Lögberg - 17.05.1900, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.05.1900, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUBAGINN 17. MAI 1900 LOGBERG. GefiO út aO 309^4 F.lgin Ave. ,Winniprg,Man af Thk Lögberg Print’g & Publising Co’v (Incorporatad May 27,1890) . Ritstjóri (Editor); Sigtr. Jónasson. Business Manager; M. Paulson. aUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eltt skífti 25c fyrlr 30 ord eda 1 þml. dálksiengdar, 75 cts um mánudinn. A stserri augtýsingnm um lengrí tíma, afsláttur efiir samningi. BÖSTADA-SKIFTI kaupenda vertiur ad tilkynna skAiilega og geta.um fyrverandi bfistad jafnfTam Utan&skripttll afgreidslustofubladsins er: The Logberg Printing & Publishing Co. P.O.Box 12 »2 Winnlpeg.Man. f Utan&akrlp ttll ritstjdrans er: Editor L&gberg, P '0. Box 1292, Wlnnlpeg, Man. —. Samkvæmt IandslOgnm er nppsOgn kanpenda & ol&di ðglld, nema bann sje sknldlaus, þegar bann seg rupp.— Kf kaupandi, sem er i sknld vid bladld flytu ■ tstferlnm, &n þess ad tllkynna helmllaskiptin, þ& er I ad fyrlr ddmstólunum &litin sýnileg sönnumfyrr rettvisum tllgangi. ))))'iil;()IÍ IV Íl&í 1SC0. Eins og viO mátti búast. þegar vér 14sum ritstj(5rnar- greinina í „Hkr.“, er út kom 26.f.m., með fyrirsögn: ,,íslendingadagur- iun í Argyle", kom oss til hugar gömul, íslenzk þjóðsaga, er oss minn- ir að kölluð sé : „Tíu toga að ofan, tf lf toga að neðan." Saga þessi seg- ir frá mánni nokkrum, sem hafði „þroskast svo niður á við“ með breytni sinni, að allmikill hluti a:! honum var sokkinn niður í jörðina og þar voru djöflar og englar að togast á um hann. þjóðsagan er auðvitað nokkurskonar dæmisaga, og á að sýna hvernig hið illa og góða, sannleikurinn og lýgin, togast á um mennina í þessu lifi. Djöfl- arnir tákna að sjálfsögðu hið illa, en englarnir hið góða. Oss var sem ver sæjum ritstjóra „Hkr.“ ljóslif- andi í sömii klípunni sem maðurinn í sögunni var t—að djöflar og engl- ar væru að togast á um hann—þeg- ar hann var að skrifa nefnda grein í „Hkr.“, en sá var þó munurinn að oss virtist, að liðið sem togaði að neðan vtra miklu íjölmennara — „sextán á rnóti einum“ að minsta kosti—en liðið sem togaði að ofan, enda fóru leikar hér eins og við mátii búunt. í gömlu sögunni höfðu þeir sern toguðu að ofan betur á end- anuin, en í þessari nýju sögu—eða sjónarleik—höfðu þeir sein toguðu a5 neðan betur, eins og áminst „Hkr.“-grein ber ljóslega með sér. Fyrst toga „þeir að neðan“ — þeir Uta aldrei á sér standa —■ um leið og ritstj. „Hkr." byrjar greiuina, og þá segir hann, að „forstöðumönn- um íslendingadagsins í Argyle- bygð" hafi komið saman um, „að halda þjóðhátíðina þar i sumar þann 19. júní“. þetta segir ritstj. þr&tt fyrir að hann var skömmu áður búinn að birta í „Hkr.“ ágrip af fundargjörningi, sem bar með sér, að dagurinn var samþyktur á almenn- um fundi með öllum atkvæðum nema þrernur. þá toga „þeir að neðan" aftur í veslings ritstj., og er afleiöingin af þeim heljartökum sú, að ritstj. segir: „það er svo að sjá, að þeir kæri sig ekki um að aðhyllast 17. júní sem þjóðminningardag, og er það vel farið, því sá dagur hefur ekki n&ð neinum vinsældum meðal landa vorra hér vestra“. Ritrtj, hefði sóö hið gagnstæða, eða sagt hið gagnstaða, ef það hefði ekki verið fyrir átakið „að neðan”. þá toga „þeir að ofan“ í ritstj., og þó segir hann sannleikann og mótmælir því, sem hann er nýhúinn að staðhæfa, því, sem sé, að svo só ri5 sjá, „scm þeir kæri sig ekki utn að aðhyllast 17. jún(“. liitstj. segir nefnil. við fitakið „að ofan“: „Aðal- Astæða Argyleiuauna fyrir þossari’ breytingu frá þeim degi, sem þeir aðhyltust síða3ta ár, er sú, að draga saman hugi manna um einn sameig- inlegan íslendingadag fyrir alla I3 lendinga í Ameríku, og er það mjög lofsverð hugmynd og allrar virð- ingar verð“. þetta er alt annað en að Argylemenn „kæri sig ekki um að aðhyllast 17. júnt“. þeir vilja vinna það til, að sleppa 17. júní og taka annan dag sem þjóðminningar- dag, ef 2. ágústs-menn vildu vinna það til 8amkomulags, að hætta vib 2. ágúst sem þjóðminningardag. En svo toga „þeir að neðan“ aftur í ritstjórann, fast og lengi, Svo að „síðari villan verður argari hinni fyrri“. Ritstj. „Hkr.“ heldur sem sé áfram og segir : „En hvort rök þau, sem þessi breyting er bygð á, eru jafn viturleg, eins og tilgangur nefndarmanna er að sjálfsögðu góð- ur, það getur orðið og verður sjálf- sagt álitsmál“. (Vér sleppum nokkru af „ras-kommum“ = vitlausum komm- um, ritstj. víða, því það gerir málið á því, sem hann er að böglast við að segja, skiljanlegra). Eftir þessum hugsunar-gangi ritstj. er og verður það sjálfsagt álitsmál, hvort það eru viturleg rök hjá nefndarmönnum (nú eru þeir aftur orðnir einir um hituna hjá ritstj., þó hann væri að tala um Argylemenn í heild sinni rétt á undan), að vilja reyna að breyta um dag til samkomulags! Meiri þvætting og mótsagnir er ekki hægt að finna á prenti, í jafn-fáum línum, en þann, sem kemur fram í þessari byrjun greinar ritstj., og þannig er greinin til enda, að því viðbættu, að ósannindin og illgimin er enn gífurlegra síðar í henni, enda toga „þeir að neðan“ fastar og fastar og látlaust í veslings ritstj. til leiksloka, þar til hann er alger- lega sokkinn á kaf. „þeir að neðan“ toga og toga og ritstj. „Hkr.“ heldur áfram — að sökkva — og segir : „það eitt er sjáanlegt, að þeim finst ekki minn- ing Jóns Sigurðssonar þess virði að henni sé haldið á lofti, og þess vegna eru þeir nú ekki lengur með því að 17. júní sé haldið á lofti. í þessu eru þeir réttir „(sic!)“, því það er engin ástæða til að halda þess manns nafni á lofti, sem gerði það að lffsstarfi sínu að útvega íslandi þá stjórnar- skrá, sem allur þorri þjóðarinnar er óúnægður með.“ Ritstj, kemur með þetta bull um Jón Sigurðsson þrátt fyrir að hvert mannsbarn, sem nokk- uð hefur fylgst með málinu, veit, að 17. júní-menn völdu dag sinn í minningu um að alþingi hið forna á Islandi var í fyrsta sinni sett hinn 17. júní árið 930 og íslendingar urðu með þvf sérstök, óháð þjóð. þetta er einnig tekið fram í fundarsam- ?ykt Argylemanna, sem birtist í „Hkr.“ fyrir skömmu, en ekki minst á Jón Sigurðsson með einu orði. Hann var auðvitað fæddur hinn 17. júní, en það var alls ekki haft fyrir augum þegar dagurinn var valinn, leldur var minst á það sfðar sem auka-ástæðu fyrir gildi 17. júní, þar eð Jón Sigurðsson var frumkvöðull stjórnarbótarinnar, er gekk í gildi 1. ágúst (ekki 2. ág.) árið 1874, sem 2. ágústs-menn haf’a látist vera að íalda dag sinn i minningu uin. En nú lýsir ritstj. „Hkr.“ yfir, að allur jorri fsl. þjóðarinnar sé óánægður með stjórnarskrána frá 1874 og að 17. júní-menn sé réttir að halda ekki nafni þess manns á lofti, sem útvegaði hana. Hin eina eðlilega atíeiðing af þessari yfirlýsingu er sú að það er rangt að halda nokkurn dag—jafnt 2. ftgúst sem aðra daga— í luinningu um stjórnarskrftna frá 1874. í hvers minningu ætla 2. ágústs-menn þá að dalda 2. ftgúst? minningu um Jón ólafsson? Eða máskó í minningu um B. L. Bald- winson? Báftir eiga það skilið — íver á sinn hátt. Hinn fyrnefndi kom rófu sinni til að brjóta sam- jyktina um 17. júní, en B.L.B. (rit- stjóri fJUkr.“) er nú búimi að akera v. ágúst niður sem minningardag um stjárnarskrána frá 187Jj. Hvað segja 2. ágústs-menn um þetta? Hafði ritstj. „Hkr.“ vald írá þeim til að kippa goði þeirra þannig niður af stallinum og svívirða það? Ætla þeir að setja hann sjálfan upp á stallinn, í staðinn fyrir stjórnar- skrána frá 1874? Er hann verðari fyrir að minningu hans só haldið á lofti en Jón Sigurðsson? Vafalaust eftir hans eigin áliti. En svo hafa aðrir rétt til að dæma um starf B. L. Baldwinsonar fyrir íslenzku þjóðina, ekki síður en Lítilmennið hefur rétt til að dæma um lffsstarf mikitmennÍ8Íns Jóns Sigurðssonar- Vér getum ekki verið aö eltast við bulfritstj. ,,Hkr.“ um Jóna- skiftin, því júní-menn hafa aldrei sett það á prógram sitt, að halda þjóðminningardag sinn í minn- ingu um Jón Sigurðsson (stjórn- mála-skörunginn islenzka), né !! minningu Jóns Gíslasonar á Wash- ington-ey. En af því ritstj. „Hkr.“ virðist ómögulegt, að hugsa sér þjóð- minningardag án þess að hann sé settur í samband við einhvern sér- stakau mann, þá viljum vér benda á, að næst lagi, að kenna 2. ágúst við Jón Ólafsson—kalla daginn Jónsmessu—því það er honum að kenna að „Hkr.“-menn rufu samn- ing sinn um að vinna að þvi að 17. júni yrði hinn eini og almenni þjóð- minningardagur íslendinga. Ef dagurinn væri haldinn i minningu Jóns ólafssonar, þá kæmust 2. á- gústs-menn úr bohbanum, sem ritstj. „Hkr.“ hefur sett þá í með því að bannfæra stjórnarskrána frá 1874, svo að ekki er hægt að halda dag- inn í minningu um hana. það yrði gaman að heyra lofræðurnar um J. Ólafsson 2. ágúst—þakklætið og lof- gjörðina fyrir níð hans um Vestur- íslendinga! Eða ef mönnum þætti ekki tilhlýðilegt að halda 2. ágúst í minningu J. Ólafssonar, þá mætti reyna að hafa Jóna skifti og halda daginn í minningu um Jón Donald- son (Macdonald). það væri ekki meira út í hött en að halda 2. ágúst í minningu um stjórnarskrá sem dagsett er 5. janúar og „sem allur þorri þjóðarinnar er óánægður með". Dugi ekki þessir Jónar, þá mætti halda daginu í minningu um Búa- Pál eða Baldwinson. það er rétt á borð við annað í hinni fárftnlegu grein ritstj: „Hkr.“ að brígsla júní-mönnum um sífelda dagabreyting. Blfttt áfram mark- leysu þvættingur. Og fast hafa „þeir að reftan'- togað í ritstj. „Hkr.“ þegar hann ber það á júni-menn, að þeir hafi „hvað eftir annað gengið á gerðar sættir hér í Winnipeg‘‘ 1 Islendingadags-málinu „og notað öll þau ódrengs meðöl sem þeir hafa vaid ft, til að gera sundrung" í þvf. þessi ummæli lýsum vér ósvífnustu ósannindi fyrir hönd 17.júní-manna. Og sanni ritstj. Hkr. þau ekki, skal hann heita H. P. Jafn-ástæðu'aust er að úthúða Argylemönnum fyrir að ftkveða, að halda 19. júní sem þjóðminningar- dag í pumar. Fyrst og fremst er ekki hægt að halda hann 17. júní, iví s4 dagur er sunnudagur (2. á- gú't.s-menn hafa notað 3. ágúst þeg- ar eins stóð A), og svo hafa íslend- ingar á ýmsum stöðum, bæði hér í landi og á íslandi, haldið þjóðminn- ingardag ft ýmsum tímum. Vér sjáum ekki hvers vcgna Argylemenn ættu ekki að hafa rétt til hins sama án þess að vera atyrtir fyrir það— og það jafn dónalega eins og ritstj. „Hkr.“ hefur gert það. þegar Mr. Fr. Friðriksson frá Glenboro var staddur liér í bænum ( síðastl. mánuði, þi átti hann tal við ritstj, „Hkr.“ um íslendingadags- mftlið, og þft lét ritstj. mjög Hklega um, að hann vildi mæla mcð, að nýr þjóðiuinningardagur væri tckinn upp til samkomulags, en þetta fór eins og við mátti búast. Ritstj. heíur farist viftlíka drengilcga eins og Búunum, vinum hans, sem setja upp friðarflagg, en skjóta svo á mótstöðumenn s*na þegar þeir hafa lagt niður vopnin. það er ritstj „Hkr,“ og vissir félagar hans, senj hafa gerst griftníftingar í þessu máli, en ekki júní-menn. Blöðiu ,og pólitíkiu á Islandi. Á öðrum stað í þessu númeri blaðs vors prentum vér ritstjórnar- grein úr „ísafold“, er út koin i marz síðastl., og er fyrirsögn grein- arinnar: „Orðugleikar og óhugur“. Hver maður, sem les ritstjórnar- greinarnar um pólitík í blöðunum á ísl., hlýtur að veita þvi eftirtekt, hve ólík stefna afturhalds-málgagn- anna er stefnu framfara eða frjáls- lyndu blaðanna þar eins og hér—og hve nauða-líkir afturhaldsmenn á ísl. eru hinum fslenzku afturhalds- mönnum hér í landi. „ísafold" er ttðal-málgagn framfara-flokksins á íslandi—flokksins, sem hefur ákveð- ið prógram, sem vill vinna að fram- fbrum þjóðarinnar á þann hátt að reyna nýjar brautir og nota sér reyöslu annara þjóða—og flytur blaðið sífelt jafn skynsamlegar, praktiskar og sannfærandi greinar nm landsmftl og þá, er vér höfum minst á. „þjóðviljinn“ ft ísafirði og „Bjarki" á Seyðisfirði fylgja sömu aðal-stefnu í pólitík sem „fsafold". „þjóðólfur" er aðal-málgagn aftur- halds-flokksins á IsL, sem ekki hef- ur neitt prógram, að því er sést á blaðinu, annað en það, að úthúða mótstöðumönnum sínum fyrir fram- fara-tilraunir þeirra og vilja halda öllu undir gamla farginu. *í raun- inni bendir margt til, að „þjóðólfur" sé í allmikilli fyrirlitningu hjá betrí og vitrari hluta manna á íslandi, enda mætti mikið vera ef jafn durgs- legt, ofstækisfult og óvandaö dóna- blað væri málgagn fyrir skynsamari og sanngjarnari hluta þjóðarinnar. „þjóðólfur" vill einangra íslendinga i öllum efnum, og er meinilla við allar hreifingar sem miða í þá átt að koma þeim í nokkurt samband við framfara-strauma heimsins. þess vegna bölsótast blaðið eins og það gerir útaf Yaltýsku og vesturförum, telegraf til útlanda og tilraunum að stofna öflugan banka. Blaðið vill hlaða einskonar Kína garð um ís- land—eins og afturhalds-menn hér um Canada—halda við gömlu verzl- unar-einokuninni og vesaldóm al- mennings. „þjóðólfur" skamniar fólkið í landinu fyrir slóftaskap, og úthúðar þeim sem eru orðnir móð- lausir, eftir langt og árangurslítið strit, og laDgar til að reyna að bæta kjör sin með því að flytja til Amer- íku. Hið eina, sem blaftið gerir til að seðja hina hungruðu og létta byrði hinna örmögnuðu, er að reyna að troða þá út meft visnunar-pólitfk sinni, en hún reynist léttari og gagnsminni cn nokkurt gaddhesta- fóftur. Vér nefnum afturhalds- pólitíkina visriunar-pólitík, því bæði hafa framfara-blöðin á íslandi kall- að hana það, og svo hefur hún reynst sumum blöðunum það. Reykjavik- ur-blöðin „Dagskrá", „ísland" og „Nýja öldin“ vesluðust upp og dóu úr henni árið sem leið. Blöðin, sem nú t’ylgja afturhalds-stefnunni á ís- landi auk „þjóðólfs", eru „Fjallkon- an“ í Reykjavík, „Stefnir" á Akur- eyri og „Austri“ á Seyðisfirði, en síðastnefnd þrjú blöð eru ekki nærri því eins ofstækisfull eins og „þjóð- ólfur". Ef nokkur pólitísk stefna reisir efnahag fólksins á ísl. við, þá verð- ur það stefna framfara-flokksins þar. Nihiliemus afturhaldsmanna dreg- ur þjóðina vafalaust niftur í enn meiri fátækt, og hún siglist enn engra aftur úr hinum mentuðu jjóðum heimsins ef hann verður ofau ft. Doukliobors. Eins og lesendur vorir kannast við, var trúarbragða-flokkur sá er Doukhobors (nokkurs konar kvek- arar) nefnist hræðilega ofsóttur í föðurlandi sínu, Rússlaudi — eink- um fyrir þá sök, að það er & móti trúarbrögðum þeirra að bera vopn og ganga i herþjónustu — og gengu ofsóknir þessar og ill meftferð á þeim svo langt, að nokkrir mannvinir fengu leyfi fyrir því hjá stjórninni að mega flytja þá burt úr landinu. þegar leyfið var fengið, var farið að leita að nýju heimkynni fyrir þessa veslings Doukhobors, og'leizt sendi- mönnunum bezt á norðvestur Can- ada í þessu efni. Síðan fóru þeir að flytja hingað, og hafa nokkrar þús- undir af fólki þessu sezt að í Norð- vesturlandinu — ekki í Manitoba- fylki. Fyrst virtist öllum koma saman um, að Doukhobors mundi verða góðir borgarar og nýtir land- n4msmenn, og „Hkr.“ lét það álit í ljósi. En svo fundu afturhalds- tnenn upp ft þvf þjóðráði, að niða þetta marghrakta veslings fólk og vekja fordóma gegn því meðal hins enskumælandi hluta Canada- manna, sögðu, að Doukhobors væru ekki hæfir til að fá atkvæðisrétt, o.s. frv., og tók „Hkr.“ auðvitað þá strax í sama strenginn, og gerði sig þann- ig mjög ómerkilega og hlægilega eins og í mörgum öðrum málum. En nú í seinnitíð hafa agentar frá suðurhluta California reynt að tæla Doukhobors til að flytja bart frá bygðum sinum hér í norðvestur Canada, og hefur þeim tekist þessi starfi svo vel, að eitthvað 80 manns af fólki þessu hefur þegar flutt til Suður-California, og fleiri fara vafa- laust á eftir. Afturhaldsmönnum þykir sjálfsagt vænt um að fólk þetta flytji burt, þótt það hafi kynt sig vel síðan það kom og þótt landið hafi koslað talsverðu fé til að flytja það hingað og setja það á bújarðir. Doukhobors hafa þannig orðið fyrir ofsóknum í þessu nýja fóstur- iandi sínu, enda eru afturhaldsmenn eins ófrjálslyndir og kúgunargjarnir eins og Rússar, hvar og hvenær sem þe'r geta komið því við. þeir mundu ekki fara betur með útlendingana í landinu en Rússar fóru með Douk- hobors, eða Búar fara með útlend- ingana í Transvaal, ef þeir mættu ráða, en til allrar hamiugju hefur frjálslyndi flokkuriun ekki einasta jafn-mikið að segja hér i Canada sem afturhalds-flokkurinu, heldur meira, svo að afturhaldsmenn koma ekki kúgunargirni sinni við nema að litlu leyti. En því miður lítur út fyrir, að veslings Doukhobors taki ekki him- in höndum þó þeir flytji til suður- hluta California, því þar virðist eiga að nota sér það ódrengilega að þeir eru ókunnugir og útlendingar. Til að gera það efni Ijósara, birtum vér á öðrum stað 1 þessu númeri blaðs vors þýðingu af bréfi, sem fyrir skömmu birtist í hinu merka blafti „Montreal Witness", með fyrirsögn: „Veslings Doukhobors". Á bréfi þessu sést hvernig á að fara með út- lendinga þessa þar suðvestur á ströndinni hvað kaupgjald o. s. frv. snertir, en engum flokki manna í Bandaríkjunum mun koma til hug- ar að veita þeiui ekki borgaraleg réttindi. Fimta íarganið. „Tjaldbúð V“, frft sóra Hafateini Péturssyni, hefur boriat mér l hendur. t>ótt nafn mitt bó ekki beinlínis nefnt þar & nafn, p& dylst hvorki mér nó öörrm, að hann vegur par að mér með ÓSTÍfnura ósannindum, sem ég raft ekki lftta gaDga fram hjft mér, svona þegjandi. Að ég hafi komist 1 ólftn & Islandi—það er satt, og að ég h»fi viljað fara huldu höfði vestur um haf er líka satt. Sjftlfur segi ég

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.