Lögberg - 28.06.1900, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.06.1900, Blaðsíða 4
4 LÖQiiERG, FIM.TUDAUINN 2á JUNÍ l'JOO. LOGBERG. GefiB út aB 309^ F.lgin Ave.,WiNNiPBG,MAN »f Thb Lögbekg Print’g & Pdblising Co’v (Incorporated May 27,1890) , RiUtjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. aUUI.VSINGAR: Smá.anglýslngar í eltt skiRi 25c fyrir 30 ortl eóa 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um mánudinn. A statrri anglýsingnm nm lengri tíma, afsláttur efiir samningi. BÚSTAD t-SKIKTI kanpenda verdur ad tilkynna sk r iflega Og geta|nm fyrverandi bústað jafnfram Utanáskrlpttll afgreléslnstofn blaðsins er: Th» Logberg Printing ft Publishing Co. P. O.Box 1292 Wlnnlpeg.Man. t. Utaniskrip’ttil ritstjdrans er: F.ditor Lflgberg, P -O. Box 1292, Winnipeg, Man. _ Samkvsemt landalðgnm er nppsðgn kanpenda i Oladl óglld, nema bannsje sknldlans, þegar hann seg rnpp.—Kf kanpandl, sem er í sknld víd bladld flytn > lstferlnm, án þess að tllkynna heimllasklptin, þá er t ad fyrlr dðmetólnnnm álitln sýnlleg sðnnnm fyrr rettvísum tllgangl. PIMMTUDAGINN, 28 JUNÍ 1S00. Hlægileg della. Á 081 uii stað í þessu núnieri blaBs vors birtum vér fyrri hluta af moldviðris-grein, sem birtist í „Fjallkonunni" 8. f. m. (maí) með fyrirsögn: „Um ofríki“. þótt rit- stjóri „Fjallk." hafi ekki verið svo göfuglyndur að skýra lesendum blaðs BÍns frá hver höf. greinariunar er, og beri því ábyrgð af henni sem ritstjórnargrein, þá getum vér upp- lýst þá og lesendur Lögbergs um, að höfundur moldviðris-greinarinnar er sami maðurinn sem skrifaði nið- bœklingana um Vestur-íslendinga og Ameríku forðum daga, nefuilega Benedikt Gröndal skáld. í þeim hluta greinarinnar sem vér birtum í þetta BÍnn er bullið um Breta og Búa-ófriðinn, en í niðurlaginu er niðið um Ameriku, og birtum vér þann hluta greinarinnar í næsta númeri blaðs vors. Vér höfum ckki pláss fyrir at- hugasemdir við moldviðris-greinina í þessu blaði, en höfum ásett oss að rita nokkur orð um hana í heild •inni um leið og vér birtum niður- lagið. í þetta skifti skulum vér einungis taka það fram, svona al- ment, að greir.in or, frá upphafi til euda, svívirðilogasti hlutdrægniii- þvættingur eða óðs manns rugl, og að hún er höf. og blaðinu, sem upp- ru nalega birti hana, til st 5r-háðung- ar. Ekkert heiðarlegt blað í heim- inum mundi hafa birt annan eins þvætting, og þótt ýmislegt bágborið liafi birzt f íal.blöðum um sama cfni, þá bítur þessi grein í „Fjallk“. höf- uðið af allri skomm. Sú þjóð er ólánsþjóð og illa farin, sem fóðruð er á öðru eins andlegu fóðri, og. þvl, sem höf. greinarinnar og ritstj. „Fjallk.“ bér hafa borið á borð fyrir hana—lýgi, hlutdrægni og óhroða. Utdráttur úr ræðu D. H. McMillans. (Framh. frá síðasta blaði). Ræðumaður hélt áfram að tala ura nefndina, sem Maedonalds-stjórn- in setti til að rannsaka gjörðir fyrir- rennara sinna. Hann sagði, að tveir nefndarmennimir (bankastjórarnir) hefðu neitað að skrifa undir skýrsl- una sem samin hefði verið um niö- urstöðuna, er nefndin hefði komist að, harda þeim að skrifa undir, en fjármálaráðgjafinn (Davidson) heíði leitt hjá sér að skýra þinginu frá því f ræðu sinni daginn áður, hvað fram hefði farið við þetta tækifæri. þegar bankastjóraruir fóru að yfir- fara skýrsluna, sem lögð var upp í hendurnar á þeim til að skrifa und- ir, þá sáu þeir að rangfærslur voru í skýrslunni, svo þeir neituðu að skrifa undir hana. Eft'r nokkurt þref um þetta efni hefði meðlimur- inn frá Brandon gefið bankastjór- UDUiii í skyn, að stjórniu hefði ekk- ert brúk fyrir þá framar. þeir hefðu þá tckið hatta sína og ætlað að fara út tafarlaust; en þá hefðu þeir verið beðnir að bíða á ineðan sent væri eftir fjármálaráðgjafanum. Svo hefði hann komið, og glímt all- lengi við bankastjórana um að skrifa undir skýrsluna, en þeir hefðu setið við sinn keip og neitað að gera það, og þá hefði verið sent eftir forsætis- ráðgjafanum. (þá sagði Mr. Mac- donald nei). En McMillan hélt á- fram og sagöi: ,,Jæja, ég ætla nú að gera mínar staðhæficgar, og forsætis- ráðgjafinn getur mótmælt þeim á eftir. Ég hef fengið að vita, að nefndin liafi sent eftir forsætisráð- gjafanum, og hann jltaði fyrir nokkrum dögum, aö hann hefði verið viðstaddur við þetta tæki- færi“. (Bæði Macdonald og Da- vidson reyndu að neita, að nefnd- in hefði ráðfært sig við þá). Svo hélt Mr. McMillan áfratn og sagði: „Alt sem ég hef að segja um jetta atriði er það, að upplýsiugar mínar cru komnar frá einum flokks- l’ylgis-meðlim nefndarinnar (Lófa- rlapp). Hann verður að bera á- ayrgðina af orðum sínum. Hann á vini hér í bænum og hann hefur gert þá að trúnaðarmönnum slnum, og í samtali við einn af þeim sagði hann honum það, sem ég hef skýrt þinginu frá í dag (Heyr, heyr). „Mc ske forsætisráðgjafinn hafi ekki verið I húsinu (stjórnarbygging- unni) við þetta tækifæri". (Mac- donald sagði: ,,Nei“). Mr. McMill- an: »Dg var ef til vill ekki spurður ráða fyr en daginn eftir. Ef þing- nefndin sem fjallar um hina opin- beru reikninga vill kalla manninn fyrir sig, þá getur hún fengið að vita sannleikann í þessu atriði (Lófaklapp). Mr. McMillan hélt áfram og sagði, að sér fyndist að hann mega til að fordæma stranglega þá aðferð flokksfylgis-meðlima nefndarinnar, að reyna að breiða út I yfirskoðun- ar-skýrslu bankara staðhæfingar, sem væru ílokks-fylgislegar I eðli sínu. Hann fordæmdi þessa aðferð, og sagðist ekki geta séð að neitt anuað en ósæmiiegar ástæður lægju til grundvallar t'yrir henni. Hið eina, sem hefði ráðið þegar nefndin VJr sett, hefði verið hin afarsterka löngun hinnar núverandi stjórnar að skaða fyrirrennara sína. * Enginn maður með vanalegri réttlætis-til- finning og sanngirni mundi liafa sett konunglega rannsóknarnefnd, til þess að halda dómþing yfir fyrir- rennurum slnum, og gefa henni aðr- ar eins fyrirskipanir eins og nefnd þessari voru gefnar, en um leið neitað fyrirrennurum sínum um þau al- mennu réttindi að vera viðstaddir, þegar mál þeirra var rannsakað. En þrátt fyrir þetta sagðist ræðum. ekki geta fengið af sér að fordæma þetta atferli með eins stcrkum orð- um eins og það verðskuldaði. Hann vissi ekki til, að neitt sama eðlis hefði nokknrn tíma átt sér stað I Canada. það hefði orðið stjórnar- bylting í Ottawa fyrir nokkrum ár- um, og þá hefði farið frá völdunum stjórn sem befði verið búin að sitja í 18 ár og sem hinar mestu ákærur um spillingu hefðu verið bornar á, en samt hefði stjórnin sem tók við (Laurier-stjórnin) enga konunglega nefnd sett til að rannsaka gjörðir fyrirrennara siuna. . Greenway- stjórnin hefði lagt niður völdin án þess að það væru til nokkrar sann- anir fyrir spillingu af hennar hálfu, cn alt hefði samt verið gert til að skaða meðlimi hennar. Ræðum. sagði, að skýrsla rann- sóknarnefnd arinnar hefði einungis verið lögð fyrir þingið fyrir fáum dögum síðan, þrátt fyrir að undir hana hefði verið skrifað hálfurn öðrum mánuði áður. Hún hefði að öllum líkindum legið á hillunni síð- an. Ræðum. sagðist ekki hafa mik- ið út á skýrsluna að setja, og þegar öllu væri á botninn hvolft ’ væri hann meir en ánægður með bana; en skýrslan hlyti að vera hræðileg vonbrigði fyrir þá herra sem hefðu fengið þá skínandi hugmynd I sig, að setja þessa nefnd. Ef þeir bara hefðu séð fyrirfram hvílík vatns- blanda skýrslan yrði í eðli sínu, þá hefði fólkinu I Manitoba sparast tvö til 8 þúsund dollara útgjöld. Skýrsl- an væri stór og augljðs sigur fyrir stjómina sem frá fór (Greenway- stjórnina). Tilgangurinn liefði ver- ið sá, að láta skýrsluna sanna, að það væri eitthvað sorglegt við fjár- hag fylkisins, einhver óráðvendni hefði átt sér stað, einhver klaufa- stryk verið gerð, eitthvað sem nota mætti sem átyllu fyrir að setja nefndina. Niðurstaðan hcfði orðið sú, að fjallið hefði tekið léttasótt og fætt af sér mús, svo litla mús, að það útheimti sterkt stækkunargler að ákveða, hvort það væri heldur mús eða lús. Ræðum. sagði, að alment talað væri niðurstaðan, sem nefndin hefði komist að, sem fylgir: í fyrsta lagi, að bókfærslu-formið væri þannig, að hún gæti ekki verið þvl samþykk; að vissir hlutir hefðu verið gerðir óreglulega sanikvæmt hugmyndum hennar, þótt hún ekki segði að þetta hefði bakað fylkinu nokkurt tap. í öðru lagi hefði nefndin fundið að yfirskoðunar-aðferðinni í sumum stjórnardeildunum, og að engin yfir- skoðun hefði átt sér stað í öðrum, og væri sérstaklega bent á fjármála- deildina i þessu tilliti. í þriðja lagi, að opinberraverka-deildinni hefði ekki verið stjiirnað á starfslegan hátt. í fjórða lagi, að fylkislanda- deildinni hefði ekki verið nægur gaumur gefinn. í fimta lagi, að skýrslur fyrv. fjármálaráðgjafa hefðu ekki gefið ljósa hugmynd um fjárhags-ástand fylkisins. Viðvfkj- andi eðli útborgananna síðastliðin 12 ár væri það að segja, að það virt- ist sem nefndinni væri ómögulegt að setja út á nokkurt atriði. Ræðum. bjóst við að þingmenn kynnu að verða forviða á,* að þetta ofantalda innibindi í sér alt sem væri í skýrsl- unni. Nefndin hefði auðvitað fund- ið að því sem hann hefði minst á, en svo yrðu menn að muna eftir, að nefndin hefði verið sett í því augna- miði að finna að (Heyr, heyr). Nefndin hefði aldrei verið sett ef það hefði ekki verið fyrir löngun- ina, að setja út á gjörðir fyrverandi stjórnar og sanna að eitthvað hefði verið öðruvisi en vera bar. Ræðum. sagði, að nefndinni hefði ekki tekist að benda á, að fylkið hefði tapað einum einasta dollar sökum aðferðarinnar, sem hún væri að linna að; henni hefði ekki tekist að bendu á, að nokkur ó- ráðvendni hefði átt sér stað hjá stjórninni undanfarinn 12 ár; lienni hefði ekki tekist að benda á, að fyrverandi stjórn hefði veitt mót- töku einum einasta dollar, sem ekki væri full grein gerð fj’rir; og henni hefði ekki tekist að benda á, að nokkrum dollar liefði verið þannig varið, að fylkisbúar hefðu ekki fengið verð hans á móti. Skýrslan mundi öllu fremur staðfesta þá skoö- un í hugum fylkisbúa, að meðferð hinuar fráförnu stjórnar á almenn- ings fé hefði veriö skynsamleg, og að fylkið hefði haft hreina, sparsaiua og góða stjórn síðastliðin 12 ár. Ef Greenway-stjórnin hefði sett rann- sóknarnefnd, og hefði sú nefnd setið við í tvo mánuði að búa til skýrslu og síðan gefið jafn hagfelda skýrslu um fjárhags-ástandið eins og þcssi nefnd hefði gert, þá hefði sú skýrsla ekki haft í sér jafn mikin sönnunar- kraft eins og skýrslan sem núver- andi stjórn hefði lagt fyrir þingið. þessi skýrsla væri algerð sönnun fyrir, að alt, sem meðlimir hinuar fráförnu stjórnar hefðu sagt um hag fyClkisins, væri rétt og satt. þá tók ræðum. til athugunar hin sérstöku atriði skýrslunnar og sagði, að það-væri nausynlegt að fara nákvæmlega út á sérhvert at- riði, sem minst væri á í skýrslunni; hann ætlaði sór að gera það einungis hvað suerti sum atiiðin þar sem sett væri út á aðferðina, er hin fráfarna stjórn hefði viðhaft. en að þes3Í at- riði, sem hann færi út í, mundu nægja til að sýna, hve mikiö væri að reiða sig á skýrsluna og hve mik- ils virði hún væri. Ræðum. mintist fyrst á það sem nefndin taldi óreglu- legt, að stjóruin hefði drcgið út það sem ócytt var af fjárvcitingu þing- sins til alþýðuskólanna við enda fjáhagsársins og lagt það á banka í nafni eins eða fleiri af ráð- gjöfunum, til þess að þessi afgangur gengi ekki úr gildi sem veiting til skólanna og rynni aftur inn í fylk- issjóð. þetta væri eitt af því alvar- lega, sem nefndin hefði fundið að. „Alt og sumt er“, sagði ræðum. „að vér tókum það sem eftir var af veit- ingunni til skólanno við árslokin út úr hinum almenna sjóði í baukanum og logðum hann inn í sérstakan reikning þar, og borguðum peniug- ana út með ávísunum til hins sama, sem þingið hafði veitt þá til. .þing- ið ve'tti vissa upphæð á hverju ári til uppfræöslumálanna—i fyrra var uppíiæðin S250,000“. Ræðum. sagði, að þessi aðforð hefði verið viðhöfð í langan tíma—hann áleit að fyrir- ronnarar Greenway-stjórnarinnar hefði haft sömu reglu. Veitingin til skólanua hefði verið borguð við lok 56 háls 1 svefni. Að tninsU kosti benti það að hún var I náttklnðum slnum til þess. En eitt, sem strax setti Mr. Barnes 1 vanda, var blóðpollurinn fram við hurð- ina. Hann var full sex fet fiá hOfðagafli rekkjunnar, og þótt annar blóðpollur væri rétt framan við rúm- atokkinn, pollur, sem hafði myndast af blóði er runn- ið hafði niður rekkvoðina og lekið niður á gólfið, þá var enginn laakur eða samrentli á milli pollanna. „Jasja", hugsaði Mr. Barnes með sér, „ég kem fjratur manna á sjónarsviðið i þetta skiftið, og engar slettirekur skulu koma hingað og umturna Ullum hlutum fyr en ég er búinn að rannsaka nákvæmlega þýðingu þeirra“. Herbergi þetta hafði ekki upprunalega verið aatlað fyrir avefnherbergi, heldur sem borðstofa, þaun- ig, að hægt væri, þegar þeas þyrfti, að skjóta hurð- unum frá og gera eina stofu úr þvl og gestastofunni. l>að var einn gluggi á herberginu, og vissi hann að loftatromp, er Iá upp í gegnum liúaið; en í einu horn- inu á herherginu var falleg arinhilla, úr útskorinni eik, og ara þar neðan undir. Mr. Barnes dró tjildið frá glugganum, til þeas að hleypa meiri birtu inn f herbergið. Að þvl búnu litað st hann um betur og tók þá eftir tvcnnu: f fyrsta lagi, að á þvottaborð- inu stóð akftl, bálf-full af v&tni, og sýndi liturinn á þvi ljóslega, að morðinginn hafði þvegið af sér grun- aama bletti áður en ha’hn fór burt. í öðru lagi, að á arninum var öakuhrúga. „Fanturinn bcfur brent sanuanir, scpi vyru á móti 65 an morgun; en sannleikurinn er sá, að ég var úti lengi fram eftir í gærkveldi". „Dér hafið að llkindum verið á klúbbnum jðar“, s*gði Mr. Barues, sem vildi vita hvort Mitchel mundi Ijúga að sér um þetta atriði. En þetta urðu von- brigði fyrir Barnes, því Mitchel sagði: „Nei, ég fór á Casino leikhúsið. Lilian Kussell er komin þangað aftur, eins og þcr vitið, svo ég hafði lofað vini mfnum að fara á leikhúsið til að heyra til hennar“. „Var þessi vinur yðar karlmaður?“ sagði Mr. Barnes. „Eruð þér ckki farinn að gerast helzt til spur- ull?“ sagði Mr. Mitcbel. „Nei, hann var ekki karl- maður, heldur kona. Sannleikurinn er að það er hún, sem myndin er af, þarna á málara-grindinni". Mr. Barnes leit yfir á grindina og sá þar olfu- mynd, er sýndi undursamlega fagurt kveunmanns- höfuö. Myndin var af svarthærðum kvennmanni, og lýsti andlitið mjög sterkum tilfinningum og vilja- stjrk, ef myndin var sannur spegill af því. Hér var þýðingarmikið atriði. Mr. Mitchel hafði sagst hafa verið á Casino leikhúsinu með þcssari konu. Wilson liafði staðhæft, að þau hefðu farið til hússins, sem bin myrta kona var f, eftir að þ&u komu af leikhúsinu. Dað leit þannig út fyrir, að vinkona Mr. Mitahels ætti þar heima og að hann hefði á þann hátt komist inn f húsið kvöldið áður. Vissi Mitchel, að hin konan átti þar lieirna líka, og bafði haun farið inn f herbergi Ö0 Allir þessir fiu gimsteinar eru fullkomnustu sýnishorn af sinni tegund. Fjórir hinir fyrst-töldu eru skornir ná- kvæmlega eins; perumynduðu perlurnar eru samkyns að stærð og lögun, og sama er með eggmynduðu perlurnar. Kanarí-demanturiun er aflangur, og tópasinn óvið- jafnanlegur. Allir gimsteinarnir olu geymdir í stokk, með rauðu russ- negku leðri utan á, som er fjórir þumlungar á annan veg’ inn en sex þuml. á hinn að stærð, fóðraður að iunan með svörtu atlask. Sérliver af gimsteinunum passar i sér- staka lægð í stokknum, og er festur á sinum stað moð spennu úr gullvír“. Á stokknum er nafnið ,,MitcAel“, letrað með gullnum stöfum á gjörðina sem spent er utan um stokkinn. Detta var alt og sumt sem var á blaðinu, og ekk* ert nafn skrifað undir. Mr. Barnes þótti ilt að und* irskriftina vantaði, en hann þóttist samt viss um, að hann hafði nú f höndum mjög þýðiogarmikið skjsb þar eð það virtist sanna sögu konunnar, að hún hefð> mist mikið af umgjarðarlausum gimsteinum. Það var mjög þýðingarmikið að hafa í höndum svona ná* kvæina lýsingu af hinum stolnu gimsteinum. Mf* Barnes braut blaðið saman vandlega, lét það síðan i peningaveski sitt, og fór sfðan aftur þangað sem líkið var. Hann skoðaði nákvæmlega skurðÍDn á hálsinum á kouunni, og komst að þeirri niðurstöðu *ð morÖÍDginn hefði notað vanalegan sjálfskeiðing, þv* undin var hvorki löng né djúp. Ea lffæðin á hál9' inum var skorin sundur, og leit út fyrir að moiðinfí' inn hefði einmitt stefnt hnffnum á hana. Af þesíd dró leynilögieglum&ðurinn |>á ályktau, að á konuðá

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.