dollars óráðstafaða skuld. það er saga lauds með fleytifulla fjfirhiizlu, þótt tollarnir hafi verið mikið lækkaðir. það er saga um ríflegar fjárveitingar til allra þarf- legra opinberra fyrirtækja. það er saga uni stórkostleg opinber fyrir- tæki, landinu til hagsmuna í nútíð og framtíð, sem framkvæmd eru án þess að bæta til muna við ríkis- skuldina. það er saga þjóðar sem byggir fjarska víðfittuinikið land, er nær alla leið frá einu af hinum miklu veraldar-höfum téi annars, fólks, sem þvínær undantekningar- laust er önnum kafið, I góðum efn- um, fnægt og farsælt. það er saga þjóðar, sem með glöðu geði ber allar skuldbindingar sem lagðar eru á hana til þess að viðhalda góðri og framkvæmdarsamri stjórn I landinu, þjóðar, sem hefur vaknað til svo mikillar hollustu við móðurlandið og drotuingu sína við hiua áhrifamiklu viðburði síðustu *ra, að hún gefur örHtlega af blóði sinu og auðæfum keisaradæminu til varnar og sæmd- ar i fjarliggjandi heimsMfu. Eg vona að vér allir könnumst við og skiljutu hve mikið og gott land vort er; og ég vona að vér minnumst með þakkbtum hjörtum blessunar þeirrar, sem forsjöniu hufor svo ör- Btlega Htið rigna yfir land vort, Canada“. það var gerður hinn bezti róm- ur að ræðu Mr. FieldÍDgs, og að henni lokinni stóð allur þingheimur á fætur og söng brezka þjófsönginn „God Save the Queen“. Síðar minnumst vér á 1 reyt- ingar þær og lækkun á tollum, sem gert er r»íS fyrir í uppástungu þeirri er fjártnálaráðgjafinn lagði fyrir þingið. Nýtt—avegf nýtt. — Auk allra ■>«irr« h'nniiinda, 8tím öhhðH t-kógbúa- félHjfið (I-dfpendont O der of For- esters) he.fur lafnHii x eitt ineðlimum Rlniim, byrjhði pað við lok aiðnstliðins febrúarmáu. (þ á.) að g>*fa nyjum og eldri félagsmönnnm Mnu n, körlum ogr konum, kost á nýjum liUinniml- utn, sem éngin önnur ,./>r(Pðrnu- ré Kfsfibyrjjðxr-lé/öi/ hafa nvkkru sinni veitt. með römu kjörum. Spyrjið emhiett:8mtínn stCikunni'r , ísafoldar" og e > bættinmenn kvenn- stúkunnar „Fjallkonan" hér I bænum eftir þeasari nýung. Hön ætd að vera öllum kunn. Til Nyjíi-Íslamls. Eins og »ð ymdanförnu læt ég lokaða sleða ganga milli Selkirk og Nýja íslands f hverri viku I vetur, og léggja þeir af stað frá Selkirk á hverjum mánudagsraorgni og koma til Gimli kl. 6 samdægurs. Frá Gimlt fer sleðinn næsta morgun kl. 8 f. h. og kemur til íslendiugafljót* k 1. 6 e. h. t»ar vetður hanu einn dag- um kyrt, en leggur svo aftur af stað til baka á sunnudagsmorgra og fimtu- d»gimorgna kl. 8 f. b. og kemur til Gimli kl. 6 samdægurs. Fer svo frá Gimli næsta morgun kl. 8 f. h. og kemur til Selkirk kl. 6 sama dag. Mr. Helgi Sturlaugsson og Mr. Kristjftn Sigvaldason duglegir, gæto- ir, og vanir keyrsJumenn keyra mína sleða eins og að undanförnu og munu þeir láta sór sérlega ant um alla þá sem með þeim feröast, eina og þeir geta borið um sem ferðast hafa með þeim áður. T»kið yður far mcð þeim þegar þór þmfið af> ferðast milli þessara staða.—Jftru- brautsrltístin fer frá 'W'innipeg til Selkiik á miðvikudagskveldum, sem sé á hentugssta tfma fyrir þá sein vildu taka »ér far með mfnum sleða, er leggur af stað 6 fimtndagKmorgua eins og áður er sagt. GEORGE S. DICKENSOIM. • • 43* stóð þegjandi eitt augnabhk; veröldin okkar var hoonin undir næstu orðum mínum. »En, lávarður minn, hvað er um mærina, sem blður yðar fyrir handan sjóinn?'* sagði Phroso. Dað var nokkur ótta-hljómur . 1 hinum mjúkt út töluðu, lágu orðum, er bárust til mfn I myrkrinum. En á næsta augnabliki, áður en ég fékk ráðrúm til að svara, kom Phroso fast að mér, lagði aðra hönd sfna á handlegg minn og sagði blíðlega, en bratt: , Já, ég veit—ég sé—ég skil, og ég þakka yður. lávarður minn; og óg þakka guði fyrir það, kæri lávarður minn, að þér sögðuð mór eins og var, og yfirgáfuð mig ekki án þess að láta mér f ljósi ást yðar. £>vf þó óg verði mjög ófarsæl, þá er ég samt upp með mér; og á hinutn löugu nóttum mun ég hugsa um þessa kæru eyju og um yður, þó bæði hön og þér verðið laugt f burtu frá mér. Já, ég þakka hamingj- unni fyrir að þér sögðuð mér það, kæri lávarður minn.“ Hún beygði niður höfuð sitt, sem ekki hefði átt að beygja sig fyrir nokkrum manni, og kysti hönd mina. En ég dró hönd mína skyndilega að mér, greip Phroso aftur í faðm minn og kysti hana á munninn; því óg var nú búinn að taka fastan ásetning. Ég ætlaði ekki að sleppa henni, hvað sem það kostaði. Hver sem vildi raátti spyrja, hvaða rétt ég hefði til að eiga hana; óg gat með engu móti slept henni. Eu samt sagði óg ekki orð, og hún skildi ekki ásetu- mg minn, heldur ímyndaði sér, að v»ri að kveðja 44 í ar undir hirðuleysis-gervi. Kapteinninn sat við borð- ið, með hrúgur af skjölum fyrir framan sig; hann virtist vera að rannsaka þau, og við lesturinn kom fyrirlitningar- og undrunar-svipur á hann. „t>essi Mouraki var slunginn náungi“, sagði hann, „en ef einhver hefði náð í þetta skjalaskrin hans á meðan hann var á lffi, þá hefði hann ekki fengið að halda jafnvel eins mögru embætti eins og hann áleit Iandstjóra embætti sitt vera. Sannleikur- iun er, Wheatley lávarður, að þótt þér hefðuð f raun og veru átt þátt í dauða hans, þá álft ég að þér hefð- uð ekki haft neitt að óttast þegar sum af þessum skjölum hefðu komið stjórninni fyrir sjónir. l>að er satt að segja gott, að vór erum lausir við hann! En, eins og ég hef ætfð sagt, þó þessir Armenfumonn séu gáfaðir og fimir, þá—“ En óg var ekki kominn upp á loft til þess að hlusta á Tyrk ja halda ræðu um Armenfumenu, svo ég greip fram í fyrir kapteiniuum með óþolinmæði, sem ég gat ekki alveg dulið, og sagði: „Fyrirgefið mér, en er þetta alt sem þér vilduð mór?“ „Ég fmyndaði mér, að jafnvel þetta hefði tals verða þýðingu fyrir yður“, sagði kapteinninu. „Auðvitað“, sagði ég og náði nokkru af still ingu minni aftur; „en kurteisi yðar og góðvild hafði þegar rekið turt allan ótta hjá mér f þessu efni.“ Hann hneigði sig til viðurkenningar ura smjaður nsitt, og hélt svo áfram með mjög rólegri röddu, á 435 hveinig leikið hefur verið 4 þá; ég mundi skammast mfn að líta framan f þá; og ég þori ekki að trúa Tyrkjunum fyrir mér, þvf ég veit ekki hvað þeir kynnu að gera við mig. Viljið þér flytja mig til Aþenuborgar eða til einhverrar hafna-, sím ég get komist frá til Aþenu? Ég get l&umist fram lijá raiðmönnunum hér; ég skal ekki gera yður neitt ó- næði; þór þurfið einungb að segja raér hvenær slýp yðar leggur af stað, og láta mig hafa einhvern kyma á því til að vera f á leiðinni. t>að ollir mér sorgar að hiðja yður að gera raeira fyrir mig, því þér eruð þegar búinn að hafa svo mikið fyrir mér, en ég er f miklum vandræðum og— Hvað gengur a*, lávarð- ur minn?“ Ég hafði hreift hendina, til þess að stöðva ræðu hennar. Hún breytti á þann eina hátt sem óg, þótt það hefði kostað mig lffið, hefði ekki getað breytt á. Hön gekk algerlega fram hjá því, sem skeð hafði, íne? því að skoða það oinungis sem klókinda hragð. Sá þ&ttur sem ég hafði tekið 1 þvf, er skeð hafði, var einungis bragð í augum hennar; um þann þitt sem hún hafði tekið I þvf, sagði húa ekkert. Var hlut- taka hennar í þvf einungis klókinda bragð? Blóðið fór að Bjóða f æðum mfnum, þegar ég hugsaði um þetta; ég gat ekki borið það. „C>egar landar yðar fá að vita hvernig leikið hefur verið & þ&?“ sagði ég og hafði orðin upp eftir henni. „Leikið á þ& í hverju?“ „Með bragðinu, sem leikið var, Uvarður minn til til s? ffi þfi lil "ö drtíifsst“, »Hgði Phroso.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.